Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Sudoku Frumstig 1 2 5 4 5 7 9 2 3 7 2 7 6 2 1 4 9 2 5 1 3 6 2 4 7 3 3 1 6 2 4 3 5 2 5 1 5 2 4 2 1 9 6 3 6 9 8 4 5 8 5 7 4 7 9 3 8 2 4 4 9 1 5 9 1 8 5 6 7 2 2 1 4 6 4 6 2 1 9 8 5 3 7 5 8 7 4 3 2 9 1 6 3 9 1 7 5 6 4 8 2 1 5 9 3 8 7 6 2 4 8 2 3 6 4 9 7 5 1 6 7 4 2 1 5 3 9 8 7 1 6 9 2 3 8 4 5 9 4 8 5 6 1 2 7 3 2 3 5 8 7 4 1 6 9 2 3 6 1 4 8 9 5 7 8 9 4 7 5 2 6 1 3 5 1 7 6 9 3 8 4 2 3 2 9 5 8 1 7 6 4 7 4 5 3 2 6 1 8 9 6 8 1 4 7 9 2 3 5 1 5 8 2 3 7 4 9 6 9 7 3 8 6 4 5 2 1 4 6 2 9 1 5 3 7 8 4 5 8 1 7 6 3 9 2 2 9 1 3 5 8 6 4 7 6 7 3 9 4 2 1 5 8 9 4 6 7 8 5 2 3 1 5 1 2 6 3 4 7 8 9 8 3 7 2 1 9 4 6 5 7 6 4 8 9 1 5 2 3 1 2 9 5 6 3 8 7 4 3 8 5 4 2 7 9 1 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 11. september, 254. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Ást Íslendinga á ís er alþekkt ogjafnvel alræmd enda láta þeir hryssingslegt veðurfar ekki aftra sér frá því að eiga nánast heimsmet í ísneyslu. Miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Víkverji heyrði af því á sínum tíma að helgina áður en neyð- arlög voru sett á Íslandi, í október 2008, hefði verið metsala á rjómaís. Það er í takt við þá kenningu að margir halli sér að ísnum þegar hin- ar ýmsu hjartasorgir sækja að. Enda virðist vera ágætis uppgangur í ísbransanum þrátt fyrir kreppu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkrar nýjar ísbúðir hafa skotið upp kollinum síðustu misseri. x x x Sú nýjasta í þeirri flóru var opnuðfyrir stuttu í Kópavogi og ber nafnið Yoyo, en það vísar til jógúrts- ins sem ísinn er gerður úr. Nýj- ungagjarn Víkverji gerði sér ferð þangað í vikunni til að taka staðinn út og varð ekki fyrir vonbrigðum. Eins og ævinlega við ísbúðir á Ís- landi var fullt út úr dyrum á Nýbýla- veginum en röðin gekk mun hraðar fyrir sig en víðast hvar, þar sem sjálfsafgreiðslukerfi gildir í Yoyo. Það gefur ísbíltúrnum aukið skemmtanagildi því hinn íssjúki neytandi fær sjálfur að dæla jógúrt- ísnum í boxið og skreyta það með niðurskornum ávöxtum og sælgæti sem síðan er greitt fyrir eftir vikt. x x x Þarna er líka á ferðinni afar snjöllviðskiptahugmynd hjá þjóð þar sem stundum vantar upp á sjálfs- agann. Víkverji ætti kannski bara að tala fyrir sjálfan sig, en raunin var að minnsta kosti sú að hann átti erf- itt með að hemja sig þegar kom að því að velja á milli ólíkra bragðteg- unda úr ísvélunum og endaði með mun meiri ís en til stóð að kaupa. Það kom þó ekki að sök því jógúrt- ísinn var ljúffengur og svo er hann, að sögn, fitulítill og próteinríkur. Víkverji heldur sig auk þess við þá (vafasömu?) kenningu að svo mikil orka fari í að hita ís í maganum þeg- ar hann er meltur að það sé í raun grennandi að borða ís – og helst sem mest af honum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 djúpsjávar- fiskur, 8 hestar, 9 hefja upp, 10 spil, 11 gremjast, 13 magran, 15 skraut, 18 hreyfir fram og aftur, 21 fugl, 22 reiðmann, 23 kvarssteinn, 24 náðar. Lóðrétt | 2 heldur, 3 blóma, 4 í vondu skapi, 5 hrósar, 6 óns, 7 forboð, 12 tangi, 14 fiskur, 15 poka, 16 streitu, 17 ólifnaður, 18 stallurinn, 19 hugleysingi, 20 sefar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dramb, 4 ákúra, 7 aftur, 8 uglan, 9 gár, 11 tuða, 13 ot- ur, 14 skarf, 15 þekk,17 tæpt, 20 aða, 22 féleg, 23 fótum, 24 rausa, 25 syrpa. Lóðrétt: 1 dragt, 2 amtið, 3 borg, 4 áður, 5 útlit, 6 annir, 10 ánauð, 12 ask, 13 oft, 15 þófar, 16 keldu, 18 æstar, 19 tomma, 20 agga, 21 afls. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 g6 2. Rf3 Bg7 3. e3 d6 4. Bd3 e5 5. 0-0 Rc6 6. c3 Rge7 7. Dc2 0-0 8. Rbd2 Kh8 9. Hd1 De8 10. dxe5 dxe5 11. e4 Rd8 12. Rc4 f6 13. b3 Re6 14. Re3 Rf4 15. Bf1 c5 16. a4 Be6 17. Ba3 b6 18. Bc4 Bd7 19. Hd6 Bc6 20. Re1 f5 21. exf5 gxf5 22. Had1 Dh5 23. b4 Be4 24. Dd2 Reg6 25. f3 Bb7 26. bxc5 bxc5 27. Hb1 Bxf3 28. Rxf3 e4 29. Re1 Be5 30. Hd7 Re2+ 31. Kf1 f4 32. Rg4 Staðan kom upp á Politiken Cup, al- þjóðlegu móti í Helsingjaeyri í Dan- mörku. Guðmundur Gíslason (2.351) hafði svart gegn Dananum Levi Tal- laksen (2.177). 32. … f3! 33. Rxe5? eft- ir þennan afleik er tap óumflýjanlegt. Hvítur hefði getað haldið taflinu gang- andi með því að leika 33. gxf3 eða 33. Rf2. 33. … fxg2+ 34. Kxg2 Rh4+ 35. Kh3 Rf3+ 36. Kg2 Dxh2+ og hvítur gafst upp enda að verða mát. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Kaffispjall. Norður ♠ÁK42 ♥ÁD62 ♦Á8 ♣ÁG2 Vestur Austur ♠76 ♠DG1095 ♥G10 ♥9 ♦KDG1043 ♦972 ♣K106 ♣9854 Suður ♠83 ♥K87543 ♦65 ♣D73 Suður spilar 6♥. Á öðru borðinu voru A-V háls- höggnir 1100 niður í 5♦, en hinum megin unnu N-S 4♥ með tveimur yf- irslögum (480). Spilið er frá bikarleik fyrr í vikunni og varð tilefni umræðna í kaffipásunni: „Vinnst alltaf slemma?“ spurði 1100-kallinn og beit í mjúka rækjusamlokuna. „Þeir verða að passa sig í vörninni,“ svaraði sagnhafinn í 4♥, sem hafði velt málinu fyrir sér. Út kemur ♦K, ásinn upp og … ja, hvað gerir austur? Telji hann sér skylt að „sýna“ þrílit með níunni hefur hann gefið slemmuna, þar og þá. Sagnhafi aftrompar vörnina, hreinsar upp spað- ann og sendir vestur inn á tígul. Bikarkeppnin verður til lykta leidd um helgina, undanúrslitin í dag og úr- slitaleikurinn á morgun. Áhugasamir geta fylgst með í Síðumúla 37 eða á Bridgebase.com. 11. september 1755 Miklir jarðskjálftar urðu norð- anlands. Flest hús á Húsavík féllu, svo og nokkrir bæir á Tjörnesi og víðar. Tveir bátar fórust þegar flóðbylgja skall á þeim. „Dranginn við Drangey hrapaði,“ sagði í Höskulds- staðaannál. Mun þar átt við Karlinn, sem var norðan við eyjuna, því að Kerlingin stend- ur enn. Jarðhræringarnar stóðu í hálfan mánuð og hefur verið áætlað að stærsti skjálft- inn hafi verið 7 stig. 11. september 1963 Byrjað var að steypa hvolf- þakið á Laugardalshöll. Verk- ið tók þrjá sólarhringa og voru notuð 1.250 tonn af steypu. Þetta þótti stórvirki á sínum tíma. 11. september 1981 Hrauneyjafossvirkjun í Tungnaá var vígð og horn- steinn lagður. Allar fram- kvæmdir voru unnar af ís- lenskum verktökum. Afl virkjunarinnar er 210 mega- vött. 11. september 1999 KR tryggði sér Íslandsmeist- aratitil í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í 31 ár. Daginn eft- ir varð félagið bikarmeistari í kvennaflokki. Félagið átti 100 ára afmæli á þessu ári. 11. september 2001 Viðbúnaður var á Keflavík- urflugvelli og takmarkanir á flugumferð í kjölfar hryðju- verkaárásanna á New York og Washington. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … „Ég ætla að borða kjötsúpu í tilefni dagsins og bjóða með mér fámennum hópi vina og ættingja,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aug- lýsingastjóri Morgunblaðsins, sem fagnar fertugsafmæli sínu í dag. „Tíðarandinn er einhvern veginn þannig, að mér finnst rétt að hafa þetta á þjóðlegu nótunum,“ segir Gylfi um kjötsúpuna. Hann var í gær á þön- un við að draga að veisluföngin og elda súp- una. Annars segist Gylfi Þór ekki gera mikið úr eigin afmælum. „Ég er í hinum hópnum, finnst óþægilegt að beina athyglinni að mér sjálfum. Það lætur mér miklu betur að skipuleggja atburði og halda veislur fyrir aðra,“ segir hann. Gylfi býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ. Kona hans, Guð- rún J.M. Þórisdóttir, varð fertug í sumar. Börn þeirra eru Guð- munda Íris, Þorsteinn Alex og Stefanía Mjöll. Gylfi Þór hefur áhuga á útivist af öllu tagi. Hann á tvo hunda, er í hestamennsku og veiði. „En umfram allt að hafa gaman af lífinu,“ segir hann. helgi@mbl.is Gylfi Þór Þorsteinsson fertugur Kjötsúpa í tilefni dagsins Hlutavelta  Þessir strák- ar héldu tom- bólu og söfnuðu 8.646 krónum sem þeir gáfu RKÍ. Þeir heita Sævar Ósk- arsson, Kieron Breki Moore, Ási Benjamíns- son. Allir eru í 2.ÓB í Lang- holtsskóla. Flóðogfjara 11. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.52 -0,1 8.02 4,3 14.14 0,0 20.21 4,2 6.40 20.10 Ísafjörður 4.00 -0,1 10.01 2,3 16.23 0,0 22.15 2,3 6.41 20.19 Siglufjörður 0.11 1,4 6.17 0,0 12.36 1,4 18.33 0,0 6.23 20.02 Djúpivogur 5.07 2,5 11.27 0,1 17.30 2,3 23.35 0,3 6.08 19.41 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert í góðu jafnvægi og því gæti þér fundist yfirmaður þinn óvenju sanngjarn í dag. Ástamálin taka óvænta stefnu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Allt það sem þú virkilega vilt tengist saman. Ef þú stendur þig að því að hugsa of mikið skaltu slökkva á heilastarfseminni og halda þínu striki. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarft að gefa þér tíma til þess að koma fjármálunum á hreint. Svo daglegt líf kaffæri þig ekki alveg skaltu reyna að skapa rými fyrir óvæntar uppákomur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Fólk vill eiga samskipti við þig og þú færð mjög spennandi tilboð. Þú ferð í ferða- lag fljótlega. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert kraftmikill en áhrif þín fara í vaskinn ef þú reynir að afkasta of miklu í of langan tíma. Með því að ganga í erfið verk- efni klárast þau. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Rödd úr fortíðinni kveður sér hljóðs og þú þarft að bregðast við þeim tíðindum. Sterk þögul nærvera þín segir allt sem segja þarf. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Togað verður í trygglyndi þitt úr öllum áttum. Dreifðu verkefnum á lengri tíma svo þér finnist þú ekki lifa undir fargi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Seinnipartinn stendur þú þig að því að kvíða komandi dögum. Það er engin ástæða til þess. Þér verður boðið í veislu fljótlega sem breytir ýmsu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þegar þú hlustar á hjartað segir það þér að eyða meiri tíma í ástina. Láttu það ekki bitna á þeim sem eru í kringum þig þótt þú finnir til. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Einhver annar kemur auga á hæfileika þína. Ef þú þarft að undirrita pappíra skaltu fá aðra til að yfirfara þá áð- ur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ástin eykur orkuna, bjartsýnina og framleiðnina. Einhver þér eldri getur gef- ið þér góð ráð varðandi fjármálin. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú átt ekki eftir að finna fyrir eirð- arleysi ef þú gætir þess að einbeita þér að furðum og fegurð lífsins í dag. Njóttu þess að fá þér eitthvað virkilega gott að borða. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.