Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is M eð dómi Hæstaréttar er smábátaeigend- um, sem ekki eiga aðild að Lands- sambandi smábáta- eigenda, ekki lengur skylt að greiða hlut af afurðaverði sínu til sam- bandsins. Samkvæmt lögum er smá- bátaeigendum skylt að greiða 8,4% af samanlögðu hráefnisverði afla síns inn á sérstakan greiðslumiðlunarreikning smábáta hjá lífeyrissjóðnum Gildi. Þeim pen- ingum er mánaðarlega skipt í þrennt. Lífeyrissjóðurinn fær sjálf- ur 37,5% af upphæðinni, greiðsla ið- gjalda af slysa- og örorkutryggingu nemur 56,5% en Landssamband smábátaeigenda fær 6%. Þannig hefur öllum smábátaeigendum hing- að til verið skylt að greiða innan við 1% af hráefnisverði afla síns til sam- bandsins, óháð því hvort viðkomandi á aðild að sambandinu eður ei. Hæstiréttur sagði engin efni vera til að virða þessi framlög með öðrum hætti en sem félagsgjöld. Í bága við stjórnarskrána Í dómi sínum taldi Hæstiréttur þessa lagalegu skyldu Víkurvers ehf., sem er smábátaeigandi sem ekki er aðili að landssambandinu, til að greiða landssambandinu fé- lagsgjöld stangast á við félaga- frelsisákvæði stjórnarskrár. Þ.e. hvort skyldan uppfyllti þau skilyrði stjórnarskrárinnar að til að skylda menn til aðildar að félagi þurfi það að vera nauðsynlegt til að félagið geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda ann- arra. Hæstirétur taldi þó grundvöll og hlutverk landssambandsins ekki mörkuð í lögum og því væru skilyrði stjórnarskrárinnar fyrir því að skylda menn til aðildar ekki uppfyllt. Vilji félagsmanna til aðildar Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeig- enda, segir 1.036 báta eiga aðild að sambandinu en einungis tæpan tug standa utan þess. Þannig hafi dóm- urinn óveruleg áhrif á tekjur sam- bandsins, að því gefnu að smábáta- eigendur segi sig ekki úr félaginu. „Tekjur landssambandsins eru grundvallaðar á því að fá þessar tekjur frá hverjum og einum fé- lagsmanni. Þegar hann landar afla fer hálft prósent af aflaverðmætinu til landssambandsins. Við gerum ráð fyrir því að þessi lög verði áfram en þeim verði breytt á einhvern hátt. Við höfum verið í viðræðum við sjáv- arútvegsráðuneytið um breytingar á þessum málum,“ segir Örn. Hann kveður smábátaeigendur almennt vilja greiða sambandinu fé- lagsgjöld. Hins vegar hafi félags- menn látið þá skoðun sína í ljós að afnema beri lagalega skyldu þeirra til að greiða hluta af aflaverðmæti sínu í lífeyrissjóð annars vegar og til trygginga hins vegar líkt og lög kveða á um. „Fyrir tveimur eða þremur ár- um var umræða hjá okkur um breyt- ingar á þessum lögum en þá voru fé- lagsmenn á einu máli um að það væri ekki lengur þörf á þessum trygg- inga- og lífeyrisþætti. Það væri kom- ið í fast og ákveðið form. Við vorum líka búin að setja þetta þannig inn að viðkomandi gat ekki fengið haffærisskírteini öðruvísi en að hann væri með áhöfnina tryggða á annan hátt. Þá áttum við í viðræðum við ráðuneytið um að fella þessa tvo þætti úr lögunum en félagsmenn væru á einu máli um það að landssambandinu bærust félagsgjöld frá þeim.“ Smábátaeigendum ekki skylt að greiða Morgunblaðið/Kristinn Aflaverðmæti Hæstiréttur dæmir smábátaeigendum hvorki skylt að eiga aðild né að greiða félagsgjöld til Landssambands smábátaeigenda. 