Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Úrslitin í Bikarkeppni BSÍ um helgina Undanúrslit í bikarkeppni sum- arsins verða laugardaginn 11. sept- ember í Síðumúlanum og hefjast kl. 11. Þeir sem í undanúrslitunum eru: Sveit H.F. verðbréfa – gegn sveit Sigurðar Vilhjálmssonar Sveit Skeljungs – gegn sveit Rún- ars Einarssonar Úrslitaleikur verður síðan kl. 10 sunnudaginn 12. sept. Hverjir etja kappi þar er ekki gott að segja fyrr en eftir undanúrslita- leikinn. Áhorfendur velkomnir í húsnæði BSÍ. Einnig verða leikirnir sýndir á BBO. Vetrarstarfið að hefjast í Kópavogi Vetrarstarf Bridsfélags Kópavogs hefst fimmtudaginn 16. september næstkomandi. Við hvetjum gamla sem nýja fé- laga til að mæta á fimmtudaginn kemur og vera með frá byrjun. Við erum í björtum og góðum sal með gott aðgengi fyrir fatlaða. Við hefj- um leikinn á eins kvölds tvímenningi. Ekki sitja heima við tölvubrids. Komdu og spilaðu við okkur á fimmtudaginn kemur. Spilað verður á fimmtudögum í vetur og hefst spilamennskan kl. 19:00. Spilað er í Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi. Keppnisstjóri í vetur verður Þórð- ur Ingólfsson. Dagskrá vetrarins má sjá á heimasíðu félagsins, bridge.is/ bk. Þrettán og fjórtán borð í Gullsmára Spilað var á 13 borðum í Gull- smára mánudaginn 6. september. Úrslit í N/S Jón Stefánsson - Guðlaugur Nielsen 323 Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 299 Gróa Jónatansd. - Kristm. Halldórss. 292 Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 289 A/V Birgir Ísleifsson - Örn Einarsson 366 Stefán Ólafsson - Helgi Sigurðsson 318 Elís Helgason - Gunnar Alexanderss. 313 Aðalh. Torfad. - Ragnar Ásmundss.. 276 Skor þeirra Birgis og Arnar er um 70%. Góð þátttaka var í Gullsmára fimmtudaginn 9.september. Spilað var á 14 borðum. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen - Jón Stefánss. 335 Guðm. Magnúss. - Leifur Kr.Jóhanness. 307 Sigurður Njálsson - Pétur Jónss. 306 Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 300 A/V Jóhann Benediktss. - Pétur Antonss. 334 Viðar Jónsson - Sigurður Björnss. 304 Jón Hanness. - Samúel Guðmundss. 288 Lúðvík Ólafss. - Þorleifur Þórarinss. 286 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is Undirritaður er einn nímenninganna sem íslenska ríkið hefur stefnt og kraf- ist refsingar yfir vegna atviks sem átti sér stað í þinghúsinu þann 8. desember 2008. Flestir hafa heyrt af málinu og því ekki ástæða til að eyða of mörgum orð- um í ákærurnar sem slíkar hér. Hins veg- ar er vert að gefa umfjöllun fjölmiðla um það gaum, enda er þar af nægu að taka. Hér verður ein- ungis tæpt á umfjöll- un eins fjölmiðils – umfjöllun Morg- unblaðsins. Tónninn gefinn… Blaðið gaf tóninn fyrir afvegaleidda umfjöllun strax dag- inn eftir atburðinn. Halla Gunnarsdóttir, þáverandi þingfréttaritari blaðs- ins, fullyrti að þingverði hefði „verið hrint á ofn þegar ruðst var upp stigaganginn“ og gerði áverka hans að undirfyrirsögn fréttarinnar. Eins og áhorfendur Kastljósþáttar þann 15. maí sl. muna, er þessi meinta árás á þingvörðinn hreinn og beinn skáldskapur. Myndband úr eft- irlitsmyndavél Alþingis sýnir hvernig annar þingvörður kippir í einn sakborninganna og dregur hann afturábak, með þeim afleið- ingum að hann lendir á fyrri þingverðinum sem svo fellur aft- ur fyrir sig á ofn. Í sömu frétt og á forsíðunni birtist sögufölsun um að sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins