Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 ✝ Guðfinna Jóns-dóttir fæddist 2.4. 1926 á Reykjanesi á Ströndum. Hún lést á líknardeild Landspít- alans 30. ágúst 2010. Foreldrar Guðfinnu voru Jón Jónsson, f. 28.11. 1891, d. 1.6. 1954, og Róselija Jón- ína Guðjónsdóttir, f. 20.4. 1880, d. 14.11. 1968. Guðfinna átti tvo bræður, Guð- mund Trausta Jóns- son, f. 7.4. 1923, d. 24.10. 1990, og Helga Jónsson, f. 12.3. 1930. Guðfinna fluttist til Reykjavíkur árið 1959 og bjó með bræðrum sínum. Guðfinnu varð ekki barna auðið. Guð- finna var ljósmóðir og vann við það fram til ársins 1991. Útför Guðfinnu fór fram frá Digra- neskirkju 10. sept- ember 2010. Guðfinna frænka kvaddi þennan heim 30. ágúst sl. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar. Guðfinna var mann- eskja sem átti aldrei í útistöðum við einn eða neinn, engin átök né leiðindi voru í hennar lífi og svona einstakar sálir eru fyrirmynd og kennarar á þessari jörð. Guðfinna var manneskja sem ekki bar tilfinningar sínar á torg, hún var staðföst, rökföst og tók lífinu með stóískri ró. Guðfinna var ljósmóðir og tók í gegn um tíðina þar af leið- andi þátt í gleði annarra þegar barn fæðist á þessa jörð. Sjálf átti Guð- finna engin börn. Ég man það þegar ég var að eiga mitt fyrsta barn fyrir mörgum árum síðan, þá var hún ljósmóðir á Land- spítalanum. Ég heimtaði hana í tíma og ótíma og alltaf kom hún og studdi mig í þeim erfiðleikum sem ég átti í með brjóstagjöf. Hún hló oft að mér og gerðum við góðlátlegt grín að því hversu mikil óhemja ég gat verið og þá sagði ég við hana „Já, þetta er Reykjanesskapið að vestan“. Ég bjó lengi í Kópavogi eins og hún og oft kom hún við á Digranes- veginum að fylgjast með hvernig gengi með barnið og ég man hvað mér leið vel að eiga hana að. Verst var að á seinni árum var ekki mikið samband á milli okkar og áður en maður veit af er allt í einu líf- ið búið. Ég hitti Guðfinnu síðast við jarðarför móður minnar í apríl sl. Ekki var að sjá á henni að hún væri veik, hún var náttúrulega ekki að kvarta eða kveina yfir einu né neinu. Guðfinna bjó með bræðrum sínum alla tíð. Þau áttu fallegt heimili sem gott var að koma á. Guðmundur heit- inn bróðir Guðfinnu dó fyrir allmörg- um árum en Helgi er eftirlifandi bróðir hennar. Ég votta þér, Helgi minn, mína dýpstu samúð og ég veit að þú hefur misst mikið en minning- arnar lifa, fallegar minningar um einstaka konu sem allir báru virð- ingu fyrir. Guð blessi minningu hennar. Megir þú, Guðfinna mín, hvíla í friði. Þín frænka, María Haraldsdóttir. Guðfinna Jónsdóttir Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Þessi vísa úr Hávamálum kemur mér í hug þegar ég minnist Jóhönnu G. Jónsdóttur, sem lést 1. október eftir langvarandi og erfið veikindi. Hanna kynntist eigninkonu minni, Kristínu Friðriksdóttur, í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík og héldu þær síðan nánu vináttusam- bandi í áratugi, sem reyndist þeim og fjölskyldum þeirra heilladrjúgt veganesti á lífsbrautinni. Vináttutengslin við fjölskyldu Hönnu og Sverris í Brúnalandinu voru eins og órjúfanlegur sáttmáli sem aldrei bar skugga á. Hanna var einstök manneskja, hógvær, Jóhanna Guðfinna Jónsdóttir ✝ Jóhanna GuðfinnaJónsdóttir fæddist á Finnbogastöðum í Árneshreppi í Strandasýslu 6. nóv- ember 1934. Hún lést 1. október síðastlið- inn. Útför Jóhönnu fór fram frá Bústaða- kirkju 12. október 2010. hjartahlý og réttsýn, alltaf reiðubúin til að rétta öðrum hjálpar- hönd og styðja þá sem minna máttu sín. Hún bjó manni sín- um og fjórum börnum þeirra glæsilegt heim- ili þar sem smekkvísi, atorka og velvilji ein- kendi heimilisbraginn. Þar nutu allir öryggis og velsældar – öllum var tekið opnum örm- um og einkum voru barnabörnin aufúsugestir og áttu þau alltaf athvarf hjá afa og ömmu. Fjölmargir vinir og vandamenn nutu gestrisni og