Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. O K T Ó B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  245. tölublað  98. árgangur  FIMMTÍU ÁRA AFMÆLI BÓKARINNAR ROONEY VILL LOSNA FRÁ UNITED KIMBABWE ER NÝ PLATA FRÁ RETRO STEFSON ÍÞRÓTTIR ANGÓLSK ÁHRIF 30AFMÆLISÚTSALA 9 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þeim sem búa á hjúkrunar- og dval- arheimilum og taka þátt í rekstrar- kostnaði heimilanna hefur fjölgað verulega undanfarin þrjú ár. Um 16% íbúanna greiddu meira en 100.000 krónur á mánuði fyrir dvölina í júlí síðastliðnum. Greiðsluþátttakan er tekjutengd. Í ár gildir að ef mánaðartekjur íbúa á öldrunar- og hjúkrunarheimilum eru yfir 65.005 kr. á mánuði, eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. Greiðslurnar verða þó aldrei hærri en 281.871 kr. á mánuði, en greiðsluhá- markið hefur hækkað um 70.000 krónur frá árinu 2007. Á sama tíma hefur öldrunarrýmum fækkað um rúmlega 350. Í júlí í ár nam kostnaðarþátttaka íbúa á öldrunarstofnunum tæpum 99 milljónum. Sé gert ráð fyrir að hún sé nokkuð áþekk alla mánuði ársins gæti upphæðin á ársgrundvelli verið tæpir 1,2 milljarðar. Að sögn Tryggingastofnunar ríkis- ins er skýringa helst að leita í því að bankaleynd var aflétt, en þá urðu fjármagnstekjur sýnilegar. Einnig er aukin lífeyrissjóðseign margra talin hafa umtalsverð áhrif á greiðsluþátt- tökuna. Bankainnistæður hafa ekki áhrif á greiðslur frá Tryggingastofn- un, en dæmi eru um að eldra fólk taki fé sitt út af bankareikningum og setji það í bankahólf til að losna undan endurgreiðslukröfu Tryggingastofn- unar vegna fjármagnstekna. M 100 milljónir á mánuði »4 Hærri gjöld og fleiri borga  Sífellt fleiri greiða kostnað við dvöl á hjúkrunar- og dvalarheimilum 0 króna kostnaðarþátttaka Tölurnar sýna hlutfall af öllum íbúum hjúkrunar- og dvalarheimila 68% 56% 55% 47% Ágúst 2007 Ágúst 2008 Ágúst 2009 Júlí 2010 Hávær tunnusláttur var í miðborg Reykjavíkur í gær, en hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan Landsbankann, á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Á Facebook-síðu atburðarins segir meðal annars: „Við erum orðin þreytt á þessari leiksýningu og höfum ákveðið að snúa mótmæl- unum gegn bönkunum að þessu sinni. Við mót- mælum því að bankarnir, sem steyptu efnahag landsins á hausinn, kostuðu þingmenn, afskrifuðu skuldir vildarvina en sækja fram af fullri hörku gegn þeim sem ráða ekki við að standa í skilum sökum forsendubrests, skuli dirfast að standa í vegi fyrir því að kjör almennings í landinu verði leiðrétt.“ Morgunblaðið/Ómar „Þreytt á þessari leiksýningu“ Hagsmunasamtök sjómanna leggjast ákveðið gegn hug- myndum Jóns Bjarnasonar sjáv- arútvegsráðherra um leigugjald á til- teknum fiskteg- undum. Á aðal- fundi Lands- sambands smá- bátaeigenda var fyrirætlunum ráð- herra harðlega mótmælt og sagt að hann hefði kast- að stríðshanska inn í greinina. Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands, segir sambandið leggjast gegn allri leigu á kvóta „vegna þess að karlarnir okkar eru látnir borga leigugjald til þeirra sem eru handhafar kvótans hverju sinni“. Hins vegar sé margt óljóst í þessum efnum, t.d. magn og hvort um viðbótarkvóta verði að ræða. Árni Bjarnason, formaður Félags skip- stjórnarmanna, segir að samningar séu í uppnámi. „Ég sé ekki hvernig við eigum að ljúka kjarasamningi, þegar allar forsendur eru úti í móa,“ segir Árni. Hann segir að ekki hafi komið fram hvort sjómenn hafi þurft að taka þátt í leigu á umdeildum skötuselskvóta og hefur óskað eftir því að Verðlagsstofa kanni það. Áður hefur formaður LÍU sagt hug- myndirnar galnar. MSamningar í uppnámi »8 Ráðherra í stríð við sjómenn  Stefnir samningum um áramót í uppnám Greiði gjald » Hugmynd Jóns Bjarnason- ar er að ráðherra fái heimild til að úthluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gull- karfa og ís- lenskri sumar- gotssíld. » Útgerðir greiði gjald fyrir aflaheimildirnar. Spjallað Sjómenn hafa um ýmislegt að ræða. Á annað hundrað tölvuskeyti hafa borist mannréttindaráði Reykjavík- ur undanfarna daga til þess að mót- mæla drögum að tillögu um sam- skipti leik- og grunnskóla við trú- félög sem meirihluti ráðsins hefur lagt fram. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkur- borgar, segir augljóslega mikinn hita í fólki yfir málinu en mörg tölvuskeytanna hafi verið sam- hljóða og hlutfallslega mörg þeirra komið frá öðrum sveitarfélögum. Í drögunum að tillögunni er talað um að fjöldi kvartana hafi borist Mannréttindastofu borgarinnar frá foreldrum leik- og grunnskóla- barna vegna árekstra tengdra trú- ar- og lífsskoðunum. Að sögn Önnu hafa 50-60 einstaklingsmál ratað á hennar borð á þeim tveimur árum sem hún hefur gegnt starfinu. Meirihluti þeirra sé mál foreldra sem finnist börnum sínum mis- munað í skólum sökum lífsskoðana eða trúar. kjartan@mbl.is »6 Yfir hundrað kvart- anir á viku vegna tillögu um trúmál  Harðar umræður urðu í borgar- stjórn í gær um leiðir við hagræð- ingu í rekstri Orkuveitu Reykjavík- ur. Nokkrir starfsmenn OR yfir- gáfu áheyrendapalla undir ræðu Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna. Hann lýsti óánægju með að stjórnendur fyrirtækisins vildu ekki kanna þá leið að lækka starfshlutfall starfsmanna í stað fyrirhugaðra fjöldauppsagna. Fulltrúar meirihlutans vísuðu frá tillögu minnihlutans um að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir. Gengu út undir ræðu Dags Morgunblaðið/Ómar Áhugi Um tuttugu starfsmenn OR mættu á borgarstjórnarfund í gær. Móðurfélag Haga, 1998 ehf., skuld- ar Arion banka um 40 milljarða króna. Hagar eru eina eign 1998 og ef gert er ráð fyrir að bankinn fái í kringum 16 milljarða króna fyrir félagið þarf hann að afskrifa 24 milljarða króna af skuld 1998. Arion banki tilkynnti sem kunn- ugt er í fyrradag að hann hygðist setja Haga í opið söluferli. Skuldir Haga eru um 12 millj- arðar króna og ef þær eru dregnar frá heildarvirði félagsins, sem gera má ráð fyrir að sé í kringum 28 milljarða króna, fæst söluverðið 16 milljarðar króna. Það ræðst þó end- anlega þegar félagið verður selt. bjarni@mbl.is »14 Arion banki tapar milljörðum á Högum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.