Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Elsku, elsku Hrefna okkar. Það er svo ólýs- anlega erfitt að þurfa að kveðja þig, að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig framar. Þú varst svo góð, svo ljúf og skiln- ingsrík. Minningar um góðar stundir streyma fram í hugann, allar útileg- urnar og bústaðaferðirnar, matar- boðin, vídeókvöldin og hinar sam- verustundirnar. Hláturinn dundi um allt og þegar þú hlóst, hlógu allir með. Gleðin þín var svo einlæg og brosið fallegt og dreymandi, að það var ekki annað hægt en að hrífast með þér. Og þegar þú dansaðir var eins og þú værir komin í annan og áhyggju- lausan heim, þú varst svo falleg og frjáls. Þannig munum við ávallt minnast þín. Lífsgleði þín var svo einlæg og aðdáunarverð. Þú gast séð eitthvað undurfallegt og dásamlegt út úr hlut- um sem okkur hinum fannst ósköp hversdagslegir. Þér tókst að fá okkur til að staldra við og meta litlu hlutina í lífinu. Með þér gat maður sleppt fram af sér beislinu, látið eins og kjáni og þá skipti ekki máli hvað öðr- um fannst. Til dæmis er sérlega minnisstætt þegar við fórum í vatns- slag í einni af útilegunum í Vagla- skógi, hlupum um, hlógum og skemmtum okkur eins og börn. Þetta voru yndislegar stundir. Elsku Hrefna, við vonum að nú hafir þú fundið frið og að þér líði vel. Við munum að eilífu minnast þín sem undurfallegrar manneskju, jafnt að innan sem utan og án þín verður hóp- urinn okkar aldrei samur. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Hvíl í friði, kæra vinkona Snædís, Hildur, Íris, Eva Dís og Hulda. Ég kynntist Hrefnu Blöndal bara nú í sumar þegar ég vann með henni í Kjarnaskógi við Akureyri í nokkrar vikur. Hún var mjög sjarmerandi stelpa og hafði heillandi bros og ein- hvern veginn svo góða nærveru. Við smullum strax saman og áttum það til að kalla okkur „skógardísir skóg- arins“. Við fórum eitt sinn á kaffihús og ég man hversu mikla ástríðu hún hafði gagnvart aðaláhugamáli sínu, listinni. Og í stað þess að lesa tísku- blöð eins og flestir gera þegar þeir koma á Te&kaffi gluggaði hún í barnabækur og velti myndunum gaumgæfilega fyrir sér. Hún var einnig mikill náttúruunnandi og það kom bersýnilega í ljós þegar hún vann í Kjarnaskógi. Ég man strax fyrsta daginn þegar okkur var falið það verkefni að klippa greinar sem skyggðu á stíg einn í Kjarnaskógi. Hrefnu var illa við að klippa grein- arnar þar sem henni fannst þær svo fallegar og reyndi frekar að sveigja þær til í stað þess að klippa þær. Minnisstæðar eru stundirnar þar sem við vorum að vinna með haka og héldum þá jafnan á þeim á öxlinni og sungum lagið „Hæ, hó.“ úr Mjallhvíti og dvergunum sjö. Í kaffipásunum Hrefna Fönn Guð- mundsdóttir Blöndal ✝ Hrefna Fönnfæddist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 14. október 1987. Hún lést þriðjudaginn 31. ágúst 2010. Útför Hrefnu Fann- ar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 9. sept- ember 2010. áttum við líka til að syngja dúett af laginu „Krummi svaf í klettagjá.“ Önnur okk- ar söng þá laglínuna en hin raulaði fim- mundarbassa (e og h). Þetta kom oft mjög skemmtilega út og endaði síðan í löngu hláturskasti. Einn daginn var mjög mikil rigning og neyddumst við Hrefna til þess að klæða okkur upp í skærappelsínugulan 66° kraftgalla. Við hlógum dátt að þessum aðlaðandi „búningi“ og Hrefna sagði „nú erum við eins og sjókvenmenn!“. Við Hrefna vildum taka með okkur hjólbörur í alla þá leiðangra sem við fórum í Kjarna- skógi, aðeins til þess að önnur okkur gæti setið í þeim og hin keyrt. Ég man líka þá daga þegar við mættum í vinnuna á morgnana og veðrið var hálfnöturlegt þá varstu vön að segja „Getum við farið oft í Hver er mað- urinn í dag?