Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Bókin, Fornbókaverslun Braga Kristjónssonar, varð 50 ára á þessu ári og af því tilefni verða all- ar bækur í búðinni til sölu með 50% afslætti. Útsalan hefst í dag og stendur í viku. Alls eru bækurnar og ritin í búðinni um 40.000 talsins en Ari Gísli Bragason viðurkennir þó að þetta sé bara ágiskun. „Þetta er ekki nákvæm vörutalning, svona okkar á milli,“ segir hann. Enginn viti í raun hversu margar bækur eru á þeim 150 fermetrum sem búðin nær yfir. Miðað við þessa ágiskun eru því um 270 rit á hverjum fermetra. Myndin drap reyfara- viðskipti Bókin var stofnuð á Klapp- arstíg 26 vorið 1960 og árið 1996 var hún sameinuð fornbókaversl- uninni Bókavörðunni, sem Bragi Kristjónsson stofnaði árið 1976. Bragi segir að fræðirit af ýmsu tagi seljist best, íslensk fræði, norræn fræði, héraðssaga, ættfræði og fleira. „Og líka mikið af þýddum skáldsögum, svona betri sögum, ekki ruslið sko. Ekki reyfararnir, þeir eru dauðir. Sjoppulitteratúrinn er kominn inn í myndina. Eftir að vídóið og þetta kom datt öll sala á reyfurum niður, sem var stór hluti af þessum við- skiptum hér áður fyrr.“ Þótt lagerinn sé ekki tölvu- skráður og raunar engin tölva í búðinni reka þeir Bragi og Ari net- verslun, bokin.is. Í gegnum hana selja þeir töluvert af bókum, ekki síst til erlendra háskóla sem kenna íslensku og íslensk fræði. „Þeir kaupa fræðirit, um íslensk fræði og sögu og alls konar. Jafnt í Jap- an, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Danmörku og úti um allan heim. Það er kennd forníslenska eða ís- lenska í um 120 skólum í útlöndum og þeir náttúrlega þurfa að eiga viss undirstöðurit í íslenskum fræðum. Þeir geta keypt frekar heldur en íslenskar stofnanir sem hafa verið fjársveltar á þessu sviði í mörg ár,“ segir Bragi. Hann segir að viðskiptin hafi aukist. „Yngra fólk sem maður hefur aldrei séð áður kemur hing- að og kaupir betri þýdd skáldverk, Dostojevskí, Tolstoy og Hem- ingway og þessa kalla, og fer með þau niður í skuggann þegar það er orðið þreytt á sjónvarpinu, því sjónvarpið er svo leiðinlegt og lé- legt yfirleitt.“ Framtíð fornbókaverslunar virðist því björt, í það minnsta um þessar mundir. Fornbókabúðin býður 50% afslátt á 50 ára starfsafmæli  Um 40.000 bækur og rit eru í búðinni  Ungt fólk kaupir góð þýdd skáldverk Morgunblaðið/Ómar Tekið í nefið Oft er slegið á létta strengi í Bókinni. Bragi ásamt Ara Gísla syni sínum og Eiríki Ágústi Guðjónssyni. Næsti fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Ís- lands fimmtudaginn 21. október nk. og hefst kl. 17.00. Steinunn Krist- jánsdóttir dósent ræðir um upp- gröftinn á Skriðuklaustri. Í fyrirlestrinum verður dregin fram mynd af byggingum og starf- semi Skriðuklausturs miðað við nið- urstöður uppgraftrar sem staðið hef- ur yfir síðan 2002. Fjallað verður sérstaklega um átta tilfelli sullaveiki sem hafa fundist í gröfum á staðnum en öll eru þau að líkindum frá 16. öld. Farið verður yfir sögu sullaveikinn- ar sem herjaði á Íslendinga öldum saman og varð einn af mannskæð- ustu sjúkdómum hérlendis um langa hríð. Segir frá uppgreftri Búist er við 290 fulltrúum af öllu landinu á ársfund Alþýðusambands Íslands sem hefst á morgun í Reykjavík. Árs- fundurinn stend- ur yfir í tvo daga og er yfirskrift hans Stop, hingað og ekki lengra. Samkvæmt upplýs- ingum ASÍ verður áherslan við um- ræður lögð á atvinnu- og kjaramál í ljósi komandi kjarasamninga auk vel- ferðarmála. Ákveðin hefur verið sú nýbreytni að taka upp þjóðfundarform við um- ræður á ársfundinum, að sögn Hall- dórs Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóra ASÍ. Skipt verður í þrjár málstofur sem fjalla um einstök málefnasvið. Í einni verður fjallað um efnahags- og kjara- mál, í annarri um velferðar- og vinnu- markaðsmál og loks verður fjallað sérstaklega í málstofu um atvinnu- og umhverfismál. Í stað þess að drög að ályktunum í einstökum málaflokkum verði lögð fyrir ársfundinn, eins og venja hefur verið, eru nú eingöngu lögð fyrir fundinn umræðuskjöl þar sem stefna ASÍ í einstökum málum er tekin saman. Það verður hins vegar hvers mál- efnahóps fyrir sig að móta hvaða til- lögur verða lagðar fram til afgreiðslu sem stefna og ályktanir ASÍ. Kosningar á föstudag Við setninguna á morgun munu bæði forseti ASÍ og félagsmálaráð- herra flytja ávörp. Þá hefjast almenn- ar umræður og því næst taka málstof- urnar til starfa. Kosningar til æðstu embætta fara fram á föstudaginn. Stefnan sett með þjóðfundarsniði Halldór Grönvold Hálfur Skírnir í handbundnu skinnbandi, handbandi, er dýrasta ritið í fornbókaversluninni, að sögn Ara Gísla. Árgangar 64-126 kosta 180.000 krónur, fullu verði, en á útsölunni verður ritið á 90.000 krónur. Fleiri dýrar bækur leynast í búðinni, m.a. 1.-57. árgangur Eimreiðarinnar í handskinnbandi á 180.000 krónur. Einnig útgáfa Gunnars Gunnarssonar rithöf- undar á Landnámu, áritað og tölusett, á 60.000 krónur. Ódýrustu ritin í forn- bókaversluninni eru á 100 krónur, áður en tekið er tillit til afmælisafsláttarins. Dýrasta ritið á 180.000 krónur HÁLFUR SKÍRNIR Í HANDBANDI Fæst á 90.000 krónur á útsölunni. 21. 23. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Þykkar, þunnar, síðar, stuttar, heilar, hnepptar PEYSUR Str. 36-52

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.