Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010  Í dag kl. 9 verður tilkynnt hver hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norð- urlandaráðs í ár en kvikmynda- gerðarmaðurinn Dagur Kári Pét- ursson er einn tilnefndra, fyrir kvikmyndina The Good Heart, en hann þykir sigurstranglegur að mati danskra blaðamanna. Fjórir aðrir eru tilnefndir. Verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðs- þinginu í Reykjavík 3. nóvember. Fær Dagur Kári kvik- myndaverðlaunin? Fólk Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Rappsveitin Original Melody vakti lukku mikla með plötunni Fantastic Four fyrir fjór- um árum síðan. Lítið hefur til hennar spurst síðan en hún er nú snúin aftur með þónokkr- um krafti og auk þess nýja plötu í farteskinu, Back & Forth. Það var þó ekki svo að sveitin hafi hættt, segir einn liðsmanna, Ívar Schram, þó að nóg hafi verið við að gera á síðustu árum. „Já, það hefur margt gerst í millitíðinni,“ upplýsir hann. „Nokkrar háskólagráður, börn og fleira. Og við hófumst handa við þessa plötu um leið og hin var frágengin. Segja má að við höfum tekið hana upp á fjórum árum með pásum.“ Góður jarðvegur Ívar segir að fyrsta platan hafi fallið í góð- an jarðveg en hún hafi engu að síður verið þeirra fyrsta plata og því verið löng mjög, 23 lög alls, enn þeir félagar höfðu unnið saman í langan tíma áður en frumburðurinn kom. Að- spurður hvaðan sveitin komi, tónlistarlega, segir Ívar að þeir hafi lítt velt því fyrir sér þannig séð þó að uppruninn sé auðvitað ein- hver. „Ég veit þó að Helgi, sá sem sér að mestu um tónlist og takta, er hrifinn af J-Dilla, Premier (Gang Starr) og Tribe Called Quest. Þetta er allt austurstrandarrapp en Helgi hefur reyndar verið að vinna með röppurum frá Bandaríkjunum.“ Myndbandið Tónlistina vinna þeir svo í eigin hljóðveri í Sundunum, en allar græjur voru keyptar af fornfrægri sveit, Poetic Reflections. „Það er okkar bækistöð og þar vinnum við í þessu – meðfram barnastússi og skólagráðum!“ Sveitin hefur gert talsvert af því að kynna plötuna undanfarnar vikur með hljómleikum. Einnig er vert að benda á myndband við lag- ið „Cosa Say“ sem nálgast má á youtube. Þar eru meðlimirnir fjórir leiknir af sér eldri mönnum og er framvindan æði kostuleg. Original Melody gefur út aðra plötu sína Gengi Original Melody gaf út fyrstu plötu sína fyrir fjórum árum síðan.  Heimildarmyndin Feathered Cocaine verður tekin til sýninga í Bíó Paradís í næsta mánuði. Mynd- ina gerðu þeir Örn Marinó Arnar- son og Þorkell Harðarson en mynd- in fjallar að mestu um baráttuna gegn fálkasmygli og helsti viðmæl- andi er fyrrverandi fálka- sölumaður. Fiðrað kókaín í Bíó Paradís í nóvember  Rokkabillýband Reykjavíkur leggur í haustferð 2010 nú um helgina. Leikur það í borginni nú á fimmtudaginn, á Rósenberg, en leggur svo í hann til Akureyrar daginn eftir og leikur þá á Græna hattinum. Bandið skipa Tómas Tómasson (gítar, söngur), Björn Vilhjálmsson (kontrabassi), Birgir Baldursson (trommur) og Emil Guðmundsson (hristur). Rokkabillýband Reykjavíkur á túr Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Retro Stefson hóf göngu sína í Aust- urbæjarskóla fyrir fimm árum. Þá langaði Unnstein Manuel Stefánsson á Samfésballið og það var hægt að komast frítt inná það með því að vinna söngvakeppni Samfés. Hann valdi þá vini sína sem hann langaði til að skemmta sér með á ballinu í hljóm- sveitina og var ekki horft til þess hvort þeir kynnu mikið á hljóðfæri eða ekki. Síðan þá eru fimm ár liðin og nú er hljómsveitin feikilega vinsæl og hljómsveitarmeðlimirnir hafa bætt verulega leik sinn á hljóðfærin. Það sást strax á fyrstu plötunni þeirra, Montana, sem kom út fyrir tveimur árum síðan. En nú er hljómsveitin að gefa út