Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 - nýr auglýsingamiðill Finnur.is er nýr miðill fyrir þá sem eru að leita að vinnu, húsnæði, bíl og nánast hverju sem er. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Tilboð á finnur.is TexTi + logo 6.500 kr. Hægt er að senda pantanir á finnur@mbl.is eða í síma 569-1107 –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðun Bátar Smábátaeigendur eru ósáttir við túlkun bankans á dómi Hæstaréttar. enda þar með talinna, falli ekki undir dóm Hæstaréttar, sjáum við enga aðra leið færa en að safna saman lánasamningum og fá hlut þessara aðila réttan fyrir dómi.“ Örn segir að Landssambandið geti ekki sjálft sótt málið, heldur verði hlutaðeigandi smábáta- eigendur að stofna sérstakt félag utan um málsóknina, en sambandið muni styðja þá eftir bestu getu. „Markmiðið er að vinna að heild- arlausn á skuldavanda fyrirtækja í smábátaútgerð, með hópmálsókn eða öðrum aðgerðum.“ Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Smábátasjómenn undirbúa nú hóp- málsókn gegn Landsbankanum vegna túlkunar bankans á dómi Hæstaréttar í gengislánamálinu svokallaða. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir slíka málsókn vandmeðfarna og að vanda verði til verksins. „Þar sem Landsbankinn hefur lýst því yfir að hann meti það svo að lána- samningar fyrirtækja, smábátaeig- Smábátasjómenn undirbúa málsókn STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,11 prósent í viðskiptum gærdags- ins og var lokagildi vísitölunnar 193,3 stig. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 1,64 prósent en sá óverð- tryggði hækkaði um 0,19 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði nam 14,3 milljörðum króna í gær og voru mun meiri viðskipti með verðtryggð bréf en óverðtryggð. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk- aði um 0,94 prósent í afar litlum við- skiptum. Bréf Atlantic Airwaves lækk- uðu um 1,79 prósent, en bréf Össurar hækkuðu um 0,93 prósent. Velta með hlutabréf nam átta milljónum króna. Skuldabréf lækka ● Ný könnun Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins leiðir í ljós að 52% stjórnenda telja að laun muni standa í stað á næstu sex mánuðum en 45% telja að laun muni hækka. Þetta kemur í frétt á vef Samtaka atvinnulífs- ins, sa.is. Samanvegið reikna stjórn- endur með að laun hækki um 1,4% að meðaltali á næstu 6 mánuðum. Í flest- um atvinnugreinum er reiknað með hækkunum á bilinu 1-1,5%, nema í byggingariðnaði þar sem ekki er reikn- að með neinum hækkunum. 62% stjórnenda telja að laun starfs- manna hækki á milli áranna 2009 og 2010 en 31% að laun standi í stað. Að meðaltali telja stjórnendur að laun hækki um 1,8% milli áranna 2009 og 2010. Líkt og í fyrri könnunum telja nær allir aðspurðra sig hafa nægt starfsfólk og einungis 8% búa við skort á starfsfólki. Ráðningaráform stjórn- enda benda til þess að það syrti í álinn á næstu 6 mánuðum þar sem 25% þeirra hyggjast fækka starfsmönnum en 17% fjölga. Gera ráð fyrir lítt breyttum launum Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Kínverski seðlabankinn hækkaði í gær vexti sína um 25 punkta. Er þetta fyrsta vaxtahækkun bankans í þrjú ár, en hækkunin er til marks um vaxandi áhyggjur yfirvalda af verðbólguþróun og hættunni á eignabólumyndun. Tilkynnt var um vaxtahækkunina áður en hagvaxtarmæling þriðja árs- fjórðungs og verðbólgutölur fyrir sept- embermánuð verða opinberaðar. Lík- legt verður að teljast að verðbólga mælist vel yfir þeim 3% markmiðum sem stjórnvöld höfðu sett sér fyrir þetta ár. Verðbólga mældist 3,5% í ágústmánuði og hafa því raunvextir á sparnað í mörgum tilfellum verið nei- kvæðir að undan- förnu og á sama tíma hefur orðið feikileg útlána- aukning í banka- kerfi