Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 42
42 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010  Og meira RIFF því Íslendingur sá um kvikmyndatöku í tékknesk/ þýsk/slóvösku kvikmyndinni 3 Seasons in Hell sem sýnd verður á hátíðinni, Karl Óskarsson. Sögusvið myndarinnar er Prag árið 1947 og segir af nítjan ára gömlum dreng, Ivan Heinz, sem strýkur að heiman til að helga sig frelsinu, listinni og byltingarkenndum stjórnmálum. Hann hittir glæsilega og heillandi konu, hina tvíkynhneigðu Jönu, og hefst með þeim eldheitt og hættu- legt ástarsamband. Er komm- únistar taka við stjórnartaumunum verða óvæntir atburðir. Stiklu úr myndinni má sjá á vef hennar, 3seasonsinhell.com/ og jafnframt myndband um gerð hennar. Karl Óskarsson mynd- aði 3 Seasons in Hell Fólk Það verða Hjálma-jól í ár því væntanleg er bók með myndum ljósmyndarans Gúnda, Guð- mundar Vigfússonar, af hljómsveitinni en henni mun fylgja plata með áður óútgefnum lögum Hjálma. Guðmundur Kristinn Jónsson, eða Kiddi Hjálmur eins og hann er oft nefndur, segir Gúnda hafa fylgt sveitinni allt frá því hún var stofnuð. „Gúndi var alltaf með okkur í Fálkum í gamla daga og svo fara hann og Siggi út í nám, hann fer í grafíska hönnun en Siggi í ljós- myndum. Svo snýst þetta einhvern veginn við og hann fær áhuga á ljósmyndun. Svo þegar Hjálm- ar byrja er hann í vinahópnum og hefur fylgt okkur alveg frá því að Hjálmar byrjuðu,“ segir Kiddi. „Allt í einu föttuðum við að við værum komnir með gott ljósmyndasafn frá öllu tíma- bilinu og langaði að gefa þetta út, koma þessu á bók.“ Í bókinni verður m.a. að finna ljósmyndir af Hjálmum í hljóðveri og á Jamaíku. Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, mun rita texta bókarinnar og segir Kiddi að bókin eigi að vera í stærð vínylplötuumslags og að henni muni fylgja plata, vonandi vínylplata. „Við eigum lög sem við höfum gert í gegnum tíðina sem hafa ekki farið á plöturnar okkar, t.d. Mugison-lagið og lag sem við gerðum með Dísu, við gerðum Stuðmanna-cover-lag sem átti að fara á Stuð- manna-tribute-plötu sem varð aldrei af. Svo eru „out takes“ frá Jamaíku sem við kláruðum núna, sem verða á plötunni,“ segir Kiddi. Stefnt er að útgáfu í október og upplagið um 2-3.000 eintök. helgisnaer@mbl.is Hjálmar í tónum og myndum Ljósmynd/Gúndi Á Nasa Trommarinn Nils „Nisse“ Törnqvist.  Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst 23. sept- ember nk. og verður haldin opn- unarhátíð í Þjóðleikhúsinu að kvöldi þess dags. Veislustjóri og kynnir verður uppistandarinn Ari Eldjárn en Ari ku vera mikill kvik- myndaáhugamaður, með gráðu í handritaskrifum frá London. Borg- arstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setur hátíðina. Þá segir í tilkynningu vegna þessa að vel valinn einstaklingur verði fenginn til þess að halda hina árlegu „hátíðargusu“ en þá er manneskja tengd kvikmyndageir- anum fengin til að hella úr skálum reiði sinnar í ræðu. Opnunarhátíð- inni lýkur með sýningu á opn- unarmynd RIFF, bandarísku gam- anmyndinni Cyrus. Kvikmynd mun ekki hafa verið sýnd í Þjóðleikhús- inu um langt skeið. Að kvikmyndar- sýningu lokinni verður efnt til opn- unarhófs í Þjóðleikhúskjallaranum og fagnað fram eftir nóttu. Hátíð- inni lýkur 3. október en dagskrá hennar má kynna sér á riff.is. Opnunarhátíð RIFF í Þjóðleikhúsinu  Hinn mjög svo ágæta öfgarokks- sveit Gordon Riots mun halda sína lokatónleika í kvöld á Faktorý (áð- ur Grand Rokk) ásamt We Made God og At Dodge City. Gordon Riots hafnaði í þriðja sæti Músíktil- rauna árið 2007 og strax um sum- arið kom út stuttskífa, hin stórgóða Witness the Weak Ones. Í fyrra kom svo út breiðskífan Dirt’n- ’Worms. Takk fyrir rokkið, strákar, þið stóðuð ykkur vel! Gordon Riots kveður á Faktorý í kvöld Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Kristján Freyr Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kima á Íslandi, situr og fer í gegnum diska á lager Kima er blaðamaður heilsar upp á hann. Til- efnið er þriggja ára afmæli þessarar merku útgáfu sem hóf starfsemi árið 2007 og hefur síðan þá sáð fræjum af miklu kappi í frjóan svörð íslensks tónlistarlífs. „Það er nokkuð magnað að standa í fyrirtækjarekstri á þessum tímum,“ segir Kristján kankvís. „Það er nokk- urs konar ástar/haturssamband við netið í tónlistarbransanum t.d. og en er ekki búið að smíða eitthvert líkan sem getur látið netvæðingu tónlistar ganga vel upp með fjármálakerfinu. Menn setja sig annað hvort í stell- ingar Stóra bróður eða fara á hnén og biðja um aur, setja svokallaða sam- viskulása á tónlistina.