Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 43
Menning 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 16 16 12 L L L 12 16 14 L SÍMI 462 3500 16 12 L L 16 RESIDENTEVIL:AFTERLIFE kl. 8-10 THEOTHERGUYS kl. 2(600kr.) 4-8-10 AULINNÉG 3D kl. 2(900kr.)-4 DESPICABLEME3D kl. 6 THEEXPENDABLES kl. 6 SÍMI 530 1919 16 12 L L L 18 16 RESIDENTEVIL:AFTERLIFE 3D kl. 6.15-8.30-10.30 THEOTHERGUYS kl. 3-5.30-8-10.30 THEFUTUREOFHOPE kl. 2-4-6-8.30 AULINN ÉG 3D kl. 2*(1100kr.) 4.10-6.15 AULINN ÉG 2D kl. 2*(650kr.) 4.10 THE HUMAN CENTIPEDE kl. 10.20 THEEXPENDABLES kl. 8-10.20 RESIDENTEVIL: AFTERLIFE3D kl. 5.50-8-10.10 RESIDENTEVIL: AFTERLIFE3D LÚX kl. 1.30-3.40-5.50-8-10.10 THEOTHER GUYS kl. 3.10-5.30-8-10.30 DESPICABLEME3D kl. 1*(950kr.) 3.40-8 AULINN ÉG 3D kl. 1*(950kr.) 3.20-5.50 AULINN ÉG 2D kl. 1(650kr.) 3.20 SCOTTPILGRIM VS THEWORLD kl. 5.30-8 THEEXPENDABLES kl. 10.10 SALT kl. 10.30 KARATEKID kl. 1(650kr.) .com/smarabio **Gleraugu innifalin * Gleraugu seld sér Sýnd kl. 4, 8 og 10 (3D) - enskt tal Sýnd kl. 2(650kr), 4, 6 (2D) - íslenskt tal Sýnd kl. 2(950kr), 4, 6 (3D) - íslenskt tal ÍSLENSKT TAL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! Á heildina litið er Aulinn ég 3D einstaklega vel heppnuð teiknimynd sem hentar ekki einungis börnum, heldur öllum aldurshópum. H.H. - MBL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:15 Sýnd kl. 8 og 10 (POWERSÝNING) STEVE CARELL POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 Sýnd kl. 1:50(650kr) „Mikið er nú gaman að geta loks hlegið innilega í bíó“ -H.S.S., MBL -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.isTilboð í bíó GILDIR Á ALLARSÝNINGAR MERKTARMEÐ RAUÐU Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Bókaverslunin Útúrdúr hefur hafið sölu á tímaritinu FUKT en blaðið sérhæfir sig í nútímalegum teikningum í víðum skilningi. Ingvar Högni Ragnarsson, einn eigenda Útúrdúrs, segir tímaritið vera veglega viðbót við tímaritaflóru verslunar- innar. „Útúrdúr er í samstarfi við útgáfufyrirtæki víða erlend- is og áhugi var fyrir hendi að gefa tímaritið út á Íslandi. Við slógum bara til,“ segir Ingvar. Ritstjórinn Björn Hegart og hönnuður blaðsins, Ariane Spanier, voru stödd í Útúrdúr í gær þar sem þau kynntu tíma- ritið og eldri tölublöð fyrir gestum og gangandi. Uppákoman er liður í kynningarferð tímaritsins um Evrópu og munu að- standendur blaðsins enda ferðalagið í New York í nóvember. Í nýjasta tölublaðinu voru þrettán myndlistarmenn og rit- höfundar fengnir til aðstoðar við að velja listamenn sem kynntir eru í blaðinu. „Þetta heppnaðist mjög vel og margir nýir listamenn voru uppgötvaðir sem tilheyrðu kannski ekki beint þessum geira,“ segir Ingvar. Tímaritið er gefið út hjá útgáfufyrirtækinu Revolver í Berl- ín og hefur komið út frá árinu 2000. Nútímalegar teikningar  Tímaritið FUKT í Útúrdúr Heimildarmyndin (eða gerviheimild- armyndin) I’m Still Here fær skelfi- lega útreið í umfjöllun fréttavefjar- ins Slate. Segir í upphafi greinar að það versta við myndina sé að hún sé til. Þá skipti litlu hvort um gervi- heimildarmynd sé að ræða eða ekki. Leikstjórinn Casey Affleck hafi ákveðið að gera myndina með mági sínum Joaquin Phoenix, sem er um- fjöllunarefni myndarinnar en um það segir í greininni að sjálfstortím- ing Phoenix, eiturlyfjanotkun og andlegir erfiðleikar, hafi verið nýtt sem umfjöllunarefni í grínheimild- armynd og því sé erfitt að kyngja. Höfundur greinarinnar, Dana Ste- vens, segir greinilegt að Phoenix sé kolruglaður og þjáður maður, mynd- in sé „óþverraskrásetning“. Phoenix „kolruglaður“ Útreið Phoenix er tekinn í gegn á Slate sem og leikstjórinn Affleck. Hluti sýningar listakonunnar Yoko Ono í galleríinu Haunch of Venison í Berlín hefur vakið þó nokkra athygli erlendra fjölmiðla: stór gluggarúða með gati í eftir byssukúlu. Ono segir verkið eiga að vekja áhorfendur til umhugsunar um hið mikla ofbeldi og misþyrmingar sem finna megi í heiminum. Sýning Ono ber yfir- skriftina Das Gift, en þar leikur hún sér með ensku og þýsku, því orðið gift þýðir gjöf á ensku en eitur á þýsku. Ono segir ætlunina að fá gesti til að horfast í augu við ofbeldi en þó án þess að glata voninni. Rúðuverkið ber heitið „The Hole“, eða „Gatið“. Sýningin stendur til 13. nóvember. Gjöf og eitur Yoko Ono Gatið Ono fyrir aftan verk sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.