ánægjulegra sam- verustunda í heimilisboðum þar sem gleði og góðvild réð ríkjum. Veiting- ar voru eins og á lúxushóteli. Hús- bóndinn sá um vínið og húsfrúin um matinn og þar sannaðist hið forn- kveðna að „smekkurinn sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber“. Ávallt fóru allir mettir og sælir frá veislu- borðum í Brúnalandinu. Margt kemur upp í hugann þegar maður rifjar upp samskiptin við Hönnu og Sverri. Sameiginleg bú- drýgindi eins og sláturgerð, berja- stínsla og sultugerð og önnur heim- ilisiðja þar sem vinkonurnar réðu ríkjum og við nutum afraksturins. Sumarbústardvöl í Skorradalnum, ferðir um æskuslóðir á Vestfjörðum eða á Hornstrandir, í Lónsöræfin og Þórsmörkina. Einnig ferðalög til Spánar, Ítalíu og Mið-Evrópu þar sem Sverrir var í bílstjórahlutverkinu og kom okkur alltaf á leiðarenda. Þetta voru góðir dagar fyrir sam- stilltan hóp. En nú er kveðjustundin upp runn- inn. Hanna hefur kvatt þennan heim. Við þökkum henni samveruna og hjartahlýjuna sem henni fylgdi. Með söknuði í hjarta sendum við Sverri, sonum hans og dóttur Óskari, Jóni Sverri, Helga og Sig- ríði Rögnu, tengdadætrum, tengdasyni og barnabörnum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Valdimar Hergeirsson og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA Elsku Hanna. Það er erfitt að kveðja þig, þú varst yndisleg vinkona. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þér fyrir rúmri hálfri öld þegar við vor- um saman í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Sú vinátta hefur haldist síðan. Þú varst mikil kona og móðir. Eiginmaður, börn, tengdabörn, barnabörn og langömmustrákur voru þér allt. Ég votta þeim öllum samúð mína og bið góðan Guð að vera með þeim á erfiðum tímum. Minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Sólrún Aspar Elíasdóttir (Dódó). Fyrri hluti deildakeppninnar um helgina Iceland Express-deildakeppni verður spiluð helgina 23.-24. október og seinni umferðin 20.-21. nóvember. Byrjað er að spila á laugardeginum kl. 11 og á sunnudeginum kl. 10. Deildameistarar frá árinu 2009 eru þeir félagar í sveit H.F. Verðbréfa (Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Jón Baldursson, Steinar Jónsson, Sverrir Ármannsson og Þor- lákur Jónsson). Sveitirnar eruð beðnar að skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 21.október. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 15. október var spilað á 17 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 369 Friðrik Hermannss. – Bragi Björnss. 366 Björn Árnason – Kristófer Magnúss. 349 Albert Þorsteinss. – Auðunn Guðmss. 332 A/V Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 395 Örn Einarsson – Bragi Bjarnason 392 Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 379 Knútur Björnss. – Oddur Halldórsson 373 Alltaf sama fjörið í Gullsmáranum Metþátttaka var í Gullsmára mánudaginn 18. október. Spilað var á 17 borðum (það skal tekið fram að 215 spilarar eru skráðir í gagnasafn fé- lagsins). Úrslit í N/S: Jón Stefánsson - Guðlaugur Nielsen 332 Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss. 318 Lilja Kristjánsd. - Þórður Jörundss. 284 Oddur Jónsson - Katarínus Jónss. 283 A/V: Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 377 Björn Árnason - Auðunn R.Guðmss. 341 Jón Hanness. - Samúel Guðmundss. 302 Ásgrímur Aðalst. - Bragi Bjarnason 298 Og minnt er á að sveitakeppni fé- lagsins hefst mánudaginn 1. nóvem- ber. Frank Guðmundsson Íslandsmeistari í einmenningi Frank Guðmundsson sigraði í Ís- landsmótinu í einmenningi sem fram fór um sl. helgi. 56 spilarar tóku þátt í mótinu sem var spilað í þremur lotum. Þetta er að sögn skemmtilegt mót þar sem allir keppendur þurfa að spila sama kerfið. Í 2. sæti varð Hrafnhildur Skúla- dóttir og í þriðja sæti Gunnlaugur Sævarsson. Hrólfur Hjaltason varð fjórði og Hermann Friðriksson fimmti. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Frank Guðmundsson Elsku Bergþór. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt og allt. Þín systir Inga og Ólafur. Það var á þessu hausti þar sem náttúran skartaði sínum fegurstu lit- um, að mágur og kær vinur Beggi Long eins og við kölluðum hann kvaddi. Hann hafði ákveðið að fara með okkur hjónunum í ferðalag til Jóhannes Bergþór Long ✝ Jóhannes Berg-þór Long fæddist í Reykjavík 26. októ- ber 1949. Hann lést á heimili sínu 5. októ- ber 2010. Útför Jóhannesar var gerð frá Bústaða- kirkju 15. október 2010. Vegna mistaka í uppsetningu minning- argreina um Jóhann- es Bergþór sl. föstu- dag eru eftirfarandi greinar birtar aftur. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Florida og vera með mér á afmælisdegi mínum og hafði lagt mikið á sig til að geta það en skömmu fyrir brottför hrakaði hon- um það mikið að hann átti ekki kost á að fara með. Það var erfið stund þegar við kvöddum hann á spítalanum daginn sem við fórum en hann var búinn að stefna að þessu allt sumarið að komast í síðustu ferðina með okkur en við höf- um ferðast mikið saman í lífinu, hann og góð mágkona mín hún Jóna en hún lést úr sama illvíga sjúkdómi ár- ið 2007 og það er sárt að missa þetta góða fólk alltof snemma en þau verða með okkur í huga hvar og hvert sem förum. Ég kveð þig kæri mágur og vinur með þessu ljóði eftir Hákon Aðal- steinsson. Dökkur skuggi á daginn fellur, dimmir yfir landsbyggðina. Köldum hljómi klukkan gellur, kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda, aðstandendur setur hljóða. Kunningjarnir klökkir standa, komið skarð í hópinn góða. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem fellum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjumst núna, sjáumst aftur. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til móður hans Kristbjargar, dætra Berglindar, Írisar og Helen- ar, tengdasona og barnabarna. Guð blessi minningu hans. Viðar og Brynja. Þegar góðir vinir kveðja stendur tím- inn kyrr um stund og hugurinn leitar til baka yfir farinn veg. Kynni okkar Ólafs hófust fyrir tæpum þrjátíu árum þegar undirritaður ásamt fjöl- skyldu flutti í sama hús og Ólafur og hans fjölskylda bjuggu í. Þegar Ólafs er minnst er vart hægt að hugsa til hans án þess að nafn eiginkonu hans, Önnulísu, fylgi, svo nátengd voru þau á lífsgöngu sinni. Ólafur var til sjós mestalla sína Ólafur Feilan Marinósson ✝ Ólafur FeilanMarinósson fædd- ist í Reykjavík 13. nóvember 1933. Hann lést 29. september sl. Útför Ólafs var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 8. október 2010. starfsævi og vorum við samskipa í nokk- ur ár. Mér er svo minnisstætt á meðan við störfuðum saman hvað Ólafi var annt um fjölskyldu sína og talaði oft um hana. Sem bryti til sjós var Ólafur gæddur þeim hæfileika í ríkum mæli að geta siglt milli skers og báru í því starfi. Með æðruleysi og ljúfu geði leysti hann jafnan úr öllum vanda og reyndi að sinna öllu kvabbi, stóru og smáu, án þess nokkurn tíma að gera mannamun. Þegar góður vinur og fyrrver- andi samstarfsmaður er svo snögglega kvaddur er það harka- leg áminning um fallvaltleika lífs- ins og það, að hversu þróttmikill og stæltur sem reyrinn er þá fellur hann að lokum til jarðar. Þau örlög fær enginn umflúið. En við sem eftir stöndum geymum í hugarfylgsnum ljúfar minningar um góðan dreng og félaga sem leitaði fyrst að hinu jákvæða í hverju máli áður en hann kvað upp endanlegan dóm, sinnti skyldu- störfum af hógværð og festu og rétti hverjum hjálparhönd sem þess þurfti með. Því fylgja Ólafi hugheilar óskir um velfarnað á þeirri vegferð sem hann hefur nú lagt í. Ég og mín fjölskylda vottum Önnulísu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Guðmundur Kr. Þórðarson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.