Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 23
gróðurhúsunum við Reyki hjá Arn- aldi Þór að Blómvangi og Sveini Guðmundssyni að Bjargi. Auður var mjög dugleg og vinnusöm og kom sér vel hjá vinnuveitendum sínum og hún var líka frábær eldri systir, það væri of langt mál að rekja alla leiki og skemmtanir sem voru á þessum árum meðal barna og unglinga sem bjuggu í þessu sambýli starfsmanna Reykjalund- ar, Hitaveitu Reykjavíkur, Dælu- stöðvarinnar og vistmanna að Reykjalundi. Enda fór svo að hún kynntist manni sínum Hermanni Þórðarsyni þar, en hann var um tíma vistmaður að Reykjalundi. Mér fannst hann alveg frábær, hann varð eins og stóri bróðir. Ég var afar hrifinn af systrum mínum en þó kom það fyrir að það slettist upp á vinskapinn og stóðu þær þá ævinlega saman á móti mér og sýndu mér hver réði. Eitt atvik er ofarlega í minningu minni um Auði frá þessum árum en það var sumarið 1955, foreldrar okkar höfðu farið til útlanda og skilið okkur krakkana eftir í umsjá Auðar og Páls móðurbróður okkar, henni fannst það ekki neitt stórmál að vera með okkur 5 systkinin, en þau yngstu voru 9, 7 og 4 ára. Það sem ég man svo vel frá þessum tíma var hvað hún var flott og frá- bær. Faðir okkar hafði pantað sér nýjan Chevrolett 1955 sem átti að afhendast meðan þau voru erlendis og kom það í hlutskipti Auðar að ná í bílinn, ég get ekki gleymt því þegar hún kom heim, mér fannst hún eins og leikkona í bíó, hún ljómaði, hún var bara flottust. Svo kom að því að Auður flutti að heiman og fór að búa með Her- manni, fyrsta heimili þeirra var að Hjarðarhaga og fékk ég að búa hjá þeim þegar ég var í skóla í Reykjavík og síðan aftur eftir að þau fluttu til Hafnarfjarðar er ég var við nám, var það alveg frábær tími. Í Hafnarfirði leið henni vel með fjölskyldu sinni, Hermanni og börnunum Sigríði, Hlín og Árna. Árið 1964 hóf hún rekstur versl- unarinnar Emblu ásamt vinkonu sinni Dóru Guðmundsdóttur, versluðu þær með kvenfatnað og barnaföt. Árið 1994 keypti Auður hlut Dóru og rak hún verslunina í ein 10 ár. Milli okkar systkinanna hefur verið afar gott samband, við höfum hist reglulega í mat og kaffi hvert hjá öðru, einnig fórum við í svo- kallaðar systkinaferðir í ein 15 ár, þetta voru þriggja til fimm daga ferðir vítt og breitt um landið, allt þetta þjappaði okkur saman og styrkti þau bönd sem þurfa að vera milli systkina og maka þeirra. Elsku Auður, systir, mágkona og frænka, það kemur enginn í þinn stað og þín verður sárt sakn- að en minningin um góða systur og vinkonu sem oft var leitað til mun lifa. Kæri Hemmi mágur, börn, barnabörn og barnabarnabörn, megi sá er öllu ræður veita ykkur styrk í sorg ykkar. Ingólfur, Kristjana, börn og barnabörn. Elskuleg móðursystir mín Auður Árnadóttir er látin og langar mig að minnast hennar. Hún var jafnan kölluð Udda frænka af okkur systkinunum. Gælunafnið var til- komið vegna þess að við áttum í erfiðleikum með að segja Auður þegar við vorum lítil en aðgreina þurfti allar frænkurnar. Mamma og Udda frænka sögðu að ég hefði sótt á frænku allt frá því að ég var í móðurkviði. Mamma var þá tíður gestur hjá þeim Hemma og grín- uðust þær oft með að þegar von var á mömmu í heimsókn hefði frænka jafnan brotið eða misst hluti. Þegar barnið reyndist vera stúlka var ég skírð í höfuðið á henni. Ég var stolt af því að hafa fengið nafnið hennar og leit ávallt upp til nöfnu minnar. Frænka var ótrúleg kona, blíð og traust og lét manni alltaf líða eins og maður væri einstakur. Hún var falleg, brosmild og með hárfínan húmor. Við vorum oft í pössun hjá þeim Hemma þegar við vorum lítlil og man ég eftir að hafa fengið að að- stoða hana við bakstur og önnur heimilisstörf sem mér þóttu óhemju spennandi fyrstu árin. Hún var líka mikil hannyrðakona á þessum tíma og voru þær ófáar peysurnar sem hún prjónaði á mig og jafnvel dúkkurnar mínar. Frænka átti líka fataverslun og eins og gefur að skilja þá var það óhemju spennandi að fá að valsa þar um sem barn og sem ungling- ur