Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 26
26 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Sudoku Frumstig 8 6 3 1 4 2 9 9 2 4 7 6 3 6 9 7 7 3 9 4 6 2 7 8 1 2 7 4 9 2 7 8 5 3 7 2 1 9 3 9 3 5 4 1 7 5 2 8 9 4 9 5 7 1 5 2 7 3 9 8 2 2 1 9 4 6 1 4 7 5 7 3 6 4 8 3 5 7 1 2 4 6 9 7 2 6 5 9 4 1 8 3 9 1 4 8 6 3 7 5 2 5 8 7 9 2 6 3 4 1 3 6 2 1 4 8 5 9 7 4 9 1 3 7 5 8 2 6 6 5 9 4 3 7 2 1 8 1 7 8 2 5 9 6 3 4 2 4 3 6 8 1 9 7 5 4 1 7 9 3 5 8 2 6 2 6 3 8 4 1 5 9 7 9 8 5 7 6 2 1 4 3 7 3 8 2 5 9 6 1 4 1 4 2 3 8 6 9 7 5 5 9 6 4 1 7 3 8 2 8 5 9 6 2 4 7 3 1 6 7 4 1 9 3 2 5 8 3 2 1 5 7 8 4 6 9 4 6 8 9 5 2 1 7 3 2 5 1 8 7 3 6 9 4 3 7 9 1 6 4 5 8 2 1 3 7 2 8 5 9 4 6 9 4 6 7 3 1 8 2 5 8 2 5 4 9 6 3 1 7 6 1 2 5 4 8 7 3 9 5 9 4 3 1 7 2 6 8 7 8 3 6 2 9 4 5 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 20. október, 293. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Víkverji vill vera upplýstur. Þessvegna fór hann í ljósabúð á dög- unum og festi kaup á þessu líka smekklega ljósi frá framleiðandanum Brilliant. Víkverji er ekki mikill raf- virki og telur miklar líkur á að raf- magni slái út í heilu byggðarlögunum fari hann að skrúfa niður og festa upp ljós og luktir. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að hann lesi á umbúð- ir. Það forvitnilega við textann á um- búðunum utan um ljósið frá Brilliant var ekki varan sjálf, heldur hvar hún var framleidd. Fyrirtækið, sem mun vera næststærsti ljósaframleiðandi í Evrópu, er nefnilega í Gnarrenburg, litlu þorpi í Norður-Þýskalandi. Gárungarnir hafa nefnilega heyrst kalla Reykjavík Gnarrenburg eftir að nýr borgarstjóri tók við völdum. Nú er hægt að upplýsa að nafnið er upp- tekið, en hins vegar væri við hæfi að Jón Gnarr leitaði til kollega síns í Gnarrenburg með það í huga að koma á vinasambandi milli Reykjavíkur og þessa þrjú þúsund manna þorps í Neðra-Saxlandi. x x x Víkverji hefur ávallt haft dálæti áleikaranum og leikstjóranum Clint Eastwood, allt frá því hann lék í myndunum Arnarhreiðrinu með Richard Burton og kúrekamyndinni High Plains Drifter. Upp á síðkastið hefur Eastwood haft sérstakt lag á að koma á óvart. Í myndinni Gran Tor- ino lék hann forpokaðan gamlan mann, sem vingast við dreng af hmong-þjóðflokknum og í Million Dollar Baby var hann í hlutverki hnefaleikaþjálfara, sem tekur unga stúlku upp á arma sína. Nýjasta mynd Eastwoods var frumsýnd fyrir helgi og ber hún heitið Hereafter, sem útleggja mætti Hinumegin og snýst um hvað taki við eftir dauðann. Slíkar spurningar hafa ekki þvælst fyrir vígreifum hetjum Eastwoods hingað til. „Þessar hugsanir fara í gegnum kollinn á öllum af og til,“ seg- ir Eastwood í samtali við New York Times. „Er líf eftir dauðann? Hvernig er það? Öll helstu trúarbrögðin hafa reynt að eiga við þessa spurningu.“ Og nú hefur Eastwood lagt sitt lóð á vogarskálarnar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 bölvar mikið, 8 syfjuð, 9 trylltum, 10 læri, 11 gamla, 13 vondur, 15 laufs, 18 dreng, 21 fúsk, 22 ósanna, 23 glufur, 24 fugl. Lóðrétt | 2 slítur, 3 kyrr- sævi, 4 skömm, 5 sæg, 6 bí- lífi, 7 lítill, 12 ró, 14 biblíu- nafn, 15 þvættingur, 16 flangsast upp á, 17 álögu, 18 listar, 19 afturkallaði, 20 landabréf. