Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Helena Rubinstein vörur þar af eitt 50 ml andlitskrem: - Prodigy krem 15 ml - Prodigy Replasty peel krem 5 ml - Prodigy Replasty dropar 7 ml - All mascara augnhreinsir 50 ml - Lash Queen Sexy Eyes maskari - Color Clone farði 10 ml - HR taska Verðmæti kaupaukans 19.500 kr. Einnig aðrar gerðir kaupauka*G ild ir á ky nn in gu nn im eð an bi rg ði re nd as t. Ei nn ka up au ki á vi ðs ki pt av in . G ild ir ek ki m eð öð ru m til bo ðu m . 10% AFSLÁTTUR AF HRVÖRUM Á KYNNINGU HELENA RUBINSTEIN DAGAR Í ÁRSÓL GRÍMSBÆ MIÐVIKUDAGINN 20. OG FIMMTUDAGINN 21. OKTÓBER E f s t a l a n d i 2 6 - G r í m s b æ - S í m i 5 5 3 1 2 6 2 HR GJAFADAGARNIR ÞÍNIR „Eftirlætisörnefni mitt er Sleðmeiðar- ásar. Þetta örnefni er ekki til á kortum en þess er getið í nokkrum bréfum frá 17. öld. Örnefnið Sleðmeiðarásar er fornt eftir því sem ég hef komist næst. Ég kynntist þessu skemmtilega ör- nefni við lestur bréfa Eggerts ríka Björnssonar en hann var sýslumaður í Barðastrandarsýslu á 17. öld. Lengst af bjó Eggert þó á Skarði á Skarðs- strönd í Dalasýslu. Bréfabók hans er varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands og hefur að geyma bréf frá árunum 1632- 1673. Örnefnið Sleðmeiðarásar vakti óskipta athygli mína undir eins. Hver freistast ekki til þess að velta fyrir sér tilurð þess í huga sér? Þetta örnefni, Sleðmeiðarásar, kemur við sögu í fjór- um bréfum Eggerts ríka, fyrst árið 1637, því næst árið 1638 og loks í tveimur bréfum frá árinu 1663. Eggert reyndi að kaupa Sleðmeiðarása árið 1637 og er landspildan sögð liggja á milli jarðanna Dagverðarness og Arn- arbælis í því bréfi. Eggert átti margar jarðir fyrir vest- an. Þar á meðal var Dagverðarnes. Komst Eggert í harðvítuga landa- merkjadeilu við Hákon nokkurn Árna- son, eiganda Arnarbælis. Snérist deil- an um mörk fyrrnefndra jarða, en mörk þeirra virðast hafa legið á eða við Sleðmeiðarása. Eggert klagaði Há- kon fyrir fógetanum á Bessastöðum m.a. fyrir að hafa í félagi við annan mann brotið niður hús í sinni eigu en það mun hafa staðið á Sleðmeiðarás- um. Í Sýslu- og sóknarlýsingum Dala- sýslu frá 19. öld er ekki talað um Sleð- meiðarása heldur „Sleðmeimarása“. Í þeirri heimild er örnefnið sagt vera fornt og almennt ekki í notkun. Þess í stað er talað um Brandása. Þó er getið um hústóft sunnan til í Sleð- meimarásum í Sýslu- og sóknar- lýsingunum og er ekki útilokað að það séu rústirnar af húsi því er brotið var niður og fyrr getur. Ekki vil ég þó full- yrða neitt um það að óathuguðu máli en það væri óneitanlega skemmtilegt ef það fengist staðfest. Þess má til gamans geta að Arnarbæli var eina jörðin á Skarðsströnd sem Eggert eignaðist aldrei og var sagt að það hafi haldið fyrir honum vöku því ein- hvern tímann mun hann hafa mælt „Oft vekur þú mig, Arnarbæli“. Gunnar Örn Hannesson sagn- fræðingur á Þjóðskjalasafni Íslands. Uppáhaldsörnefni Gunnars Arnars Hannessonar Á Kili Mikið er af fornum örnefnum við Hveravelli á Kili. Sleðmeiðarásar ekki á kortum Gunnar Hannesson Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Art of Living-stofnunin er al-þjóðasjálfboðaliðastofnunsem hefur það að mark-miði að lyfta upp anda ein- staklingsins og koma í veg fyrir ofsa og streitu í þjóðfélaginu og veröld- inni. Stofnunin er með námskeið í streitulosun með athyglina á sjálfið og náttúruna/umhverfið, auk þess sem stofnunin sýnir fram á hvernig þjóðfélagslegar breytingar geta verið til bóta fyrir einstaklinginn og hvern- ig á að sætta andstæðar hugmyndir. Lilja Steingrímsdóttir hjúkr- unarfræðingur er formaður Art of Living á Íslandi. „Ég kynntist Art of Living árið 2002 í Sviss. Þá var ég í persónulegri krísu; var með mörg stór verkefni og útúrstressuð. Ég hafði aldrei fundið neitt sem veitti mér slíka hugarró sem öndunartækni Art of Living. Maður lærir að líta á vandamál eins og áhugaverð verkefni til að takast á við. Ég hef stundað öndunartæknina síðan 2004 og stofnaði Art of Living hér á landi 2007. Ég bjó í Sviss í þrettán ár, þegar ég kom hingað í árslok 2006 var kreppan ekki byrjuð og það var svo mikið stress, allir þurftu að vera á fullu alltaf, svo ég fann að þessi tækni átti erindi hér og fór að kenna hana. Svo kom efnahagskreppan og stress- ið er öðruvísi núna, það er meiri reiði en öndunin tekur reiðina í burtu,“ segir Lilja. Áþreifanlegt stress Nú er stödd hér á landi Natalya Lazutkina, Art of Living-kennari frá Rússlandi, og verður hún hér fram