Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 pabba í Reykjavík, hafði talið Magga og Lóu á það að taka við mér í sveit, vandalausum og móð- urlausum borgarstaulanum. Ég fann það um leið og ég steig yfir þröskuldinn í Hvammi að ég var hjá góðu fólki. Dvölin í Hvammi reyndist mér mikið lífsins happ. Magnús bóndi var höfðingi í lund og framgöngu. Lóa var ein besta manneskja sem ég hef kynnst og hjá henni var hlýtt og skjól. Hún burtkallaðist áður en ég náði að þakka henni fyrir það sem hún gaf mér. Ég geri það hér með. Gestrisnin í Hvammi var meiri en annars staðar. Stundum keyrði um þverbak og Magnús bóndi gat ekki heyjað fyrir gestagangi. Reyndar grunaði mig að hann hefði meira gaman af gestum en heyönnum, gestrisnin var honum í blóð borin. Ég man að eitt sinn sváfu gestir í 12 rúmum í gamla bænum en tjaldað var í túninu fyr- ir þá sem ekki komust fyrir innan- dyra. Og ekki voru hjónin spör á matinn. Lóa eldaði en hélt sig að mestu til hlés meðan Magnús stóð yfir gestum og sá til þess að eng- inn kæmist frá borði ósprunginn. „Hvað er að sjá þetta, ég held þér veiti ekki af þessu, hvað láttu ekki svona, éttu,“ sagði Magnús með þessu yndislega samblandi af þjósti, spotti og hlýju og otaði að okkur fatinu. Magnús hafði lag á því að setja gestinn í öndvegi en sjálfan sig til hliðar. Allt sem hraut af vörum gestsins var merkilegt og tekið undir það með tilþrifum, þó svo að gesturinn væri ekki annað en gelgjupiltur úr Reykjavík. Höfðuborgin hét reyndar öðrum nöfnum í Hvammi, ýmist Sódóma og Gómorra eða Stóra Babýlon, eftir því hver gállinn var á Magn- úsi. Ég minnist líka samtals Magn- úsar við veðurfræðingana í sjón- varpinu. Hann átti þá að sérstökum vinum og gekk um gólf í háværum samræðum við þá undir veðurfréttunum á kvöldin. Ég var í sveit í Hvammi þrjú sumur. Sveitin varð mér annað heimili um nokkurra ára bil og þangað sótti ég um helgar, jól og páska, hvert sinn sem færi gafst. Í Hvammi var mér tekið sem jafn- ingja frá fyrsta degi og sem einum úr fjölskyldunni. Ég minnist Magga og Lóu með þökk og virð- ingu. Ég sá Magnús bónda í síð- asta sinn í fyrrasumar þegar ég leit inn í Hvammi á leið minni aust- an af fjörðum. Hann var þá orðinn 95 ára en erfitt var að trúa því. Hann gekk beinn í baki og horfði hátt. Glettnin og hlýjan í augunum söm við sig. Áhuginn á mönnum og málefnum eldheitur sem fyrr en minnið aðeins farið að slævast. Blessuð sé minning þín, Magnús, og ykkar beggja. Bjarni Bjarnason. Nú þegar Magnús Sigurjónsson í Hvammi, Vestur-Eyjafjöllum er fallinn frá minnist ég hans með hlýhug og þakklæti. Við Einar nut- um alltaf mikillar gestristni og góðvildar á heimili hans í Hvammi, en þar komum við oft. Einar var mörg sumur í Hvammi, sem krakki og unglingur, en þeir voru bræðra- synir. Þar höfðu framættir þeirra búið. Þaðan átti hann dýrmætar minningar. Vinátta við Hvamms- fólkið var djúp og einlæg alla tíð. Stóri vinningurinn í lífi Magn- úsar var elskuleg eiginkona hans, hún Lóa. Lóa í Hvammi hét Sigríð- ur Jónsdóttir frá Björnskoti, Vest- ur- Eyjafjöllum. Hún var einstök, bæði falleg og góð og mikil mynd- arhúsmóðir. Þau eignuðust sjö mannvænleg börn og fjölda afkom- enda. Hann missti hana alltof fljótt árið 1981, en hún var ekki nema 64 ára. En þá kom til hans hin ágæt- asta myndarkona Guðbjörg Helga- dóttir frá Seljalandsseli, Vestur- Eyjafjöllum, og bjuggu þau saman í Hvammi þar til hún féll frá árið 1998. Eftir það bjó hann einn þar til hann fór í hárri elli á Lund á Hellu. Magnús var félagsvera, mikið snyrtimenni og mikill gestgjafi, enda komu margir að Hvammi bæði skyldir og vandalausir. Hann hafði yndi af ferðalögum. Alltaf skoðaði hann og íhugaði hvernig hús og mannvirki voru byggð. Það var gaman að heyra hann lýsa því, í smáatriðum og gæða frásögnina lífi. Hann var góður smiður og byggði upp í Hvammi. Hann vann líka utan heimilis við smíðar og mannvirkjagerð. Ég þakka Magnúsi í Hvammi samfylgdina á lífsleiðinni og bið börnum hans og afkomendum blessunar í