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skass, 4 barms, 7 ætlar, 8 refur, 9 orð, 11 torf, 13 gaum, 14 eitra, 15 flet, 17 traf, 20 tal, 22 tolla, 23 jurta, 24 korði, 25 terta. Lóðrétt: 1 skært, 2 aflar, 3 skro, 4 barð, 5 rofna, 6 særum, 10 rotta, 12 fet, 13 gat, 15 fátæk, 16 eflir, 18 rýrar, 19 flaga, 20 tapi, 21 ljót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 20. október 1728 Eldur kom upp í Kaupmanna- höfn og stóð í þrjá daga. Þá brann mikill hluti bókasafns Árna Magnússonar en flest skinnhandrit björguðust. 20. október 1905 Landsdómur var stofnaður til að dæma í málum gegn ráð- herrum fyrir brot á stjórnar- athöfnum. 20. október 1989 Borgarleikhúsið í Reykjavík var vígt. Það hafði verið þrettán ár í byggingu og var rúmir tíu þúsund fermetrar að flatarmáli. Í því voru þá tveir salir, annar fyrir 570 manns í sæti, hinn 270 manns. Nýr salur bættist við í októ- ber 2001. 20. október 2006 Kvikmyndin Mýrin var frum- sýnd. Leikstjóri var Baltasar Kormákur en hann gerði handrit ásamt Arnaldi Indr- iðasyni, en samnefnd bók hans kom út sex árum áður. Á rúmum tveimur mánuðum voru áhorfendurnir 81.850 og var Mýrin talin best sótta ís- lenska myndin síðan mæl- ingar hófust árið 1995. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. a3 Bxc3+ 5. bxc3 Rc6 6. e4 Rxe4 7. Dg4 f5 8. Dxg7 Df6 9. Dxf6 Rxf6 10. Rf3 b6 11. d5 Ra5 12. Rd4 Kf7 13. dxe6+ dxe6 14. Bf4 Ba6 15. Rf3 Re4 16. Re5+ Kf6 17. f3 Rd6 18. O-O-O Hhd8 19. h4 Rf7 20. Rd7+ Kg7 21. Hh3 Kh8 22. Bg5 Rxg5 23. hxg5 Kg7 24. Hh6 Bxc4 25. Bxc4 Rxc4 26. Hdh1 Hh8 27. f4 c5 28. Hxe6 Hae8 Staðan kom upp í opna flokki Ól- ympíuskákmótsins í Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rússlandi. Stórmeistarinn Baadur Jobava (2710) hafði hvítt gegn stigahæsta skákmanni heims, Magnusi Carlsen (2826). 29. Hxh7+! Hxh7 30. Hxe8 Kf7 31. Ha8 Hh1+ 32. Kc2 a5 33. Ha7 Rxa3+ 34. Kd2 Hh2 35. Rxb6+ Kg6 36. Hxa5 Hxg2+ 37. Kd1 Rb1 38. Hxc5 Rd2 39. Rd5 Re4 40. Hc6+ Kf7 41. Re3 og hvítur vann skákina nokkru síðar. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Zia finnur drottningu. Norður ♠Á63 ♥KG ♦ÁK42 ♣K432 Vestur Austur ♠DG42 ♠10975 ♥83 ♥D92 ♦D8765 ♦103 ♣98 ♣DG106 Suður ♠K8 ♥Á107654 ♦G9 ♣Á75 Suður spilar 6♥. Í þætti gærdagsins sást hvernig Brad Moss vann 7♥ glæsilega með tvöfaldri þvingun eftir útspil í trompi. Á hinu borðinu varð Zia Mahmood sagnhafi í 6♥ og fékk út spaða. Frá bæjardyrum Zia virtist bráðnauðsyn- legt að finna trompdrottninguna til að ná í tólf slagi. Og það gerði hann svika- laust. Zia lét trompið hreinlega eiga sig. Hann drap fyrsta slaginn á ♠K og spil- aði tígli á ás. Tók svo ♠Á og trompaði spaða. Spilaði tígli á kóng og trompaði tígul, en austur henti laufi. Það voru góð tíðindi. Zia lauk undirbúningnum með því að taka ♣Á-K og trompa tígul í fjórða sinn. Þá voru fjögur spil á hendi. Heima átti Zia ♥Á107 og lauf- hund, en í borði tvo laufhunda og ♥KG. Hann spilaði laufi og lagði upp. Vel spilað, en „þrettán út“. „Ég ætla bara að mæta deginum með brosi á vör og láta koma í ljós hvað hann ber í skauti sínu. Svo drekk ég væntanlega kaffi með nánustu ætt- ingjum í kvöld,“ segir Grétar Þorsteinsson sem er sjötugur í dag. Grétar hélt síðast upp á stórafmæli þegar hann varð fimmtugur og það er honum afar minnis- stætt. „Það var síðasta stórafmælið í ættinni þar sem foreldrar mínir voru enn við þokkalega heilsu og við feðgarnir gátum tekið lagið saman, eins og við gerðum oft í gegnum tíðina.