að jólum. Lazutkina kom beint til Ís- lands af námskeiði hjá Sri Sri Ravi Shankar sem stofnaði Art of Living fyrir um þrjátíu árum. Lazutkina ferðast um Evrópu og kennir önd- unartæknina. Hún segist finna það áþreifanlega í mörgum löndum hvað fólk er stressað. Líka á Íslandi. „Þegar ég kom hingað var ég undrandi á því hvað það eru mörg samtök hér sem hjálpa fólki sem er stressað og þunglynt. Hér er ekki svo mikið af fólki úti á götu svo það er erfitt að finna hvernig fólki líður en það fólk sem ég hef hitt brosir ekki mjög mikið,“ segir Lazutkina. Lazutkina kom aðallega hingað til lands til að blása ungu fólki eld- móði í brjóst og sýna því hvers það er megnugt. „Ég ætla að kenna ungu fólki að takast á við stressið, því það mæðir mikið á ungu fólki í dag, það er svo mikið val og því finnst það þurfa að gera allt. Ég ætla að hjálpa því að finna sjálft sig á orkumiklu nám- skeiði,“ segir Lazutkina en námskeið hennar fyrir ungt fólk verður haldið í byrjun nóvember. Styrkjandi öndunartækni Art of Living byggist aðallega á ákveðinni öndunartækni sem styrkir einstaklinginn. „Það er erfitt að lýsa þessari tækni en það er óhætt að segja að fólk uppgötvi eitthvað nýtt. Þetta er mjög auðveld tækni sem allir geta til- einkað sér. Þeir sem hafa farið í gegnum námskeið geta notað tæknina hvenær sem er og hvar sem er. Það þarf ekki stanslaust að vera að sækja námskeið til að halda tækninni við. Mikið af fólki sem er farsælt í viðskiptalífinu notar þessa önd- unartækni til að ná betri einbeitingu og sjálfsstyrkingu. Hún hjálpar manni að vaxa, ná árangri, verða af- slappaðri og með skarpari huga,“ segir Lazutkina og Lilja bætir við: „Öndunartæknin kemur upp- haflega frá Indlandi. Hluti af henni kemur úr jóga en Sri Sri Ravi Shank- ar setti tæknina saman. Það er t.d. gott að nota tæknina þegar maður er þreyttur og orkulaus. Við öndum báðar í korter á hverjum morgni og þá hefur maður mikla orku í gegnum daginn, þetta verður vani eins og að bursta tennurnar.“ Allur ágóði í góðgerðarstarf Art of Living er með sjálf- boðaliða í um 150 löndum og hvetur fólk til þjóðfélagsvinnu og sam- hjálpar. Samtökin eru meðal annars sáttasemjarar við stríðsátök, hvetja konur til að nýta orku sína betur, eru með endurhæfingu fanga og hvetja til verndunar náttúrunnar og réttrar nýtingu hennar. „Allur ágóði af námskeiðunum sem við höldum fer í góðgerðarstaf, við byggjum t.d. skóla á Indlandi og störfum í fátækrahverfum Brasilíu. Ef eitthvað gerist í heiminum eru sjálfboðaliðar okkar þar,“ segir La- zutkina. Lilja, og Lazutkina á meðan hún dvelur hér á landi, bjóða upp á fleira en námskeið því þær eru líka með ókeypis vinnustofur fyrir fólk sem er forvitið um aðferðir Art of Living. „Við erum með ókeypis vinnu- stofur í Rauða krossinum eftir hádegi hvern miðvikudag og líka í Hlut- verkasetrinu á miðvikudögum og þar erum við líka með vinnustofur á mánudögum kl. 19 fyrir ungt fólk. Við förum líka í fyrirtæki og stofn- anir og kennum starfs- og vistmönn- um þessa öndunartækni eftir þörfum á stuttum tíma,“ segir Lazutkina. Hún verður með sex daga YES!+- námskeið fyrir ungt fólk í byrjun nóvember og síðan verður Art of Li- ving-byrjendanámskeið fyrir alla 18. til 23. nóvember næstkomandi. Listin að lifa Morgunblaðið/Golli Sjálfsstyrking Lilja Steingrímsdóttir og Natalia Lazutkina kenna fólki að losna við stressið. „Ég ætla að kenna ungu fólki að takast á við stressið, því það mæðir mikið á ungu fólki í dag,“ segir Nata- lya Lazutkina frá Rússlandi sem er stödd hér á landi á vegum Art of Living. Stofnunin er með námskeið í streitulosun sem byggist á sérstakri öndunartækni. Lilja Steingrímsdóttir kynnti Íslendinga fyrir Art of Living og segir hafa verið mikla þörf á. „Þetta nám- skeið er gjör- samlega bú- ið að breyta hugarfarinu mínu, ég er roslega já- kvæð núna og sé ekkert neikvætt í lífi mínu. Ég er alltaf glöð og það er hætt að draga mig niður ef ein- hver er pirraður í kringum mig. Ég er komin með miklu meira sjálfstaust og trúi miklu meira á sjálfa mig. Ég er bara að lifa í núinu og er ekki jafn stressuð og ég var undir ákveðnum kringum- stæðum. Ég mæli með að allir fari á þetta námskeið og það mun breyta lífi þínu á betri hátt.“ Umsögn manneskju sem fór á námskeið Art of Living, tekin af vefsíðu samtakanna. Umsögn um námskeiðið ART OF LIVING Um Art of Living má lesa nánar á vefsíðunum: www.artofliving.is og www.artofliving.org.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.