Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Á morgun, fimmtudag kl. 12-13, stendur lagadeild Háskólans í Reykjavík fyrir fyrirlestri um heil- brigðismál í stofu v.1.0.2 (Betelgás) í húsnæði skólans, Menntavegi 1. Fyirlesari á fundinum verður dr. Brigit Toebes. Hún mun fjalla um tilhneigingu stjórnvalda til að finna hagkvæmar lausnir í heilbrigðis- málum, út frá réttinum til heilsu og sjónarhorni mannréttinda. Dr. Toebes hefur starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi hollenskra stjórnvalda og sem lektor við laga- deild Háskólans í Aberdeen í Skot- landi. Hún hefur skrifað fjölda fræðigreina á sviði mannréttinda og heilbrigðisréttar. Fundurinn fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Fundur um hagræð- ingu í heilsumálum Félagið Matur-saga-menning stend- ur fyrir fundaröð um „mat úr villtri náttúru Íslands“. Fyrsti fundurinn verður á morgun, fimmtudag kl. 20-22, í Sjóminjasafninu Víkinni, Grandagarði. Á fundinum mun Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi frá Grænlandi, fjalla um hreindýra- afurðir. Stefán hefur búið á Græn- landi í mörg ár og rekur þar stórt hreindýrabú. Þá mun Páll Stein- grímsson, kvikmyndagerðarmaður frá Vestmannaeyjum, segja frá lunda- og fýlanytjum, en hann þekkir vel til bjargfuglaveiða. Hér er einstakt tækifæri til að fræðast um hreindýra- og bjargfuglsnytjar. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Veitingasala verð- ur í Víkinni. Matur úr villtri nátt- úru Íslands kynntur Síminn og Græn framtíð hafa opnað sýningu í verslun Símans í Kringlunni þar sem hægt verður að skoða far- símaþróunina frá upphafi farsíma- væðingar fram til dagsins í dag, farsímasöguna og skemmtilegar GSM-auglýsingar í gegnum tíðina. Þá verður hægt að skoða það ferli sem „ónýtur“ farsími fer í gegnum við endurvinnslu. Þrátt fyrir að fólk skipti reglulega um farsíma eru gömlu tækin í mörgum tilvikum enn heil og hægt að nýta þau á ýmsan hátt. Sýningin stendur til 11. nóvember nk. Sýning í Kringlunni um sögu farsímans STUTT Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Af um 318 þúsund Íslendingum höfðu 10.583 náð 80 ára aldri 1. janúar sl. Þar af voru 293 karlar og konur orðin 95 ára eða eldri. Mannfjöldaspá Hag- stofunnar gerir ráð fyrir að eftir 20 ár verði Ís- lendingar orðnir tæplega 372 þúsund talsins. Þá stórfjölgar í hópi elstu borgaranna. Þeir verða samkvæmt spánni rúmlega 18 þúsund og gera má ráð fyrir að 50 úr þeim hópi hafi náð 100 ára aldri. Þessar upplýsingar má lesa úr Landshögum 2010, tölfræðiárbók Hagstofunnar, sem kemur út í dag, á Alþjóðadegi hagtalna. Landshagir hafa að geyma kynstur upplýsinga um íslenskt samfélag. Meðal þess sem þar kemur fram er að á þessu ári eru 95% 16 ára unglinga í námi, til muna fleiri en fyrir nokkrum árum og á síðasta ári stunduðu 313 einstaklingar nám á doktorsstigi. Tölur um refsingar og afbrot leiða í ljós að þrjú af hverjum fjórum afbrotum eru vegna umferð- arlagabrota. Þeim hefur fjölgað mjög sem notfæra sér rétt til fæðingarorlofs. Þannig tóku feður að meðaltali 94 daga í fæðingarorlof í fyrra en mæður 177 daga. Og dregið hefur úr reykingum, svo ekki verður um villst. 