að fá að afgreiða í búðinni. Hún var ein af meginstoðunum í upp- vexti mínum og leitaði ég til henn- ar með stórt og smátt. Þannig var hún minn helsti ráðgjafi þegar að matseld kom og einnig voru þau Hemmi fljót að tölvuvæðast og voru margar af fyrstu tölvuunnu ritgerðum mínum skrifaðar með leiðsögn þeirra. Frænka var ein- staklega barngóð og naut þess að eiga samskipti við börn. Dætrum mínum fylgdist hún vel með og er ég þakklát fyrir að þær þekktu hana vel og lærðu af samskiptum sínum við hana. Þær eiga ekki langömmur á lífi en hafa gjarnan sagt að þær eigi gömlu Uddu frænku. Hjartans frænka hefur verið veik í mörg ár og hafa þau veikindi haft mikil áhrif á líðan hennar og dregið úr henni orku. Hún sýndi manni þó alltaf sama áhugann og umhyggjuna og átti maður alltaf víst hlýtt faðmlag og koss á kinn þegar maður hitti hana. Í veikindum síðustu mán- uðina komu styrkleikar hennar í ljós. Hún hélt reisn sinni og glettni og hélt áfram að vera hughreyst- andi og hvetjandi. Ég er þakkát fyrir að hafa átt margar góðar stundir með henni síðustu mánuði. Væntumþykju og umhyggju frænku átti ég vísa og frá fyrstu tíð og er það ómetanlegt að eiga svo margar góðar minningar um hana. Elsku Hemmi, þið voruð sam- hent og samstillt og þú hefur verið frænku einstakur og hugsað um hana af alúð og umhyggju. Þinn missir og fjölskyldunnar allrar er mikill. Við Sævar, Freyja og Katla sendum ykkur samúðarkveðjur. Minningar um einstaka konu munu lifa meðal okkar og kalla fram hlýju í hjarta og bros á vör. Svo undur bjart, svo undur hlýtt var umhverfis þig, eins og fegurð vors, eins og fjallablær væri í fylgd með þér. (Sigríður Einarsdóttir) Elsku Udda frænka, ég kveð þig með virðingu og söknuði. Þín Auður. Það er komið að kveðjustund. Á slíkri stundu er þakklæti til þeirrar sem hér er kvödd efst í huga. Við þökkum samveruna og árin í Víðihvamminum. Það litla og skemmtilega samfélag sem þar var mótaði æskuárin. Í minningunni er stöðugt sólskin og leikir en sorgin knúði þar dyra líka. Við systkinin minnumst skemmtilegrar samveru og ferðalaga með Auði, Hermanni og þeirra börnum og okkur systr- um eru sérstaklega minnisstæðar ferðirnar á Reykjalund til Hlínar og Árna. Þær voru ævintýri lík- astar og okkur tekið með kostum og kynjum af þeim sæmdarhjón- um. Við þökkum vináttuna við for- eldra okkar, hún var þeim afar mikils virði. Ævintýrið með stofn- un Emblunnar er einnig í fersku minni og öll þau ár sem á eftir komu en Auður og mamma ráku saman og unnu hlið við hlið í versl- uninni í 30 ár og settu svip sinn á bæjarfélagið okkar. Eiginmennirn- ir studdu þær með ráðum og dáð og við krakkarnir fengum að taka virkan þátt í verslunarrekstrinum og stigum þar okkar fyrstu skref á vinnumarkaðinum. Öll ferðalögin, sem farið var í bæði innanlands og utan voru foreldrum okkar einnig dýrmæt og ógleymanleg. Við þökkum Auði alla vináttu og elsku í okkar garð á liðnum árum. Við systkinin og móðir okkar kveðjum hana með virðingu og þökk fyrir allt og allt og sendum Hermanni, börnum þeirra og fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðj- ur. Eyjólfur, Sigrún og Sólveig Reynisbörn. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Elsku Ásgeir afi okkar. Þú varst alveg ein- staklega góður, rólegur, yfirvegaður og virðulegur maður en umfram allt yndislegur afi. Við höfum svo margt að þakka þér fyrir og þú kenndir okk- ur ófáa hlutina um lífið og tilveruna. Þú elskaðir okkur af öllu hjarta og studdir okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú og amma hafið alltaf verið okk- ur til halds og trausts og nutum við þeirra forréttinda að fá að hafa ykkur mikið hjá okkur þegar við vorum yngri og fengum við því að kynnast ykkur báðum svo ótrúlega vel. Við er- um svo þakklátar fyrir allar minning- arnar með þér bæði úr Aðalvíkinni og í gegnum tíðina. Þegar við komum í heimsókn til þín þá fundum við fyrir svo mikilli hlýju enda vildir þú helst að við settumst í kjöltuna þína, sama hversu stórar við vorum orðnar. Það skipti engu máli hversu gamlar við vorum orðnar, við vorum alltaf krúsurnar hans afa. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þig, afi okkar, og við söknum þín af öllu hjarta. Krúsurnar hans afa, Rakel, Guðríður Harpa og Brynja. Ásgeir Jónsson ✝ Ásgeir Jónssonfæddist á Sæbóli í Aðalvík 7. desember 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi hinn 29. september síðastlið- inn. Útför Ásgeirs fór fram frá Vídal- ínskirkju 8. október 2010. Afi okkar, Ásgeir Jónsson, er látinn. Það er auðvitað margt sem kemur upp í hugann á slíkri stundu. Góðar minningar frá myndar- legu heimili á Hátröð, heimsóknir á Þorláks- messu til ömmu og afa í skóbúðina og það hvernig hann lifnaði við að heyra góða tónlist. En það er varla hægt að minnast afa án þess að tala um Aðal- vík. Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að heim- sækja þessar bernskuslóðir hans allt frá blautu barnsbeini. Það hefur mót- að okkur á margan hátt. Þangað höf- um við sótt í yndislega náttúru, en ekki síður í fólkið sem þar ólst upp. Á hverjum bæ var samheldið, duglegt, lífsglatt og kraftmikið fólk sem gæddi víkina lífi. Afi var einn af þessu fólki. Hann var frumkvöðull, duglegur að gera það sem hann dreymdi um og reffilegur með hattinn sinn. Honum var annt um fólkið sitt. Og hann var húmoristi, jafnvel kaldhæðinn á stundum. En nú hefur hann fengið frið. Ætli hann sé ekki bara kominn í Aðalvík- ina á björtum sumardegi. Hafi læðst út fyrir allar aldir, lagst milli þúfna, hlustað á kyrrðina, fuglasöng og tófu- gaggið og sofnað aftur. Það er topp- urinn. Afi skilur nú eftir sig stóran hóp af- komenda, ættingja og vina sem ylja sér við minningar um höfðingja. Ömmu, sem hugsaði ávallt svo vel um hann, sendum við okkar hlýjustu strauma og dýpstu samúðarkveðjur. Heimir, Viðar og Elfa Björk. ✝ Hjartans þakkir eru færðar öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, SIGURBJARGAR BJÖRGVINSDÓTTUR, áður Þórsgötu 21a. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sunnuhíðar fyrir ljúft og hlýlegt viðmót og frábæra umönnun. Stefán Hermanns. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI SIGURÐSSON frá Hjarðarási, við Kópasker, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 15. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. október kl. 15.00. Sigurður Árnason, Bryndís Alda Jónsdóttir, Ingunn Árnadóttir, Sighvatur Arnarsson, Helgi Árnason, Sigurlína Jóhannesdóttir, Daníel Árnason, Sigurhanna Sigfúsdóttir, Gylfi Árnason, Guðrún Vala Elísdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur frændi okkar, HÖRÐUR JÓNSSON, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 15. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 22. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Svanborg Eyþórsdóttir. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, ÞÓRHALLUR DANÍELSSON, lést að morgni laugardagsins 16. október á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar. Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 30. október kl. 11.00. Sigurður Gunnar Daníelsson, Soffía Svava Daníelsdóttir, Birgir Guðjónsson, Ingibjörg Daníelsdóttir og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra er sýnduð okkur samúð, hlýhug og vinarþel vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, sonar, tengda- sonar, bróður, mágs og frænda, AÐALSTEINS TÓMASAR FRIÐJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til íþróttafélagsins Akurs, Lionsklúbbs kvenna á Dalvík og fjölskyldunnar á Hólabæ í Langadal. Til allra þeirra sem veittu okkur stuðning og hjálp, Guð blessi ykkur öll. Kolbrún Sigurðardóttir, Ragna Aðalsteinsdóttir, Björg Pétursdóttir, Sigurður Kristinsson, Anna Dís og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur okkar, SVEINN VIÐAR STEFÁNSSON, Akurgerði 46, lést sunnudaginn 17. október. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður Brynjúlfsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.