Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talsvert fleiri íbúar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra taka þátt í rekstrarkostnaði heimilanna nú en fyrir þremur árum. Hámarks- greiðsluþátttaka er meira en 70.000 krónum hærri en árið 2007. Á sama tíma hefur öldrunarrýmum fækkað um rúmlega 350. Álíka margir íbúar öldrunarstofn- ana greiða hámarksgjald fyrir dvöl- ina nú og fyrir þremur árum, en gjaldið hefur hækkað umtalsvert. Í júlí síðastliðnum greiddu 39 vist- menn hámarksgreiðslu, sem er tæp- ar 282.000 krónur á mánuði. Árið 2007 var þetta hámarksgjald greitt af 38 íbúum hjúkrunar- og vistheim- ila, en þá var það talsvert lægra, eða um 210.000 krónur. Í júlí í ár var kostnaðarþátttaka íbúa á öldr- unarstofnunum samtals um 99 millj- ónir. Sé gert ráð fyrir að hún sé svip- uð alla mánuði ársins gæti upphæðin á ári verið um 1,2 milljarðar. Yfir 16% borga yfir 100.000 Þeim sem eru í næsthæsta gjalda- flokknum hefur fjölgað mikið frá ágúst 2007. Þá greiddu tveir vist- menn öldrunarstofnana upphæð, sem þá var á bilinu 200.001 – 210.178 krónur. Í júlí í ár greiddu 74 vist- menn gjald í þessum flokki, en það hefur hækkað verulega og er nú á bilinu 200.001 – 281.870 krónur. Það sama á sér stað í næsta gjald- flokki fyrir neðan, sem er á bilinu 100.001 – 200.000 krónur. 141 vist- maður greiddi þessa upphæð í ágúst 2007, en 264 í júlí 2010. Þegar þrír hæstu gjaldaflokkarnir eru lagðir saman kemur í ljós að nú greiða yfir 16% íbúa öldrunarheimila yfir 100.000 krónur í mánaðarlegan dval- arkostnað úr eigin vasa. Sambæri- legur fjöldi árið 2007 var rúm 5%. Færri borga ekki neitt Árið 2007 greiddu 203 eða 7,5% vistmanna á öldrunarheimilum 50.001 – 100.000 krónur í mán- aðarlegt dvalargjald. Í ár var talan komin upp í 305 sem eru 13%. Vist- menn í næstlægsta gjaldaflokknum, sem er 1000 – 50.000 krónur, voru 568 eða um 24% í júlí í ár, en árið 2007 voru þeir 476 eða um 17%. Enn tekur þó stór hluti íbúanna ekki þátt í greiðslunni, en þeim hefur samt fækkað mikið. Um 47% allra þeirra sem dvöldu á öldrunarstofn- unum í júlí síðastliðnum greiddu engan dvalarkostnað. Hlutfall þeirra hefur lækkað jafnt og þétt frá árinu 2007, en þá var það 68%. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dvalar- og hjúkrunarheimilum dag- gjöld. Daggjöld eiga að borga fæði, umönnun, læknisþjónustu og lyf. Gjaldið er 9.267 krónur á dag vegna íbúa á dvalarheimilum, sem eru um 287.000 á mánuði. Samsvarandi greiðsla Tryggingastofnunar vegna íbúa á hjúkrunarheimilum er á bilinu 558.000 til 691.000 á mánuði, það fer eftir þörf fyrir hjúkrun og umönnun. Greiðsluþátttaka yfir 65.005 kr Á vef Tryggingastofnunar ríkisins segir að þátttaka íbúa í kostnaði á öldrunarheimilum sé tekjutengd og reiknuð út á grundvelli tekjuáætl- unar. Nemi mánaðartekjur íbúa yfir 65.005 kr á mánuði eftir skatt, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. Greiðsluþátttaka fer þó aldrei yfir hámarkið, sem nú er 281.871 króna. Viðkomandi heimili innheimtir hlut íbúa í dvalargjaldinu. Að lokinni álagningu skatt- yfirvalda ár hvert, er greiðsluþátt- takan gerð upp hjá íbúunum. Þá eru bornar saman þær tekjur á tekju- áætlun sem þátttakan var reiknuð út frá og endanlegar tekjuupplýsingar í skattframtali. Tryggingastofnun gerir þátttökuna upp við heimilin sem sjá svo um að gera upp við íbúa. Ef í ljós kemur að þátttakan var of lág, innheimtir heimilið það sem vantar upp á. Komi hins vegar í ljós að þátttakan var of há, endurgreiðir heimilið inneignina. Fjármagnstekjur nú sýnilegar Þessa miklu aukningu í kostn- aðarþátttöku aldraðra virðist helst vera hægt að skýra með fjármagns- tekjum íbúanna, en frá því að banka- leynd var aflétt árið 2009 urðu þær sýnilegar. „Þetta er helsta skýr- ingin,“ segir Þorgerður Ragn- arsdóttir, framkvæmdastjóri hjá TR. „En aukin lífeyrissjóðseign hef- ur hugsanlega líka áhrif á greiðslu- þátttökuna.