Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 44
AF TÍSKU Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hungruð, saklaus, feimin líturhún í átt til myndavélar-innar en forðast linsuna sem getur fangað sál hennar. Hún stend- ur út í sólarlaginu eins og klippt út úr tískublaði, enda er hennar draum- ur að komast á síður þeirra. Skref í þá átt er að birta myndir af sér nokkrum sinnum í viku í mismunandi klæðnaði á veraldarvefnum, þar sem ókunnugt fólk getur dáðst að útliti hennar, hrósað í athugasemda- dálknum og dreymt um að vera eins og hún. Hún er tískubloggari.    Hin svokölluðu tískublogg hafaundanfarin ár sprottið upp eins og gorkúlur á netinu; blogg sem er haldið úti af einstaklingum, hópum, verslunum eða ljósmyndurum sem ferðast um og mynda götutískuna. Fyrst var áhugavert að skoða tískubloggin og sum er enn áhuga- vert að skoða enda alltaf gaman að kíkja í fataskáp náungans, fá inn- blástur og dást að hugmyndaflugi og frumlegheitum annarra. En eftir að nánast allar stelpur tólf ára og eldri fóru að pósta tískumyndum af sér á netið varð þetta þreytt. Þessi blogg eru bara öll eins, hvort sem þau eru íslensk eða erlend. Þetta er sama stelpan aftur og aftur sem er undarlegt í ljósi þess að tískublogg- arar eru allir að reyna að skera sig úr fjöldanum og sýna fram á hvað tískuvitund þeirra er rosalega frum- leg og flott með bloggsíðunni.    Ég skoða heilmikið af tísku-bloggsíðum og hef þá trú að bloggin ýti undir einsleitni í klæða- vali, andstætt tilgangi þeirra. Fá- breytnin sést vel ef síða eins og Lo- okbook er skoðuð, þar eru birtar myndir sem allskonar fólk sendir inn en þær eru ekkert allskonar því allar myndirnar eru nánast eins með örlitlum frávikum. Það er kannski ein af hundrað sem getur talist at- hyglisverð.    Tískan snýst ekki endilega umað vera frumleg, hún snýst líka um að vera maður sjálfur og það finnst mér ég ekki oft skynja á þess- um bloggum. Mér finnst líka skorta verulega á hamingjuna hjá blogg- urunum, bros sést sjaldan, svipurinn er mæðulegur og ekkert sem bendir til þess að bloggarinn njóti þess að lifa eða klæðast fötunum sem hann er í. Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvað er að hrjá fólkið. Ég veit ekki hver kom þeirri flugu inn í höfuðið á ungu fólki að það sé töff að líta út fyrir að leiðast. Hvar er lífs- gleðin? Það vantar fjölbreytileikann sem mannlífið býður upp á í tísku- heiminn, hvort sem það er hjá há- tískuhönnuðum, tískublöðum eða tískubloggurum. Tilbreytingarlaus tískublogg »Þetta er samastelpan aftur og aftur sem er undarlegt í ljósi þess að tískubloggarar eru allir að reyna að skera sig úr fjöldanum Reuters Tvíburarnir Ashley og Mary Kate Olsen eru fyrirmyndir margra tískublogg- ara. Þær líta alltaf út fyrir að vera að deyja úr leiðindum og hor. 44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 F áb á SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Morgunsýningar kl.10 í Sambíóunum Álfabakka laugardag og sunnudag Sveppi tekur á móti bíógestum fyrir sýningu Sveppi, uppáhald allra!!! Og nú í þrívídd (3D) SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI BESTA DANSMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ SÍÐAN DIRTY DANCING VAR OG HÉT... 7Ef þú fílar So YouThink You Can Dance þá áttu eftir að ELSKA STEP UP Frábær mynd sem kemur skemmtilega á óvart FORSÝNING á einni bestu rómantísku grínmynd ársins! SÝND Í KRINGLUNNI BESTA SKEMMTUNIN ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLAHÓTEL... kl.103D -123D -23D -2:303D L STEP UP 3 - 3D kl. 8:303D -10:403D 7 ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLAHÓTEL... kl.43D -4:303D -63D -6:303D -83D L HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl.12-4 L ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLAHÓTEL... kl.10-12-2-4-6 L HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D kl.12:303D m. ísl. tali L REMEMBER ME kl.8 -10 12 LETTERS TO JULIET kl.5:50-8-10:20 L AULINN ÉG - 3D m. ísl. tali kl.12-2-4-6 L INCEPTION kl.10:20 12 THE GHOST WRITER kl.8 -10:40 12 SHREK: FOREVER AFTER m. ísl. tali kl.2 L THE GHOST WRITER kl.12-3-5:30-8-10:30 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA / ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLAHÓTEL... kl. 123D -23D -2:203D -43D L ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLAHÓTEL... kl. 4:203D -63D -83D L GOING THE DISTANCE kl. 10:20 12 THE GHOST WRITER kl. 10 12 STEP UP 3 - 3D kl. 83D 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.