“ Lausnir Kristján tók við framkvæmda- stjórastöðu fyrirtækisins hér á Ís- landi í liðnum febrúar en útgefandinn og eigandinn, Baldvin Esra, býr í Belgíu þar sem hann plottar heims- yfirráð fyrirtækisins. Þessi lýsing blaðamanns er ekki nema að hálfu leyti í gríni því að atorka Baldvins og hans fólks er slík að allt getur gerst. Kristján segir að hvað netið varðar séu Kima-menn að vinna að haldbæri lausn, reyna að „miðja“ þetta mál eins og hann orðar það. „Fyrst og síðast viljum við vera í góðu samstarfi við listamennina. En það þarf að vera grundvöllur sem sér til þess að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Það eru til ýmsar gáttir og form við sölu tónlistar og við erum að vinna með veffróðum mönnum við að kokka upp einhverjar lausnir og leiðir.“ Hrifinn Í haust eru m.a. væntanlegar plöt- ur með Benna Hemm Hemm þar sem Retro Stefson sér um undirleikinn, nýtt efni frá Sin Fang Bous, nú bara Sin Fang er líka á leiðinni og fyrsta breiðskífa rokksveitarinnar Swords of Chaos er bráðkomandi. Einnig má vænta frekara efnis frá hinu bráð- skemmtilega hliðarmerki Brak en næsta plata er með sveit/verkefni sem kallar sig Just another snake cult. Hin stórgóða sveit Nolo hefur og verið „hækkuð í tign“ og gefur út næstu plötu sína á vegum Kimi. „Einnig erum við að vinna að framleiðslu Backyard myndarinnar sem er að koma í bíó í næstu viku, og erum að flytja inn fullt af erlendri snilld eins og frá Morr, Touch og Drag city. Svo erum við að flytja út okkar lsitamenn og dreifa þeim í Evrópu og Ameríku. Við erum afskaplega stoltir af öllu stöffinu sem við gefum út og þeim frábærum við- tökum sem við höfum fengið!“ Í fyrra var stofnað annað und- irmerki, Borgin, sem leitaði inn á markaðsvænni mið með útgáfum á plötum Hjaltalín og Hjálma m.a.. Það merki er nú í launalausu leyfi eins og Kristján orðar það. „Borgin var samstarf þriggja manna, Baldvins, Guðmundar Krist- ins Jónssonar (Kiddi Hjálmur) og Steinþórs Helga Arnsteinssonar. Þetta gekk mjög vel en svo komu upp mismunandi hugmyndir um hvert ætti að taka þetta merki þannig að það er í salti eins og er.“ Kristján, sem starfaði lengi vel í bókabransanum, segist hafa hrifist af því hvernig Baldvin hafi háttað sínum útgáfumálum og því slegið til er Bald- vin bauð honum starf. „Hann var að bjóða upp á fleiri leiðir til að koma tónlist út til fólksins auk þess sem hann hefur mjög skemmtilegt og hispurslaust viðhorf til þessara mála. Hann nálgaðist sveitir t.d. og bauðst einfaldlega til að sjá um excel-hliðina á útgáfumál- unum, leiðinlegu hlutina, en tónlist- armönnum hættir til að vera mjög lé- legir á það ágæta forrit. Baldvin er hins vegar mjög góður í excel (hlær við).“ Ekkert rugl hjá Kima  Kimi Records fagnar 3ja ára afmæli í Havaríi í dag  „Fyrst og síðast viljum við vera í góðu samstarfi við listamennina,“ segir framkvæmdastjóri Orka Swords of Chaos eru á meðal þeirra sveita sem eru á mála hjá Kima. Plata þeirra kemur út nú eftir helgi. Afmælisdagur Kima verður hald- inn hátíðlegur í Havaríi í dag. Hljómsveitirnar Reykjavík!, Morðingjarnir og Nolo munu leika þar fyrir gesti milli 14- 17. Að sjálfsögðu verða í boði afmælisveit- ingar. Í tilefni af af- mælinu verður efnt til sérstakrar af- mælisútsölu í kjallara Havarís á geisladiskum, vín- ylplötum og öðrum varningi (aðallega bol- um). Þar verður hægt að fylla á plötusafnið á kostakjörum eins og Kima-liðar orðar það. Kimi Records hefur ver- ið starfandi síðan á haustmánuðum 2007 og gefið út jaðarmúsík af ýmsum stærðum og gerðum. Stofnandi er Baldvin Esra Einarsson og óhætt að segja að fyrirtækið hafi vaxið og dafnað síðan. Kimi dreifir einn- ig plötum fyrir fjölmargar útgáfur (innlendar sem erlendar) og tón- listarmenn á Íslandi. Kimi Records hefur einnig staðið að útgáfu á er- lendum mörkuðum og hefur gefið út níu plötur í Evrópu og Banda- ríkjunum. Á næstu mánuðum koma tvær til viðbótar. Fyrirtækið rekur einnig menningarmiðstöðina Havarí í samvinnu við Svavar Pétur Eysteinsson og Berglindi Häsler (úr Skakkamanage) og sinnir tón- leikahaldi og öðrum viðburðum. Félagið er með aðstöðu í miðborg Reykjavíkur og útjaðri Gent í Belg- íu en hóf starfsemi í höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Tónleikar, markaður, glens, grín og fullt, fullt meira ÉG ER ÞRIGGJA ÁRA Í DAG! Framkvæmdastjórinn Kristján Freyr Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.