15,8% íbúa landsins reykja dag- lega. Fjarskiptatæknin nær inn á nálega öll heim- ili. Á hverja 1.000 íbúa eru 1.039 GSM áskriftir, 91% landsmanna notar netið daglega og öll heimili þar sem búa börn yngri en 16 ára eru með tölvu. Tölur Hagstofunnar sýna örar breytingar á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Af mannfjöldatölum má sjá að í fyrra gengu 2.960 einstaklingar í hjóna- band, nokkru færri en á árunum á undan. En mikil breyting hefur orðið aldri brúðhjóna. Þannig var aðeins einn brúðgumi undir 20 ára aldri í fyrra en á árunum 1971-1975 voru brúðgumar á tánings- aldri alls 91. Stúlkur undir 20 ára aldri sem gengu í hjónaband voru aftur á móti nokkru fleiri í fyrra eða 13. En þær voru 30 fyrir tíu árum og á árunum 1971-1975 voru brúðir sem ekki höfðu náð tvítugsaldri 369. Færst hefur mjög í vöxt að eldra fólk gangi í hjónaband. 70 karlar sem voru orðnir 60 ára eða eldri gengu í hjónaband í fyrra. Til samanburðar voru brúðgum- ar, sem náð höfðu 60 ára aldri, að- eins 19 talsins samanlagt á árun- um 1971-1975. Brúðir sem náð hafa þessum aldri, 60 ára og eldri, eru nokkru færri en brúðgum- arnir í aldurshópnum. Þær voru 45 í fyrra. Dæmi um hagtölur frá Hagstofu Íslands Einstæðir foreldrar 2010 Feður Mæður 1.102 11.703 Með 6 milljónir eða meira í árstekjur 2009 Karlar Konur 22% 7% Dagar teknir í fæðingarorlof 2009 Feður Mæður 94 177 Fjölgun í trúfélögum 2005-2010 Kaþólska kirkjan Búddistafélag Íslands Rússneska rétttrúnaðarkirkjan Fyrsta babtista- kirkjan 10,8% 10,1% 24,2% 23,7% Vöru- og þjónustukaup einstaklinga um netið - hlutfall sem keyptu um netið 79% 48% 57% 68% Hlutabréf, tryggingar Aðgöngumiðar á viðburði 2007 2010 Íslendingar með erlent ríkisfang 1. janúar 2010 6,8% Raforkunotkun vegna stóriðju 79% Hlutfall 80 ára og eldri sem eru vistmenn á stofnunum aldraðra 22,6% Íslendingar 16-74 ára sem nota heimabanka 83% 50 íþróttaslys voru tilkynnt til almanna- trygginga árið 2009 313 stunduðu nám á doktorsstigi árið 2009 Landsmenn fara að meðaltali 5 sinnum á ári í bíó Þrjú af hverjum fjórum afbrotum er vegna umferðarlagabrota Landsmenn ferðast að meðal- tali þrjá daga innanlands Árið 2009 var að meðaltali 1,6 debetkort á hvern íbúa Tæknivæddari, námfúsari og ganga eldri í hjónaband Alþjóðadagur hagtalna er haldinn í dag, 20.10. 2010, að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Hag- stofur og hagskýrsluaðilar um allan heim munu í dag vekja athygli á starfsemi sinni með ýmsum hætti og eru kjörorð dags- ins þjónusta, fagmennska og heilindi. Hagstofa Íslands mun nýta þennan dag og vekja at- hygli á starfsemi sinni. Lands- hagir, hagtöluárbók Hagstofunnar, kemur út í dag í 20. sinn. Þá verður spurningaleikur sett- ur upp á vef Hagstofunnar, hag- stofa.is, og þar verða dregnar fram ýmsar tölulegar staðreyndir varð- andi barnið sem fæðist í dag auk talnafróðleiks af ýmsu tagi. Spurningaleikur á vefsíðu Hagstofunnar 20.10.2010 ALÞJÓÐADAGUR HAGTALNA  Hagstofan birtir mikinn fróðleik um íslenskt samfélag í Landshögum 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.