Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Rannsóknarstofa í hreyfivísindum við námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands hefur gert samning við Össur hf. sem felur í sér samstarf við rannsóknir og prófanir á stoð- og stuðningstækjum úr framleiðslulínu Össurar, auk grunnrannsókna sem gætu leitt til þróunar á nýrri vöru. Tveimur samstarfsverkefnum er þegar lokið og kom Nýsköp- unarsjóður námsmanna að öðru þeirra. Össur hf. er leiðandi á alþjóðavísu í hönnun stoð- og stuðningstækja og einn af stærstu stoðtækjaframleið- endum í heimi. Samninginn undirrituðu Þorvald- ur Ingvarsson, yfirmaður klínískra rannsókna hjá Össuri, og Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvís- indasviðs Háskóla Íslands. Samstarf við Össur Á miðvikudag sl. var haldinn borgarafundur um fátækt í Ráð- húsi Reykjavíkur. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem lagt var til að stofnað yrði embætti Upplýsingafulltrúa bótaþega. Verksvið hans yrði einfaldlega að einfalda bótaþegum upplýsingaleit um réttindi þeirra svo að þeir þurfi ekki að ganga á milli stofn- ana til að komast að því hver rétt- ur þeirra er. Fulltrúinn yrði ráð- inn af nefnd fólksins sem njóta myndi þjónustu hans og myndi hann starfa náið með hjálparstofn- unum sem hafa góða yfirsýn yfir vandann sem við er að glíma í dag. Þá krefst borgarafundurinn þess að lágmarksframfærsla verði reiknuð út og staðfest op- inberlega. Upplýsingafulltrúi fyrir bótaþega Í dag, laugardag, verður farið í hina árlegu fjölskyldugöngu á um- hverfisdegi Kópavogs. Markmiðið er að gefa Kópavogsbúum færi á að kynnast nokkrum helstu nátt- úruperlum bæjarins. Lagt verður af stað frá Náttúrufræðistofu Kópa- vogs kl. 11:00 og gengið niður á Kópavogstún, síðan um Borgarholt og loks er hringnum lokað með heimsókn á Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem boðið er upp á grillaðar pylsur og gos. Gangan tekur um klukkutíma. Allir eru vel- komnir. Ganga í Kópavogi Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt að ganga til samninga við Gylfa Þór Þór- isson, fram- kvæmdastjóra, um að taka við starfi sveit- arstjóra í Reyk- hólahreppi. Þetta kemur fram á Reykhóla- vefnum. Ekki var tekin ákvörðun um ráðningu skrifstofustjóra á fund- inum en stutt er í þá ráðningu, að því er fram kemur á vefnum. Tuttugu sóttu um starf sveit- arstjóra og sex um starf skrif- stofustjóra. Vilja ráða Gylfa Þór sem sveitarstjóra Gylfi Þór Þórisson STUTT Vel hefur gengið í forskráningu áskrifta að Skjá Golfi, nýrri ís- lenskri golfsjónvarpsstöð, að sögn Hilmars Björnssonar, sjónvarps- stjóra stöðvarinnar sem hefur út- sendingar hinn 27. september. „Það hefur verið mikið um fyr- irspurnir og gengið vel að fá styrktaraðila. Við finnum fyrir góðum meðbyr og erum bjartsýn. Það vantaði stöð fyrir golf- áhugamenn á Íslandi sem er gríð- arlega stór hópur enda golfíþrótt- in með næstflesta iðkendur á landinu í dag,“ segir Hilmar. Stöðin hefur sýningarrétt á flestum stærstu golfmótum í heimi líkt og Ryder-bikarkeppninni sem hefst hinn 1. október. „Okkur var létt að Tiger Woods var valinn í Ryder-liðið. Það er alveg sama hvað hann gerir, fólk fylgist alltaf með honum. Við reynum að elta hann og sýna öll mót sem hann tekur þátt í,“ segir Hilmar. Þá mun stöðin sýna beint frá banda- rísku PGA-mótaröðinni sem hefst í janúar, evrópsku mótaröðinni, Forsetabikarnum og opna breska og opna bandaríska mótinu á næsta ári auk ýmissa stakra móta. „Alls verða um þúsund klukku- stundir af beinum útsendingum á ári. Svo verða alls kyns þættir tengdir golfi á dagskrá en hæst ber daglegan fréttaþátt. Það verð- ur því nýtt og ferskt efni á hverj- um degi.“ Að sögn Hilmars er aðalbreyt- ingin sem íslenskir kylfingar finni fyrir með tilkomu stöðvarinnar að nú verði allir keppnisdagar á flest- um mótum PGA-mótaraðarinnar í beinni útsendingu frá upphafi til enda í stað þess að aðeins sé sýnt frá lokadegi mótanna líkt og áður tíðkaðist. kjartan@mbl.is Fegnir að fá Woods í liðið Ný golfrás fer í loftið 27. september Reuters Tiger Frægasti kylfingur heims keppir í Ryder-keppninni. Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða ehf. á Sel- fossi átti lægsta tilboðið í rann- sóknarboranir vegna Vaðlaheið- arganga, en til- boðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni. Fyrirtækið bauð tæpar 37 millj- ónir króna í verkið eða 78% af kostnaðaráætlun. Geotækni ehf. á Selfossi átti næstlægsta tilboðið sem hljóðaði upp á tæpar 40 millj- ónir. Fjögur tilboð bárust í verkið og átti Alvarr ehf. í Reykjavík það hæsta, tæpar 50 milljónir. Í verkinu felst að bora 600 metra kjarnabor- un og á því að ljúka fyrir 15. nóv- ember nk. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdina. Göngin verða 7,4 kílómetra löng og kostnaður er áætlaður um níu millj- arðar króna. sisi@mbl.is Boranir hefjast bráðlega Rannsóknarhola boruð í Vaðlaheiði Minnt er á að fyrri hluta október fer fram álagning opinberra gjalda lögaðila 2010 vegna rekstrarársins 2009. Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2010 Framtalsfrestur félagaer liðinn skattur.is Þrátt fyrir að framtalsfrestur sé runninn út eru þau félög sem enn eiga eftir að skila skattframtali 2010 ásamt ársreikningi hvött til að gera það hið allra fyrsta. Bent skal á að skattframtali skal alltaf skila, jafnvel þó að engin eiginleg atvinnustarfsemi eða rekstur hafi verið til staðar hjá félaginu á árinu 2009. Minnt er á að félög skulu jafnframt skila ársreikningi til Ársreikningaskrár. Hægt er að skila skattframtali og ársreikningi rafrænt áwww.skattur.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.