Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 8
FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Talsmenn Sjómannasambands Ís- lands og Félags skipstjórnarmanna segja að hugmynd Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um leigugjald á tilteknum fisktegundum sé út í hött, á móti lögum og stefni samningum í uppnám. „Við erum alfarið á móti allri fram- leigu á kvóta,“ segir Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um yfirlýsingu Jóns Bjarna- sonar sjávarútvegsráðherra þess efnis að hann ætli að úthluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og íslenskri sumargotssíld til skipa ut- an aflamarks og gegn sérstöku gjaldi. Eitt helsta baráttumálið Sævar segir Sjómannasambandið leggjast gegn allri leigu á kvóta „vegna þess að karlarnir okkar eru látnir borga leigugjald til þeirra sem eru handhafar kvótans hverju sinni“. Hann segir að frá 1992 hafi eitt helsta baráttumál Sjómannasambandsins verið að koma í veg fyrir leigubrask með kvóta og skipti þá engu hvort rík- ið eða útgerðarmenn eigi hlut að máli. Hins vegar verði menn að bíða átekta og sjá hvað gerist því á þessari stundu viti enginn hvað ráðherra hafi mikið magn í huga, hvar eigi að taka kvótann, hvort þetta verði viðbót- arkvóti eða yfir höfuð hvort þetta verði að veruleika. Í gildi séu lög í landinu sem banni að sjómenn séu látnir taka þátt í kaupum á aflaheim- ildum, en enginn hafi farið eftir þeim. Komi þessi leiga til sé bara verið að bæta gráu ofan á svart. „Ég vona bara að það verði ekkert úr þessu,“ segir hann. Útfærsla á fyrningarleið Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, tekur í sama streng. Hann segir ekkert að marka ráðherrann sem hafi í vitna viðurvist lýst sig andsnúinn fyrningarleiðinni, en þetta útspil væri ekkert annað en þessir háu herrar haldi að vanir sjó- menn standi í hópum á hliðarlínunni tilbúnir að taka við en það er langur vegur frá því að svo sé.“ Kjörin skert Árni bendir á að engir kjarasamn- ingar séu til fyrir sjómenn á smábát- um og á því þurfi að taka, en hug- myndir ráðherra séu sem olía á eld. Verði þessi hugmynd að veruleika sé verið að skerða kjör sjómanna og ann- arra stétta launafólks sem byggja á sjávarútvegi. „Það er verið að ganga í augun á þeim sem minnst þekkja til sjávar- útvegs á Íslandi og telja sjálfgefið að þeir eigi að fá sinn skerf af auðlinda- rentunni fyrir það eitt að vera Íslend- ingar, þótt þeir hafi varla komið niður á bryggju, hvað þá út á sjó,“ segir hann og vísar einkum til liðs í 101 Reykjavík. „Það gengur ekki að allir geti verið leigubílstjórar þótt þeir eigi bíl og að sama skapi geta ekki allir veitt úr takmarkaðri auðlind. Þetta er einfaldlega staðreynd sem ekki verður horft framhjá hvað sem öðru líður.“ Samningar í uppnámi  Félag skipstjórnarmanna og Sjómannasamband Íslands leggjast gegn hug- myndum ráðherra um að leigja út aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og síld Morgunblaðið/Alfons Netaveiðar Þegar netin eru bunkuð af golþorski þurfa handtökin að vera eldsnör svo hægt sé að leggja netin aftur. ákveðin útfærsla á henni. „Ég sé ekki hvernig við eigum að ljúka kjarasamningi, þegar allar for- sendur eru einhvers staðar úti í mó- um,“ segir hann, en samningar eru lausir um áramót. Þetta, í viðbót við afnám sjómannaafsláttarins, geti hreinlega leitt til þess að sjómenn fari í verkfall, að sögn Árna. „Þetta kippir grundvellinum undan því að við getum samið,“ segir hann. Uppgjör verði könnuð Skötuselsfrumvarpið fór illa í