Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA „GEÐVEIKISLEGA FYNDIN“ - SHAWN EDWARDS, FOX-TV Frábær gamanmynd frá þeim sömu og færðu okkur “40 Year old Virgin” og “Anchorman” FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS 7 Steve Carrell og Paul Rudd fara á kostum ásamt Zach Galifianakis sem sló eftirminnilega í gegn í “The Hangover” SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI Dýrin eru mætt....og þau eru ekki ánægð! Bráð- skemmtileg grínmynd fyrir alla fjölskylduna HHH - D.H. EMPIRE 7 SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA DAGSKRÁ Modest Mussorgsky BORIS GODUNOV nánari upplýsingar ásamt sýnishornum úr stykkjunum má finna á www.operubio.is og á www.metoperafamily.org René Pape tekur að sér eitt merkasta bassahlutverk óperusögunnar í uppfærslu hins virta leikhúss- og óperuleikstjóra Peters Stein. Valery Gergiev stjórnar hljómsveitinni í epísku sjónarspili Mussorgskys sem fangar þjáningu og metnað heillar þjóðar. ,,Boris Godunov er meistaraverk,“ segir Stein. ,,Helsta áskorunin er að koma til skila gríðarlegri tilfinningadýpt verksins. Boris er keisarinn en hann tjáir vandamál sem við könnumst öll við, afleiðingar mannlegra gjörða.“ Aleksandrs Antonenko, Vladimir Ognovenko og Ekaterina Semenchuk fara fyrir gríðarstórum hópi leikara. SÝNT Í BEINNI ÚTSENDINGU í Sambíóunum Kringlunni laugard. 23. okt. kl. 16 Endurflutt miðvikud. 27. okt. kl. 18 Miðasala í Sambíóunum Kringlunni BESTA SKEMMTUNIN ÓRÓI kl. 8 -10:20 10 EAT PRAY LOVE kl. 8 L WALL STREET kl. 10:30 L / KEFLAVÍK ÓRÓI kl. 8 - 10:20 10 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 8 - 10:20 7 / SELFOSSI ÓRÓI kl. 8 -10 10 FURRY VENGEANCE kl. 6 L ALGJÖR SVEPPI OG... kl. 6 L THE TOWN kl. 8 -10:30 16 / AKUREYRI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í kvöld kl. 21 verður opnað nýtt hin- segin kaffihús og bar á Laugavegi 22, Trúnó, þar sem hinn góðkunni skemmtistaður 22 var eitt sinn til húsa. Það má því áreiðanlega halda því fram að samkynhneigt fólk á Ís- landi beri sterkar taugar til hússins og mörg hafa þar danssporin verið stigin. Á Trúnó verður menningu hin- segin fólks flaggað, eins og því er lýst í tilkynningu frá þeim sem að staðn- um standa, og verða ýmsir viðburðir í boði tengdir samkynhneigð. Eigandi staðarins er Gunnar Már Þráinsson (hann á einnig skemmtistaðinn á efri hæð hússins, Barböru) en að Trúnó stendur einnig plötusnúðatvíeykið DJ Glimmer, þær Eva María Þórarins- dóttir og Birna Hrönn Björnsdóttir. Blaðamaður sló á þráðinn til Birnu og forvitnaðist um staðinn nýja. „Við ætlum að hafa opnunarpartí frá kl. 21 til 1, og svo hefst daglegur rekstur á fimmtudaginn (á morgun) og við verðum með opið frá kl. 11 til 1,“ segir Birna. -Verður staðurinn eitthvað svip- aður 22? „Að því leytinu til að við erum með barsölu og þetta er náttúrlega hin- segin staður en þetta verður ekki skemmtistaður langt fram á nótt, við ætlum að hafa opið til 2, 3 um helgar,“ svarar Birna. Hinsegin höllin -Það hljóta margir að fagna því að þarna sé aftur kominn hinsegin stað- ur á neðri hæðina. Það virðist hafa gengið eitthvað illa að reka staði þarna eftir að 22 hætti … „Ætli húsið vilji ekki bara vera hin- segin? Ég held það,“ segir Birna og hlær. „Við erum búin að pæla mjög mikið í þessu og fólki finnst þetta mjög merkilegt og mjög skemmti- legt. Það eru margir sem hlakka til að koma hingað sem voru á 22 og það er búið að kalla þetta „hinsegin höllina“ og fleira í þeim dúr.“ -Þið hafið væntanlega þurft að inn- rétta staðinn? „Já, já, við erum búin að því og lag- færa það sem þurfti að lagfæra.