Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 45
Draugur! Sveppi glímir við draug í hinni ágætu Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Æringjarnir Sveppi (Sverrir ÞórSverrisson), Gói (Guðjón DavíðKarlsson) og Villi (Vilhelm Ant-on Jónsson) eru mættir til leiks í miðkafla Sveppa-þrennunnar, og verður ekki annað sagt en þeim takist ekkert síður upp en í aðsóknarmyndinni Sveppi og leitin að Villa, sem sýnd var í fyrra. Að þessu sinni fer atburðarásin fram á virðu- legu en dálítið draugalegu hóteli úti á lands- byggðinni, en þangað heldur fjölskylda Sveppa og Villi á að vera honum til ánægju og ynd- isauka á meðan pabbi Sveppa skrifar skáldsögu í sveitasælunni. Þeir vinirnir, Sveppi og Villi, komast að því að ekki er allt með felldu á hót- elinu, þar vafrar flissandi draugur um ganga og hótelstýran (Guðlaug Elísabet) er hið versta flagð sem hefur óbeit á blessuðum drengjunum. Villi, hinn mikli uppfinningamaður og hugs- uðurinn í hópnum, hefur meðferðis tæki sem er þeim kostum búið að bana draugum og kemur í góðar þarfir. Gói (Guðjón Davíð) kemur til hjálpar, en hann er nú frekar kjarklítill greyið, þegar afturgöngur eru annars vegar. Smám saman komast þremenningarnir að hinum óttalega sannleika á bak við reimleikana á hótelinu, þar koma álög við sögu og þeir fá hjálp gamla hótelstjórans (Þröstur Leó), en hann hjálpar þeim að komast á sporið. Sveppi og dularfulla hótelherbergið er fyrsta leikna þrívíddarmyndin sem gerð er hérlendis og hún lítur síst verr út en meðalþrívíddarmynd að vestan, jafnvel þó að möguleikar tækninnar séu ekki í fyrirrúmi. Myndin er full af vísunum í gamlar og góðar spaug- og hryllingsmyndir, einkum The Shining og Ghostbusters, og örlítill keimur er í loftinu af Enid sálugu Blyton. Úr þessum ágæta graut er unnin fyndin og hress gamanmynd sem er fyrst og fremst ætluð yngri kynslóðinni en við hin eldri getum líka haft gam- an af frábærum ýkjustíl þremenninganna og Guðlaug Elísabet fær að galsast með, hörkugóð að venju. Líkt og í fyrstu myndinni tekst Braga að nýta ótvíræða hæfileika þremenninganna og nú er það ekki Sveppi sem fær allt hrósið heldur fer Gói á kostum og Villi er fullkomlega ómissandi. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið verður seint skráð sem stórvirki í íslenskri kvik- myndasögu en félögunum tekst að matreiða efn- ið með mikilli prýði og sínum einstöku hæfi- leikum og ekki veitir af, hlutverk þeirra eru mun erfiðari en þau líta út fyrir. Að halda jafnvæginu í þessum kostulega ýkjustíl sem gerir myndina að fínustu fjölskylduskemmtun er afrek hjá þre- menningunum, Guðlaugu Elísabetu og leikstjór- anum Braga, sem heldur vel um efnið. Við höfum eignast góða fjölskyldumynd sem ég var ákveðinn í að gefa þrjár stjörnur, en þá kom babb í bátinn, háæruverðugur aðstoð- argagnrýnandi minn, barnabarnið Sara Mjöll, var aldeilis ekki á sama máli, sú stutta vildi gefa í það minnsta fjórar, ef ekki fimm. Eftir nokkur andleg átök sættumst við á þrjár og hálfa, og ég held að það hafi verið mjög dipló niðurstaða. Sveppi og félagar kveða niður drauga Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Akureyri. Sveppi og dularfulla hótelherbergið bbbmn Leikstjóri og handritshöfundur: Bragi Þór Hinriks- son. Aðalleikarar: Sverrir Þór Sverrisson, Vilhelm Anton Jónsson, Guðjón Davíð Karlssson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Þröstur Leó Gunnarsson. 90 mín. Samfilm. Sýnd í 2D og 3D. Ísland, 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI HHH / HHHH R.EBERT, CHICAGO-SUN TIMES HHH / HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY SPARBÍÓ 600 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI 7 ROMAN POLANSKI HLAUT SILFUR- BJÖRNINN SEM BESTI LEIKSTJÓRINN Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Í BERLÍN HHHH „HINN SÍUNGI POLANSKI SÝNIR Á SÉR ÓVÆNTA HLIÐ Í HÖRKUGÓÐRI SPENNUMYND, STÚTFULLRI AF PÓLITÍSKUM LAUNRÁÐUM OG BULLANDI OFSÓKNARÆÐI.“ SÆBJÖRN VALDIMARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH “LEIKSTJÓRN POLANSKIS GRÍPUR ÁHORFANDANN ÁSAMT ATHYGLIS- VERÐUM SÖGUÞRÆÐI. THE GHOST WRITER ER AÐ MÍNU MATI EIN BESTA MYND ÁRSINS HINGAÐ TIL.” T.V. – KVIKMYNDIR.IS STEVE CARELL ÍSLENSKT TAL Búðu þig undir eina óvænta fjölskyldu og heilan her af skósveinum sem vaða ekki í vitinu. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Robert Pattinson stórstjarnan úr Twilight myndunum, sýnir magnaðan leik í sínu besta hlutverki til þessa. Mynd sem kemur virkilega á óvart. HHH „BESTA MYND ROBERT PATTINSONS TIL ÞESSA“ - EMPIRE HHH „VIRKILEGA VEL GERÐ MYND.“ - R.EBERT CHICAGO SUN TIMES SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI BESTA SKEMMTUNIN ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLAHÓTEL... kl. 2 -4-6-8 L THE EXPENDABLES kl. 10:10 16 AULINN ÉG m. ísl. tali kl. 2-6 L HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl. 4 L LETTERS TO JULIET kl. 8 L SCOTT PILGRIM VS THE WORLD kl. 10:10 12 ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLA... kl. 23D -43D -63D -83D L STEP UP - 3D kl. 10:203D 7 STEP UP kl. 2 -6 7 HUNDAR OG KETTIR 2 kl. 4 L REMEMBER ME kl. 8 - 10:20 12 ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLAHÓTEL... kl. 2 -4-6-8 L RESIDENT EVIL : AFTERLIFE kl. 10:10 16 THE OTHER GUYS kl.8 -10:10 12 AULINN ÉG m. ísl. tali kl. 2-4 L VAMPIRES SUCK kl.6 12 / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI/ KRINGLUNNI HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D m. ísl. tali kl. 123D - 6:103D L INCEPTION kl. 8 -10:40 12 SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl. 5:50 L LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 1:30-3:40 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.