Morgunblaðið - 20.10.2010, Side 21

Morgunblaðið - 20.10.2010, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Eygló frænku mína sá ég fyrst í desember árið 1943. Ég var þá nýlega orðinn átta ára, átti þrjár frænkur fyrir og þótti for- vitnilegt að sjá þessa fjórðu frænku mína. Þar lá hún agnarsmá í lítilli vöggu í húsi föðurafa míns við Berg- staðastræti í Þingholtunum. Sjálfur átti ég heima í húsi við Bergþóru- götu í Skólavörðuholti sem móðurafi minn byggði. Á þeim árum fór fólk fyrirvaralaust í heimsóknir fótgang- andi á sunnudögum. Ég kom því oft í heimsókn á Bergstaðastrætið og oft- ar en ekki var þar fyrir fólk í heim- sókn. Mannlífið breyttist síðan með bættum efnahag og vaxandi tækni, fólk varð sjálfstæðara og upptekn- ara. Skyldfólkið fór að hittast aðeins í afmælum og síðar í tugafmælum. Við Eygló gengum fyrst hvort sína leiðina, ég í raungreinum, hún í tungumálum, en síðan sömu leiðina í uppeldis- og kennslufræðum í Há- skóla Íslands. Leiðir okkar lágu síð- ar saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1979. Þar fór ég að sjá Eygló aftur, ekki þó á sunnudög- um, heldur alla hina dagana. Þar sá ég fyrir mér fullmótaða konu, frjáls- lega í fasi með félagslegt útstreymi, en Eygló var mjög virk í félagsstörf- um. Hún gerðist áfangastjóri og síð- Eygló Eyjólfsdóttir ✝ Eygló Eyjólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 28. nóv- ember 1943. Hún lést á blóðlækningadeild Landspítalans 28. september 2010. Útför Eyglóar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 8. október 2010. ar aðstoðarskóla- meistari. Ég komst ekki hjá því, sléttur kennarinn, að líta upp til hennar. Þannig liðu árin. Ég fluttist úr Breiðholtinu í Grafar- voginn. Fjarlægðin við minn gamla skóla var orðin ennþá meiri, stór hluti dagsins fór í akstur fram og til baka tvisvar á dag, dag eftir dag. Ég frétti að reisa skyldi framhaldsskóla í Grafarvoginum sem ætti að heita Borgarholtsskóli við götu sem héti Mosavegur. Við hjónin fórum í göngutúr að Borgarholti. Þar urðu á vegi okkar berar klappir og blautar mýrar. Þar sáum við mosa, en ekki Mosaveg. Stuttu síðar var þar risinn gríðarlega stór fram- haldsskóli og Eygló orðin skóla- meistari þar. Ég hóf kennslu í stærð- fræði haustið 1997 í Borgarholtsskóla. Þar mætti ég nemendum úr ýmsum brautum. Sumir létu sér það lynda að læra stærðfræði, aðrir vildu heldur liggja undir bílum. Eygló útskrifaðist með MA-gráðu í skólastjórnun frá Minnesotaháskóla árið 1991. Með þá þekkingu að vopni var hún vel í stakk búin að stýra nýjum framhaldsskóla sem telur á annað þúsund nemenda. Ég minnist þeirrar stundar þegar hún kom inn í kennslutíma og til- kynnti nemendum að enginn skyldi ganga inn á útiskóm. Ekki gekk það átakalaust, en allir starfsmenn skól- ans gengu í lið með henni. Borgar- holtsskóli ber af flestum öðrum skól- um í hreinlæti og reglusemi. Þegar inn er komið fyllist maður aðdáun, upplyftingu og virðingu fyrir stofn- uninni. Að nokkrum árum liðnum fékk Eygló einn illræmdasta sjúk- dóm sem hrjáir mannkynið með þeim afleiðingum að hún varð að yf- irgefa hina krefjandi skólastjórnun. Ég minnist þess vors 2001 þegar Eygló sleit skólanum í hinsta sinn og mér fannst myrkrið grúfa yfir á þeim sólbjarta vordegi. Við sendum Steinari, Höskuldi, Gunnhildi og barnabörnum, svo og