landsins. Það sem af er ári hafa stjórnvöld ekki reynt að slá á of- þenslu og verð- bólgu með því að hækka bindiskyldu bankastofnana. Líklegt verður að telja að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið og að áhrifa þeirra muni gæta með mark- tækum hætti á gjaldeyrismörkuðum. Vaxandi vaxtamunur milli Kína og Vesturlanda ætti að leiða til styrkingar júansins, það er að segja kjósi seðla- banki landsins ekki að grípa inn í. Sem kunnugt er reka kínversk stjórnvöld ígildi fastgengisstefnu gagnvart Bandaríkjadal, en þau hafa verið undir miklum þrýstingi um að leyfa gjald- miðli sínum að styrkjast og þar með auka innlenda eftirspurn eftir innflutt- um vörum og draga þar með úr gríð- arlegum afgangi sínum af milliríkjavið- skiptum. Slík styrking hefði verðhjöðnunar- áhrif í kínverska hagkerfinu en hins vegar gæti það grafið undan útflutn- ingi hagkerfisins og leitt til vaxandi at- vinnuleysis. Vextir hækkaðir í fyrsta sinn í þrjú ár í Alþýðulýðveldinu  Þrálát verðbólga  Óvissa um áhrif á gjaldeyrismörkuðum Kína Hærri vextir. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Ef gert er ráð fyrir því að um 16 milljarðar fáist fyrir Haga, má gera ráð fyrir því að Arion banki muni þurfa að afskrifa um 20-24 milljarða króna af skuldum 1998 ehf. við bankann. Móðurfélag Haga, 1998 ehf., skuldaði bankanum um 263 millj- arða evra, 40 milljarða króna, í árs- lok 2008 og svo fór að Arion tók fé- lagið yfir. Eina eign 1998 eru Hagar, sem bankinn er búinn að setja í opið söluferli. Skuldir Haga hafa verið lækk- aðar niður í 12 milljarða króna eftir að verslanakeðjurnar 10-11 og SMS í Færeyjum voru skildar frá rekstri fyrirtækisins. Vaxtaberandi skuldir Haga voru fyrir þessar breytingar um 14,5 milljarðar króna, sam- kvæmt nýjasta ársuppgjöri fyrir- tækisins. Um 28 milljarðar króna Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gæti verðmæti Haga numið nálægt sjöföldum hagnaði fyrirtækisins fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA). Þessi útreikningur styðst við meðalhlutfall EBITDA- hagnaðar og verðmætis sambæri- legra fyrirtækja erlendis. Miðað við það eru Hagar 28 milljarða króna virði, en EBITDA var á síðasta ári um fjórir millj- arðar króna. Reyndar verður að hafa í það í huga að inni í EBITDA- tölunni eru tekjur af rekstri 10-11 og SMS og því er EBITDA-hagn- aður Haga eftir breytingarnar eitt- hvað lægri. Er 28 milljarða verðmatið því í hærri kantinum, miðað við áður- nefndar forsendur. Af þessu má ráða að söluandvirði Haga mun ekki duga til að greiða upp skuldir 1998 ehf. við bankann og því stend- ur bankinn frammi fyrir umtals- verðum afskriftum á þeim lánum. Þarf að af- skrifa mikið af skuldum 1998 Morgunblaðið/Heiddi Búðir Verslanakeðjurnar Bónus og Hagkaup eru meðal verðmætustu eigna Haga, en í samstæðunni eru einnig m.a. Zara, All Saints og TopShop.  Salan á Högum mun vart duga fyrir heildarskuldum 1998 ehf. við Arion Verðmætið » Enska hugtakið Enterprise Value (EV) er stundum notað í stað markaðsvirðis fyrirtækja. » EV er fengið með því að leggja skuldir við markaðsvirði og draga frá reiðufé. Hlutfall EVog EBITDA-hagnaðar er- lendra matvörukeðja er að meðaltali um 7. » Þar sem EBITDA-hagnaður Haga er þekktur er hægt að reikna út EV hjá Högum, sem er um 28 milljarðar króna. » Að frádregnum vaxtaber- andi skuldum er söluvirði Haga því vart mikið meira en 16 milljarðar króna.                                           !"# $% " &'( )* '$* +++,-- +./,0+ +01,22 20,30- +1,042 +/,.0- ++5,13 +,4/.- +.5,0- +55,+/ +++,.+ +./,-- +01,5- 20,3/5 +1,033 +/,.54 ++/,4 +,4.+- +.5,5/ +55,51 20/,/+34 +++,13 +./,3. +01,3/ 20,12/ +1,+-- +/,302 ++/,/2 +,4.5- +./,03 +5/,02

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.