Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kröfur sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskipti fyrnast á tveimur árum frá lokum skipta, verði boðað stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um fyrningu kröfuréttinda að lögum. „Þetta er gríðarleg réttarbót fyrir fólk sem lendir í þeirri ógæfu að verða gjaldþrota,“ segir Ögmund- ur Jónasson dómsmálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti frum- varpið á fundi sínum í gær. Það er nú í kostnaðarmati hjá fjár- málaráðuneytinu og verður síðan kynnt í öllum þingflokkum. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram í vikunni. Almennur fyrningarfrestur kröfu- réttinda er nú fjögur ár en lengri frestur í ýmsum tilvikum. Frest- urinn byrjar að líða þegar skiptum lýkur þegar um er að ræða kröfur sem ekki fást greiddar í gjald- þrotaskiptum. Þær falla niður þegar fyrningarfresti lýkur nema frest- urinn rofni, til dæmis vegna máls- höfðunar kröfuhafa sem þannig geta haldið kröfu sinni lengi til streitu. Þrengt að slitum fyrningar Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir því að kröfurnar falli niður að tveimur árum liðnum og ekki verði hægt að slíta fyrningunni nema í undantekningartilvikum. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins lúta þau að því ef kröfuhafi hefur sér- staka hagsmuni af því að rjúfa fyrn- inguna og getur sýnt fram á að lík- legt megi telja að hann fái kröfu sína greidda á nýjum fyrningartíma. Kröfuhafi þarf að leita til dómstóla með það. Þegar hagsmunir kröfu- hafa eru metnir er horft til þess af hvaða rót krafan er runnin. Sem dæmi er tekið að um geti verið að ræða kröfu á hendur þrotamanni sem til hefur orðið með saknæmri eða ámælisverðri háttsemi hans. „Í stað þess að vera hundelt og nánast ýtt utangarðs í samfélaginu á fólk þess kost að reisa sig við að nýju innan ekki allt of langs tíma,“ segir Ögmundur Jónasson og segir breyt- inguna einnig góða í efnahagslegu tilliti. „Þar með verður fólk fyrr fært um að taka að nýju þátt í samfélag- inu og efnahagslífinu.“. Lagabreytingin mun ekki breyta miklu um innheimtu skattkrafna rík- isins. Ríkið hefur haft þá stefnu í áratug að láta duga að gera árang- urslaus fjárnám fyrir kröfum sem ekki fást greiddar hjá eignalausu fólki. Þær afskrifast þá að fjórum ár- um liðnum, ef skuldarinn ekki greið- ir og ekkert annað kemur til. Árangurslausum fjárnámum hef- ur fjölgað mjög undanfarna mánuði eftir að kröfuhöfum var gert auð- veldara um vik að fá úrskurð um það. Sá sem óskar eftir gjald- þrotaskiptum þarf að leggja fram 250 þúsund króna tryggingu fyrir kostnaði við skiptin. Það er ástæða þess að innheimtumenn ríkissjóðs hættu að krefjast gjaldþrotaskipta, nema í undantekningartilvikum. Aft- ur á móti er algengt að ríkið krefjist gjaldþrotaskipta lögaðila enda er það forsenda afskriftar krafna. Kröfur falla niður eftir tvö ár  Stjórnarfrumvarp gerir ráð fyrir styttingu fyrningartíma krafna eftir gjaldþrot  Fólk fyrr fært um að taka að nýju þátt í samfélaginu, segir dómsmálaráðherra „[...]þannig að ekki sé verið að elta þá sem fara í gjaldþrot út yfir gröf og dauða.“ Jóhanna Sigurðardóttir Kuldalegt var um að litast í höfuðborginni í gær og snjókomu varð vart. Snjólínan í Esjunni virðist vera að skríða nær og nær og eflaust er þess ekki langt að bíða að veturinn gangi í garð, en fyrsti vetrar- dagur er á laugardag. Á aðfaranótt fimmtudags er spáð næturfrosti í borginni. