Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 RISA FORNBÓKAMARKAÐUR Bókin ehf Klapparstígur 25-27 (á horni klapparstígs og hverfisgötu) Sími 552 1710. Opið virka daga 12-18 laugardaga 12-17 Efnum til bókaveislu daganna 20.- 27. nóvember Tugþúsundir bóka í boði Bókaveislan hefst á hádegi Verið velkomin 50%afslátturaf öllum bókumí versluninni Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ramzan Kadyrov, forseti sjálfsstjórnarlýðveldis- ins Tsjetsjeníu í Rússlandi, segir að allir skæru- liðarnir sem réðust inn í þinghús héraðsins í gær- morgun hafi verið felldir. Tók það herinn um 20 mínútur að ná stjórn á aðstæðum eftir að hann réðst gegn árásarliðinu en ekki er vitað hversu fjölmennt það var, sennilega fimm eða sex manns. Mennirnir gerðu skyndiárás með sprengjum og byssum, hrópandi íslömsk slagorð. Þingmönnum Tsjetsjena létu lífið í stríðum við rússneska herinn eftir að héraðið lýsti yfir sjálfstæði í kjölfar upp- lausnar Sovétríkjanna 1991. Stjórnvöld í Moskvu hafa í mörg ár barist við íslamska skæruliða sem hafa fært sig upp á skaftið í Tsjetsjeníu og öðrum Kákasushéruðum. Margir á svæðinu eru múslím- ar eins og Tsjetsjenar. Rússar sendu í gær frá sér á ný alþjóðlega handtökuskipun á Akhmed Zakajev, útlægan leið- toga Tsjetsjena sem krefjast sjálfstæðis en hann býr í London. Rússar segja hann hafa skipulagt hryðjuverk. Árás í Grozní hrundið  Rússar senda frá sér handtökuskipun á sjálfstæðissinnann Zakajev í London tókst með naumindum að forða sér upp á efri hæð hússins í höfuðstaðnum Grozní. Minnst einn innrásarmannanna mun hafa sprengt sig. Þrír örygg- isverðir og einn óbreyttur borgari féllu í árásinni, að sögn rússneskra fjölmiðla, og 17 að auki særðust. Kadyrov nýtur stuðnings Rússa og hefur verið sakaður um margvísleg mannréttindabrot. Tugþúsundir Ramzan Kadyrov Þótt tíu sinnum fleiri villisvín séu nú veidd í Frakklandi en fyrir 30 árum fjölgar þeim stöðugt og sama er að segja um Evrópulönd eins og Þýska- land og Ítalíu. Frakkar skutu 560.000 dýr í fyrra en þessi mikla veiði virðist ekki duga til. Svínin valda ýmsum vanda. Nún- ingur er milli bænda og veiðimanna sem valda stundum tjóni á ökrum, liðlega 20 þúsund dýr lentu árekstri við bíla í fyrra. Villisvín í Þýskalandi éta m.a. sveppi og ber sem eru menguð geislavirku caesium sem féll þar eftir Tsjernobyl-kjarnorkuslysið í Úkraínu 1986. Kjötið er því vara- samt og einnig geta villisvín oft bor- ið með sér sníkjudýr og hættulega smitsjúkdóma. Ekki er vitað hvað veldur aukinni viðkomu hjá dýrunum en gylturnar eignast að jafnaði fimm grísi. Ógnandi Villisvín eru öflug dýr og afskaplega vel tennt. Svín í út- rásarhug Fjölgun í Evrópu David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Liam Fox varnarmálaráð- herra áttu í gær fund með æðstu mönnum hersins til að kynna þeim mesta niðurskurð í nær tvo áratugi. Næstu árin verða engar breskar þotur á nýju flugmóðurskipi og fækkað verður í landhernum um 7000 manns. Reuters Þú færð ekki meira! Búið er að finna lík allra námumann- anna 37 sem lokuðust inni þegar gas- sprenging varð í kolanámu í Kína á laugardag. 239 manns tókst að kom- ast út en um 2500 tonn af koladufti þyrluðust upp við sprenginguna. Hvergi verða jafn mörg námuslys og í Kína, um 2600 dauðaslys urðu í fyrra en þeim hefur þó fækkað um rösklega helming frá 2004. Nú hafa reglur í Kína enn verið hertar og embættismenn námufyr- irtækjanna verða nú að vera með námumönnum niðri í námunum sem ætti að verða öflugur hvati til að efla öryggið, segir í frétt BBC. En þegar hefur heyrst um dæmi þess að farið sé í kringum regluna. Í einni námunni voru sjö námumenn að nafninu til gerðir aðstoðarfor- stjórar og taldist þá reglunum vera fullnægt. kjon@mbl.is Lík námumanna í Kína fundin Yfirvöld herða öryggisreglurnar Kolin mikilvæg » Um 70% af allri orku í Kína koma frá kolakyntum orkuverum. » Ríkið framleiðir 40% af öllum kolum en þar verða um 80% dauðaslysa í kolanámum. » Kínverskur námumaður er 100 sinnum líklegri til að deyja af slysförum en bandarískur starfsbróðir hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.