Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Vegna frétta í Morg- unblaðinu 7. og 8. októ- ber sl. og viðtals við for- mann Landssambands eldri borgara, þar sem því er haldið fram beint og óbeint, að það borgi sig fyrir eldri borgara með lífeyri frá Tryggingastofnun rík- isins, að taka út pen- inga sem þeir eiga hugsanlega á bankareikningum og geyma þá í bankahólfi, vill Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni (FEB) koma eftirfarandi á framfæri: FEB hefur ítrekað ályktað um og mótmælt allt of miklum skerðingum á greiðslum Tryggingastofnunar rík- isins (TR) vegna annarra tekna. Á þetta bæði við um fjármagnstekjur, lífeyrissjóðstekjur og atvinnutekjur, sérstaklega þó tvo fyrstnefndu tekjuflokkana. Eldri borgarar mega aðeins hafa 98.640 kr. í fjármagns- tekjur á ári án þess að þær skerði greiðslur frá TR og 120.000 kr. á ári í tekjur úr lífeyrissjóðum. Allar tekjur umfram þessar upp- hæðir skerða greiðslur frá TR. Þessi frí- tekjumörk þyrfti að margfalda og þau ættu að vera minnst 120 þús. krónur á mánuði á hvern tekjuflokk, að mati félagsins. En að halda því fram í blaðagrein að þessar skerðingar geti rétt- lætt það að eldri borg- arar séu betur komnir með sitt sparifé í bankahólfi, án vaxta, er firra. Það að formaður Landssambands eldri borgara skuli taka undir svona mál- flutning er alvarlegt. Einfaldur útreikningur sýnir að þrátt fyrir mjög miklar skerðingar borgar sig samt fyrir þennan hóp fólks að fá vexti af sínu sparifé. Sem dæmi má nefna að einstaklingur sem hefur bara greiðslur frá TR og 98.640 kr. í fjármagnstekjur á ári er hvorki skertur hjá TR né greiðir hann fjármagnstekjuskatt af þessari upphæð. Því hefur hann 98.640 kr. hærri ráðstöfunartekjur en sá sem á sömu upphæð í peningum og geymir í bankahólfi. Annar einstaklingur sem er með tæpa 1 milljón á ári í fjármagnstekjur er vissulega skert- ur um yfir ½ milljón hjá TR en hefur engu að síður tæplega 300 þús. krón- um hærri ráðstöfunartekjur en ef hann geymdi peningana sína í bankahólfi. Með sömu rökum má spyrja sig hvort eldri borgarar eigi að afþakka greiðslur úr lífeyrissjóðum! Þær skerða greiðslur frá TR svipað og fjármagnstekjur en af þeim greiðist staðgreiðsluskattur sem er, eins og allir vita, töluvert hærri en fjár- magnstekjuskattur. Því hafa greiðslur úr lífeyrissjóðum enn meiri áhrif á endanlegar ráðstöf- unartekjur, heldur en fjármagns- tekjur. Það borgar sig ekki fyrir eldri borgara að taka peninga sína út af bankareikningum Eftir Sigurð Einarsson » Það að formaður Landssambands eldri borgara skuli taka undir svona málflutning er alvarlegt. Sigurður Einarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Samanburður á ráðstöfunartekjum eldri borgara sem hafa fjármagnstekjur, gagnvart TR og skatti, og þeirra sem engar fjármagnstekjur hafa (einstaklingar hafa 98.640 kr. frítekjumark á fjármagnstekjur hjá TR og 100 þús. kr. hjá skatti) Hér að neðan er miðað við einstakling sem einungis hefur fjármagnstekjur og greiðslur frá TR. Skerðing v. fjármagnstekna byrjar ekki fyrr en við 98.640 kr. á ári. Hjá hjónum og sambýlingum deilast fjármagnstekjur í tvennt og því er skerðingarhlutfall hvers um sig hjá TR lægra miðað við sömu upphæð fjármagnstekna. Einstaklingar í sambúð hafa hvor um sig 98 640 kr. frítekjumark hjá TR en hjá skattinum er 18% fjármagnstekjuskattur á allar fjármagnstekjur yfir 100 þús. kr. Athugið að vegna þess hve flókið er að reikna inn framfærsluuppbótina er hún ekki reiknuð með í fjórum fyrstu dálkunum en í næstsíðasta dálkinum, sem er skv. útskrift af reiknivél TR, er framfærsluuppbótin innifalin. Reiknivél TR tekur ennfremur ekki tillit il 100 þús. króna frítekjumarks gagnvart skattinum á fjármagnstekjur og því eru ráðstöfunartekjur á reiknivél TR lægri en hér er sýnt. Einstaklingur sem er einungis með fjármagnstekjur (tekjur ári): Sömu einstaklingar með peninga í bankahólfi (eða undir kodda), eðam.