við- mælendur og Árni segir að ekki hafi komið fram hvort sjómenn hafi í þeim tilvikum verið látnir taka þátt í kostn- aði vegna kvótaleigunnar. Hann segist vera búinn að óska eftir því við Verð- lagsstofu að uppgjör viðkomandi út- gerða verði könnuð. Eitt stærsta bar- áttumál sjómannasamtakanna hafi um árabil verið að reyna að koma í veg fyrir að sjómenn yrðu látnir taka þátt í kvótaleigu en stöðugt kæmu fram til- vik þar sem traðkað væri á mönnum í því efni. „Maður hefur á tilfinningunni að 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Bankarnir sem reistir voru á rúst-um hinna gömlu hafa ekki fót- að sig á veg til framtíðarinnar. Þeir fela sig á bak við „bankaleynd“ þeg- ar engin efni eru til slíks. Þeir mis- muna fólki og hafa reynst sér- staklega hallir undir þá sem ekki er hægt að deila um að réðu mestu um að íslenska bankakerfið hrundi. Engin heilbrigð skýring getur verið til á því. Um hina óheilbrigðu skýr- ingu verður að upplýsa. Þar gildir engin bankaleynd.    Páll Vilhjámssonskrifar: „Lands- bankinn er ríkis- banki og ætlað að vera hornsteinn í endurreistu atvinnu- lífi. Fréttatilkynning um að bankinn hafi fylgt verklagsreglum í afskriftum skulda Nónu ehf. gefur til kynna að bankinn taki hlutverk sitt alvarlega.    Landsbankinn endurskoðar vænt-anlega viðskipti sín við Jón Ás- geir Jóhannesson, fyrrum Baugs- stjóra, í samræmi við vilja til að þjóna almannahagsmunum en stunda ekki samfélagslegt hryðju- verk.    Landsbankinn veitti Jóni Ásgeiriheimild til að stjórna áfram fjölmiðlaveldinu sem kennt er við 365-miðla en það hefur hann mis- kunnarlaust notað til að fegra mál- stað auðmanna og hrunvalda og draga fjöður yfir óhæfuna sem við- gekkst á útrásarárum.    Samkvæmt skilgreiningu níðistLandsbankinn á almenningi á meðan bankinn leyfir að Jón Ásgeir og fjölskylda fari með yfirráðin yfir 365-miðlum.“    Landsbankinn verður að gerahreint. Hver er óheilbrigða skýringin? Páll Vilhjálmsson Landsbankinn skuldar svör STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 léttskýjað Bolungarvík 3 heiðskírt Akureyri 4 léttskýjað Egilsstaðir 1 snjóél Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað Nuuk 12 skýjað Þórshöfn 1 snjókoma Ósló 6 skúrir Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Stokkhólmur 7 skúrir Helsinki 5 skúrir Lúxemborg 7 heiðskírt Brussel 10 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 8 léttskýjað London 8 skýjað París 12 skýjað Amsterdam 8 skúrir Hamborg 10 léttskýjað Berlín 7 skúrir Vín 10 skýjað Moskva 1 heiðskírt Algarve 21 heiðskírt Madríd 21 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 17 heiðskírt Róm 17 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 7 skýjað Montreal 8 skýjað New York 12 alskýjað Chicago 12 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:34 17:52 ÍSAFJÖRÐUR 8:47 17:49 SIGLUFJÖRÐUR 8:30 17:32 DJÚPIVOGUR 8:05 17:20 Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda fyrir helgi var harðlega mótmælt þeirri fyr- irætlun sjávarútvegsráðherra að úthluta auknum þorsk- og ýsukvóta með því að leigja hann út líkt og gert var með skötusel. Fundurinn krafðist þess að auknum heimildum yrði út- hlutað til núverandi handhafa veiðiheimilda enda hefðu þeir þurft að þola miklar skerðingar á undanförnum misserum og ár- um. Yrði ákvörðun ráðherra að veruleika myndu laun sjómanna lækka verulega og verið væri að kasta stríðshanska inn í grein- ina. Kröftug mótmæli SMÁBÁTAEIGENDUR ÆFIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.