framtíðinni. Margrét Sigurðardóttir. Kæru vinir okkar á Íslandi. Við samhryggjumst innilega vegna fráfalls ættföðurins Magn- úsar frá Hvammi. Við erum harmi slegin við þessar sorgarfréttir af okkar kæra vini og góðu mann- eskju, Magnúsi Sigurjónssyni. Minningarnar um einn vand- aðasta fulltrúa Íslendinga mun lifa með okkur og börnum okkar um ókomna tíð. Kær kveðja frá Rússlandi, Alfred og Tatyana Heptner. Þjóðir rísa. Þjóðir falla. Sumar deyja á meðan aðrar fæðast. Í tím- ans rás fræðir sagan okkur um ör- lög þjóða. En hversu oft hófst fall þjóða, siðferðislegt eða efnahags- legt, ekki í einhverjum darraðar- dansi? Í dansi, þar sem þær gleymdu uppruna sínum, gleymdu þeim gildum, sem gert höfðu þær að þjóð. Ég sótti Magnús Sigurjónsson í Hvammi heim í hvert skipti, er ég kom til Íslands þá áratugi, sem ég bjó erlendis. Ekki aðeins vegna þess að Magnús var höfðingi heim að sækja og allra manna hugljúfi. Ekki aðeins vegna þess að hann var heimsborgari, án þess að hafa þurft að ferðast um allar heimsins borgir, sem með sinni einlægri for- vitni og frásagnargáfu gat haldið uppi samræðum við hvern sem er, hvaðan sem hann kom, hverrar trúar sem hann var, án fordóma. Ég var stoltur af því að þekkja Magnús og kynna hann fyrir vinum mínum og gestum. Því fyrir mér var hann og mun alltaf vera Ís- lendingurinn í okkur, sem við meg- um aldrei gleyma. Ég votta frændfólki mínu frá Hvammi og aðstandendum þess mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Magnúsar í Hvammi. Eyþór Eyjólfsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Kveðja frá fyrrverandi samstarfskonum, Kristfríður, Jóhanna Steinunn, Hraundís og Sigríður. ✝ Ulrike Kimpfler fæddist í Suður-Þýskalandi. Útför Ulrike fór fram frá Reyk- holtskirkju, Borgarfirði 30. ágúst 2010. Ulrike Kimpfler MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, HAUKUR HARALDSSON mjólkurfræðingur frá Húsavík, Mýrarvegi 115, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 4. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. september kl. 10.30. Jarðsett verður í Húsavíkurkirkjugarði. María Sigríður Þórðardóttir, Guðný María Hauksdóttir, Teitur Bergþórsson, Jóhannes Haukur Hauksson, Ásdís Melsted, Þórður Gunnar Sigurjónsson, Birgitta Lúðvíksdóttir, Steinn Oddgeir Sigurjónsson, Áslaug Stefánsdóttir, Sigmundur Sigurjónsson, Ingi Rúnar Sigurjónsson, Hildur Salína Ævarsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Bryndís Viggósdóttir, Sigurður Haraldsson, Kristín Haraldsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær frænka okkar, SIGRÚN ÁSTRÓS SIGURÐARDÓTTIR sníða- og kjólameistari, sem lést mánudaginn 6. september á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 15. september kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Þorleifsdóttir, Erna Bryndís Halldórsdóttir, Sigrún Pálína Sigurpálsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur minn, bróðir og tengdasonur, AÐALSTEINN FRIÐJÓNSSON, Hjallalundi 18, Akureyri, varð bráðkvaddur föstudaginn 3. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. september kl. 13.30 Kolbrún Sigurðardóttir, Ragna Aðalsteinsdóttir, systkini, tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR sálfræðingur, lést sunnudaginn 5. september í Gautaborg. Útför hennar fer fram frá St. Birgittas Kapell í Gautaborg, föstudaginn 17. september kl. 13.00. Bjarni Arngrímsson, Edda Bjarnadóttir, Ulf Karlquist, Friðrik Bjarnason, Arngrímur Bjarnason, Susanne Isaksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ALEXANDERSDÓTTIR, Ási, Hveragerði, áður Íragerði, Stokkseyri, lést miðvikudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 18. september kl. 14.00. Jón Hallgrímsson, Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Birkir Pétursson, Guðný Hallgrímsdóttir, Alexander Hallgrímsson, Guðbjörg Birgisdóttir, Helga Hallgrímsdóttir, Jóhann Þórarinsson, Benedikt Hallgrímsson, Hulda Bjarnadóttir, Sigríður Hallgrímsdóttir, Brynjar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.