“ Eftir vinnutímabilið í Kjarnaskógi fórum við saman á Lunga-hátíðina á Seyðisfirði sem við „fíluðum“ svo vel og áttum fínar stundir í kompaníi. Ég fann það á mér, Hrefna mín, að þú áttir stundum erfitt en þú talaðir aldrei um það og allt það yndislega sem þú hafðir fram að færa breiddi einhvern veginn yfir það. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með þér, elsku Hrefna, og ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Hvíl í friði, ég mun aldrei gleyma þér. Þorbjörg Ída Ívarsdóttir. Elsku fallegi engillinn minn. Ég man þegar við hittumst fyrst fyrir utan skóla, þú spáðir fyrir mér í bolla eitt kvöldið á Karólínu. Þú viss- ir af hlutum sem enginn vissi nema ég sjálf. Ég spurði þig hvort þú værir spákona og þú sagðir: „Nei, alls ekki, þú bara kallaðir á mig og varst svo opin“. Strax þarna vissi ég að þú værir einstök … Mörg voru faðmlögin, bara upp úr þurru. Brosið þitt svo blítt, hlátur þinn svo einlægur.. Leitt að fá ekki að kynnast þér bet- ur, elskan mín … Með tárum kveð ég þig. Þín er sárt saknað. Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef þú værir hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur hjá blómunum, er rökkvar, ráðið stjörnumál, gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niðrað strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál … (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Anna Kristín. Hún Hrefna Fönn var ein af mín- um bestu vinkonum og engin orð fá því lýst hversu erfitt er að kveðja hana. Við höfðum tilheyrt sama vin- kvennahópi í mörg ár en höfðum á síðustu árum smám saman kynnst enn frekar og orðið nánar vinkonur. Hrefna var traustur og góður vinur. Hún gat hlustað og kunni einnig að meta það þegar á hana var hlustað. Ég vona svo innilega að henni líði nú loksins betur og hafi fundið sinn frið. Þegar ég hugsa um Hrefnu sé ég hana fyrir mér skælbrosandi og dansandi. Frá henni stafaði útgeislun sem einkenndist af lífsgleði sem auð- velt var að smitast af. Hún gat séð fegurðina í ótrúlegustu hlutum og fékk mann til að kunna frekar að meta þá. Hún gat einnig tekið upp á því fyrirvaralaust að faðma fólk og virtist hafa einstakt lag á því að skynja hvenær maður þurfti á því að halda. Ég er þakklát fyrir allar þær fal- legu minningar sem ég á með henni Hrefnu, bæði þær sem eru sameig- inlegar með vinahópnum og þær sem við eigum bara tvær. Einn sólardaginn nú í sumar fór- um við Hrefna yfir í Vaðlaheiði að labba með Sölku, hundinn hennar. Hún sýndi mér einn af sínum uppá- haldsstöðum, fallegan læk. Þar sett- umst við niður í grasið og nutum lækjarniðarins í þögn. Hún hafði nefnilega þannig nærveru að nota- legt var að sitja með henni í þögninni. Síðan fann hún tún fullt af sóleyjum og fíflum og hljóp um það með hend- urnar út í loftið, skælbrosandi og hlæjandi. Í þá minningu mun ég halda fast því mér finnst hún svo lýs- andi fyrir Hrefnu. Hrefnu þótti ótrúlega gaman að dansa. Síðasta skiptið sem ég hitti hana var þegar ég, hún og Hildur fór- um saman út að dansa. Ég er mjög þakklát fyrir þetta síðasta kvöld okk- ar saman, það var svo gaman og við vorum allar svo glaðar. Hrefna virt- ist virkilega njóta lífsins þetta kvöld og ég vona að það sé jafn vel geymt í hennar minningabanka og það er í mínum. Hrefna mín, takk fyrir að hafa ver- ið hluti af mínu lífi, ég gleymi þér aldrei. Njóttu þess að geta loksins verið með mömmu þinni aftur, þú saknaðir hennar svo mikið. