Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 28
28 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Næstkomandi laugardag, 23. október, efnir hópur tónlistar- manna undir forystu Kristjáns Jóhannssonar til tónleika í Víði- staðakirkju til styrktar MND félaginu á Íslandi. Með Krist- jáni verða nokkrar skærustu söngstjörnur landsins og flytja þau léttklassísk verk, einsöngs- lög og dúetta sem höfða til breiðs hóps áheyrenda. Lista- fólkið gefur vinnu sína og renn- ur allur ágóði til íbúðasjóðs MND félagsins. Félagið vinnur að því að koma upp íbúð sem hreyfihamlað fólk af landsbyggðinni getur fengið afnot af. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og kostar miðinn 3.500 krónur. Tónlist Styrktartónleikar fyrir MND félagið Nokkrir aðstand- endur tónleikanna. Upphitun fyrir kvennafrídag- inn er fram haldið með fjöl- breytilegri hádegisdagskrá á Kjarvalsstöðum alla daga vik- unnar. Skotturnar hafa veg og vanda af dagskránni en við- burðirnir fara fram innan sýn- ingarinnar Með viljann að vopni. Þeir hefjast kl. 12.30 og standa yfir í hálftíma. Í dag, miðvikudag, koma fram þær Lay Low og Agnes Erna Estherardóttir. Þær leika tónlist á rólegu nótunum eftir Lay Low við ljóð valinkunnra kvenna. Um frumflutning nokkurra laga er að ræða. Á fimmtudag koma síðan fram þær Sigríður E. Friðriksdóttir og Kristín B. Ragnarsdóttir. Tónlist Lay Low og Agnes á Kjarvalsstöðum Lay Low flytur nokkur ný lög. Sýning Elínar Guðmunds- dóttur leirlistakonu, „Svartur bregður á leik“, stendur nú yfir á Skörinni hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 10. Verkin á sýningunni eru öll hand- mótuð úr svörtum steinleir og unnin á síðustu þremur árum. Á sýningunni má m.a. finna draumafangara, dísætar dósir og þilkistukorn fyrir gemsa. Elín stundaði nám í leirlista- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og út- skrifaðist árið 1988. Hún lauk einnig kennslurétt- indanámi frá Listaháskóla Íslands árið 2004. Sýningunni lýkur 26. október og hún er opin alla virka daga kl. 9-18 og um helgar kl. 12-17. Handverk Svartur bregður á leik á Skörinni Elín Guðmundsdóttir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Áskorunin sem sænska ljóðskáldið Kjell Espmark tekst á við í ljóðabók- inni Vetrarbrautinni felst í orðunum „Ljáðu mér rödd þína.“ Þar rýnir hann í alheim tímans, þar sem eitt andartak sérhverrar manns- ævi glitrar á vetrarbrautinni, opin- beranir sem líf fólks hverfist um. „Meðal þeirra má jafnvel sjá óra fyrir svartholi, örlögum svo sárum og óskiljanlegum, að þau megna ekki að gefa frá sér minnsta ljós,“ skrifar skáldið í formála. Og tekur sér svo fyrir hendur að endurskapa slíkar „leiftursýnir“, sem mynda endalausa röð, „sögu á spássíu Sögunnar með stórum staf“. „Enska útgáfan kemur út í lok árs- ins,“ sagði Espmark í samtali á skrif- stofu forlagsins Uppheima í byrjun vikunnar. „En hún getur ekki verið kölluð Milky Way, því það er súkku- laði, svo þar nefnist bókin: Lend Me a Voice. Hugmyndin er sú, að ef þú ímynd- ar þér að allt þitt líf sé þjappað saman í eitt augnablik, öll þín viðhorf og reynsla, og þetta er augnablik lífs þíns, þá eru í bókinni hundrað slík augnablik frá upphafi vega, allt frá manninum sem varð úti og varðveitt- ist sem ísklumpur, til okkar daga og jafnvel aðeins lengra, því maðurinn sem deyr á bekknum gæti verið ég – eftir að mannkynið líður undir lok.