sína aðra plötu en hún kom út í fyrradag og munu útgáfutónleikar verða haldnir um miðjan nóvember. Áhrif að sunnan Tónlist Retro Stefson er grallara- leg, létt, suðræn tónlist. Aðspurður hvernig Unnsteinn lýsi henni segist hann ekki lýsa henni yfir höfuð. „Mér finnst það ekki vera mitt að lýsa eigin tónlist,“ segir hann. En hann segist vera undir áhrifum frá til dæmis plötusafninu hennar mömmu sinnar. Móðir hans er frá Angóla en hann á ís- lenskan föður. Hið angólska plötusafn innihélt plötur frá Brasilíu, Græn- höfðaeyjum, Angóla og Portúgal. En í Portúgal fæddist Unnsteinn og ólst þar upp til fimm ára aldurs áður en hann flutti til Íslands. Það kemur ekki á óvart þarsem það er eitthvert suð- rænt sólarskap í lögum þeirra. Hann segir að undanfarin tvö ár hafi hann og bróðir hans verið mikið að plötu- snúðast og fyrir vikið sé hann farinn að verða fyrir meiri áhrifum frá house-tónlist. Bróðir hans, Logi Pedro Stefánsson, er tveimur árum yngri og er einnig í hljómsveitinni en hann spil- ar á bassa. Aðspurður hversvegna í ósköpunum hann hafi boðið bróður sínum í hljómsveitina vísar Unnsteinn til uppruna sveitarinnar og segir að það hafi þótt góð hugmynd á þeim tíma fyrir hagkerfi heimilisins að redda bróður sínum frítt inná Samfésballið. „Svo verður það að við- urkennast að hann er svakalega góður bassa- leikari. En við rífumst enda- laust, það eru lítil takmörk fyrir því hvað við rífumst mikið. Það er sjaldan að við náum að tjilla saman, nema kannski á hljóm- sveitaræfingum, “ seg- ir hann. Kimbabwe komin út Nú er að koma út önnur plata þeirra sem heitir Kimbabwe. Það er tjilluð tilfinning í lögunum en sveitin leggur ekki mesta metnaðinn í texta- smíðina heldur góðan fíling. Það er í anda uppruna hljómsveitarinnar þegar Unnsteinn skýrir frá því um hvað texti lagsins Velvakandasveinn fjalli. „Þetta er lýsing á einu jólaballi sem ég var á,“ segir hann. „Þetta var hið fínasta ball þar til það kom þarna strákur með koffínduft einsog vaxt- arræktarmennirnir nota og allt í einu varð allt vitlaust.“ Velvakandasveinn er grípandi lag með orðskrípum eins- og chikirí og kalilölölö, en orðin í text- anum virðast þjóna hrynjandinni sem er mjög góð. Unnsteinn Manuel semur næstum öll lög og texta en hann segir að það sé eitthvað að breytast. „Bróðir minn er að semja en hefur ekki enn komið með það á hljómsveitaræfingu ennþá. Svo er trommuleikarinn alltaf að koma meira inní það að semja,“ segir Unnsteinn. Aðspurður um hvað sé framundan hjá honum og hljómsveitinni segir hann að þau ætli að flýja land, þau séu svo reið yfir því að uppáhaldsstaðnum þeirra í bænum hafi verið lokað. „Við unnum öll á Karamba og þegar hon- um var lokað ákváðum við að fara til útlanda að spila. Við erum að skipu- leggja þetta en líklegast er að Frakk- land og Þýskaland verði fyrir valinu. Ég er búinn að vera oft þar með FM Belfast og það er frábært að vera í þessum löndum. Menn einblína of mikið á Bretland hérna heima. Það er miklu betra að þvælast um á meg- inlandi Evrópu en í Bretlandi, sér- staklega ef litið er til gistingar, launa og annars þessháttar.“ Retro Stefson flýr land Tónlist Retro Stefson gaf út í vikunni nýja plötu sem heitir Kimbabwe. Platan er hressileg og meðlimir sveitarinnar eru litríkir.  Hljómsveitin Retro Stefson gaf út sína aðra plötu nú í vikunni Hljómsveitin Retro Stefson hef- ur vakið mikla athygli fyrir skemmtilega tónlist sína. Þrír meðlimir hljómsveitarinnar eru Stefánssynir og þar af eru tveir bræður, hálfangólskir og hálfíslenskir. Aðallaga- og textahöfundurinn er Unn- steinn Manuel Stefánsson. Þeir eru búnir að gefa út nýja plötu og langar strax til að gera þá næstu. Synir Stefáns RETRO STEFSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.