Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Fáviti og hálfviti Þegar nýbyggingar eru reistar er stundum eins og gleymst hafi að hugsa allt til enda og þannig er það með 19 hæða glerhýsið við Höfðatorg, Turninn. Hann skyggir á vitann í gamla Sjómannaskólanum, þannig að vitinn er að hluta í hvarfi í Engeyjarsundi. Sjófarendur á leið inn Engeyjarsundið sjá því ekki til vitans eða þess hluta vitaljóssins sem turninn skyggir á. Árni Sæberg Gamall vinur úr Þingeyj- arsýslu, mikill fræðaþulur, spurði mig að því á dög- unum í hvaða sýslu Gunnarsstaðir væru. „Norður-Þingeyjarsýslu,“ svaraði ég. „Það er einmitt það,“ sagði hann þá. Við höfðum verið að tala um sjúkrahúsið á Húsavík, að nú ætti að leggja það niður. Sama áhyggjuefnið kom upp í spjalli mínu við annan fræðaþul gamlan, líka úr Þingeyjarsýslu: „Sjúkrahúsið er annað og meira en sjúkra- hús,“ sagði hann. „Það er menning- arstofnun.“ En hverfum til nútíðar. Með fjárlaga- frumvarpinu lýsir Steingrímur J. Sigfús- son þeim vilja sínum að skera heilbrigð- isþjónustuna niður um 4,8 milljarða kr., þar af um 2,9 milljarða kr. á landsbyggð- inni. Inni í þeirri tölu eru 375 millj. kr. til rekstrar sjúkrahússins á Húsavík. Við för- um kannski of bratt í það, sagði fjár- málaráðherra í fréttum sjónvarpsins eins og það skipti einhverju hvort sjúkrahúsið á Húsavík yrði lagt niður í febrúar 2011 eða 2012. Eða kannski engu eins og þegar sjúklingarnir á Hvítabandinu við Skóla- vörðustíg voru fluttir upp á Landspítala. Það sorglega við þennan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu er, að hann er óþarfur, ef réttri stefnu er fylgt í atvinnumálum, – ef „draumalandið“ á ekki verða að mar- tröð. Lítum á staðreyndir: Fyrsti áfangi álvers við Helguvík og tengd orkumannvirki kostar um 100 millj- arða kr. og dreifist á árin 2011 og 2012. Um 40% þess kostnaðar er innlendur. Þriðjungurinn af honum skilar sér sem tekjur fyrir hið opinbera eða 7 milljarðar kr. á ári. Allt að 3000 manns fá vinnu við verkefnið sem sparar um 5 milljarða kr. í atvinnuleysisbætur á ári. Það eru þá sam- tals 12 milljarðar kr. á ári í auknar tekjur og minni kostnað fyrir hið opinbera eða 1 milljarður kr. á mánuði. Við blasir, að arðsemi af eigin fé Kára- hnjúkavirkjunar verður 50- 100% meiri en upphaflega var gert ráð fyrir, og munar þar 50-100 milljörðum kr. á líftíma virkjunarinnar, sem hefur ver- ið reiknaður 60 ár. Það þýðir, að á næstu 12-14 árum verður Kárahnjúkavirkjun búin að greiða niður öll lán sem tekin voru hennar vegna. Með því að hafast ekki að getur Landsvirkjun greitt nið- ur allar skuldir sínar á næstu 10 árum. Síðan 1980 hefur raf- magn til almennrar notkunar lækkað um 30% að raungildi. Afraksturinn af orkusölunni til stóriðju gerði það kleift. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að hagvöxtur verði 3,2% . Forsendan fyrir því er sú, að álver rísi í Helguvík. Að öðrum kosti verður ekki um neinn hagvöxt að ræða. Það ylli því, að tekjur ríkissjóð lækkuðu um 15-25 milljarða kr. á næsta ári. Það er auðskilið þar sem skattar af lögaðilum hverfa og fjármagnstekjur gufa upp í stöðnuðu þjóðfélagi. Þegar svo er komið verður veruleg hætta á vítahring þungra skatta og minnkandi greiðslugetu almennings og fyrirtækja. Þvílíkt þjóð- félagsástand þekkjum við m.a. í löndum eins og Austur-Þýskalandi, þar sem ýmsir þeir, sem komist hafa til áhrifa hér á landi á síðustu misserum, voru kunnugir. Þessar staðreyndir sýna að það tryggir betri lífskjör en ella að virkja fallvötn og jarðhita fyrir stóriðju með sama hætti og gert hefur verið. Sú atvinnustefna hefur gengið upp. Einn af merkustu athafnamönnum hér á landi á 20. öld sagðist ekki bíða með að selja afurðir sínar til að ná hæsta verðinu á sveiflukenndum markaði heldur seldi hann þegar hann fékk gott verð og farn- aðist vel. Mér þótti