Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA HHHH „ÞESSI LÆTUR KLÁRLEGA SJÁ SIG Á ÓSKARNUM Á NÆSTA ÁRI.“ - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHHH “ÞETTA ER EINFALDLEGA BESTA MYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU” - Leonard Maltin HHHH “EF ÞAÐ ER TIL MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ, ÞÁ ER ÞAÐ ÞESSI” - Boxoffice Magazine HHHH “THE TOWN ER ÞRILLER EINS OG ÞEIR GERAST BESTIR OG RÚMLEGA ÞAД - Wall Street Journal SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH - SJÁÐU/STÖÐ 2 HHHH „BESTA MYND SINNAR TEGUNDAR Á KLAKANUM OG HIKLAUST EIN AF BETRI ÍSLENSKUM MYNDUM SEM ÉG HEF SÉÐ.“ - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - H.S. MBL HHHH „FRAMVINDAN SVO ÁREYNSLU- LAUS OG SKEMMTILEG AÐ ÁHORFANDINN GLEYMIR SÉR.“ - R.E. FBL BESTA SKEMMTUNIN ÓRÓI kl.5:50-8-10:20 10 FURRYVENGEANCE kl.6 -8 L THETOWN kl.6 -8-10:40 16 DINNERFORSCHMUCKS kl.5:40-8-10:20 7 THETOWN kl.8 -10:40 VIP-LÚXUS GOINGTHEDISTANCE kl.8:30-10:40 L SOLOMONKANE kl.10:20 16 ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLA... kl.63D L SOLOMONKANE kl.5:40 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA ÓRÓI kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 THE TOWN kl. 8 - 10:40 16 FURRY VENGEANCE kl. 6 L ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA... kl. 63D L STEP UP 3 kl. 8 7 INCEPTION kl. 10:10 Sýnd í síðasta sinn 21. okt. 12 / KRINGLUNNI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Flestir Íslendingar (a.m.k.þeir sem komnir eru yfirþrítugt) ættu að kannastvið smelli á borð við „Harðsnúna Hanna“, „Er ég kem heim í Búðardal“, „Það blanda allir landa upp til stranda“, „Gvendur á eyrinni“ og „Slappaðu af“. Dægurlög þessi eiga það sameiginlegt að Þor- steinn Eggertsson samdi textana við þau. Í kvöld verða haldnir tónleikar í Salnum og á þeim flytja óperusöngv- ararnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson nokkur af vinsæl- ustu lögunum sem Þorsteinn hefur samið texta við en Helgi Már Hann- esson leikur með á píanó. En áður en að þeim kemur ætlar Þorsteinn að kvænast unnustu sinni, Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur, í Salnum kl. 20.10, hinn 20.10. árið 2010. Mun það vera í fyrsta sinn sem gifting fer fram í tónleikahúsinu og segist Þorsteinn ekki vita til þess að fólk hafi almennt verið að gifta sig á tónleikum heldur. Dansandi óperusöngvarar eins og John Travolta Þorsteinn segir óperusöngvarana fyrrnefndu og píanóleikarann („geggjaður rokkpíanisti“ eins og Þorsteinn kallar hann) hafa valið lög á tónleikana sem langflestir ættu að kannast við, ef undanskilin séu tvö eða þrjú lög. – Það er frekar óvenjulegt að óp- erusöngvarar syngi þessi dægurlög, ekki satt? „Já, þegar þeir komu heim til að æfa þetta til að byrja með þá átti ég von á einhverju óperulegu en þeir gera þetta algjörlega á sinn hátt. Ég veit ekki hvað á að kalla þetta, hálf- gerð rokkópera eða söngleikjastíll á þessu, eitthvað í þá veru,“ segir Þor- steinn. „Þeir dansa líka, eru með svaka hreyfingar, í einu laginu eru þeir eins og John Travolta í Sat- urday Night Fever,“ bætir Þor- steinn við, söngvararnir sýni á sér nýja hlið. Samnefnari fyrir 15 ára stelpur – Og þú ætlar að segja frá tilurð lagatextanna? „Við ætlum að sitja þarna, ég og konan mín, og ég ætla að rifja upp hvernig þessir textar sem þeir eru að syngja urðu til. Og sumt af þessu eru nokkuð skrautlegar sögur.“ – Máttu gefa forskot á sæluna? „Jaa … ég segi t.d. frá því hvernig „Slappaðu af“ varð til en ég ætla ekkert að segja þér meira um það í bili, það eru margir sem þekkja þá sögu.