Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Efnahags-og skatta-stefna rík- isstjórnarinnar var til umræðu ut- an dagskrár á Al- þingi á fimmtu- dag. Málshefjandi, Birkir Jón Jónsson, ræddi þann vanda sem uppi er í efnahagsmálum og vakti sérstaklega athygli á þætti skattastefnu ríkis- stjórnarinnar. Hann minnti til að mynda á svik rík- isstjórnarinnar gagnvart að- ilum vinnumarkaðarins. Í þjóðarsáttarsamningunum svokölluðu hafi verið gert ráð fyrir að til að laga stöðu rík- issjóðs skyldi skorið niður um 55% af því sem aðlögunin krafðist, en hækka skatta um 45%. Raunin hafi orðið sú að hlutdeild skattahækkana af heildaraðgerðunum hafi orðið 65%. Þessar miklu skattahækk- anir, og áform um enn frekari hækkanir, eru einn helsti efnahagsvandi Íslands í dag eins og fleiri fulltrúar stjórn- arandstöðunnar bentu á í um- ræðunum. Viðbrögð tals- manna ríkisstjórnarinnar ollu hins vegar miklum von- brigðum. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, sagði að skattar hefðu verið hækkaðir meira en til stóð „til að brúa bilið“, án þess að það væri nánar útskýrt, og hélt því fram að þessar auknu skattahækkanir væru „hluti af ástæðunni fyrir því að lendingin er mýkri en menn óttuðust“. Það er ekki auðvelt á sjá í hvaða veruleika menn búa sem tala með þessum hætti, en ólíklegt er að almenningur hér á landi telji að „lend- ingin“ sé þægileg. Raunar er einn helsti vandinn sá að meðal annars vegna mikilla skattahækkana ríkisstjórn- arinnar hefur „lendingin“ ekki enn átt sér stað. Nýjar tölur Hag- stofunnar sýna að hagkerfið er enn að missa flugið. Ríkisstjórnin er því miður við sama heygarðshornið eins og augljóst er af utan- dagskrárumræðunum á þingi. Stjórnarliðar hafa ekkert lært og ætla að endurtaka mistökin sem mun tefja enn frekar fyrir lendingu, að ekki sé talað um tafir á nýju flug- taki. Svör Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra í um- ræðunum voru ekki mikið gagnlegri en svör Helga Hjörvar. Steingrímur fann að tölum Hagstofunnar og taldi þær naumast standast, en sagðist þó verða að viður- kenna að annar fjórðungur þessa árs „stefnir í að hafa verið slakur“. Svo sagði hann: „Maður fékk strax á tilfinninguna að þannig væri staðan. Ýmsar vísbendingar komu fram strax í apríl/maí um að þar væri um slakan ársfjórðung að ræða en að sama skapi eru jákvæðar vís- bendingar um að þriðji árs- fjórðungur verði betri.“ Erfitt er að átta sig á mönnum sem slá þannig úr og í og telja landið ýmist rísa eða finnst eftir á að þeim hafi þótt landið vera að síga en muni síðar rísa. Málflutn- ingur Steingríms J. Sigfús- sonar er allur mjög ótrúverð- ugur og staðfestir að tengslin við raunveruleikann eru tak- mörkuð. Óskhyggjan og eft- iráskýringarnar ráða för. Það sem mestu skiptir er þó að hvernig sem stjórn- arliðar meta þróun efnahags- lífsins þá mun sú stefna sem þeir fylgja halda áfram að valda skaða og tefja fyrir við- snúningnum. Óskhyggja og eftiráskýringar hjálpa lítið í efna- hagsþrengingum} Skaðleg skattastefna Íslendingar hafaþrátt fyrir fá- mennið náð því að verða stórþjóð í skákheiminum. Baldur Möller á norrænan mælikvarða og Frið- rik Ólafsson síðar á heims- mælikvarða. Síðar kom til hóp- ur mjög öflugra skákmanna. Átök þeirra Friðriks og Bents Larsens heilluðu þjóðina, líka þá sem naumast kunnu mann- ganginn. Þeir