Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Íbúðalánasjóður eignaðist í gær 44 íbúðir í tveimur blokkum í Vindakór í Kópavogi með því að bjóða þrjár milljónir króna í hverja og eina íbúð. Alls námu kröfur sjóðsins í blokkina um einum milljarði. En þar með eru kröfurnar sem á þeim hvíla alls ekki upp taldar. Talið er að um 500-700 milljónir kosti að ljúka við húsin sem nú liggja undir skemmdum, sam- kvæmt lauslegu mati HK-fasteigna, fasteignafélags í eigu VBS-bankans sem var skráður eigandi íbúðanna þar til í gær. Sló blokkina í eldhúsinu Uppboðið var haldið í íbúð á 2. hæð stigagangs númer 2 við Vinda- kór. Sú íbúð og nokkrar aðrar í sama stigagangi eru hvað lengst komnar. Búið er að pússa veggina, draga raf- magn í leiðslur og setja upp nokkra ofna. Á baðherberginu er búið að setja upp sturtubotn en hvorki nudd- baðkar né sturtuklefa með nuddstút- um, eins og ætlunin var. Aðrar íbúðir eru flestar mun skemmra á veg komnar og aðeins er búið að setja gólfefni á eina íbúð, sýningaríbúð á 1. hæð. Það er reyndar ónýtt eftir vatnsleka. Í íbúðinni þar sem uppboðið fór fram er aðeins merki um vatnsleka við einn vegg íbúð- arinnar en af mönnum sem þekkja húsið og voru viðstadd- ir uppboðið mátti heyra að það væri lítið. Báðar blokkirnar liggja undir skemmdum. Á ann- arri þeirra er ekki búið að ljúka við að klæða húsið með flísum og á hinni blokkinni er ekki byrjað að setja klæðninguna upp. Ein- angrun sem er utan á blokk- unum er því víðast illa eða óvarin fyrir vatni og vind- um. Í vetur verður að kynda blokkirnar til að koma í veg fyrir frekari rakaskemmdir. Fulltrúi sýslumanns og rit- ari voru mætt með viðeigandi skjöl og lítinn hamar. Þá var allt til reiðu. Brynjar Kvaran eyddi ekki miklum tíma til að ræða formsatriði, enda vissu allir við- staddir um hvað málið snerist. Það varð strax ljóst að aðeins einn aðili ætlaði að bjóða í íbúðirnar; Íbúða- lánasjóður. Brynjar lýsti eftir boðum og Magnús Barðdal Reynisson, lög- fræðingur hjá Íbúðalánasjóði, bauð þrjár milljónir. „Ég lýsi eftir frekari boðum. Fyrsta, annað. Ég lýsi eftir frekari boðum í þriðja og síðasta sinn. Ekkert kemur fram,“ sagði Brynjar og sló hamrinum í lágan vegg sem skildi að eldhús og borð- stofuna. „Þá er það næsta eign.“ Þannig gekk uppboðið fyrir sig á öll- um íbúðunum 44, ekki var gengið íbúð úr íbúð heldur voru þær allar boðnar upp í eldhúsinu í íbúðinni á 2. hæð. Fulltrúi Íbúðalánasjóðs bauð ávallt þrjár milljónir og aðeins liðu tæplega 40 mínútur þar til uppboðið var um garð gengið. Þó fór nokkur tími í deilur milli fulltrúa Íbúðalána- sjóðs og fulltrúa VBS-banka um hvort flísar og innréttingar í kjallara tilheyrðu íbúðunum eða væru lausafé sem ekki ætti að bjóða upp. Bókað var um þetta á báða bóga. Íbúð slegin á mínútu  Íbúðalánasjóður eignast 44 íbúðir á uppboði í blokkunum við Vindakór 2-8  Talið að 500-700 milljónir kosti að ljúka við bygginguna  Einn bjóðandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Stórar íbúðir Ítrekað hefur verið brotist inn í blokkirnar og ýmsu stolið, m.a. kamínum sem búið var að setja upp í íbúðunum. Meðalstærð íbúðanna er 145m². Sú minnsta er 115 m² en sú stærsta er 194,6 fermetrar. Íbúðirnar átti að afhenda með afar glæsilegum innréttingum, m.a. nuddbaðkari. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Maðurinn sem slasaðist í spreng- ingu á heimili sínu á Siglufirði á mánudag liggur nú á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hlaut alvarlega áverka, meðal ann- ars brunasár, en er ekki í lífshættu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri sem annast rannsókn málsins virð- ist maðurinn hafa verið að vinna með slípirokk þegar neisti komst í eldfim efni sem voru geymd á neðri hæð hússins. Lögreglan segist eiga eftir að fá úr því skorið hvaða efni þetta hafi verið, en um er að ræða einhverskonar eldfiman vökva. Það skýrist vonandi þegar hægt verði að ræða við manninn. Neisti komst í eldfiman vökva Í ár hafa verið fryst tæplega 17 þúsund tonn af uppsjávar- afurðum í fisk- iðjuveri HB Granda á Vopna- firði. Þetta er nýtt vinnslumet en 2004 voru fryst 12.700 tonn af afurðum á Vopnafirði. Þá var tæpur helmingur afurðanna heilfryst loðna en nú eru það síldar- og makrílafurðir sem verið hafa uppistaðan í framleiðsl- unni, tæplega 11.000 tonn af síld og rúmlega 4.800 tonn af makríl. Meira fryst en áður á Vopnafirði Frysting Í vinnsl- unni á Vopnafirði. Helgi Magnús Gunnarsson, yfir- maður efnahags- brotadeildar