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur hálku ekki orðið vart, en þar var í gær þurrt frost og grámi í fjöllum. Veðurstofan spáir éljum og svölu veðri á norðan- og austanverðu landinu út vikuna. Sunnanlands er búist við bjartara veðri fram yfir helgi. kjartan@mbl.is Grámi í fjöllum og vetur nálgast Morgunblaðið/Golli Sjö þingmenn VG, Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Hreyf- ingarinnar hafa lagt fram þings- ályktunartillögu á Alþingi um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort halda beri áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópu- sambandsins. Gert er ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningum til stjórnlaga- þings í nóvember. Í greinargerð með tillögunni segir að meirihluti alþingismanna endur- spegli ekki meirihluta þjóðarinnar í afstöðunni til aðildar að Evrópu- sambandinu. Sambandið geri ráð fyrir að eining sé meðal þings og ríkisstjórnar umsóknarþjóðar um aðildarumsókn en engri slíkri ein- ingu sé til að dreifa á Íslandi. Skoð- anakannanir sýni andstöðu almenn- ings við aðild og naumur og ósannfærandi þingmeirihluti sé fyr- ir henni. Þá sé ríkisstjórnin sjálf sundurþykk í afstöðunni til umsókn- ar og inngöngu. Ef áframhaldandi aðildarviðræð- ur verði samþykktar í þjóðarat- kvæði hafi stjórnvöld fengið skýrt umboð í hendur, ekki fyrr. Þingmenn fjögurra flokka Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutn- ingsmaður þingsályktunartillögunn- ar en einnig standa að tillögunni Ás- mundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, Hall- dóra Lóa Þorvaldsdóttir, varaþing- maður VG, Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen, þingmenn Sjálfstæð- isflokks, og Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks. kjartan@mbl.is Leggja til þjóðaratkvæða- greiðslu um ESB-viðræður Morgunblaðið/Ómar Tillaga Pétur Blöndal og Vigdís Hauksdóttir standa að tillögunni.  Sjö þingmenn leggja fram þingsályktunartillögu Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar samþykktu í gær að fela skrifstofustjóra borg- arstjóra að vera æðsti yfirmaður embættismanna borgarinnar, að borgarstjóra undanskildum. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins og VG lýstu yfir andstöðu við þessa breytingu og kröfðust þess að staðan yrði auglýst. Í samþykkt meirihlutans kemur fram að borgarstjóri var áður yf- irmaður átta sviðsstjóra, tíu skrif- stofustjóra og innri endurskoð- anda, auk aðstoðarmanns. Þá eru ótalin bein samskipti hans við yf- irmenn tíu fyrirtækja borgarinnar. Eftir breytinguna heyra allir æðstu embættismenn borgarinnar undir skrifstofustjórann, Regínu Ásvaldsdóttur, að undanskildum borgarlögmanni og innri endur- skoðanda. Fram kemur að þessi ráðstöfun er tímabundin og jafn- hliða verður skrifstofa borgar- stjóra efld í því skyni að styrkja stjórnun og samhæfingu í stjórn- kerfi borgarinnar. Þá muni Regína taka að sér verkstjórn í vinnu við heildarendurskoðun á stjórnkerfi borgarinnar, fyrir hönd borg- arstjóra. Óljós ábyrgð Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins og VG telja að meiri- hlutinn geti ekki breytt starfi borgarstjóra með þessum hætti, án ítarlegrar lýðræðislegrar um- ræðu. Vakin er athygli á því að í tillögunni séu engar línur lagðar varðandi verksvið, valdsvið og um- boð viðkomandi starfsmanns né heldur hver ábyrgð hans sé gagn- vart borgarráði. „Það sem er verst við þessa að- gerð er að hún færir í raun valdið fjær íbúum Reykjavíkur og nær kerfinu sjálfu. Það er ekki góð þróun, hvort sem hún er skil- greind sem tímabundin eða var- anleg,“ segir í bókun fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Skrifstofustjóri yfir embættismönnum  Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur segir að valdið sé fært fjær íbúum borgarinnar Friðrik Ó. Frið- riksson, formað- ur Hagsmuna- samtaka heimilanna, fagn- ar frumvarpinu ef það leiðir til fullnaðarfyrn- ingar krafna tveimur árum eftir gjaldþrot. Hann segir að ójafnvægi hafi verið milli skuldara og fjármálafyrirtækja sem hafi gengið fram af miklu ofríki. Það geti orðið raunverulegt val hjá fólki sem á í miklum fjárhags- kröggum að lýsa sig gjaldþrota. „Það á þá nýjan aðgöngumiða inn í samfélagið en er ekki neytt til að fela eigur sínar og stunda viðskipti í svarta hagkerfinu,“ segir Friðrik. Þá telur hann að breytingin kunni að stuðla að því að fjármálafyr- irtækin verði viljugri til að semja um kröfur sínar í stað þess að hóta gjaldþroti. Fjármálafyrirtækin verða viljugri til að semja Friðrik Ó. Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.