Eyjólfi, föðurbróður mínum, og Svanfríði, konu hans, innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning frænku minn- ar. Egill Sigurðsson. Kveðja til kennara. Það er með mikilli hlýju sem ég minnist þýskukennara míns hennar Eyglóar Eyjólfs frá árunum í MH frá 1980-1984. Þýska var nú kannski ekki mitt besta fag en alltaf þegar að hún kenndi mér átti ég vísa ágæt- iseinkunn. Ekki veit ég hvernig hún fór að því þar sem að hjá öðrum kennurum átti ég, með einni undan- tekningu þó, í miklum vandræðum með að hreinlega ná áfanganum. En hlýleg návist hennar og þolinmæði í kennslunni vakti áhuga minn á fagi sem annars var erfitt að einbeita sér að. Henni var svo sannarlega gefið að kenna og kveikja áhuga hjá nem- endum sínum. Síðast þegar ég hitti þessa ynd- islegu konu sátum við á biðstofu á krabbameinsdeildinni á Landspítal- anum í janúar á síðasta ári. Við spjölluðum saman um stund eins gamlar vinkonur þótt við hefðum ekki sést í mörg herrans ár. Hún var hlý í fasi og áhugasöm um gamlan nemanda þó að hún stæði augljós- lega frammi fyrir miklum erfiðleik- um. Við kvöddumst á ganginum, hún óskaði mér góðs og ég henni sömu- leiðis. Það er skarð í raðir kennara að þurfa að kveðja svo frábæran leið- beinanda sem Eygló var. Ég mun ávallt vera þakklát þeirri andagift sem hún blés mér í brjóst gagnvart þýskunni í þá daga og kom mér í gegnum námið. Ég sendi aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Þegar Eygló Eyjólfsdóttir er kvödd eru mér efst í huga leiftur frá liðnum dögum sem brugðu birtu, gleði og hlýju á veg okkar sem mun- um hana á samverustundum stúd- entanna sem brautskráðust úr MA 1961. Í þeim hópi var maður hennar, Steinarr Höskuldsson, sem ungur felldi hug til þessarar glæsilegu stúlku. Með þeim var mikið jafnræði um gáfur og gjörvileik. Steinarr var ágætur fimleika- og íþróttamaður í skóla, en mest prýðir hann eðlislæg hógværð og fágun í framkomu. Með Eygló og honum hallaðist ekki á að þessu leyti, og trúlegt þykir mér að þau hafi jafnan verið samhent og samhuga í lífi og sambúð. Eygló var drengur góður. Hjá henni fór saman reisn og prúðmennska og hlýtt og já- kvætt viðmót að ógleymdum þeim krafti og lífsfjöri sem einkenndi hana á góðra vina fundum og kveikti hjá öllum gleði í sinni. Sá er nú sökn- uðurinn mestur að þeir verða ekki fleiri um sinn. Eygló Eyjólfsdóttir sótti nám af miklum dugnaði heima og erlendis, austan hafs og vestan, í tungumál- um, kennslu- og uppeldisfræðum og skólastjórn. Hún var því ágætlega menntuð í sínum greinum, enda varð kennsla og skólastjórn og uppeldi ungrar kynslóðar ævistarf hennar. Jafnframt átti hún hlut að kennslu- bókargerð og var um hríð sérfræð- ingur í menntamálaráðuneyti. Hún varð fyrsti skólameistari Borgar- holtsskóla og átti mikinn þátt í mót- un hans, og það er trúa mín að þar muni þess lengi sjá stað, því að fyrir fáeinum dögum hafði ég spurnir af tæplega tvítugum nemanda sem þar var að byrja nám í haust og taldi sig loks hafa fundið skóla við hæfi. Þrjú ár dvaldist Eygó í Kenýa á áttunda áratugnum meðan Steinarr var þar ráðgjafi vegna norræns samvinnu- verkefnis í þróunarmálum. Áhrif Afríkudvalarinnar endurspegluðust eftir heimkomuna í félagsstörfum Eyglóar og annars áhugafólks um málefni þróunarlanda, en hún lét einnig að sér kveða í félags- og