ríkislögreglu- stjóra, segist hafa sagt lögmanni Gildis í símtali að hann hefði ekki tekið ákvörðun um rannsókn á sjóðnum og það væri rétt en hins vegar hefði hann ekki vitað að saksóknari í tíma- bundnu starfi hefði tekið slíka ákvörðun. Árni Guðmundsson framkvæmda- stjóri Gildis gerir athugasemdir við fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær og segir að í ljósi upplýsinga frá yfirmanni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hafi sjóðurinn sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þær upplýsingar hafi komið fram. Sjóð- urinn hafi því ekki vísvitandi sent frá sér ranga tilkynningu. Röng tilkynning byggð á misskilningi Helgi Magnús Gunnarsson Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur- borgar um að banna sálmasöng og listsköpun í trúarlegum tilgangi fer í grundvallaratriðum gegn Aðalnámskrá grunnskóla og hindrar að kennarar geti sinnt sínu lögboðna hlutverki. Þetta er skoðun Fjalars Freys Einarssonar, grunnskólakennara í kristnum fræðum, sið- fræði og trúarbragðafræði. „Sem kennari í kristnum fræðum, sið- fræði og trúarbragðafræði, finnst mér hendur kennara bindast talsvert við þessar tillögur auk þess sem þær stangast á mörgum sviðum á við Aðalnámskrá grunnskóla sem hefur reglugerðarígildi og er það plagg sem öllum grunnskólakennurum ber að fara eftir,“ segir Fjalar Freyr. Í tillögum mannréttindaráðs segir að fermingarfræðsla trúfélaga skuli fara fram ut- an skólatíma en undanfarin ár hafa nemendur í 8. bekk fengið frí í tvo daga til að sitja ferming- arfræðslunámskeið. Í tillögum mannréttinda- ráðs segir að þetta setji skólastarf úr skorðum og slík truflun sé óæskileg. Fjalar segir foreldra þurfa að biðja um leyfi fyrir barn sitt vegna ýmissa ástæðna í öllu skólastarfi. „Það er á ábyrgð foreldra að óska eftir leyfi fyrir sitt barn. Ef undanskilja á sér- staklega leyfi sem foreldrar biðja um vegna ferming- arfræðslu er Mannréttindaráð Reykjavík- urborgar farið langt út fyrir sitt verksvið og farið að mismuna nemendum vegna trúar sinn- ar.“ Bannað að gefa Nýja testamentið Í tillögum mannréttindaráðs segir enn- fremur að heimsóknir starsfsmanna trúfélaga í grunnskóla og dreifing trúarrita, s.s. Nýja testamentis, verði óheimil. Fjalar bendir á að á tímum fjölmenningar ætti mannréttindaráð frekar að hvetja til sam- ræðu og fræðslu um trúfélög í stað þess að banna slíkt að hætti alræðisríkja. Hann bendir einnig á að í Aðalnámskrá grunnskóla er stefnt að því að nemendur þekki efni Biblíunnar, geri sér grein fyrir trúarlegu og menningarlegu mikilvægi hennar og kynnist jafnframt sögu hennar. „Á hverju hausti í tæp 60 ár hafa Gídeon- menn heimsótt grunnskóla landsins og gefið nemendum Nýja testamentið. Gídeonmenn hafa í heimsóknum sínum sýnt háttvísi og til- litssemi við nemendur og lagað sig vel að breyttu trúarmynstri í skólastofunni. Gjöf þeirra er höfðingleg og styður vel við skóla- starfið og þá kennslu sem þar fer fram. Slíka gjöf ber að þakka en ekki hafna. Ef önnur sam- tök geta boðið öllum grunnskólabörnum trúar- rit sitt myndi það nýtast vel í kennslu,“ segir Fjalar. Þá bendir Fjalar á áfangamarkmið Aðal- námskrár en þar er gert ráð fyrir að nem- endur „kynnist enn frekar íslenskri sálmahefð og trúarlegri tónlist og myndlist“ og að þeir „heimsæki kirkju og skoði helstu kirkjumuni“. Þannig kveður Fjalar tillögur mannrétt- indaráðs ganga í berhögg við Aðalnámskrá því í tillögunum eru ferðir í bænahús og sálma- söngur bönnuð. Tillögur ganga þvert á aðalnámskrá  Kennari í trúarbragðafræðum telur tillögur mannréttindaráðs hindra að kennarar geti sinnt lög- boðnu hlutverki sínu  Segir að þakka beri Gídeonfélaginu fyrir gjöfina í stað þess að hafna henni Morgunblaðið/Kristján Dansað Margir telja vegið að litlu jólunum með tillögum mannréttindaráðs Reykjavíkur. Fulltrúi Íbúðalánasjóðs bauð ávallt þrjár milljónir. Þannig vildi hann vera viss um að vera ávallt yfir lögveðum, þ.e. fasteignagjöldum og brunatryggingum. Íbúða- lánasjóður var á 1. veðrétti í öllum tilvikum og var því að bjóða í sinn eigin veðrétt. Hann leysir því í raun til sín íbúðirnar en reiðir ekki fram fé. Upphæðin er m.a. höfð lág til að minnka uppboðsgjöld til sýslumanns. Eftir því sem bjóða þarf hærra lækkar skuld fyrri eig- anda minna. Auk lána frá ÍLS höfðu hvílt á blokkunum lán frá Glitni fyrir um einn milljarð, auk lána frá VBS. Lágt tilboð MILLJARÐUR FRÁ GLITNI Fjalar Freyr Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.