voru í hópi efni- legustu skákmanna heims þeg- ar þeir áttust fyrst við og hið sérstaka hugarástand landans gagnvart Dönum á fyrstu áratugum eftir lýðveld- isstofnun ýtti und- ir spennu. Bent Larsen var góður í viðkynningu, leiftrandi skarp- ur og skemmtilegur. Skák- skýringar hans á einvígi ald- arinnar eru þeim eftirminnilegar sem nutu. Undraverkið sem stóð uppi sem sigurvegari þar átti síðar eftir að verða lögformlegur Ís- lendingur. Án formsins töldu Íslendingar sig einnig eiga dá- lítið í Bent Larsen. Leiftrandi skákmað- ur og „Íslandsvinur“ hefur kvatt} Bent Larsen E kki heyrði ég betur á ljósvakanum í gær en netundrið Facebook væri orðið vinsælla en Google- leitarvélin. Líklega vegna þess hve ég er duglegur að rekja þar hvað ég hef fyrir stafni frá morgni til mið- nættis. - Einhver síðdegis í gær: Hvað ætlarðu að fjalla um í pistlinum í Mogganum á morgun? - Ég skömmu síðar: Ekki búinn að ákveða það. Margt sem kemur enn til greina. - Hann samstundis: Í guðs bænum hættu að reyna að vera fyndinn. Það tekst aldrei og þú eyðileggur hverja helgina á fætur annarri hjá mér. Ég er að hugsa um að segja upp áskrift- inni. Hí á þig og þína! - Ég í dauðans ofboði: Bíddu, bíddu – ekki gera neitt sem þú átt eftir að iðrast alla ævi. Ég verð að reyna að laga mig að þínum þörfum [þótt mér sé það auðvitað þvert um geð. Setning innan svona hornklofa er eitthvað sem mað- ur hugsar en lætur ekki flakka]. Ertu með eitthvað sér- stakt í huga? - Hann strax: Nei, ég vil bara að þú reynir einhvern tíma að vera alvarlegur. Ertu ekki að verða fimmtugur? - Ég eftir stutta andköf: Jú, það styttist reyndar í það. En hvað kemur það málinu við? Er ekki hægt að rembast fram eftir öllum aldri við að gera að gamni sínu? Og mér finnst óþarfi að þú nefnir aldurinn hér á vefnum þar sem allir sjá. - Ég strax aftur: En [þú þarna manndeli], varstu með eitthvað sérstakt í huga? - Hann umsvifalaust: Nei, ja... Jú, ég er eig- inlega þverskurður af meirihlutanum, sko. - Ég eftir smá umhugsun: Ha? - Hann hálftíma síðar: Veistu ekki hvað þjóð- in vill? Ertu alveg orðinn geldur? - Ég: [auð lína] - Hann fljótlega: Ertu þarna? - Ég eftir skamma stund: Já, en ég veit ekki svarið við fyrri hluta spurningarinnar. - Hann: Klám! Kynlíf! Sástu ekki hvað var mest lesna fréttin á vefnum í dag? „Ástardýnan slær í gegn“ og svo auðvitað ummæli vikunnar sem franski blaðamaðurinn hafði eftir borgarstjóranum. Að ég tali nú ekki um frétt- ina af pabba Völu Grand í vandræðalegri uppákomu. - Ég rétt fyrir prentun: Ég skal hugsa málið. En kannski ég hætti bara að skrifa pistil. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Af þessu og hinu, aðallega hinu Innflytjendaumræða opnuð upp á gátt FRÉTTASKÝRING Karl Blöndal kbl@mbl.is Þ að er engu líkara en Thilo Sarrazin hafi lagt eld að þýsku samfélagi með bók sinni um innflytj- endur í Þýskalandi og gagnrýni á aðlögun þeirra að þýsku samfélagi. Málflutningur Sarrazins á greinilega hljómgrunn víða, yf- irlýsingar hans um arfgengi greind- ar og að til sé „ákveðið gen“ sem „allir gyðingar eiga sameiginlegt“. Sarrazin er félagi í flokki sósíal- demókrata, SPD, og hefur setið í bankaráði þýska seðlabankans. Vegna ummæla og skrifa Sarrazins fór bankinn fram á það við Christian Wulff, forseta sambandslýðveld- isins, að hann viki honum úr ráðinu. Bankinn