Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hrafn sem gerði sig heimakominn
hjá fjölskyldu í Mosfellsdal í fyrra-
dag er líklega ættaður úr hrafnslaup
sem var í gjánni við Suðurlandsveg í
vor. Laupurinn var rétt neðan við
brúna sem liggur yfir veginn nálægt
Morgunblaðinu við Hádegismóa.
Einn ungi var í hreiðrinu og kölluðu
fuglamerkingamenn hann „Morgun-
blaðshrafninn“ vegna nágrennisins
við blaðið.
Hrafninn er með fótmerki með
áletruninni NI 119104. Þegar leitað
var upplýsinga hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands vísaði hún á Hall-
grím Gunnarsson fuglamerkinga-
mann.
Líklega heimaalinn
„Við merktum hann í vor, unga
í hreiðri,“ sagði Hallgrímur. Hann
taldi líklegast að unginn hafi verið
úr hreiðrinu í gjánni við Morgun-
blaðið. „Það er sennilegast að hon-
um hafi verið stolið. Einhver hefur
líklega tekið hann úr hreiðrinu eftir
að við merktum hann, farið með
hann heim og alið hann þar. Þess
vegna lætur hann svona. Þetta er
ekki eðlileg hegðun,“ sagði Hall-
grímur.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær vildi krumminn láta
klóra sér og var mjög hændur að
mannfólkinu. Þá stríddi hann heim-
ilishundinum ótæpilega. Hallgrímur
sagði að hann og Ólafur Torfason,
félagi hans í fuglamerkingum um
árabil, hafi merkt meira en 30
hrafnsunga úr tíu hreiðrum í og við
Reykjavík í vor. Hreiðrin voru allt
sunnan úr Hafnarfirði og upp á
Kjalarnes.
„Við merktum úr þessari seríu í
Rauðhólunum. Sá laupur hrundi nið-
ur og ungarnir voru bara í rauða-
melsbrekku neðan við hreiðrið og
aðgengilegir öllum. Ég held að þessi
sé ekki einn af þeim heldur sá sem
var í gjánni við Morgunblaðið. Þar
var einn ungi eftir sem við merktum
og sennilega búið að stela hinum.
Við skildum hann svo eftir,“ sagði
Hallgrímur. Hann sagði að hreiðrið
hafi verið aðgengilegt og næstum
hægt að teygja sig í það.
„Við vorum búnir að frétta af
þessum fugli. Hann var búinn að
sýna sig áður í Mosfellsbæ, var
krunkandi þar og sníkti mat af
fólki,“ sagði Hallgrímur.
Moggakrumminn gerði sig
heimakominn í Mosfellsdal
Morgunblaðið/Ragnhildur Bender
Gæfur Krumminn í Mosfellsdal er ættaður úr gjánni við Suðurlandsveg.
Var merktur
sem ungi í laup við
Suðurlandsveg
Íslensku gæsastofnarnir halda
áfram að blómstra. Það sýna tölur
úr talningum sem gerðar voru á
vetrarstöðvum gæsanna í Bretlandi
á liðnu hausti. Dr. Arnór Þ. Sigfús-
son, dýravistfræðingur á Verk-
fræðistofunni Verkís, er nýbúinn að
fá tölurnar í hendur.
„Heiðagæsastofninn telur um
365.000 fugla og stofninn er á upp-
leið,“ sagði Arnór. Rúm 80% af
heiðagæsunum verpa hér og hinar í
Grænlandi. Arnór hefur lesið úr
vængjum veiddra gæsa og sagði að
fyrstu sýnin í haust lofuðu góðu um
varpið í sumar. „Ég hef sjaldan séð
jafn hátt ungahlutfall í heiðagæs í
byrjun veiðitímans.“
Grágæsastofninn stækkaði um
11% á milli ára og taldist vera um
110.000 fuglar. Arnór segir það lík-
lega vanmat eins og áður. Hann
kvaðst hafa verið ánægður að sjá
stofninn stækka þrátt fyrir mikla
grágæsaveiði í fyrra. Þegar gæsa-
talningin fór fram um miðjan nóv-
ember sl. voru margar grágæsir
enn hér á landi. Fjöldi þeirra var þá
áætlaður vera 20-30 þúsund. Arnór
telur að bæði veðurfar og meira æti
valdi lengri dvöl gæsanna hér.
„Haustin hafa verið mild og sum-
arið að lengjast í afturendann. Eins
hefur verið margföldun í kornrækt
og meira fyrir gæsina að éta,“ sagði
Arnór. Hann sagði að um 2-3 þús-
und grágæsir hefðu haft vetursetu
á Suðurlandi. Þar til viðbótar eru
svo heimagæsirnar í höfuðborginni
sem halda sig hér allan veturinn.
Arnór biður sem fyrr veiðimenn
að láta sig fá vængi veiddra gæsa til
aldursgreiningar. Hann er með far-
síma 843 4924. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Fjölgun Heiðagæsastofninn er nú orðinn um 365.000 fuglar að hausti.
Góður vöxtur í
gæsastofnunum
Miklu hraðara Internet
Nú býður Síminn viðskiptavinum sínum upp á enn meiri hraða en áður á Internetinu.
Hraðinn í Grunnáskrift, Leið 1 og Leið 2 fer upp í allt að 12 Mb/s.
Núverandi viðskiptavinir fá sjálfvirka uppfærslu á næstu mánuðum.
Það erFáðu þér Internet Símans í síma 800 7000 eða á siminn.is.