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert, hopp- andi, skoppandi og dansandi. Hvíl í friði, elsku Hrefna Fönn. Þín vinkona, Eva Dís. Elsku Hrefna mín! Aldrei bjóst ég við að standa í þessum sporum, að þurfa að kveðja eina af mínum bestu vinkonum. En það er einmitt á svona stundu sem maður er svo þakklátur fyrir allar minningarnar. Við höfum brallað ýmislegt saman í gegnum árin og ótal margar minningar koma upp í huga mér þegar ég hugsa til baka. Ég kynntist þér átta ára gamalli þegar ég kom í bekkinn þinn í Síðu- skóla. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál og urðum því fljótt góðar vinkonur. Þú varst einstök mann- eskja á allan hátt, svo listræn, góð- hjörtuð og hafðir þann sérstaka hæfi- leika að sjá fegurðina alls staðar. Brosið þitt bræddi alla í kringum þig og það var ekki annað hægt en að brosa með þér og líða vel í nærveru þinni. Þú kunnir svo sannarlega að skemmta þér og varst einstaklega ævintýragjörn ung kona. Þú minntir mig oft á lítið fiðrildi því þú varst allt- af að, úti um allt og með fullt af nýj- um og skemmtilegum hugmyndum í kollinum. Dansinn var eitt af þínum aðal- áhugamálum og fyrstu minningarnar sem ég á með þér eru einmitt sumrin sem við eyddum úti í garði að semja nokkur spor, jafnvel heilu dansana. Ein af mínum uppáhaldsminningum mínum um þig tengist líka dansinum en það var þegar þú dansaðir í Rígn- um. Þú bauðst mér á eina sýningu og vildir ekkert gefa upp um það hvert hlutverk þitt í sýningunni væri. Það átti að koma á óvart sem það svo sannarlega gerði. Þú varst stórglæsi- leg, geislaðir af fegurð og dansaðir eins og engill. Ég var svo ótrúlega stolt af þér og með eindæmum mont- in af þessari hæfileikaríku vinkonu minni. Elsku Hrefna mín, ég á eftir að sakna þín sárt, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég trúi því að nú líði þér vel, komin í faðm mömmu þinnar á ný. Hvíldu friði, elsku engillinn minn. Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að fengi ég að sjá þig brosa á ný. Eitt andartak á ný í örmum þér á andartaki horfin varstu mér. (Hannes Örn Blandon.) Þín vinkona, Hulda Björg. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, EINARS EINARSSONAR vélstjóra, Stuðlaseli 31, 109 Reykjavík. Margrét Sigurðardóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar, EIRÍKS JENSEN, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Höfða. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra bróður og frænda, RAGNARS VILHELMS BERNHÖFT, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Bernhöft, Pétur Orri Þórðarson. ✝ Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför, EVU MARÍU LANGE ÞÓRARINSSON, Ásbraut 11, 200 Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir einstök samskipti og umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, JÓHANNS Þ. LÖVE járnsmiðs og fyrrv. lögreglumanns, Bræðratungu16, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir umhyggju og hlýju í veikindum hans. Sigríður Pálsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RINGSTED INGIMUNDARSON, sem lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, sunnudaginn 5. september, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 13. september kl. 14.00. Sólveig Sigurðardóttir, Matthías Ásgeirsson, Bjarki Sigurðsson, Elín Haraldsdóttir, Þráinn Sigurðsson, Dröfn Gísladóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Leo Sveinsson, Rögnvaldur Sigurðsson, Margrét Kjartansdóttir, Sigurður Sigurðsson, Hólmfríður Dóra Kristjánsdóttir, Ríkharður Hólm Sigurðsson, Hjörtur Sigurðsson, Eygló Birgisdóttir, Kristinn Gíslason, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Halla Gísladóttir, Guðlaugur Eyjólfsson, Björk Gísladóttir, Kristinn Traustason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.