“ Á síðasta ári ofgreiddi Trygg- ingastofnun um 3,3 milljarða króna vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Að sögn Þorgerðar voru um 20-30 milljónir af þeirri upphæð vegna bú- setu í dvalarrýmum. Á sama tíma hefur plássum á öldr- unarstofnunum fækkað. Í ágúst 2007 voru 2690 hjúkrunar- og dvalarrými á landinu, nú eru þau 2338. Þetta er einkum til komið vegna breytinga á vistunarmati, en einnig hefur hjúkr- unarrýmum fækkað við að fjölbýlum hefur verið breytt í einbýli. Borga 100 milljónir á mánuði  Einn af hverjum sex íbúum öldrunarstofnana greiðir meira en 100.000 krónur á mánuði í dvalargjöld  Hámarksgreiðsluþátttaka hefur hækkað um 72.000 krónur á þremur árum  Rýmum hefur fækkað Morgunblaðið/Kristinn. Borga Undanfarin ár hefur greiðsluþátttaka aldraðra í kostnaði við dvöl á öldrunarstofnunum aukist jafn og þétt. Peningar undir kodda » Í ágúst 2007 tóku 860 íbúar á öldrunarstofnunum þátt í rekstrarkostnaði, þeir voru 1250 í júlí síðast- liðnum. Á sama tíma hefur öldrunarrýmum fækkað um 350. » Árið 2007 tóku 68% allra þeirra sem dvöldu á öldr- unarstofnunum engan þátt í rekstrarkostnaði. Í júlí síð- astliðnum var þetta hlutfall komið niður í 47%. » Bankainnistæður hafa ekki áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun. Aftur á móti hafa fjármagnstekjur eða vextir, sem myndast af innistæðunni, áhrif. » Dæmi eru um að eldra fólk taki fé sitt út af banka- reikningum og setji það í bankahólf til að losna undan endurgreiðslukröfu Trygg- ingastofnunar vegna fjár- magnstekna. Kostnaðarþátttaka vistmanna í rekstri hjúkrunar- og dvalarrýma í ágúst 2007 og júlí 2010 Tölurnar sýna hlutfall af öllum íbúum hjúkrunar- og dvalarheimila Ágúst 2007 Júlí 2010 0 kr. 1.000-50.000 kr. 50.001- 100.000 kr. 100.001- 200.000 kr. 200.001 kr. og meira 68% 17,5% 7,5% 5,5% 1,5% 47% 24% 13% 11% 5% Upplýsingar: Tryggingastofnun ríkisins 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 „Þetta er auðvit- að mjög róttækt en í samræmi við þá nýtingar- stefnu sem við höfum samið um að fara eftir,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, um samdrátt í veið- um á kolmunna á næsta ári. Samningi um kolmunnaveiðar í N-Atlantshafi lauk í gær og voru niðurstöðurnar þær að tæplega sjö þúsund tonn koma í hlut íslenskra veiðiskipa á næsta ári í stað tæplega níutíu þúsund tonna á þessu ári. Farið var að ráðgjöf Alþjóða haf- rannsóknaráðsins (ICES) sem lagði til að heildarafli kolmunna á næsta ári yrði um 40 þúsund tonn, en í ár er miðað við 540 þúsund tonn. Hrygningarstofn kolmunna er tal- inn undir varúðarmörkum, eins og áður hefur verið greint frá í blaðinu. Áætlað útflutningsverðmæti kol- munnafurða er í ár áætlað um fjórir milljarðar króna. Miðað við þá fáu kolmunnatúra sem íslensk skip mega fara í á næsta ári gæti verð- mætið orðið 3-400 milljónir. Rætt um síldveiðar í dag Í dag verður samningafundur um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum. Þar leggur ICES til að heild- arafli minnki úr 1.600 þúsund tonn- um í tæplega milljón tonn. Í hlut Íslands kæmu 143 þúsund tonn á næsta ári í stað 215 þúsund tonna á þessu ári miðað við sömu skipti- reglu. Róttækur sam- dráttur í veiðum  Leyft að veiða 7.000 tonn af kolmunna Friðrik J. Arngrímsson Á fundi Jóns Bjarnasonar sjáv- arútvegs- og land- búnaðarráðherra í Reykjavík í gær með hópi fyrrver- andi Evrópuþing- manna fóru fram mjög hrein- skiptnar og góðar umræður, segir í frétt frá ráðuneyt- inu. Þar kemur fram að ráðherra hafi greint frá afstöðu sinni og síns flokks til málsins. „Þær upplýsingar að mjög skiptar skoðanir væru bæði innan ríkis- stjórnar og Alþingis um aðildarum- sóknina komu sumum gestanna mjög á óvart. Spurðu þeir mjög út í það hvernig hægt væri að vinna að aðildarsamningi við slíkar kringum- stæður,“ segir í frétt ráðuneytisins. Ráðherra ítrekaði að það væri Al- þingi sem hefði samþykkt að senda inn umsókn um aðild að ESB og jafnframt sett mjög skýrar línur um þær umræður og meginhagsmuni Íslands, sem ekki mætti víkja frá. Spurt var hvernig hægt væri að vinna að aðildarsamningi Jón Bjarnason www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.