“ -Þið ætlið m.a. að bjóða upp á sýn- ingar á dramatískum spennuþáttum um amerískar dragdrottningar. Út- skýrðu það aðeins. „Já, mikið rétt (hlær), þetta er mjög nákvæm lýsing. Þetta er í lík- ingu við þættina America’s Next Top Model nema hvað frægasta drag- drottning í heimi, RuPaul, stjórnar þeim. Þættirnir heita RuPaul’s Drag Race, dragkeppni RuPaul og í þeim koma dragdrottningar og keppa og detta út í hverri viku,“ útskýrir Birna. Þættirnir verða sýndir í sjónvarpi á Trúnó. Þá verður einnig boðið upp á sögustundir með hinsegin fólki, á þeim mun það veita innsýn í líf sitt og tónlistarmenn munu einnig koma fram, svo eitthvað sé nefnt. DJ Glimmer mun svo sjá um val á tónlist sem leikin verður á staðnum. Fögnuður Samkynhneigðir fagna eflaust opun nýs skemmtistaðar. „Ætli húsið vilji ekki bara vera hinsegin?“  Hinsegin kaffihús, Trúnó, verður opnað í kvöld á Lauga- vegi 22  Menningu samkynhneigðra gert hátt undir höfði Morgunblaðið/Ernir Handtökutilskipun hefur verið gef- in út á hendur bandaríska leikar- anum Randy Quaid og eiginkonu hans Evi, þar sem þau mættu ekki fyrir rétt í hústökumáli í Kali- forníu. Hjónin voru handtekin í síð- asta mánuði þar sem þau neituðu að yfirgefa hús í Santa Barbara sem þau halda fram að sé enn í þeirra eigu. Þá segir í frétt á vef BBC að hjónin hafi valdið tjóni á eigninni upp á 5.000 dollara. Málið verður tekið fyrir 26. októ- ber nk. og hefur Quaid-hjónum verið gefinn sá kostur að gefa sig fram við lögreglu. Þau verða að öllum líkindum kærð fyrir húsbrot og skemmdarverk. Eigendur húss- ins hafa framvísað skjölum því til sönnunar að þeir hafi keypt það árið 2007 af manni sem keypti hús- ið af Quaid-hjónunum nokkrum ár- um fyrr. Þá hafa Quaid-hjónin áð- ur verið kærð fyrir að svíkja fé út úr kráareiganda en frú Quaid ját- aði á sig brotið og hlaut skilorðs- bundinn dóm fyrir, í apríl sl. Kær- ur á hendur Randy voru þá felldar niður. Lýst eftir Quaid og frú Vandræði Randy Quadi og eigin- kona hans Eva. Tónlistarmaðurinn Kalli (Karl Henry úr Tenderfoot) fær það verð- uga verkefni að hita upp fyrir ósk- arsverðlaunahafana í The Swell Season á Nasa fimmtudagskvöldið 28. október nk. Kalli hefur nýlokið upptökum á sinni annarri sólóplötu, Last Train Home, og fóru upptökur fram í Nashville þar sem Kalli naut lið- sinnis reyndra tónlistarmanna úr þessari höfuðborg sveitatónlistar- innar. Platan kemur út á vegum Smekkleysu mánudaginn 25. októ- ber nk. The Swell Season er skipuð írska tónlistarmanninum Glen Hansard og tékknesku tónlistarkonunni Marketu Irglovu. Glen er meðal annars þekktur sem forsprakki írsku sveitarinnar The Frames og fyrir að hafa leikið í myndinni The Commitments á unga aldri. Glen hefur einu sinni komið til Íslands áður er hann kom fram á Iceland Inspires-tónleikunum í Hljóm- skálagarði í sumar. Kalli hitar upp fyrir The Swell Season á Nasa Upphitun Kalli sér um að verma áhorfendum á Nasa. Stundum er veruleikinn skáld- skapnum skrítnari. Í dag er al- þjóðadagur hagtalna sem væri sosum ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að söngvissir hagspekingar víða um heim hafa sett saman lög í tilefni dagsins. Ungir hagfræðingar frá Nýju-Gíneu sömdu t.d. lag sem nálgast má hér ( http://wsd/ downloads/ PNG_WSD_Jingle.mp3) og svo eru lög á youtube einnig (sláið inn „World Statistics Day Song“). Njótið!? Sungið um hagtölur!? Hagtölublús „Hagtölur hér, hagtölur þar …“ unstats.un.org/unsd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.