“ – Augnablikin eru sótt út um allan heim og líka til Íslands! „Ég hef setið sjálfur í grænni hlíð- inni, þegar ég kom hingað með sænsku akademíunni, og áttaði mig á því að ef ég hefði verið Gunnar [á Hlíðarenda], þá hefði ég verið um kyrrt. Og fylgst með þegar nálgaðist „glampandi sól í hverjum oddi“.“ – Sumir segja að hann hafi verið um kyrrt vegna Hallgerðar. „Ég hefði farið hvergi.“ – Þú velur oftast augnablik sem fela í sér trega og harm. „Fáein eru hamingjurík, en flest eru mjög grimmileg.“ – Af hverju? „Mannkynssagan er mjög vægð- arlaus.“ – Eiga örlög þessa fólks sem þú ljærð rödd í ljóðunum erindi við sam- tímann? „Þetta er alltaf fundur sem ég, maður á mínum aldri, á við þetta fólk á sínu tímaskeiði, þannig að þetta er ekki aðeins þeirra andlit, heldur líka mitt og mín rödd líka,“ segir Esp- mark. „Þetta er fólk sem varð undir og ég reyni að bjarga því. Svo er það spurn- ingin, sem gjarnan er borin upp af Dagens Nyheter um bækur úr fortíð- inni: Hvað kemur þetta okkur við? Við erum bara núna og hérna! Ég kalla þetta tíma-bundna sveita- mennsku. Af því að ég held að blaðið hafi mistúlkað skoðanir margra les- enda sinna, sem vilja einmitt ekki bara lesa um það sem er akkúrat núna, heldur einnig heyra um aðra heimshluta og önnur tímabil sög- unnar, átta sig á tilfinningum fólks og upplifunum. Annað kalla ég eig- inhagsmunasemi.“ – Eftir flakk um örlög og aldir, ertu einhverju nær um tilgang lífsins? „Ég held að það sé enginn gefinn tilgangur, heldur að við höfum fengið fágætt tækifæri til að skapa tilgang. Ég myndi aldrei segja að við fengjum hann á silfurfati; það er enginn algild- ur tilgangur. Bara þetta frábæra tækifæri.“ Í einni stemmningunni er tilgangs- ins leitað hjá Kant og Goethe, en finnst hjá barnabörnunum. „Já, það er grúskari. Við erum með marga slíka á landsbyggðinni í Sví- þjóð, sem leita að tilgangi lífsins með því að lesa skrítnar bækur. Ísinn brotnar undan öðrum slíkum, þegar hann gengur yfir með hestinn og vagninn, og á síðasta augnablikinu skilur hann til hvers var ætlast af honum – sem var auðvitað tálsýn.“ Espmark kom til Íslands fyrir nokkrum árum með sænsku aka- demíunni, eins og áður segir, en það er hún sem ákveður hver fær nób- elsverðlaunin í bókmenntum. „Við ferðuðumst um heiminn til að fræðast um bókmenntalífið og stöðu tungumálsins, sem við þurfum að vera meðvituð um í vali á nóbels- verðlaunahöfum, og byrjuðum auðvit- að á Íslandi,“ segir hann brosandi. „Svo fórum við fljótlega til Portú- gal. Ég man að forsætisráðherra Portúgals dró Saramago til okkar og sagði að þessum manni þyrftum við að veita verðlaunin.“ Hann brosir. „Þetta gerðist ekki á Íslandi.“ – Þið hlýdduð auðvitað, skýtur Njörður P. Njarðvík inn í, sem er við- staddur samtalið. „Mörgum árum síðar, en það hafði auðvitað ekkert með þetta að gera. Saramago blygðaðist sín greinilega fyrir þetta. Þetta var í óþökk hans.“ – Getur það haft þveröfug áhrif þegar stjórnmálin blandast inn í? „Gott dæmi um það er þegar [Czeslaw] Milosz fékk verðlaunin árið 1980. Þá var hann á meðal fimm til- nefndra í maí og manna líklegastur. En um sumarið náði Samstaða sínu fram í Póllandi og allt í einu leit út fyrir að valið væri alltof tækifær- issinnað. Það kom til tals að skipta um skoðun, en við ákváðum að það gætum við ekki, því pólitík mætti ekki spila inn. Og það gekk eftir, að sumir fjölmiðlar slógu því upp, að þetta væri pólitískt val, en svo var ekki.