Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 „Þarna koma saman ólíkir straumar sem áhugavert verður að sjá mæt- ast,“ segir Þorgeir Pálsson, fyrrver- andi flugmálastjóri og forstjóri Flugstoða, nú prófessor við Háskól- ann í Reykjavík. Hann verður ráð- stefnustjóri á alþjóðlegri ráðstefnu um vandamálin sem askan úr Eyja- fjallajökli skapaði fyrir flugið. Menntafélagið Keilir heldur ráð- stefnuna á Ásbrú næstkomandi mið- vikudag og fimmtudag. Um 250 manns hafa skráð sig, frá Evrópu, Ameríku og Asíu, fulltrúar framleið- enda, flugfélaga, yfirvalda og ýmissa stofnana sem koma að fluginu. Einn- ig jarðvísindamenn sem funda áfram á Hvolsvelli eftir að ráðstefnunni lýkur, í meiri nánd við eldstöðina. Margar ráðstefnur hafa verið haldnar um flugið eftir að ösku- vandamálið kom upp. Þorgeir segir að það geri þessa ráðstefnu áhuga- verða að hún er fjölþættari, komið er inn á fleiri svið; flugið, jarðvísindin og stefnumörkun hjá stjórnvöldum, svo dæmi séu tekin. Mismunandi áherslur hafa verið í Evrópu og Ameríku um það hvernig bregðast eigi við ösku í háloftunum. Þorgeir segir áhugavert að sjá meg- inlöndin mætast. Það sem fram kem- ur á ráðstefnunni verður síðan inn- legg í umræðuna á þingi alþjóða flugmálastofnunarinnar sem fram fer síðar í mánuðinum. helgi@mbl.is Ólíkir straumar mætast  250 þátttakendur á ráðstefnu um vandamál flugsins í eld- gosinu í Eyjafjallajökli  Fulltrúar ólíkra sjónarmiða mætast Morgunblaðið/Kristinn Strókurinn Mikil gjóska spýttist upp úr eldstöðinni í Eyjafjallajökli og truflaði flug víða við Atlantshaf. Vandamálið og viðbrögðin hafa mikið verið rædd og verða enn til umræðu á alþjóðlegri ráðstefnu hjá Keili á Ásbrú. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þuríður Backman, alþingismaður og formaður heilbrigðisnefndar Alþing- is, sagði að sér hefði brugðið við að lesa í Morgunblaðinu í gær að leitað hafi verið til Hjálparstarfs kirkjunn- ar vegna sjúklinga sem ekki var hægt að útskrifa af sjúkrahúsi nema borgað væri fyrir lyf. „Ég tel að heilbrigðisnefnd þurfi að fá upplýsingar um og skoða um- fang þessa, hvaða lyf þetta eru og með hvaða hætti farið er að útskrifa sjúklinga með lyfseðil eða lyf sem sjúkrahúsið hefur þá lagt út fyrir og er að rukka fyrir þegar sjúklingur útskrifast, ef rétt reynist,“ sagði Þuríður. Hún kvaðst ætla að láta taka málið upp í heilbrigðisnefnd Al- þingis Þuríður sagði að sér hafi ekki ver- ið ljóst að fólk væri útskrifað af sjúkrahúsum með lyf sem það þyrfti að greiða fyrir. Skoða þarf ástæðu fjölgunar hjálparbeiðna vegna lyfjakaupa „Eins og ég hef þekkt þetta þá hafa sjúklingar útskrifast með lyfja- ávísun sem þeir þurfa þá að leysa út eftir útskrift,“ sagði Þuríður. Hún taldi að ekki þyrfti síður að skoða hvers vegna fólk leiti í ríkari mæli eftir aðstoð hjá hjálparstarfi vegna lyfjakaupa, eins og fram kom í fréttinni. Þar sagði m.a. að mikil aukning á styrkbeiðnum hafi orðið þegar flensufaraldur gekk hér í fyrra. „Nú eru sýklalyf ekki niðurgreidd og ég dreg þá ályktun, af því þetta var í kjölfar flensu, að þetta hafi ver- ið vegna sýklalyfjakaupa. Það er eitthvað sem kemur upp skyndi- lega,“ sagði Þuríður. Áfram er unnið að heildarendur- skoðun á fyrirkomulagi greiðsluþátt- töku sjúklinga, en Þuríður sagði að sú vinna væri komin vel á veg. „Ég vænti þess að þeirri vinnu ljúki í vetur þannig að hægt verði að taka upp nýtt fyrirkomulag,“ sagði Þuríður. Hún sagði að breytingu á lögum varðandi smásöluafslátt lyfja hafi verið frestað vegna þeirrar heildarendurskoðunar sem nú fer fram. Með því hafi verið þrýst á að vinnunni verði lokið sem fyrst. Mun skoða beiðn- ir um lyfjastyrki  Greiðsluþátt- taka sjúklinga er til endurskoðunar Morgunblaðið/Sverrir Lyf Æ fleiri hafa beðið Hjálparstarf kirkjunnar um hjálp við lyfjakaup. Zzzzzzzúúúúmmmm … E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.