hefur ekki vald til þess sjálfur að reka hann. Sarrazin hjó sjálfur á hnútinn. Á fimmtudag gaf bankinn út tilkynningu um að náðst hefði „gagnkvæmt samkomulag“ um að hann hætti störfum í banka- ráðinu. Miðstjórn SPD hefur gert sig líklega til að reka Sarrazin úr flokknum, en yfirlýsingum rigndi yf- ir hana til stuðnings honum og hann hefur neitað að ganga úr flokknum. Þýskaland leggur sig niður Bók Sarrazins heitir Deutsch- land schafft sich ab, sem mætti út- leggja Þýskaland leggur sig niður. Þar talar hann um forheimskun Þýskalands vegna múslímskra inn- flytjenda, sem séu ómenntaðir og framleiði lítið, en fjölgi sér hratt. Í upphafi var Sarrazin for- dæmdur úr nánast öllum áttum. Stjórnmálamenn og álitsgjafar áttu ekki orð. Meira að segja Angela Merkel kanslari gagnrýndi hann. En viðbrögð almennings voru önnur. Bókin seldist upp og ákvað útgefandinn að bæta við upplagið og prenta 250 þúsund eintök. Á spjall- síðum og fundum fékk hann stuðn- ing og viðkvæðið var ýmist að hann hefði á réttu að standa eða að ekki mætti koma svona fram við hann þótt hann hefði ekki rétt fyrir sér að öllu leyti. Á fimmtudagskvöld mættu 750 manns á upplestur úr bókinni og fögnuðu honum með dynjandi lófa- taki. Nú eru komnir fram stjórn- málamenn, sem segja að ekki sé hægt að leiða almenningsálitið hjá sér. Sarrazin fjalli um málefni, sem almenningur láti sig varða. Stuðningur við Sarrazin er það mikill að skoðanakönnun, sem gerð var í upphafi mánaðarins, leiddi í ljós að stofnaði Sarrazin stjórnmálaflokk myndu 18% kjósenda greiða honum atkvæði sitt. Sarrazin kveðst ekki hafa nein áform um að stofna stjórn- málahreyfingu, en könnunin gefur til kynna að í Þýskalandi gæti nú verið jarðvegur fyrir hreyfingu á borð við stjórnmálaafl Geert Wild- ers í Hollandi, sem hefur aflað sér fylgis með því að setja málefni músl- ímskra innflytjenda á oddinn. Ljóst mátti vera að yfirlýsingar Sarrazins um kynþætti og erfðir myndu minna á það hvernig nasistar klæddu ógeðfelldar, rasískar kenn- ingar sínar í fræðilegan búning og vekja þær óhug. Hann lét ummæli sín um erfðagen gyðinga falla í blaðaviðtali og kveðst nú iðrast þeirra. Eftir stendur hins vegar hvort í Þýskalandi hafi misheppnast að laga tyrkneska og arabíska innflytjendur að samfélaginu. Margir innflytj- endur gangast meira að segja við því að tíðni glæpa sé hærri meðal þeirra og hlutfallslega þiggi fleiri innflytj- endur félagslega aðstoð. Framtíð- arhorfur ungra innflytjenda í Þýska- landi séu hins vegar ekki bjartar og atvinnutækifærin fá þegar skóla- göngu lýkur. Reuters Umdeildur Thilo Sarrazin á fundi í Potsdam um bók sína um málefni inn- flytjenda í Þýskalandi. Hann hefur sett allt á annan endann með bókinni. Um fjórar milljónir múslíma búa í Þýskalandi. 63,2% þeirra eru frá Tyrklandi. Þegar Berlínar- múrinn var reistur 1961 og fólk hætti að streyma frá Austur- Þýskalandi til Vestur-Þýska- lands varð skortur á vinnuafli. Vestur-þýsk stjórnvöld gerðu samning við Tyrkland um að taka á móti fólki. Tyrkir setja svip sinn á flestar borgir Þýska- lands. 11 af 23 leikmönnum í leikmannahópi þýska landsliðs- ins á HM í sumar hafa innflytj- endabakgrunn. Vantaði vinnuafl LANDIÐ OPNAÐ 1960 Reuters Mótmæli Teikningu af Sarrazin með áletruninni „rasisti“ haldið á lofti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.