eigi atvikið sér enga hlið- stæðu. Ekki hefði Halla þurft að leita langt til að komast að hinu sanna. Þann 13. janúar 1993 sagði Morgunblaðið frá því að sjö félagar æskulýðssamtaka Al- þýðubandalagsins hefðu daginn áður mætt á þingpalla, klæddir hermannabúningum og með leik- fangabyssur í hönd, til að mót- mæla lokaafgreiðslu EES- samningsins. Tíminn fjallaði einnig um atvikið og sagði að til ryskinga hefði komið milli mót- mælenda og þingvarða. Hefði Halla leitað lengra aftur, til 18. maí 1976, hefði hún fundið frétt Morgunblaðsins af rysk- ingum þegar „stúdent hélt reiði- lestur af þingpöllunum“. Þar sagði þingvörður frá því hvernig fjöldi manns myndaði skjaldborg um manninn svo hann gæti klár- að ræðu sína óáreittur af þing- vörðum og lögreglumönnum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem í desember 2008 starfaði fyrir vef- síðu Morgunblaðsins, mundi hins vegar eftir atburðinum þegar hún vann frétt um atvikið sem við nímenningarnir erum ákærð fyrir. Hún gerði sér lítið fyrir og tók reiða stúdentinn – Össur Skarphéðsinsson sem þá var iðn- aðarráðherra í ríkisstjórn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks – tali og fékk hann til að lýsa atvik- inu í smáatriðum. Það sem á sér ekki hliðstæðu við mál ríkisins gegn okkur níu er að aldrei áður hefur verið ákært fyrir svipuð atvik. Hundr- aðasta grein hegningarlaganna hefur ekki verið notuð síðan 1949 en þá fór enginn inn í þinghúsið. Þessi ólíku viðbrögð við svipuðum atvik- um væru eflaust áhugavert viðfangs- efni rannsókn- arblaðamennsku. … og tóninum við- haldið Sama dag og frétt Höllu birtist skrifaði Ólafur Þ. Steph- ensen, þáverandi ri- stjóri Morgunblaðs- ins, Staksteina þar sem hann sagði „venjulegt fólk“ álíta þau sem „röskuðu friði Alþingis“ vera vitleysinga. Og það værum við. Með öðr- um orðum: Fólk á aldrinum 16 til 50 ára – m.a. kvik- myndagerðamaður, menntaskólanemar, listamenn, sjúkraliði, leikskólakennari, póstberi, leið- sögumaður, foreldrar – er ekki venjulegt fólk. Þvílíkur hroki! Hroki sem svo hefur fylgt Ólafi yfir á Fréttablaðið. Viku síðar skrifaði Pétur Blön- dal, blaðamaður Morgunblaðsins, pistil um atburðinn. Eins og Halla fullyrti hann ranglega um hvernig fyrrnefndur þingvörður lenti á ofni í anddyri þinghússins og bætti þar að auki við skáld- skapinn að gengið hefði verið yfir lögregluþjón í stigaganginum. Ég man ekki eftir Pétri Blöndal í stigagangi þinghússins þennan dag og ekki hafa myndbands- upptökur þingsins fært stoðir undir þennan leirburð hans. Lyg- arnar notaði hann til að hæðast að ástæðum þess að við fórum inn í þinghúsið, meðal annars með því að bera okkur saman við Martin Luther King. Af skrifum hans að dæma ber víst ekki að taka mark á andófsfólki nema um sé að ræða stjörnur eins og King. Frá því að málið var upp- haflega þingfest í janúar hefur Morgunblaðið svo haldið áfram á svipaðri braut. Blaðamaðurinn Andri Karl sá til að mynda ástæðu til að setja orðið stuðn- ingsmenn í gæsalappir í umfjöll- un sinni um fyrirtöku í málinu þann 13. maí. Þegar ég hafði við hann samband og krafðist út- skýringa sagði hann að aug- ljóslega hefði hluti þeirra sem mættu til að vera viðstödd þing- haldið, einungis komið til að taka þátt í ólátum. Máli sínu til stuðn- ings sagðist hann hafa verið við- staddur þingfestingu málsins í janúar og þá hefðu aðeins örfáir mætt til að sýna okkur stuðning – eins og nú væri