ö.o. engar fjármagnstekjur (tekjur á ári): Jón 98.640 kr. - kr. - kr. 98.640 kr. 1.862.150 kr. 1.960.790 kr. Anna 198.640 kr. 58.260 kr. 17.755 kr. 122.625 kr. 1.797.849 kr. 1.978.734 kr. Þóra 998.640 kr. 524.340 kr. 161.755 kr. 312.545 kr. 1.301.378 kr. 2.138.263 kr. Egill 1.998.640 kr. 1.106.940 kr. 341.755 kr. 549.945 kr. 694.503 kr. 2.351.388 kr. Jón - kr. 0 0 0 1.862.150 kr. 1.862.150 kr. Anna - kr. 0 0 0 1.862.150 kr. 1.862.150 kr. Þóra - kr. 0 0 0 1.862.150 kr. 1.862.150 kr. Egill - kr. 0 0 0 1.862.150 kr. 1.862.150 kr. Fjármagnstekjur Skerðing greiðslna frá TR Fjármagns- tekjuskattur Eftirstöðvar fjármagnstekna eftir skerðingar hjá TR og fjár- magnstekjuskatt Heildargreiðsla frá TR e. skatt m.v. 100 % skattkort Ráðstöfunar- tekjur Mikil umfjöllun fer fram í þjóðfélaginu um hvort leiðrétta skuli þau lán sem bundin eru verðtrygg- ingu. Mál eru rædd í sölum hins háa Al- þingis, jafnt sem í eld- húskróknum heima, og sýnist sitt hverj- um. Flestum er ljóst að forsendubrestur hefur orðið. Lán- takendur horfast í augu við að lán sem tekin voru í góðri trú hafa hækkað langt umfram það sem end- urgreiðsluáætlun gerði ráð fyrir við töku lánsins. Greiðsluþol fjölda lán- takenda hefur brostið og marg- víslegur vandi steðjað að í kjölfarið, þar sem ekki hefur verið brugðist við forsendubrestinum. Þetta á bæði við um einstaklinga og fyr- irtæki. Lánveitendur hafa á hinn bóginn fengið langtum meira í kassann en þeir gerðu ráð fyrir þegar lána- samningar voru gerðir, enda einhliða varðir með því dæmalausa fyrirbæri sem verð- tryggingin hefur reynst vera, við þær aðstæður sem hér eru. Rætt er um að það kunni að koma illa við lífeyrissjóðina og Íbúðalánasjóð, ef leiðrétta þurfi lán- in með lækkun höfuðstóls þeirra. Ýmsir, þar á meðal talsmenn lífeyr- issjóða, hafa talið það slæman kost að leiðrétta lánin. Þeir segja að það muni skerða lífeyri lífeyisþega. En hvað segja hinir almennu greið- endur í lífeyrissjóði? Hver er þeirra afstaða? Ég segi fyrir mig, sem greiðandi í lífeyrissjóð í áratugi, að ég tel sjálfsagt að lífeyrissjóðirnir leiðrétti höfuðstól verðtryggðu lán- anna og skili til baka því sem oftek- ið hefur verið. Það kann að skerða minn lífeyri, þegar að því kemur að ég fari að fá greitt úr lífeyrissjóði, en mér finnst ógeðfelld sú hugsun og reyndar óbærileg að börnin mín, og börnin þín, lesandi góður, þurfi að líða fyrir óréttlætið og verða fyr- ir gimmilegri eignaupptöku, jafnvel missa ofan af sér húsnæði sitt og heimili vegna þess að við, sem höf- um greitt í þessa lífeyrissjóði, neit- um þeim um leiðréttingu á þeim augljósu rangindum sem þau hafa verið beitt. Það sama gildir um Íbúðalánasjóð, þar verður ríkið að axla ábyrgð og gera leiðréttingu á höfuðstól þeirra stökkbreyttu lána sem sjóðurinn hefur veitt. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað sagt að ef Íbúðalánasjóður geri leiðréttingar á höfuðstól lána sjóðsins verði skattgreiðendur að borga það. En er ekki eðlilegt að ríkið, þ.e. Íbúðalánasjóður, fyrir hönd skattgreiðenda í þessu tilfelli, skili til baka því sem oftekið hefur verið? Sú skoðun hefur heyrst úr ýms- um hornum að það séu margir sem geti vel greitt af lánum sínum, þótt þau hafi hækkað óeðlilega. Það kann að vera að svo sé, en rang- indin eru söm og almenn að mínum dómi. Er það rétt að þótt einhverjir kunni að geta greitt af hinum stökkbreyttu lánum geri það, svo ég geti fengið betri lífeyri úr lífeyr- issjóði mínum þegar þar að kemur? Nei og aftur nei. Almennrar leið- réttingar er þörf og það strax. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það verður að ráðast í almennar leið- réttingar hinna stökkbreyttu lána til að sátt geti náðst í lánamálum þjóðarinnar. Það er von mín að ráðamenn sjái að sér, hætti að verja þann ósóma sem hin skefjalausa oftaka í skjóli verðtryggingar er og vindi sér í að leiðrétta hlut lántakenda, án frekari málalenginga, hvort sem lántak- endur eru einstaklingar eða fyr- irtæki. Um leiðréttingu lána Eftir Friðrik V. Þórðarson Friðrik Þórðarson » Það verður að ráðast í almennar leiðréttingar hinna stökkbreyttu lána til að sátt geti náðst í lána- málum þjóðarinnar. Höfundur er fjármálastjóri. Atburðirnir og um- ræðan undanfarna daga frá Alþingi (hinu háa) eru hneyksli fyr- ir þá stofnun. Flokkspólitíkin, dómgreindarleysið, orðhengilshátturinn og virðingarleysið fyr- ir þjóðinni er algert. Flokksaginn virðist vera allsráðandi ennþá og ekkert lát þar á. Sjálfstæðisflokkurinn kann sitt fag, allir fyrir einn og einn fyrir alla, foringinn og flokkslínan ræð- ur. Samfylkingin reyndi að blekkja, enginn flokksstjórnarfundur, en all- ir töluðu við alla og allir vissu hvernig hinn myndi kjósa. Rannsókn var með sýnd- armennsku, en Hreyfingin og VG voru heilsteypt í málinu þar sem það snerti engan úr þeirra röðum Í þessu máli vonaði fólkið í land- inu að breyting yrði á, því þarna var kjörið tækifæri fyrir þingmenn að nálgast samvisku sína, en það brást. Forseti þingsins hefði þó getað hjálpað þingmönnum aðeins að nálgast samvisku sína með því að krefjast leynilegrar atkvæða- greiðslu, en það brást. Dómgreindarleysið í þessu máli er með endemum og orðheng- ilshátturinn ennþá verri. Ábyrgð bera allir menn, fyrst og fremst á sjálfum sér, en ekki síður hafi þeir einhver mannaforráð Mannaforráð eru það að stjórna og segja fyrir verkum. Hver sem kjörinn er eða kosinn til forystu, (mannaforráða) ber ábyrgð á verk- um þeirra, sem hann stjórnar. Við skulum taka nokkur dæmi úr daglega lífinu varðandi ábyrgð. Trésmíðameistari sem lét sveina sína og verkamenn slá upp undir svalir sem átti að steypa. Þegar þær hrundu og nærri lá við slysi þar sem fólk var á svölunum, var meistarinn dæmdur í fésektir og skilorðsbundinn fangelsisdóm. Dómsorð: Vítavert gáleysi, kæru- leysi við eftirlit verkefnisins. Skipstjóri var dæmdur í fésektir fyrir að hafa veitt í landhelgi, þó svo að stýrimaður hefði verið við stjórn skipsins en hann hefði verið sofandi í káetu sinni. Læknar hafa verið dregnir fyrir dóm fyrir gá- leysi eða kæruleysi, flugstjórar fyr- ir sama og svona má lengi telja. Ef æðstu og valdamestu menn þjóðarinnar eru ekki ábyrgir fyrir gerðum sínum eins og sumir vilja halda, (lýðskrumarar lögfræðinnar) þá er ekki að furða að land- stjórnin sé eins og hún er. Stendur ekki ein- hvers staðar að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum? Eru önnur lög fyrir stjórnmálamenn en trésmiðinn, skip- stjórann, læknirinn og alla aðra sem dæmdir hafa verið fyrir gáleysi eða kæruleysi? Eða ná engin lög yfir atvinnu- stjórnmálamenn? Hverju mætti þjóðin búast við í framtíðinni ef stjórnmálamenn bæru aldrei neina ábyrgð á gjörðum sínum? Hvaða aðhald hefðu þeir þá eða við hverju mætti búast af misvitrum mönnum í valdastöðum þjóðarinnar? Meginkjarninn í lögum og sam- félagslegu siðferði um ábyrgð í starfi, er að valdi einn aðili öðrum tjóni, fjárhagslegu, líkamlegu eða andlegu vegna gáleysis eða van- rækslu þá er hann bótaskyldur. Dómgreindarleysið í alþing- ismönnum um þetta mál er með ein- dæmum. Auðvitað áttu alþingismenn allir með tölu að lýsa sig vanhæfa til að vinna þetta mál og vísa málinu til þjóðarinnar til ákvörðunar. Menn dæma sjaldan hlutlaust í eigin sök. Bæði hefðu þeir losnað við þá úlfúð og reiði sem nú er meðal þingmanna og fengið réttlátari og betri nið- urstöðu en nú hefur orðið. Spurningin hefði verið einföld: Telur þú að draga eigi fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm? Sá orðhengilsháttur sem notaður er á Alþingi um þetta mál er með eindæmum. Að reyna að rugla almenning með því að tala um að hér sé verið að ákæra einstaklinga fyrir ákveðnar pólitískar skoðanir, en ekki starfs- ábyrgð er lögfræðileg þvæla, ein- göngu til að rugla fólk. Annaðhvort eru þeir menn sem þetta stunda gjörsamlega dóm- greindarlausir eða óþverrar í at- höfnum sínum. Ábyrgð og ekki ábyrgð Eftir Hafstein Sigurbjörnsson Hafsteinn Sigurbjörnsson » Í þessu máli vonaði fólkið í landinu að breyting yrði á, því þarna var kjörið tæki- færi fyrir þingmenn að nálgast samvisku sína, en það brást. Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.