Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 www.xo.is Borgarahreyfingin – langstærsta stjórnmálaaflið á Íslandi innan skamms Þjóðin á þing! Morgunblaðið/Ómar Frumkvöðlar Valdimar Örn Flygenring og Eiríkur Guðmundsson leiðbeina á leiklistar- og kvikmyndanámskeiði. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Leikararnir Valdimar ÖrnFlygenring og EiríkurGuðmundsson reka fyrir-tækið Studio list sem sér- hæfir sig í námskeiðahaldi í leiklist og kvikmyndagerð. Fyrir tveimur mánuðum tóku þeir höndum saman við Vinnumálastofnun og eru með námskeið á vegum átaksins Ungt fólk til athafna sem er til að aðstoða atvinnulausa einstaklinga á aldr- inum 16 til 29 ára við að komast aft- ur út á vinnumarkaðinn. „Okkur Eiríki fannst svona námskeið tilvalið til að vekja frum- sköpun hjá ungmennum sem eru kannski búin að lenda í erfiðri lá- deyðu vegna atvinnuleysis. Það hef- ur sýnt sig hjá mörgum samfélögum að svona vinna getur komið þeim til baka. Enda hefur upplitið á þeim sem eru á námskeiðunum hjá okkur snarbatnað,“ segir Valdimar. Þeir eru með um 30 til 40 ung- menni í hóp og eru námskeiðin alla daga vikunnar, fjóra tíma í senn. Boðið er upp á tveggja mánaða nám- skeið í kvikmyndagerð og þriggja mánaða námskeið í leiklist. „Við kennum tæknivinnu í kvik- myndum og leiklist. Það er farið í tökur, klippingu, vélar, ljós og hljóð, svo er unnið með fullkominn tækja- búnað sem við höfum fjárfest í, kvik- myndaðar stuttar senur eða tilfall- andi atburðir. Leiklistarnámskeiðið er hefðbundnara, Eiríkur hefur kennt leiklist í menntaskólum og það nýtist vel. Ungmennin hafa líka fengið að skrifa handrit,“ segir Valdimar sem er mjög ánægður með þann áhuga sem þau hafa sýnt nám- skeiðunum. Leita að verkefnum „Við sáum það mjög fljótlega að í staðinn fyrir að við séum að toga þau eitthvað þarf ekki nema rétt að ýta við þeim. Það sem við erum að koma af stað innan í þeim er þessi frumsköpunarkraftur, hann eflist um leið og aðeins er ýtt við honum. Við sáum strax mun á þeim, þetta er orðið allt annað fólk. Við erum líka að reyna að finna verkefni fyrir ungmennin sem þau myndu vinna á okkar tæki í fram- haldi af námskeiðinu, svo þetta sé líka atvinnuskapandi. Við fengum t.d. það skemmtilega verkefni að gera örlitla kynningarmynd fyrir Háskólann um daginn sem var mjög gaman og kom flott út. Ég auglýsi bara hér með eftir verkefnum, stutt- myndum eða auglýsingum eða öðru fyrir ungmennin að vinna. Ef fólk er með eitthvað sem þarf að gera væri gaman ef það hefði samband við okkur,“ segir Valdimar. Studio list opnaði heimasíðu ný- lega þar sem hægt er að sjá það sem þeir bjóða upp á og efni sem hefur verið unnið á námskeiðunum. Valdi- mar segir að þeir ætli að bjóða upp á frekari námskeið fyrir aðra hópa fljótlega. Frumsköpunar- krafturinn vakinn „Okkur Eiríki fannst svona námskeið tilvalið til að vekja frumsköpun hjá ung- mennum sem eru kannski búin að lenda í erfiðri ládeyðu vegna atvinnuleysis,“ segir leikarinn Valdimar Örn Flygenring um námskeið í kvikmyndagerð og leik- list sem hann og Eiríkur Guðmundsson bjóða atvinnulausum ungmennum uppá hjá Studio list. Námskeiðshaldið er í samstarfi við átakið Ungt fólk til athafna. Studio list er staðsett í Braut- arholti 20, 3. hæð. Heimasíðan er: www.studio-list.com Það eru margir kattareigendur í þessum heimi sem vilja allt fyrir köttinn sinn gera. Það getur nagað eigendur að innan að sjá litla krútt- inu sínu leiðast; ganga um sama garðinn aftur og aftur, leika með sama dótið og sofa til að drepa þenn- an leiðinlega tíma. Því er vefsíðan Cattv.com himnasending. Þar er hægt að kaupa kvikmyndir á mynd- diskum og spólum fyrir ketti að horfa á, í boði eru myndirnar: Video Catnip og Cat-TV II en í henni koma m.a. fyr- ir mýs, fuglar, íkornar, naggrísir og fiskar. Einnig er boðið upp á eina kvik- mynd fyrir hunda til að horfa á; Dog- gie Adventure og er hún tekin upp frá sjónarhorni hunds sem fer í ferðalag. Það er fjölskyldufyrirtækið Pet A Vision sem heldur úti vefsíðunni en það framleiddi sína fyrstu kisu- kvikmynd árið 1989. Enn er sú mynd sú mest selda hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið selur líka leikföng fyrir kisur á vefsíðunni og hefur sett upp fyrstu vefsíðuna í heimi fyrir ketti, er hún á slóðinni: www.cattv.com/ catwebsite.php. Á þeirri síðu má velja um sex fígúrur, m.a. fugl og flugu, til að láta sveima um tölvu- skjáinn. Kötturinn getur þá dundað sér við að reyna að veiða fígúruna sem flögrar stöðugt um á skjánum, um er að ræða stórskemmtilega af- þreyingu og örvun fyrir kisu litlu. Vefsíðan www.cattv.com Gaman Þessum kisum leiðist ekki þar sem þær horfa á lítinn fugl hoppa um. Elskar þú kisukrúttið þitt? Málþing um fitufordóma á vegum félags- og mannvísindadeildar Há- skóla Íslands fer fram á morgun, fimmtudaginn 21. október frá kl. 16- 18 í stofu 103 á Háskólatorgi. Fordómar vegna holdafars eru al- gengir og svo rótgrónir í okkar menningu að fæst okkar átta sig á því þegar þeir koma fram. Þeir hafa aukist á undanförnum áratugum og koma fram á öllum stigum þjóðlífs- ins, allt frá leikskóla til atvinnu- markaðarins. Barátta við slíka for- dóma er mannréttindabarátta. Á málþinginu munu tveir erlendir fyr- irlesarar flytja erindi um þetta efni. Annar er dr. Kerry O’Brien, dósent í heilsu- og félagssálfræði við Háskól- ann í Manchester og rannsakandi á þessu sviði. Hinn er Marilyn Wann, bandarísk baráttukona og rithöf- undur sem staðið hefur í forgrunni baráttunnar gegn holdafars- mismunun um árabil. Málþingið setur Sigrún Daníels- dóttir, sálfræðingur á Landspítalan- um. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Endilega … … fræðist um fitufordóma AP Líkaminn Það berjast margir við offitu og við fordóma gagnvart líkama sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.