hins vegar um múgæsingu að ræða. Það stang- ast þó algjörlega á við hans eigin frétt um þingfestinguna þar sem segir að „allmargir félagar sak- borninganna“ hafi sýnt samstöðu með því að fylgjast með rétt- arhaldinu. Spurning til lesenda Þessu til viðbótar mætti auð- vitað fjalla um skrif ritstjóra blaðsins. Það hefur hins vegar verið gert margoft og virðast þeir ófærir um að svara fyrir sig. Með þessum skrifum mínum býst ég síður en svo við stefnubreyt- ingu Morgunblaðsins en vil frek- ar beina spurningu til lesenda. Hvernig er hægt að taka mark á slíkri afvegaleiddri umfjöllun? Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson »Morgun- blaðið gaf tóninn fyrir af- vegaleidda um- fjöllun um mál nímenninganna, strax daginn eftir að atburð- urinn sem leiddi til ákæranna átti sér stað. Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson Höfundur er listamaður. Afvegaleidd umfjöllun Morgunblaðsins Okkur veiðimönn- um þykir fátt skemmtilegra en að skella okkur á veiðar og haustið vekur okk- ur svo sannarlega til- hlökkun. Við vöknum fyrir allar aldir, göll- um okkur upp, still- um upp gervigæs- unum og bíðum þolinmóðir í margar klukkustundir eða keyrum langar vegalengdir og borgum fúlgur fjár fyrir að komast á hreindýraveiðar. Já, við leggjum ýmislegt á okkur við þetta skemmtilega áhugamál okkar en við mættum samt stund- um leggja aðeins meira á okkur. Veiðar snúast ekki bara um að drepa sem flest dýr og hirða bestu bitana. Grimmustu rándýr jarð- arinnar koma ekki einu sinni fram við bráð sína af þeirri vanvirðingu að láta allt að helming hennar fara til spillis. Við eigum að umgangast náttúruna og bráð okkar af 100% virðingu og fullnýta þau dýr sem við fellum eins og mögulegt er. Enginn biti ónýttur Þegar talað er um að fullnýta dýr er átt við að öll bráðin sé not- uð. Of mikið heyrist af því að veiðimenn séu að bringuskera gæsir, þ.e. að skera bringurnar af fuglinum og henda svo restinni. Þetta er náttúrlega bara glæpur. Þessi svokallaða „rest“ er 50-60% af fuglinum og hægt að laga for- rétt úr því fyrir 10-15 manns. Bringur af einni gæs duga í aðal- rétt fyrir þrjá án villibráðarsósu því í almennilega villibráðarsósu þarf bein. Ef fuglinn er heil- steiktur er hann aðalréttur fyrir 5-7 og nota má beinin og afgang- ana (ef einhverjir verða) í súpur eða sósugrunna. Beinin af fuglinum, lærin, hjart- að, lifrin og fóarnið eru allt afurðir sem hægt er að nota í hina ýmsu rétti. Beinin eru notuð í soð fyrir súpur, seyði, sósur, paté og mo- usse. Hjörtu má einnig nota í soð og ef menn safna hjörtum úr 10 fuglum eða fleirum er hægt að laga marga skemmtilega forrétti, t.d. hjörtu í hlaupi og svo má heit- reykja þau eða nota í meðlæti í paté, súpur og sósur. Fóarnið er oftast notað í soð en einnig er gaman að snöggsteikja fóörn og bera þau fram með forréttum og aðalréttum. Lifrin er algjört gull og hefur marga matreiðslumöguleika. Besta gæsalifrar-mousse sem um getur er úr villtri fuglalifur. Að mínu mati kemst frönsk aligæsa- lifrar-mousse ekki með tærnar þar sem sú villta hefur hælana. Lifrina er einnig gott að létt- steikja og hafa í hina ýmsu for- rétti. Lærin er hægt að nota í pottrétti, confit, rillet, paté, bökur og hina ýmsu hakkrétti. Margir bera fyrir sig tímaskorti og plássleysi sem ástæðu fyrir því að bringu- skera gæsirnar. Þá er annað hvort að skjóta færri fugla eða gefa sér meiri tíma, úr- beina fuglinn, laga soð úr