Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG SKAL HJÁLPA ÞÉR SJÁÐU BARA HVERSU MIKLU MINNA VIÐ KOMUM Í VERK ÞEGAR VIÐ TÖKUM HÖNDUM SAMAN ÞÚ TRÚIR EKKI AÐ ÉG VERÐI ALLTAF ÁNÆGÐ MEÐ LÍFIÐ. HEILSAÐU UPP Á MIG ÞEGAR ÉG VERÐ SEXTUG ÞAÐ MUN ÉG GERA! GOTT OG VEL. ÉG VERÐ ÁNÆGÐ AÐ SJÁ ÞIG! NÁÐIRÐU ÞESSU? VÍKINGUR VERÐUR AÐ KUNNA AÐ FORGANGSRAÐA RÉTT... ...VERA VISS UM HVAÐ Á AÐ GANGA FYRIR Í LÍFINU ÉG HELD AÐ ÞÚ ÞURFIR FYRST OG FREMST AÐ VELJA MILLI „B” OG „B” HVAÐA „B”? BJÓRINN EÐA BÁTURINN SÉRÐU ÞETTA NAMMI VIÐ ENDANN Á BARNUM? ÞORIRÐU AÐ BJÓÐA HENNI ÚT AÐ BORÐA? AUÐVITAÐ! HVERNIG GEKK? HÚN SAGÐI AÐ ÉG VIRKAÐI INNAN- TÓMUR EKKERT ENNÞÁ SKYNJARINN HEFUREKKI NUMIÐ VOTT AF RAFMAGNI EN NÚ ER EITTHVAÐ AÐ GERAST ELECTRO HLÝTUR AÐ VERA SKAMMT UNDAN! VERIÐ VELKOMIN Í ÞETTA PÁSKABOÐ Á PÁSKUNUM MINNUMST VIÐ ÞESS ÞEGAR FORFEÐUR OKKAR VORU LEIDDIR ÚT ÚR EGYPTALANDI. ER EITTHVAÐ SEM YKKUR DETTUR Í HUG SEM VIÐ ERUM ÁNÆGÐ MEÐ AÐ VERA FRJÁLS FRÁ, Í DAG? JÁ, AÐ VERA FRJÁLS FRÁ SKÓLANUM VISSULEGA ERUÐ ÞIÐ ÞAÐ YFIR PÁSKAHÁTÍÐINA Brottvísun Ég óttast að Jesús Kristur fái ekki fram- lengt dvalarleyfi sitt á Íslandi. Óttast að stofnanir og mann- réttindaráð vísi hon- um úr landi, þegar börnin og reyndar þjóðin öll þarf mest á handleiðslu hans og kenningum að halda. Svo legg ég til að bókin „Býr Íslend- ingur hér?“ sem inni- heldur minningar Leifs Muller úr þrælkunarbúðum nasista, verði lesin í grunnskólum landsins. Þuríður Guðmundsdóttir. Eins og „kerl- ingar“ … eða ekki? Það er leiðinlega al- gengt í fjölmiðlum að heyra knattspyrnu- spekinga, þjálfara og leikmenn í karlaknatt- spyrnu tala um að leik- maður eða lið spili eins og „kerling/ar“ og því sé ekki „von á góðu“. Við þá vil ég segja: Ef svo væri, þá hefði A- landslið karla kannski spilað eins og einu sinni á EM! Margrét Bragadóttir. Ást er… … að kaupa fyrsta heimilið, saman. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa og postu- línsmálun kl. 9, útskurður, postulín og Grandabíó kl. 13. Árskógar 4 | Handavinna kl. 9, smíði/ útskurður og heilsugæsla kl. 10, söng- stund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Brids/vist, glerlist allan daginn, handavinna. Bústaðakirkja | Samvera kl. 13. Föndr- að og spilað við 11 ára börn úr Fossvogs- skóla, Kristjana Skúladóttir syngur. Sóknarprestur annast ritningarlestur. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, leik- fimi kl. 10, Bónusferð kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, vefn- aður kl. 9, leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Ganga frá Ásgarði kl. 10, söngvaka kl. 14, um- sjón hafa Helgi Seljan og Sigurður Jóns- son, kóræfing Söngf. FEB kl. 17. Félagsheimilið Boðinn | Leikfimi kl. 12, spilað kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30 og 10.30, glerlist kl. 9.30, leiðb. í handav. kl. 10-17, félagsvist kl. 13, við- talstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9, tréskurður, kl. 9.30, ganga kl. 10, postulínsm. og silfursmíði kl. 13. Ís- lendingasögur kl. 16. Vetrarfagnaður kl. 14, Skólakór Snælandsskóla syngur und- ir stjórn Svövu Ingólfsdóttur, Kristjana Skúladóttir syngur. Vöffluhlaðborð. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15 og 12, kvenna- leikfimi kl. 9.15 og 10 í Sjálandi og kl. 11.15 í fimleikasal Ásgarðs, bútas. og brids kl. 13. Miðasala á dansleik kl. 13-15. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Breið- holtslaug kl. 9.50, leikfimi kl. 10, sungið og dansað, umsj. Sigurður R. Guð- mundsson, spilasalur opinn frá hádegi. Grensáskirkja | Samverustund kl. 14. Háteigskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 11, brids kl. 13. Hraunsel | Pútt kl. 10, línudans kl. 11, boltaleikfimi kl. 12, glerbræðsla, handa- vinna og tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40 og kór kl. 16. Ferð til Hitaveitu Suðurnesja. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30, vinnustofa kl. 9. Böðun f. hádegi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50, Stefánsganga kl. 9, tíurnar kl. 10, listasmiðjan kl. 9, postulín, steinamálun, trémálun, o.fl. Soffíuhópur kl. 9. Mynd- listarsýning Hrafnhildar Baldvinsdóttur opin kl. 9-16. Tölvuleiðb. tvisvar í viku. Íþróttafélagið Glóð | Ganga í Versölum kl. 16. Uppl. í s. 554-2780 og á glod.is Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðja á morgun kl. 13 með gleriðnað og tréút- skurð og pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Bókmenntaklúbbur á morgun kl. 13.30 í Eirborgum og sjúkraleikfimi kl. 14.30 í Eirborgum. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30, námskeið í gler- málun kl. 13. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, fjallar um sálmaforleiki fyrr og síðar. Veitingar. Norðurbrún 1 | Útskurður og hjúkr- unarfræðingur kl. 9, félagsvist kl. 10. Vesturgata 7 | Sund, spænska og tré- skurður kl. 10, myndmennt kl. 13, versl- unarferð í Bónus kl. 12.10. Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréút- skurður og bókband kl. 9, handavinna kl. 9.30, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.20, framhaldssaga kl. 12.30, dans kl. 14 við undirleik Vitatorgsbandsins. Skarphéðinn Ásbjörnsson segirnærri þrisvar sinnum ódýrara að liggja á sjúkrahúsi á Sauðár- króki en í Reykjavík, að minnsta kosti fyrir Skagfirðinga. Suður við viljum fara fæst, ferðir og umstang með því spara. Og það er svona því sem næst, þrisvar sinnum ódýrara. Hann heggur eftir því að Reyk- víkingar vilja ólmir skera niður sjúkrahúsþjónustu á landsbyggð- inni og þykir það í samræmi við þróun atvinnumála á undanförnum áratugum: Sjúklinga viljum fá hér fús, af festu í landsbyggðina kroppum. Síðan byggjum við hátæknihús, svo hægt sé að loka fleiri sjoppum. Sigrún Haraldsdóttir spurði kerl- inguna á Skólavörðuholtinn um karlinn á Laugavegi, sem sendi henni kveðju í gær í Vísnahorni. Kerlingin lætur engan eiga inni hjá sér: Það tekur því varla að tala um það grín, ég trúi hann sé endemis melur, ef larfinn þann reyni að lokka til mín þá laumast hann óðar í felur. Það er alltaf hátíð þegar Davíð Hjálmar Haraldsson kastar fram limru: Ég landann í staupið læt streyma og stöðugt ég brugga og eima, í dýrlegum friði ég dreypi á miði og gubba í garðinum heima. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af sjúkrahúsi og bruggi ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.