“ Grétar lét af embætti forseta ASÍ í október 2008 og daglegur erill hefur minnkað mikið síðan þá. Undanfarna daga hefur Grétar notið síðsumarsins í sumarbústað sínum í Gnúpverja- hreppi, nánar tiltekið í landi Stóra-Hofs, skammt frá Árnesi. Tré- smíðafélag Reykjavíkur keypti jörðina upp úr 1990, þegar Grétar var formaður, og gaf félagsmönnum kost á reitum undir bústaði. Grétar tryggði sér reit nokkru síðar. Grétar hefur verið ötull við skógrækt en hann giskar á að hann hafi gróðursett um 2000 plöntur, þar af nokkrar nú í haust. „Það er kominn ágætur skógur í kringum mig,“ segir Grétar. runarp@mbl.is Grétar Þorsteinsson er sjötugur Gróðursetti ágætan skóg Söfnun  Freyja Geirsdóttir, Brynhildur Inga Er- lingsdóttir, Arna Geirsdóttir og Kol- finna Dröfn Helga- dóttir héldu tombólu fyrir framan Björns- bakarí á Fálkagötu í Vesturbæ Reykjavík- ur. Þær söfnuðu 1.361 kr. sem þær færðu Rauða krossi Íslands. Flóðogfjara 20. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.51 3,5 11.01 0,9 17.05 3,6 23.15 0,8 8.34 17.52 Ísafjörður 0.42 0,5 6.44 1,9 12.57 0,5 18.56 1,9 8.47 17.49 Siglufjörður 2.46 0,4 8.57 1,2 15.02 0,4 21.11 1,2 8.30 17.32 Djúpivogur 1.55 2,0 8.09 0,7 14.14 1,9 20.16 0,7 8.05 17.20 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þér finnst greinilega gaman í vinnunni, og þess vegna nærðu svona langt. Reyndu að fá að vera í einrúmi part úr degi. Þú færð tilboð fljótlega sem slær þig út af laginu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vertu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir. Einhver kemur þér skemmtilega á óvart. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Kannski þarftu að takast á við erf- iða manneskju, kannski erfitt verkefni. Skilin á milli vináttu og ástar geta stundum vafist fyrir fólki. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Láttu engan þvinga þig til sam- komulags heldur láttu í þér heyra. Þér hefur fundist þú aðþrengd/ur að undanförnu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér tekst að miðla málum ef þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd/ur. Þér finnst sem einhver leyni þig einhverju. Það þýðir ekki að þú eigir að gefast upp. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Forðastu tal um peninga eins og heitan eldinn. Eldaðu frekar góðan mat og bjóddu til þín vinum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er rangt að halda um of í liðinn tíma. Horfðu framhjá mistökum þínum – hvað geturðu annað gert? (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Kuldalegt augnaráð manneskju í valdastöðu veldur þér áhyggjum. Sinntu starfi þínu af kostgæfni, það kemur að viðurkenningu, þótt síðar verði. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hæfileiki þinn til þess að vera úrræðagóður nýtur sín vel núna. Einbeittu þér að endurbótum og endurskipulagningu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Dagurinn er góður fyrir fasteigna- viðskipti. Það er eins og allir vilji ná athygli þinni og þú mátt hafa þig allan við. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Eru engar lausnir í sjónmáli? Með því að hreinsa af borðinu, býrðu til páss fyrir eitthvað nýtt. Taktu þér frí ef þú átt þess nokkurn kost. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú átt sjaldan frí en þar sem það er framundan skaltu reyna að njóta þess í botn. Allt verður á sínum stað er þú snýrð til baka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.