beinunum og frysta t.d. í klakapokum. Bringur, læri og inn- mat má svo vinna og frysta. Vinnslan á bráðinni fylgir veiði- skapnum og því sjálfsagt að gera ráð fyrir tímanum sem fer í þetta. Óteljandi möguleikar Hreindýr eru yfirleitt betur nýtt en fuglarnir en alltaf er hægt að gera betur. Hjarta, lifur, kinn- ar og tunga er það hráefni sem mætti nýta betur. Líklega er hér um að kenna vankunnáttu eða að menn nenna ekki að bera þessar afurðir niður af heiðum þar sem dýrin eru veidd. Það eru margir góðir réttir sem nota má þetta góða hráefni í. Hjörtun er hægt að nota í pottrétti eða léttsteikja þau og bera fram með góðri sósu, þau eru einnig ljómandi góð heitreykt eða skorin í bita út í paté. Tung- una má sjóða ferska, saltaða eða reykta og bera fram hvort sem er heita eða kalda, oftast sem forrétt. Lifrina má nota svipað og lamba- og kálfalifur, hún er t.d. góð í lifr- arkæfu. Lifrina er einnig gott að skera í sneiðar, léttsteikja á pönnu og bera fram með góðri sósu. Kinnarnar eru svo góðar hæ- geldaðar. Hægt er að elda þær á sama máta og coq au vin og svo eru þær virkilega góðar í confit og rillet. Þeir eru margir réttirnir sem menn fara á mis við ef þeir eru svo óforskammaðir að henda þessu fína hráefni vegna leti eða van- kunnáttu. Já, hafiði það! Eins og staðan er í dag er miklu betra að elda íslensk gæsalæri en t.d. danskar kjúklingabringur og ef menn segjast ekki kunna að elda er ráð að verða sér úti um upp- skriftir og leiðbeiningar. Af nógu er að taka. Gleðilegt veiðitímabil. Eftir Úlfar Finnbjörnsson » Við eigum að um- gangast náttúruna og bráð okkar af 100% virðingu og fullnýta þau dýr sem við fellum eins og mögulegt er. Höfundur er matreiðslumeistari, veiðimaður og blaðamaður Gestgjafans. Úlfar Finnbjörnsson Kæru veiðimenn Í texta Agnesar Bragadóttur í Morg- unblaðinu í dag, 10. september, sem titl- aður er fréttaskýring, er sagt, að niðurstaða nefndar, sem meðal annars fjallar um hvort kalla skuli sam- an Landsdóm, hefði verið kynnt mér á mánudagskvöldið síð- asta. Þetta er rangt. Niðurstaða nefndarinnar var ekki kynnt mér þá, og hvorki fyrr né síðar. Ég hef ekki átt samtöl við nokkurn nefnd- armann um hugsanlegt efni nið- urstöðu nefndarinnar, hvorki full- trúa míns eigin flokks, né annarra, og engan úr forystu flokksins. Til upplýsingar fyrir vel innréttaða lesendur má geta þess að hvorki Agnes, né aðrir starfs- menn blaðsins, gerðu nokkra tilraun til að hafa heldur það sem sannara reynist með því að spyrja mig eftir sanngildi þessarar staðhæfingar. Blaðið birti, án þess að leita staðfestingar. Það er vond regla en þó ekki allskostar ný á síðum blaðsins í seinni tíð. Átti þó Moggi samtal við mig um Landsdóm í gær, svo sem sjá má á annarri blaðsíðu þess í dag. Sjálfsagt er að leiðrétta við lesendur blaðsins þegar upp er spunnin vitleysa, en leiðigjarnt er að þurfa að gera það næstum dag- lega eins og upp á síðkastið. Mætti sú góða kona sem þar lék fingrum eyða svolitlum tíma í það sem okkur var kennt í sunnudagaskólanum í gamla daga, og gæti þá valið á milli til dæmis Síraksbókar, 34:4 og þó kannski frekar seinni partsins í Orðskviðunum 8:7. Agnesi bent – og kennt Eftir Össur Skarphéðinsson »Ég hef ekki átt sam- töl við nokkurn nefndarmann um hugs- anlegt efni niðurstöðu nefndarinnar, hvorki fulltrúa míns eigin flokks, né annarra, og engan úr forystu flokks- ins. Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.