vænt um að heyra Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra lýsa því yfir á mánudagskvöld að nú væri ekkert því til fyrirstöðu lengur að ganga til samninga við Alcoa um álver á Bakka. Þau ummæli komu í kjölfarið á þeim upplýsingum Reinhards Reynissonar, formanns At- vinnuþróunarfélags Þingeyinga, á vísi.is að aðeins væru tveir áhugaverðir og raun- hæfir kostir í boði til nýtingar á orkunni frá Þeistareykjum, nefnilega álver Alcoa eða álver kínverska fyrirtækisins Bosai. Annað væri komið út af borðinu. Þessi er niðurstaða opinberrar nefndar, Nausts, eftir ítarlega skoðun að beiðni ríkisstjórn- arinnar. Landsvirkjun á fulltrúa í nefnd- inni. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir íbúa í Þingeyjarsýslum. Á byggingartíma er gert ráð fyrir 5000-5500 störfum við álver á Bakka og eru virkjanaframkvæmdir ekki inni í þessum tölum. Í fullum rekstri verða störfin 300-400 í álverinu og á ál- verssvæðinu. Í frummatsskýrslunni er tal- að um 650-960 manns í beinum og óbein- um störfum alls. Þær tölur, sem ég hef rakið, sýna að ef fylgt er réttri stefnu í atvinnumálum er ekki þörf á að skera niður í heilbrigð- isþjónustu og að framtíð sjúkrahús- rekstrar á Húsavík er tryggð. Með álveri á Bakka skapast nýjar forsendur fyrir jarðgöng undir Vaðlaheiði og ný þörf fyrir flugvöllinn í Aðaldal. Atvinnuleysi hverf- ur. Ég hef fundið á vinum mínum fyrir norðan, að þrátt fyrir þessi góðu tíðindi er beygur í mönnum. Þeir segja við mig full- um fetum að Landsvirkjun hafi ákveðið að verðleggja orkuna frá Þeistareykjum út af markaðnum. Ríkisstjórnin vilji ekki álver á Bakka og hennar vegna megi sjúkra- húsið fjúka. Þeir þekki fingraförin. Eftir Halldór Blöndal » Þær tölur, sem ég hef rak- ið, sýna að ef fylgt er réttri stefnu í atvinnumálum er ekki þörf á að skera niður í heilbrigðisþjónustu og að framtíð sjúkrahúsrekstrar á Húsavík er tryggð. Halldór Blöndal Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Þingeyinga. Álver á Bakka og sjúkrahús á Húsavík Þar kom að því að tekið var á því sem veldur börn- unum í Reykjavík mestum skaða. Miðað við ákefðina mætti halda að nú stæði loks til að taka á eiturlyfja- sölunum í skólunum eða öðrum slíkum voða. Nei, það er stórhættulegur maður sem löngu er graf- inn og boðskapur hans sem varast vann. Trúboðum andkristninnar, eða hvað sem þessi virka starfsemi andstæðinga kristni kall- ast, er ekki nóg að ráða eig- in börnum. Þeir vita sem er að börn eyða öllum sínum vökutíma í skóla; það sem börn heyra ekki af þar, heyra þau næsta lítið. Eða er boðskapur Krists svo grípandi að þeir treysti eigin börnum ekki einu sinni til að frétta hann af afspurn? Hvaða fyrirbrigði er að mega ekki sjá Nýja testamentið úr öruggri fjarlægð? Hvað skaðar það önnur börn að kristin börn hefji kirkjuferð sína úr skólanum? Og borgarstjóranum skal á foraðið etja; ekki rímar það. Gætir Reykjavíkurborg heilsu barnanna þannig að öll börn sæki sund og leikfimi saman án tillits til trúar- skoðana foreldra? Hafa verið settar reglur sem banna að andlit stúlkna séu hulin í skólunum? Fyrir skömmu var komið fyrir aðstöðu til bæna fyrir múslíma í Há- skólanum. Hvar voru kveinstafirnir þá? Jól, aðventa, páskar, hvítasunna. Saga Íslands frá árinu þúsund. Ræða Ljósvetningagoða (eða er kannski búið að afmá hana?). Krossinn í fánanum. Þetta eru næstu verkefnin á listanum. – Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Þótt það nú væri. En verði kristnum mönnum bannað að leyfa börnum að rækja trú sína innan skólanna munu þeir segja: Hingað og ekki lengra. Og hér mega sjálf- stæðismenn í borgarstjórn ekki þola þumlungs afslátt. Reykjavíkur- borg bannar kristni í skólum Eftir Einar S. Hálfdánarson Einar S. Hálfdánarson » Borgarstjór- anum skal á foraðið etja. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.