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samfylkinginbeið afhroð ísíðustu borg- arstjórnarkosn- ingum. Samfylking- arfólk talar mikið um hin og þessi lýð- ræðislegu skilaboð, jafnvel um- boð, sem það þykist hafa fengið við ýmis tækifæri. Augljósustu skilaboð borgarstjórnarkosn- inganna síðustu voru þau að Samfylkingin ætti að vera í stjórnarandstöðu í borginni þetta kjörtímabilið. Enginn vissi svo sem hvað Jón Gnarr Kristinsson stóð fyr- ir þegar kosið var. Fáir lögðu sig reyndar fram um að upplýsa kjósendur um það fyrir fram. Síst frambjóðandinn sjálfur. Og hinir flokkarnir tóku ekki á móti, sennilega af spéhræðslu. Og hafi kjósendur vitað lítið um borgarstjóraefnið var enn minna vitað um pólitískar skoð- anir þeirra sem fylgdu honum næstir á lista svo hann mætti draga þá inn með sér. Þeir sömu gættu þess vel að breiða yfir nafn og númer fram yfir kosn- ingar. Í ljós kom að flestir laumu- farþeganna, þar með talinn stjórnarformaður Orkuveit- unnar, voru samfylkingarmenn. „Besti flokkurinn“ var þeirra Trójuhestur. Slíkur hefur verið notaður áður til að hertaka borg sem vel var varin. Þá eins og nú varð því að beita brögðum. Flokkurinn sem kjósendur sýndu mesta andúð í kosning- unum komst til hreins meiri- hluta í borginni með því að fela sitt rétta andlit nægjanlega lengi. Jón Gnarr Kristinsson lætur enn þá eins og hann lét í kosn- ingabaráttunni, en þeim fækkar ört sem þykir það fyndið. Kannski var hann ekki að leika þá. Kannski er hann bara svona. Það skiptir svo sem ekki öllu og vera má að það skipti jafnvel ekki neinu. Fréttir ber- ast af því að borgarstjórinn sitji á margra klukkutíma borgar- ráðsfundum þar sem þýðingar- mestu vandamál borgarinnar eru rædd án þess að hann leggi neitt til mála. En að fundum loknum skrifi hann, dragsíður af þreytu, á vefsíður að þetta sé allt saman voðalega flókið og erfitt. Á meðan er borginni stjórnað af fólkinu sem kjós- endur ætluðu að refsa, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og stjórnunin sú lofar ekki góðu. Nú síðast hefur talsmönnum ofsatrúleysingja verið fengið það hlutverk að beita sér gegn kristnum gildum, siðum og venjum í námunda við ungviðið í Reykjavík. Það var þá helst þörf á því í því siðrofi sem orðið hefur í landinu. Þykir þeim ber- sýnilega ljóst að Þjóðkirkjan og klerkar hennar standi nú mjög höllum fæti og því sé lag. Nú megi höggva. En hvað sem kirkjunni líður sem stofnun þá er ekki víst að venjulegt fólk í borginni sé svo heillum horfið að það láti slíka framgöngu ofsatrúleysingjanna yfir sig ganga og taki áformum eyði- leggjendanna þegjandi. Hvar stendur í kosningayfirlýsingum þess fólks sem nú stjórnar borginni að það hafi ætlað sér að standa fyrir þessari aðför fengi það brautargengi? Hvar lýsti núverandi borgarstjóri slíku yfir? Jafnvel í „djóki“? Stendur hann kannski á bak við þessa herferð? Ef svo er, hvers vegna? Núverandi meirihluti borgarstjórnar komst til valda með fölskum formerkjum} Borgarstjórn byggð á sandi Mjög hefur ver-ið fordæmt að Jóhanna Sigurðar- dóttir skuli hafa gefið skuldurum og Hagsmuna- samtökum heimila til kynna að hún myndi styðja að al- mennar skuldir þessara aðila væru færðar niður um fimmtung með stjórnvalds- aðgerðum. Margir töldu aug- ljóst að hún væri einungis að kaupa sér tíma og draga við- mælendur sína á asnaeyrunum í þeirri von að fá ekki á sig nýjan útifund. Aðrir neituðu að trúa slíku. Nú segir Jóhanna að reikni- meistarar hafi skipt um skoðun. Slík framganga hefur ekki sést áður í nærri aldarlangri sögu forsætisráðherraembættisins á Íslandi. En það var ekki allt. Hið ótrúlega gerð- ist. Árna Páli Árna- syni tókst að slá framgöngu foringja síns út, þótt það ætti ekki að vera hægt. Hann sagðist aðspurður í þinginu í fyrradag enn heilshugar styðja niðurfellingu allra skulda um fimmtung. En hann setti aðeins tvo fyrirvara. Að lífeyris- sjóðirnir töpuðu ekki neitt á því og að niðurfærslan myndi ekki „kosta ríkið neitt“. Er ekki rétt að þjóðin efni nú til samskota svo Árni Páll Árna- son geti tekið næstu flugvél til Indlands svo hann geti tekið nokkrar holur á golfvellinum með Sigmundi Erni flokks- bróður sínum, sem þar er að leysa vanda landsbyggðarinnar. Þar