Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 38
38 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG FANN HREINAN BOL! ÉG VEIT EKKI AF HVERJU ÉG GENG ALDREI Í HONUM MÉR LÍÐUR EKKI VEL ÉG ÆTTI EKKI AÐ SPILA ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ GÓÐ HUGMYND HJÁ ÞÉR ÞÚ HITTIR HVORT EÐ ER ALDREI NEITT ÞEGAR ÞÚ MÆTIR ÉG HELD ÞAÐ SÉ BETRA AÐ ÞÚ HALDIR ÞIG HEIMA LÆKNIRINN MINN SEGIR AÐ ÉG VERÐI AÐ GERBREYTA MATARÆÐINU MÍNU HANN SEGIR AÐ ÉG VERÐI AÐ HÆTTA AÐ DREKKA BJÓR OG DREKKA VATN Í STAÐINN... OG BORÐA GRÆNMETI Í STAÐINN FYRIR ALLAN FEITA MATINN SEM ÉG BORÐA VENJULEGA HVAÐ HEFUR ÞÚ HUGSAÐ ÞÉR AÐ GERA? ÉG ÆTLA AÐ FINNA MÉR NÝJAN LÆKNI RÚNAR, ÉG HAFÐI MIKLAR ÁHYGGJUR AF ÞÉR HANN FÓR MEIRA AÐ SEGJA UPP Á SVIÐ OG VAR MEÐ UPPISTAND! DÓU EKKI ÁHORF- ENDURNIR ÚR HLÁTRI? JÚ, HVERNIG VISSIR ÞÚ? AF HVERJU? ÉG FÓR BARA MEÐ NÝJA NÁGRANNANUM Á GRÍNKLÚBB ÞAÐ VAR REYNDAR ERFIÐARA AÐ NOTA ÞETTA FORRIT EN ÉG HÉLT ÉG EYDDI ALLRI NÓTTINNI Í ÞETTA EN MÉR TÓKST ÞÓ AÐ KOMAST AÐEINS ÁFRAM SJÁÐU BARA... ÉG SÉ BARA HVÍTAN KASSA... ÞETTA ER ÞÓ EITTHVAÐ! HVERNIG GENGUR MEÐ HEIMASÍÐUNA? ÖLL BORGIN ER RAFMAGNSLAUS! FÍNT FYRIR OKKUR! JÁ, VIÐ ÆTTUM AÐ GETA FUNDIÐ SKARTGRIPI OG KANNSKI FARTÖLVU ÞJÓFAR! KJÁNINN ÞINN! ÞÚ VAKTIR HANA! Áskorun til alþingismanna Íslensk þjóð hefur oft gengið í gegnum erf- iðleika og sigrast á þeim. Það mun hún einnig gera nú með dugnaði og samstöðu á grundvelli sameig- inlegra verðmæta, aukinnar menntunar og náttúruauðlinda. Það sem skiptir máli, er að allir taki höndum saman: stjórnmála-menn, launþegasamtök og samtök atvinnulífsins, embættismenn, fulltrúar almenn- ings og fjölmiðlar og horfi fram á veginn. Undanfari endurreisnar efna- hagslífs er pólitísk endurreisn, bætt siðferði í stjórnmálum, aukinn heið- arleiki í viðskiptum og fjármálum og þroskuð umræðuhefð, mannvirð- ing og jafnrétti á öllum sviðum. Þegar við höfum fast land undir fótum, heimilum landsins hefur ver- ið bjargað úr skuldafeni, óttinn er horfinn og dómgirni hefur vikið fyr- ir yfirvegaðri umræðu, reynum við að átta okkur á því hvað gerðist. En fyrsta skrefið er samvinna al- þingismanna og myndun þjóða- stjórnar. Alþingismenn allra flokka sameinist. Tryggvi Gíslason. Til umhugsunar Ég á fullorðna vinkonu, hún er fædd árið 1924, og er orðin léleg til heilsunar og þarf á þjónustu að halda sem Kópavogsbær sér henni fyrir. Eitt af því sem er henni nauðsynlegt er að fara út og ganga með aðstoð þjálfara, einnig þarf hún að nota göngugrind. Þar sem að hún býr í námunda við Digra- neskirkju, sem er aug- lýst opin frá kl. 10-17 daglega, fannst henni tilvalið að koma þar við og skoða kirkjuna sína. Hinn 31. ágúst komu þær, hún og þjálfarinn, að kirkjunni og vildu komast inn, stúlka var þar að ryk- suga gólfin. Þær buðu góðan dag en engar undirtektir voru við það þrátt fyrir ítrekun. Kirkjuvörður kom að og benti þeim á að það væri nýbúið að ryksuga gólfin. Hún tjáði manninum að grindin væri ekki skítug og þær ekki heldur. Hún fór samt inn og gekk upp að altarinu, hana langaði til að athuga hvort ákveðið altarisklæði væri þar. (Vissi til að fyrrverandi prestsfrú hafði gert það klæði.) Hvað manninum gekk til er óljóst. Er ekki kirkjan opin fyrir alla þegar hún er opin? Menn ættu að gera sér grein fyr- ir í hvers þágu þeir eru í þessu embætti. Virðingarfyllst Helga Jörgensen. Ást er… … hálsakot til að hvíla lúið höfuð í. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Ættjarðarástin er auðvitað þaðsem heldur Frónbúum við skerið. Og það hlýtur hvert skáld og hagyrðingur að binda hana í stuðla og höfuðstafi. „Hér er best að búa,“ segir Pétur Stefánsson og yrkir um það sonnettu: Þó hérna geisi tíðum vonskuveður að vetri til með örgum hríðarfjanda, og allt sé njörvað fast í fjárhagsvanda, er fegurð lands sem heillar mig og gleður. Í veröldinni veit ég engan betri né vænni stað en hér á Ísa-landi, að taka sprett á sprækum ljóðagandi í spekt og ró, á sumri jafnt sem vetri. Þó byðist vín, og víf í góðu standi og virðing stór og þúsund lambabógar, og þó mér byðist gull og grænir skógar, ég gæti aldrei flutt frá þessu landi. Ef dvalarstað í veröld mætti velja þá vil ég hvergi annars staðar dvelja. Þegar fregnir bárust af ósk Grímseyinga um að hraðahindranir yrðu settar upp í eynni, þá orti Dav- íð Hjálmar Haraldsson: Að leika sér og láta á súðum vaða löngum virðist Grímseyingum tamt. Aka þeir á ógnarlegum hraða. Enginn finnst þar vegarspotti samt. Stefán Vilhjálmsson hjó eftir því í fréttum að tuttugu bílar væru í Grímsey. Ég lagði því fram þessa „hálfkveðnu“ vísu, staðfærða: Grímseyingum ekki er rótt, örygginu takmörk sett, tuttugu bílar títt og ótt tæta og spóla á sléttri stétt. Ingólfur Ómar Ármannsson yrk- ir „dálítið tregafulla“ haustvísu: Hljóðnar fugla fögur raust, fölna sumarblómin; norðri bitur boðar haust byrstan hvessir róminn. Vísnahorn pebl@mbl.is Af ættjarðarást og Grímsey Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.