Morgunblaðið - 20.10.2010, Síða 36

Morgunblaðið - 20.10.2010, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 293. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Endaði í orgíu í Breiðholti 2. Skuldir fyrnist á tveimur árum 3. Á gjörgæslu eftir sprengingu 4. „Það er bara allt skorið …“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lítið hefur spurst til rappsveit- arinnar Original Melody undanfarin fjögur ár, eða frá því hún sló í gegn með plötunni Fantastic Four. Hljóm- sveitarmeðlimir hafa verið uppteknir við barneignir og háskólanám en sveitin snýr nú aftur með nýrri plötu, Back and Forth. »30 Rappsveit snýr aftur með krafti og plötu  Tónleikaröðin Fuglabúrið heldur áfram göngu sinni þriðjudaginn 26. október en þar stilla ólíkir lista- menn saman strengi sína. Á þessu fyrsta kvöldi leiða sam- an hesta sína þeir Bjartmar Guð- laugsson og Erpur Eyvindarson. Þeir leika og flytja sitt eigið efni hvor í sínu lagi auk þess að deila sviðinu í lok tónleikanna. Erpur og Bjartmar í Fuglabúri  Krabbameinsfélagið stendur fyrir Bleika boðinu sem haldið verður á morgun í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík. Þar munu þúsund konur koma saman, deila sögum og skemmta sér. Að- gangur er ókeypis og er frekari upp- lýsingar um boðið að finna á vefsíðu þess, vefslóðin er bleikabodid.is. Bleika boðið og bleikar sögur kvenna Á fimmtudag Norðlæg átt 5-15 m/s, hvassast við A-ströndina. Él norðaustantil á land- inu, en léttskýjað að mestu syðra. Frost inn til landsins, en annars hiti. Á föstudag Norðlæg átt, yfirleitt fremur hæg. Dálítil él um landið norðanvert og við suð- urströndina, annars yfirleitt bjart með köflum. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-8 og léttir til sunnanlands. Gengur í norðvestan 10-15 norðaustantil í kvöld. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn en frost 0 til 5 stig víðast hvar í nótt. VEÐUR Nífaldir Evrópumeistarar Real Madrid sýndu mátt sinn og megin þegar þeir lögðu sjöfalda meistara AC Milan í þriðju umferð riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu í knatt- spyrnu. Úrslitin í Ma- drid urðu 2:0 og hefur Real Madrid þar með unnið alla þrjá leiki sína. Arsenal var í miklu stuði en liðið skellti Shaktar 5:1. »2 Real Madrid er á mikilli siglingu Fjölnir úr Graf- arvogi er efnileg- asta liðið í efstu deild karla í körfuknatt- leik að mati Morgun- blaðs- ins. Með liðinu leika fram- tíðarlands- liðsmenn Ís- lands og blaðið tók einn þeirra, Tómas Tómas- son, tali á dög- unum en hann er bjartsýnn á gott gengi í vetur. »4 Efnilegasta liðið í körfu- boltanum til skoðunar Fram fór illa með Fylki þegar liðin áttust við í fyrsta leik fjórðu um- ferðar í N1-deild kvenna í hand- knattleik í gærkvöldi. Fram sótti Fylki heim í Árbæinn og fagnaði sextán marka sigri, 34:18. Fram hefur þar með unnið alla fjóra leiki sína og trónir í toppsætinu en Fylk- iskonur eru í öðru sæti með sex stig. »1 Framarar fóru illa með Fylkiskonur í Árbænum ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á nýliðnu umdæmisþingi Kiwanis var í fyrsta sinn í nær 50 ára sögu hreyfingarinnar á Íslandi kona kosin til að gegna embætti umdæm- isstjóra. „Þetta er sögulegt,“ segir Hjördís Harðardóttir, sem tekur við embættinu 2012 og gegnir því í eitt ár. Kiwanis eru alheimssamtök þar sem markmiðið er að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna. Fyrsti íslenski Kiwanisklúbburinn var stofnaður 1964, konur gengu til liðs við hreyfinguna í fyrsta sinn 1989 og nú eru 76 konur í Kiwanis en um 900 karlar. Sérstakir kvennaklúbbar eru á Akureyri, í Hafnarfirði og Reykja- nesbæ og blandaður klúbbur á Ísa- firði. Gaman og áhugavert málefni Ísland og Færeyjar eru í sama umdæmi. Það skýrist af því að a.m.k. 1.000 manns verða að vera í hverju umdæmi en í Færeyjum eru aðeins þrír klúbbar með um 60 félagsmenn. Hjördís gekk í Kiwanishreyf- inguna fyrir um 15 árum og er á þriðja ári sem umdæmisritari. Hún segist ekki hafa verið spennt fyrir því að gerast meðlimur í einhverri „karlahreyfingu“ en hafi strax fallið inn í hópinn. „Mér fannst þetta bæði gaman og málefnið áhugavert,“ segir hún og bætir við að þegar hún segist vera í Kiwanis haldi flestir að hún sé í Sina- wik, félagi eiginkvenna Kiwanis- manna. „En þessu ætlum við aldeilis að breyta,“ heldur hún áfram. „Við þurfum á konum að halda.“ Góðgerðarfélög eins og Kiwanis halda sig gjarnan til hlés en Hjördís segir að hreyfingin þurfi að vera sýnilegri og ná til fleiri. Ekki síst kvenna. Sérstök kvennanefnd hafi þegar verið stofnuð og ýmislegt sé á döfinni. Í því sambandi nefnir hún gerð upplýsingabæklings og bóka- merkis. „Við þurfum líka að stofna fleiri klúbba,“ segir hún. Kiwanis þarfnast kvenna  Hjördís Harðardóttir kjörin umdæmisstjóri þar sem karlar hafa verið við völd í nær hálfa öld  Vill gera hreyfinguna sýnilegri á Íslandi með fleiri konum Leiðtogi Hjördís Harðardóttir verður æðst hjá Kiwanis 2012. Íbúðalánasjóður leysti í gær til sín 44 íbúðir í tveimur blokkum í Vindakór í Kópavogi þegar þær voru boðnar upp af fulltrúa sýslumannsins í Kópavogi. Uppboðið var stutt og snarpt enda bauð enginn á móti sjóðnum í íbúðirnar. Upp- boðið stóð aðeins í um 40 mínútur og var því ein íbúð slegin á hverri mínútu. Hver og ein íbúð var slegin á þrjár milljónir króna en kröfur sjóðsins í blokkina voru um einn milljarður. »6 Morgunblaðið/Kristinn Bauð upp 44 íbúðir við Vindakór á 40 mínútum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.