skín sólin. Það sparar krem. Árni Páll Árnason styður lækkun skulda um 20% heilshugar ef lækk- unin kostar engan neitt} Toppar Jóhönnu Ó ttinn nagar sálina er titill á kvik- mynd eftir þýska kvikmynda- smiðinn Rainer Werner Fass- binder. Myndin segir frá Emmi, ekkju á miðjum aldri, sem kynn- ist Ali, marokkóskum farandverkamanni sem er tuttugu árum yngri. Þau fella hugi saman og giftast við litla hrifningu barna hennar og nágranna, en allt fer vel að lokum, eða lítur út fyrir það minnsta kosti í lok myndarinnar. Heiti kvikmyndarinnar er eftir setningu sem Ali lætur falla þegar þau eru að glíma við fordóma fjölskyldu Emmi og nágranna (hann segir reyndar á sinni farandverka- mannaþýsku „Angst essen Seele auf“ sem þýðir orðrétt„ótti éta sál upp“) og orð að sönnu því óttinn nagar sál hans og Emmi. Hann nagar ekki síður sálir þeirra sem tor- tryggja þau og fyrirlíta fyrir aldursmuninn og eins fyrir þá ósvinnu að hvít kona sé að taka saman við ungan þel- dökkan farandverkamann. Þessi mynd Fassbinders var frumsýnd ytra fyrir hálfum fjórða áratug, þegar straumur innflytjenda barst til Þýskalands frá Tyrklandi og Norður-Afríku, og hér á landi ekki löngu síðar á kvikmynda- eða listahátíð. Hún varð mér mjög minnisstæð og er enn enn – mér varð einmitt hugað til hennar þegar ég las ummæli An- gelu Merkel Þýskalandskanslara um að fjölmenning- arsamfélagið hefði „mistekist algjörlega“, eins og hún orðaði það. Merkel er sjálfsagt ekki óttaslegin í alvöru en hún er að nýta ótta annarra sér til póli- tísks framdráttar, gerir út á ótta, spilar á þjóðerniskennd kjósenda, ýtir undir hatur til að næla sér í atkvæði. Það hafa stjórn- málamenn gert alla tíð um allan heim, enda auðveldara að sameina fólk um ótta en hug- sjónir og auðveldara að viðhalda óttanum en hugsjónaeldi, því óttann má næra með lygi. Það er vandlifað á þeim tímum þegar van- þekking er orðin að skoðun og fordómar að rökum, en það er einmitt það sem við búum við nú um stundir. Óttinn hefur tekið völdin í pólitískri umræðu í Evrópu, ótti við atvinnu- leysi, ótti við gjaldþrot og ótti við útlending- inn, hinn ókunnuga, þann sem er öðruvísi. Stjórnmálamanna er iðulega siður að skara eld að óttanum, ýta undir fordóma gegn litu fólki, gegn samkynhneigðum, gegn múslimum, gegn öllum þeim sem eru ekki eins og við og vilja kannski ekki verða eins og við. Vopn í þeirri baráttu er hálfsannleikur og ósannindi, della sem dreift er um net- heima og kjötheima og menn éta upp hver eftir öðrum, hvort sem það eru atvinnulausir verkfræðingar, fyrr- verandi sjómenn, alþingismenn, íslenskukennarar í út- löndum eða barnakennarar uppi á Íslandi. Saman við þessa göróttu blöndu hrærum við síðan vænum skammti af ótta við breytingar – hví skyldum við breyta nokkru í þessum besta heimi allra heima? Af hverju getur ekki allt verið eins og það var? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Fiskað í gruggugu vatni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ástráður Haraldsson flutti mál- ið fyrir hönd Landssambands smábátaeigenda fyrir Hæsta- rétti. Hann telur að breyta þurfi ýmsum lögum í ljósi túlkunar Hæstaréttar á félagafrelsinu í nýföllnum dómi sínum um fé- lagsgjöld landssambandsins. „Ég hef hins vegar varað við því að það séu dregnar of víð- tækar ályktanir af þessu um fé- lagsgjöld yfirleitt. Það er auð- vitað talsverður munur á hvaða grundvelli slík gjöld eru lögð á. Dómar mannréttinda- dómstólsins sanna að það getur breytt miklu. Þetta er því flókið og margslungið verkefni sem mér sýnist snúa að mörgum ráðu- neytum. Það er bersýni- legt að það verður ekki vanrækt miklu lengur.“ Áhrif á sjóðakerfi LÖGMAÐUR SAMBANDSINS Ástráður Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.