“ – En ef ég spyr þig um „Harð- snúnu Hönnu“? „Harðsnúna Hanna er bara sam- nefnari fyrir allar þessar stelpur sem maður þekkti þegar maður var svona 15 ára. 15 ára stelpur eru nátt- úrlega dálítið töff sko og þetta er í rauninni sama týpan og „Rabarbara- Rúna“ sem ég gerði líka á sínum tíma. Þegar maður er 15 ára og þekkir fullt af 15 ára stelpum þá veit maður bara ekki hvert maður ætlar, það er bara sá aldur,“ segir Þor- steinn. 800 lög Þorsteinn segir um 20 lög verða flutt á tónleikunum en hann segist hafa samið texta við um 800 lög sem hafi verið hljóðrituð. Fyrsta textann samdi hann fyrir Savannatríóið. „Það ætlar sér enginn að fara að semja texta fyrir dægurlög, það er nú bara svoleiðis, ég ætlaði ekkert að fara út í svoleiðis bransa,“ segir Þor- steinn. Þórir Baldursson hafi beðið sig að semja texta við lag sem hann samdi fyrir tríóið. Fyrsti textinn, við lagið „Ást í meinum“, hafi verið um viku í smíðum og þótti virka vel og því var ráðist í næsta texta. „Ást í meinum“ samdi Þorsteinn 23 ára, er nú orðinn 68 ára og hundruð laga- texta að baki. Salurinn verður lokaður fyrir brúðkaupsgesti frá kl. 20.10 til um 20.45, en þá verður tónleikagestum hleypt inn. Og þeir geta að sjálf- sögðu kastað kveðju á brúðhjónin í hléi og óskað þeim til hamingju. Brúðkaup og tónleikar  Þorsteinn Eggertsson kvænist í Salnum  Að lokinni athöfn verða haldnir tónleikar með vinsælum lögum sem Þorsteinn hefur samið texta við Smellir Þorsteinn og óperusöngvararnir sem syngja munu lög með textum hans í Salnum, Stefáni Helga Stefánssyni og Davíð Ólafssyni. 1961 Þorsteinn endilangur með félögum sínum í Beatniks árið, f.v: Eggert Kristinsson, Björn Jónsson, Edward Frederiksen og Eiríkur Sigtryggsson. Þorsteinn hóf snemma að syngja með hljómsveitum. Hann var í skólahljómsveit á Laugar- vatni þegar hann var 15 ára, en í henni var m.a. Ingimar Eydal. Fyrir þá hljómsveit samdi Þor- steinn lagatexta, vildi ekki syngja bandaríska slagara á ensku og hóf að semja íslenska texta. Þorsteinn var einnig í hljómsveit í Keflavík, H.J. kvin- tett og KK sextettinum í Reykja- vík (þá var Þorsteinn 18 ára) og stofnaði hljómsveitina The Beatniks í Keflavík árið 1961. „Síðan fór ég til Danmerkur og söng þar með hljómsveitum, í Kaupmannahöfn og víðar,“ rifj- ar Þorsteinn upp. „Svo bara eig- inlega hætti ég þessu, hef kom- ið fram á tónleikum hingað og þangað af og til.“ Ísland og Danmörk FERILLINN Vefurinn MTV segir frá því að leik- arinn Mel Gibson muni leika í fram- haldi gamanmyndarinnar Hang- over sem tökur standa nú yfir á. Zach Galifinakis, einn aðalleikar- anna í myndinni, mun ekki vera kátur á tökustað, ef marka má tímaritið New York. Sagðist hann lítið hafa um kvikmynd að segja sem hann væri að leika í, og túlka menn það svo að hann eigi við fram- haldsmyndina. Leikarinn mun hafa látið þau ummæli falla að hann væri ósáttur við ákveðna hluti í mynd- inni en „strákarnir vildu ekki hlusta á hann“. Reuters Melurinn Mel Gibson mun fara með hlutverk í framhaldi Hangover. Gibson leikur í Hangover 2 Kaliforníusveitin Red Hot Chili Peppers er hálfnuð með næstu plötu sína, að sögn trymbilsins Chads Smiths. Síðasta plata, hin tvöfalda Stadium Arcadium, kom út 2006 og féll í temmilega grýttan jarðveg. Það er síðskeggurinn Rick Rubin sem upptökustýrir að vanda. „Við erum búnir að keyra tutt- ugu lög inn á band og svo sorterum við það besta úr þeim. En þetta verður ekki tvöföld plata eins og síðast, ég lofa því!“ Stefnt er að útgáfu í vor. Á plöt- unni mun nýr gítarleikari sveitar- innar, Josh Klinghoffer, láta ljós sitt skína en hann leysir John Frusciante af hólmi. Nýr Josh Klinghoffer Nýtt frá Chili Peppers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.