Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 –– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Jólahlaðborð á helstu veitingahúsum. Hvað er annað í boði en jólahlaðborð. Jólahlaðborð heima skemmtilegar uppskriftir. Fallega skreytt jólahlaðborð. Tónleikar og aðrar uppákomur. Ásamt full af spennandi efni. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um jólahlaðborð, tónleika og uppákomur föstudaginn 29. október 2010 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 25. október. JÓLAHLAÐBORÐ sérblað NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Nú hægt að fá sér- stakan engiferdrykk á Íslandi sem virkar vel á ýmsa kvilla hjá fólki og má þar helst nefna gigt, astma, mígreni, tíða- verki, flensu og háls- bólgu, sykurfíkn, bólg- ur, sogæðakerfið og ýmis húðvandamál. Þar að auki eykur drykk- urinn brennslu sam- kvæmt auglýsingu. Nýlega var einn- ig opnuð ný ísbúð þar sem hægt er að fá jógúrtís sem getur lækkað kólest- eról, styrkt ónæmiskerfið og stuðlað að heilbrigðum meltingarvegi. Í ann- arri ísbúð á höfuðborgarsvæðinu má einnig finna mjólkurhristing sem er góður fyrir sjónina. Allt eru þetta heilsufullyrðingar sem ekki eiga við rök að styðjast og eru þar að auki óleyfilegar. Af hverju er þetta látið viðgangast? Allt þar til í apríl á þessu ári voru hvers kyns heilsufullyrðingar á um- búðum, í auglýsingum eða kynningu matvara óleyfilegar nema framleið- endur hefðu fengið til þess sérstakt leyfi Matvælastofnunar (áður Um- hverfisstofnunar). Ný reglugerð sem fjallar um heilsufullyrðingar tók gildi á Íslandi 28. apríl síðastliðinn þar sem heilsufullyrðingar á umbúðum, í auglýsingum og kynningu matvara eru leyfðar að því gefnu að þær séu studdar vísindalegum rannsóknum sem sýni fram á þá virkni sem fullyrt er um. Eins verða allar heilsufullyrð- ingar að vera á sérstökum lista Evr- ópusambandsins yfir leyfðar fullyrð- ingar. Þori ég að fullyrða að ofangreindar heilsufullyrðingar eru ekki á lista sambandsins. Hver ætlar að stöðva þessa vitleysu? Hvað er bú- ið að selja mikið af þessum engifer- drykk á fölskum forsendum og hvert eiga menn að leita ef kólesterólið lækkar ekki þrátt fyrir að borðaður sé jógúrtís? Heilbrigðiseftirlitið á að sinna eftirliti með merkingum matvæla og þar með heilsufullyrð- ingum á umbúðum mat- væla sem og auglýsingu og kynningu á mat- vörum. Eftirlitið vinnur í umboði Matvælastofn- unar. Undirrituð sendi fyrir viku tölvupóst til Matvælastofnunar og óskaði eftir svörum við því hver bæri ábyrgð á því að reglugerð um heilsu- fullyrðingar yrði framfylgt en fátt varð um svör. Búið er að leggja í kostnað vegna þýðingar Evrópu- reglugerðarinnar og ef við, neyt- endur, eigum ekki að njóta góðs af því sem þar er sett fram þá finnst mér peningunum illa varið. Hvar er eftirlitið? Kæru framleiðendur og innflytj- endur matvæla. Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur vel reglugerðir um heilsufullyrðingar á umbúðum, í kynningu og auglýsingu matvæla. Þó er ég hrædd um að eina hvötin þurfi að vera sú að þið berið virðingu fyrir okkur neytendum, því litlar líkur verða að teljast á því að þið fáið eitt- hvert aðhald frá eftirlitsaðilum lands- ins. Drykkur sem virkar vel á ýmsa kvilla og ís sem lækkar kólesteról Eftir Ingibjörgu Gunnarsdóttur Ingibjörg Gunnarsdóttir » Fjöldinn allur af heilsufullyrðingum á umbúðum og í kynningu matvara hellist yfir þjóðina, fullyrðingar sem eru samkvæmt reglugerð óleyfilegar. Höfundur er prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Íslendingar treysta Evu Joly líklega best allra. Kannanir hafa sýnt útbreidda trú Ís- lendinga á heiðarleika hennar og dómgreind. Hún hefur eytt starfs- ævi sinni í að berjast gegn spillingu. Sökum starfa sinna hér á landi sem ráðgjafi sérstaks saksóknara þekkir hún vel íslenskar aðstæður, þarfir lands- manna og áhyggjur. Í því ljósi var athyglisvert að heyra hana spurða í Silfri Egils um hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Svar hennar var afdráttarlaust: „Já, Ísland á heima í Evrópu.“ Innan Evrópusambandsins væri hags- munum íslensku þjóðarinnar best borgið. Þess ber að geta, að Eva Joly situr á Evrópuþinginu. Hún þekkir því Evrópusambandið út í hörgul og veit hvað hún syngur um hagsmuni Íslendinga. Eva Joly hefur látið sig auðlinda- mál Íslendinga sérstaklega varða, eins og samstarf hennar og Bjarkar Guðmundsdóttur varðandi Magma sýndi. Hún veit því af beyg sumra Íslendinga um að aðild að Evrópu- sambandinu gæti veikt tök okkar á auðlindum. Í augum Evu Joly er það tóm firra að Evrópusambandið ásæl- ist auðlindir okkar og hún kallar það bábilju. Hún var glöggskyggn á þá stað- reynd, að þar sem efnahagslögsaga Íslendinga skarast ekki við lögsögur ESB-þjóðanna, myndu Íslendingar ná hagstæðum samningi um fisk- veiðar og sjávarútveg. Reglur Evr- ópusambandsins væru einfaldlega þannig. Þetta er hár- rétt. Aðalsamn- inganefnd okkar er fyr- ir löngu búin að gera þetta að lykilatriði í málsefnum sínum gagnvart Evrópusam- bandinu. Engin þjóð getur beitt reglum Evrópusambandsins til að gera rökstudda kröfu um aflaheimildir úr staðbundnum stofn- um Íslendinga. Annað þótti mér þó merkilegra að heyra af hennar munni. Eva Joly er innmúraður lýð- ræðissinni. Af þeim sjónarhóli benti hún á þá þverstæðu að sumir Íslend- ingar vilja heldur vera áfram aðilar að EES, þar sem þeir verða mögl- unarlaust að gleypa hráar reglur sambandsins, án þess að geta haft nokkur áhrif á þær. Sömu menn berjast þó gegn aðild að Evrópu- sambandinu, þar sem Íslendingar geta þó haft áhrif á þær reglur, sem varða hagsmuni þeirra beint. Eva benti á, að miklu skyn- samlegra væri fyrir Íslendinga að verða aðilar að Evrópusambandinu. Þar geta þeir haft áhrif á þær reglur sem verður að taka upp í íslenskan rétt. „Þið þurfið að vita að innan ESB eru reglur um aðlögun smá- ríkja eins og ykkar svo þið gætuð í senn orðið hluti af Evrópu og líka haft áhrif á stefnuna,“ sagði frú Joly. Eva Joly vísaði því líka algerlega á bug að fámennar þjóðir gætu ekki haft veruleg áhrif innan Evrópusam- bandsins. Sjálf tilheyrir hún Græn- ingjum, sem eru minnihlutahópur innan Evrópuþingsins. Eva segir að Græningjar hafi áhrif langt umfram þingstyrk. Að sama skapi benti hún á að samstarf Íslendinga við aðrar litlar þjóðir, eins og t.d. Norður- landaþjóðirnar, gæti skilað þeim mikilvægum árangri. Þetta er í stíl við rannsóknir sem hafa sýnt, að í samstarfi verja og sækja smáþjóðir hagsmuni sína saman, og ná ótrúleg- um árangri. Glöggt er gestsaugað. Eva Joly er einlægur Íslandsvinur. Þegar hún segir, að Ísland eigi heima í Evrópu- sambandinu vegna þess að það þjóni hagsmunum okkar best, þá á ís- lenska þjóðin að hlusta. „Ísland á heima í Evrópu“ – Eva Joly Eftir Össur Skarphéðinsson » Þegar Eva Joly seg- ir, að Ísland eigi heima í Evrópusam- bandinu vegna þess að það þjóni hagsmunum okkar best, þá á íslenska þjóðin að hlusta. Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra. Almenn niðurfærsla skulda virðist vefjast fyrir mörgum, ekki síst stjórn- málamönnum. Sitt sýnist hverjum eins og gengur. Ég er þeirrar skoðunar að farsælast hefði verið fyrir þjóðina að fara slíka leið strax eftir hrun, þannig hefði þjóðarbúið fórnað minni hagsmunum fyrir meiri og haldið lífi í skuldurum sem á annað borð vilja standa sig. Það er alkunna að bankarnir tóku yfir eignasafnið úr föllnu bönkunum á hálfvirði og hafa því gott svigrúm til leiðréttingar skulda. Það hafa lífeyrissjóðirnir líka, þó svo að forsvarsmenn þeirra rísi nú upp einn af öðrum og telji sjóðina ekki geta tekið á sig slíka leiðréttingu, það bitni einfaldlega á þeim sem nú fá greitt úr lífeyrissjóðunum. En við megum ekki gleyma því að hér er um leiðréttingu að ræða á verðtryggingu sem fór úr böndunum. Það vafðist heldur ekki fyrir stjórn- völdum að reiða fram litla 200 millj- arða til að tryggja innstæðueigendum sitt við fall fjármálakerfisins. Þegar hins vegar kemur að útlánahliðinni hverfa öll réttlætissjónarmið eins og dögg fyrir sólu og hjáróma raddir stjórnmálamanna og talsmanna fjár- magnseigenda hljóma um víðan völl, „ríkissjóður hefur ekki efni á að borga brúsann“. Merkilegt nokk. En þarf ríkissjóður að borga brúsann? Er ekki hægt að leiðrétta þá slagsíðu sem kom á verðtrygginguna, einfaldlega með leiðréttingu milli kynslóða í gegnum lífeyrissjóðakerfið? Er sanngjarnt að fjármagnseign- endur hagnist endalaust á for- sendubresti verð- tryggingar? Ég segi hiklaust nei. Lífeyr- issjóðirnir spila stórt hlutverk í fjármögnun Íbúðalánasjóðs og gætu hæglega leyst vanda hans í þessu efni. Er í sjálfu sér nokkuð ljótt við það að tímabundin skerð- ing á útgreiðslum líf- eyrissjóða eigi sér stað ef það má verða til þess að heimilin í landinu lifi af og fólk hætti að flýja land og greiði þar með ekki framar í lífeyrissjóðakerfið? Við megum ekki gleyma því að sú kynslóð sem nú fær greitt úr lífeyrissjóðum er einmitt kynslóðin sem stóð í biðröðum fyrir utan bankana (Lands-Búnaðar- Útvegs) á áratugnum 1970–1980 til að fá niðurgreitt lánsfé og byggði þannig upp heimili sín með auðveld- um hætti. Það er kynslóðin sem var orðin skuldlaus um fimmtugt þegar verðtryggða kynslóðin sem kom þar á eftir, var orðin eignalaus um þrítugt. Þessi kynslóð naut þannig góðs bæði af þeirri kynslóð sem á undan henni fór og þeirri kynslóð sem á eftir kom. Lesandinn getur svo velt því fyrir sér hver skuldar hverjum hvað þegar öllu er á botninn hvolft. Eftir Runólf V. Gunnlaugsson »Er sanngjarnt að fjármagnseignendur hagnist endalaust á for- sendubresti verðtrygg- ingar? Runólfur V. Gunnlaugsson Höfundur er viðskipta- og hagfræðingur. Hver skuldar hverjum hvað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.