Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 ✝ Auður Árnadótt-ir, kaupmaður í verzluninni Emblu, fæddist í Reykjavík 26. júní 1936. Hún lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði þann 13. október sl. Foreldrar hennar voru Árni Yngvi Ein- arsson, forstjóri á Reykjalundi, f. 17. janúar 1907, d. 5. apríl 1978 og kona hans, Hlín Ingólfs- dóttir, f. 20. október 1909, d. 8. nóvember 1993. Systk- ini Auðar eru: Svala, f. 1939, Ing- ólfur, f. 1942, Hlín, f. 1945, Einar, f. 1948 og Páll, f. 1951. Auður giftist 31. desember 1956 Hermanni J. E. Þórðarsyni flug- umferðarstjóra, f. 26. mars 1931. Foreldrar hans voru Þórður Ein- arsson og Ragnheiður Jóhanns- dóttir, bæði frá Ísafirði. Auður og Wittrup Willadsen og dóttir þeirra er Kara Wittrup Andreasdóttir, f. 2010. b) Rós Pétursdóttir, f. 1981 og c) Unnur Pétursdóttir, f. 1986. 3) Árni Yngvi, f. 19. maí 1959. Kona hans er Guðríður B. Rail, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Árni Yngvi, f. 1980 og á hann dótturina Rakel Auði, f. 2002. b) Berta, f. 1981. Maður hennar er Sigurður Júlíusson og eiga þau börnin Klöru Ósk, f. 2003 og Benjamín Árna, f. 2008. c) Bryndís Anna, f. 1986. Auður ólst upp í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla. Foreldrar hennar fluttu í Mosfellssveit árið 1949 og hófust þá handa við upp- byggingu Reykjalundar. Auður sótti framhaldsnám við Skóga- skóla árin 1951-1952. Hún setti síð- an á stofn kven- og barnafataverzl- unina Emblu við Strandgötu 29 í Hafnarfirði árið 1964. Rak hún verzlunina við góðan orðstír allt til ársins 2004 og hafði þá flutt verzl- unina í stærra húsnæði við Strand- götu 28. Útför Auðar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 20. október 2010, kl. 15. Hermann bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Reykjavík, um tíma á Keflavík- urflugvelli en í Hafn- arfirði frá 1961. Börn Auðar og Hermanns eru: 1) Sigríður, f. 19. maí 1956. Maður hennar er Pálmar Krist- mundsson, f. 1955. Börn þeirra eru: a) Brynhildur, f. 1980. Maður hennar er Óskar Hafnfjörð Auðunsson og eiga þau soninn Auðun, f. 2009. b) Pálmar Tjörvi, f. 1984. Sambýliskona hans er Sig- urlaug Lísa Sigurðardóttir. c) Auður, f. 1989. Sambýlismaður hennar er Richard Alen Banks. d) Hlín, f. 1993. 2) Hlín, f. 27. sept- ember 1957. Dætur hennar eru: a) Ylfa Björk Ingimarsdóttir, f. 1977. Sambýlismaður hennar er Andreas Elskulega Auður amma; var hornsteinn í mínu lífi; var konan sem hélt á mér undir skírn; hafði mýkstu húð sem ég hef nokkru sinni vitað; var hluti af tvíeyki sem gegndi stóru hlutverki í uppvexti mínum og heimili þeirra var griða- staður fyrir ungling sem varð stundum þreyttur á litlum systk- inum og heimilisstörfum; vildi helst af öllu borða skyndibita; var fyrsti vinnuveitandi minn; var ein- staklega falleg kona og á yngri ár- um sínum líktist hún Ingrid Berg- man; var dugnaðarforkur sem byggði upp farsælt fyrirtæki af eigin rammleik var alltaf að lofta út og viðra sængurföt; sagði yf- irleitt attur en ekki aftur; taldi að börn ættu að læra snemma að fara í leikhús og fór með 7 ára skottu að sjá Heimsljós sem skildi mikið eftir sig; hafði alltaf tíma fyrir spjall og spurningar; var yndisleg kona, stórkostleg fyrirmynd og hennar verður sárt saknað. Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpa syngur hörpuljóð á hörpulaufið smáa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga. Var ekki’ eins og væri’ um skeið vofa’ í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. (Halldór Laxness.) Hvíl í friði elsku amma. Brynhildur. Sumarið 1945, í endaðan júlí, langaði okkur systurnar í gömlu sundlaugarnar í Laugardal. Það var auðsótt mál enda höfðum við oft farið áður, en við áttum að taka Ingólf bróðir okkar sem var þriggja ára með okkur. Auður var þá 9 ára, og undirrituð 5 ára. Það var löng leið að ganga úr Miðtúni inn í Laugar, en það gekk vel. Við komumst ofan í Laugarnar og allt gekk vel til að byrja með en fljót- lega fór undirrituð að væla og vildi fara heim og Ingólfur fór að væla og kalla á mömmu svo Auður, sem fann að hún var orðin eitthvað þreytt ákvað að koma okkur heim. Ég man hvernig hún hvatti mig áfram og sagði: Þú verður að ganga sjálf, ég get ekki borið ykk- ur bæði. Það reyndist nefnilega miklu lengra heim. Heim kom hún okkur og mamma sá að eitthvað mikið var að og náði í lækni og greindumst við öll með lömunar- veiki. Heimilið var umsvifalaust sett í sóttkví. Í hönd fóru miklir erfiðleikar, en allt fór þó vel með hjálp góðra manna og kvenna. Það sem einkenndi Auði alla tíð var góðmennska og mikill dugnaður. Elsku Auður, stóra systir mín, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Svala systir Þann 13. október kvaddi mæt kona þennan heim. Það var hún elsku stóra systir mín, hún Auður. Það má með sanni segja að hún hafi borið nafn með rentu. Hún var fyrsta barn foreldra okkar og var koma hennar þeim mikill auður þar sem þau höfðu bæði barist við berkla sem ungt fólk. Hún var okkur systkinunum einnig mikill auður því að hjá henni áttum við öll athvarf, skilning og hjálp ef á þurfti að halda. Minningarnar eru margar en mig langar að nefna eina sem lýsir Auði vel, áræði hennar og skapgerð, þegar hún var aðeins 9 ára gömul. Von var á barni í systkinahópinn og vissi hún að það myndi koma í hennar hlut að passa þetta barn. Ekki var mik- ið um barnavagna á þessum árum en hún tók til sinna ráða. Pabbi vinkonu hennar var skipstjóri á stóru skipi, fór hún til hans og bað hann um að kaupa vagn handa barninu sem var á leiðinni. Þessi góði maður gerði það og í vagn- inum fékk ég að vera og hún við stjórnvölinn. Pabbi okkar var ekki mjög hress með framtakið á sínum tíma, þó að hann yrði seinna stolt- ur af kaupkonunni sinni. Við ólumst upp á Reykjalundi frá árinu 4́9 og tókum þátt í upp- byggingu staðarins og málefnum SÍBS. Það þurfti að sendast, selja blöð og merki og var Auður mikil hjálparhella foreldra okkar. Þau voru ófá skiptin sem hún tók við stjórninni á heimilinu eða var mömmu til aðstoðar við það sem þurfti að gera á stóru heimili. Við höfum oft talað um það systkinin að það hafi verið mikil gæfa að fá að alast upp á þessum stað og í þessu umhverfi þar sem sam- heldni, hjálpsemi og virðing fyrir fólki voru aðalsmerki. Það hefur án efa mótað okkur systkinin. Auð- ur var alltaf að hjálpa lítilmagn- anum og styðja við bakið á þeim sem minna máttu sín. Á Reykjalundi hitti hún Hemma, æskuástina sína, sem varð lífsföru- nautur hennar í 60 ár. Mér fannst þau vera eins og ævintýrapersónur því að ég fékk að taka þátt í til- hugalífinu með þeim. Meira að segja fékk ég að vera með þeim á 17. júní þegar þau trúlofuðu sig. Alla tíð hefur hún verið mín fyr- irmynd í einu og öllu. Heimili hennar var okkur og börnunum alla tíð opið og hjartagæska þeirra hjóna með eindæmum. Vil ég þakka þeim báðum fyrir allt, allt, allt. Auður var einnig mikill stuðn- ingsmaður „Bjarkanna“ og þau bæði, til hennar sótti ég góð ráð og stuðning og var hún ein af þessum fágætu konum sem voru með „blátt“ Bjarkarhjarta alla tíð, takk fyrir það. Án hennar verður lífið aldrei eins, en ég mun minnast hennar systur minnar með virðingu, þökk og söknuði í hjarta alla tíð. Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Einsog hún gaf þér íslenskt blóð, úngi draumsnillíngur megi loks hin litla þjóð leggja á hvarm þér fíngur, - á meðan Harpa hörpuljóð á hörpulaufið sýngur. (Halldór Laxness) Elsku Hemmi, Sigga, Hlínsa, Árni og fjölskyldur, megi minn- ingin um einstaka konu og ynd- islega móður og ömmu lifa í hjört- um ykkar. Heiðarlundar „armýið“ sendir samúðarkveðjur. Ykkar Hlín og Ketill. Mig langar til að minnast Auðar Árnadóttur systur minnar, en hún lést þann 13.10. síðastliðinn eftir langvinn veikindi. Auður var elst sex barna for- eldra okkar, þeirra Árna Y. Ein- arssonar og Hlínar Ingólfsdóttur. Fyrsta minning mín um Auði var þegar hún var að fara með okkur Svölu, yngri systkinin, í sund í gömlu sundlaugina í Laug- ardalnum. Dugnaðurinn í henni að þvælast þetta með okkur, þurrka okkur og klæða en ég var bara 4-5 ára. Fyrstu æviárin bjuggum við í Miðtúninu þar til foreldrar okkar fluttu að Reykjalundi vorið 1949. Þar ólumst við upp við leik og störf. Auður fór fljótlega að vinna í Auður Árnadóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hátúni 4, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 18. október. Útförin verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. október kl. 13.00. Jónína Herborg Jónsdóttir, Jón Herbert Jónsson, Inger Jónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðjón Sigurðsson, Elinborg Sigurðardóttir, Axel F. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir, LILJA ÞORVALDSDÓTTIR, Glóru 2, Flóahreppi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi, sunnudaginn 17. október. Útför hennar verður gerð frá Hraungerðiskirkju föstudaginn 22. október kl. 13.30. Heimir Ólafsson, Ágúst Gísli Heimisson, Sigmundur Þórir Jónsson, Tanja Rún Jónsdóttir, Tómas Alfonsson. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÞORSTEINN LÁRUS BJÖRNSSON, Kolgröf, Skagafirði, lést á dvalarheimilinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 14. október. Útförin verður frá Reykjakirkju laugadaginn 23. október kl. 14.00. Björn Grétar Þorsteinsson, Áslaug Sveinsdóttir, Eymundur Jóhann Þorsteinsson, Ásta Hrönn Þorsteinsdóttir, Halla Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Ingimundur Sverrisson, Sigfríður Héðinsdóttir, Margrét Björnsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR FILIPPUSSON, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sunnudaginn 17. október. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 22. október kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Skagafjarðar. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Anna Pálína Þórðardóttir, Ólöf Þórhallsdóttir, Jóhannes Hjálmarsson, Þórunn Oddný Þórhallsdóttir, Filippus Þórhallsson, Dagbjört Kristín Þórhallsdóttir, Benjamín Gunnarsson, Kristín Þóra Þórhallsdóttir, Nicholas Stagg, barnabörn og langafabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, ÖRN EGILL PÁLSSON lögfræðingur, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. október. Útför fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 26. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á UNICEF. Páll H. Kristjánsson, Rósa Helgadóttir, Bjarnveig Pálsdóttir, Hallur Ágústsson, Unnur Lea Pálsdóttir, Pétur H. Pétursson, Viktor Stefán Pálsson, Margrét Björk Ólafsdóttir, Íris Björk Pálsdóttir, Bjarni Arnaldsson, Páll Ágúst, Andri Berg, Herdís, Sara Rós, Róbert Dagur, Rósa Björk, Anton Breki, Glódís Ólöf og Brynhildur Sif. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og kærleik við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, MOGENS RÚNARS MOGENSEN. Diljá Gunnarsdóttir, Regin F. Mogensen, Sara Lind Þórðardóttir, Birta Mogensen, Jónas Árnason og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.