“ – En ég hlýt samt að spyrja, er ekki að koma aftur að Íslendingum? „Varir mínar eru innsiglaðar,“ seg- ir hann hátíðlega. „Ef þú spyrð mig aftur eftir fimmtíu ár, þá skal ég segja þér allt um það sem gerðist á þessu ári.“ Morgunblaðið/Golli Rithöfundurinn Kjell Espmark, höfundur bókarinnar Vetrarbrautin, er í sænsku akademíunni sem veitir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Fólki forðað frá gleymsku  Vetrarbraut nefnist ljóðabók Kjells Espmark, sem komin er út í þýðingu Njarðar P. Njarðvík  Í ljóðum sænska skáldsins óma raddir úr djúpum aldanna Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari kemur í kvöld fram á tónleikum í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Klassík í Vatnsmýrinni“. Leikur hún verk eftir Beth Anderson- Harold, J.S. Bach, Merrill Clark og Eugéne Yasfe. Hlíf Sigurjónsdóttir nam fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og var í framhaldsnámi við virta há- skóla í Bandaríkjunum og Kanada. Á námsárunum kynntist hún og vann með mörgum merkustu hljóð- færaleikurum tuttugustu aldar, þar á meðal William Primrose, Zoltan Szekely og György Sebök. Hlíf hefur haldið fjölda einleiks- tónleika og leikið með hljómsveitum víða. Í ágúst 2008 kom út tvöfaldur geisladiskur með öllum partítum og sónötum fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach í flutningi hennar. Þann 11. janúar síðastliðinn hélt Hlíf einleiks- tónleika í New York-borg og hlaut frábæra dóma. Á tónleikum hreifst tónskáldið Merrill Clark svo af flutningi hennar að hann hóf að skrifa verk er hann nefnir The Sorceress - Sigurjóns- dóttir Sonata. Verkið er í 5 köflum í nýklassískum stíl, þar er m.a. Pre- lude, Fugue og Chaconne. Á tónleik- unum frumflytur Hlíf prelódíuna. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er aðgangur ókeypis fyrir yngri en 21 árs. Hlíf leikur í Norræna húsinu Frumflytur nýtt verk tileinkað henni Hlíf Sigurjónsdóttir Fékk góða dóma fyrir tónleika í New York. Væntanlega eru allir sammála um það að tónlistarmenn eigi rétt á að fá greitt fyrir sköpun sína 31 » Málverk úr safni fyrirsætunnar Jerry Hall, fyrr- verandi eigin- konu Sir Micks Jaggers, voru í vikunni seld á tveimur upp- boðum hjá Sothe- by’s fyrir fjórar milljónir punda, um 700 milljónir króna. Hall seldi 14 málverk. „Þetta snýst um að sleppa tökum á fortíð- inni,“ segir hún. Dýrasta verkið, portrett eftir Frank Auerbach, var slegið á 1,7 milljónir punda. Málverk sem Lucien Freud málaði af Hall þegar hún var gengin átta mánuði með fjórða barn þeirra Jaggers, var selt á eina milljón punda. Hall selur mál- verk fyrir fjórar milljónir punda Jerry Hall Erindi úr Vetrarbraut Ég vildi leita ráða hjá Goethe en brast kjarkur, sneri við í dyrunum. Lyfseðill hans gegn tortímingu var sól – sá sem opnaði brjóst sitt að láta lungu og hjarta fyllast sól héldi áfram að ljóma þótt tilveran slokknaði. En hvernig má það vera, svona líkamlega séð? Ég var einfaldur barnakennari og las Kant fyrir svefninn en skildi ekki neitt og grýtti „Gagnrýni á skynsemina“ í vegginn. Nú gat Goethe einn læknað ótta minn við dauðann. En ekki þurfti ég að ónáða leyndarráðið. Þegar ég lék mér eitt kvöld við barnabörnin sem hárreyttu mig og hæddust að því hve ég var hjólbeinóttur skein sólin beint inn í brjóstið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.