hug- sjónamálum starfssystkina sinna í kennarastétt og gegndi formennsku í fleiri en einum samtökum þeirra. Síst má þó gleyma söngnum, en Eygló var lengi í Léttsveit Kvenna- kórs Reykjavíkur og lét ekki sitt eft- ir liggja í starfi hans. Síðasta áratug hefur norðanstúd- entahópurinn frá 6́1 ásamt mökum ár hvert efnt til helgarferðalags á sumri sem orðið hefur þátttakendum ógleymanleg reynsla vegna gamalla og nýrra kynna. Þá urðu mér best ljósir mannkostir og hæfileikar Eyglóar Eyjólfsdóttur. Reykjavík- urstúlkan úr MR kunni vel við sig í hópi norðanstúdentanna og sagði okkur það skýrt og skorinort oftar en einu sinni. Nú sé ég hana fyrir mér í stafalogni og miðnæturbirtu söngkvöldið góða á Raufarhöfn 2007 þegar við vorum í Þistilfjarðarför. Þar naut hún sín sannarlega í réttu hlutverki í voraldarveröld norður- slóða. Og slíkt hið sama í skógar- lundinum í Keldudal og víðar í Dýra- firði 2008, þegar Davíð Gíslason og Steinarr leiddu okkur um átthaga sína – og miklu oftar. Það er mikill söknuður að slíkri konu, en hún lifir í vitund okkar sem nutum og þökkum samfylgdina og biðjum ástvinum hennar huggunar og friðar Guðs í ljósi minninganna. Hjörtur Pálsson. ✝ Jón M. Baldvins-son fæddist í Reykjavík 29. októ- ber 1927. Hann lést á heimili sínu 1. októ- ber 2010. Foreldrar hans voru Sigríður Jóns- dóttir fædd í Stykk- ishólmi 5. september 1905, látin í Kaup- mannahöfn 30. maí 2003, og Baldvin Helgason fæddur í Reykjavík 17. októ- ber 1905, látinn 10. nóvember 1973. Systkini Jóns eru Ingibergur, f. 1928, og Gunnlaug, f. 1930. Hálfbræður Jóns voru Sigurður Jónsson og Ulrik Jónsson. Eiginkona Jóns er Hólmfríður Guð- mundsdóttir og þeirra dætur eru Sólrún Jónsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Útför Jóns fór fram í kyrrþey. Vinur er kvaddur. Jón M. Bald- vinsson listmálari er farinn til æðra lífs. Þroski og reynsla eru vega- nestið hans. Kenningar um lífs- reynslu og breytni eru næringin í endurfæðingu og ræður því hvernig manna er minnst. Jón náði æðsta stigi. Breytni í lífinu var öllum til góðs. Listamaður á æðsta stigi og hampaði sér ekki. Verk hans voru unnin af innblæstri; fagmenntun hans meiri en flestra. Túlkun og sköpun, æðra stig en sést hefur. Fjölskyldufaðir, kærleiksríkur og al- fullkominn að visku. Jón nam söng. Var skemmtikrafturinn Kóras. Greip til ýmissa ráða þegar á bját- aði, dó ekki ráðalaus. Rak gistiheim- ili og fleira. Hann var félagi í Guð- spekifélaginu í áratugi; tryggur vinur Grétars Fells og Sigvalda Hjálmarssonar. Kynntist náið Sun Wu Kung Yoga, sem vakti mikla at- hygli með fræðslu sinni og skoðun- um. Afstaða hans til lífsins réðst af virði hlutanna til þróunarinnar og hið liðna var mikilvæg reynsla sem bar að meta. Trúði ekki á peninga nema þeir væru nýttir til góðs og framtíðarheilla, af kærleika og skiln- ingi. Hvöt Jóns er af öðrum stigum og minning um hann er af æðri stig- um. Nú er hann okkur fyrirmynd sem lyftir okkur á æðra stig. Jón var raungóður vinur, vildi öllum vel. Hljóp undir bagga í raunum. Þar sem hjarta slær af gæsku og kær- leika þar eru Guðs vegir, lífsgleði og fylling. Jón fer um geiminn og finnur staði fyrir sig. Í verkum hans má sjá veruleikann sem er vegur hans til frambúðar lífsins. Jón samdi lög, mjög lifandi sem vekja hlýju og ást- úð, kærleik og gleði. Ég kveð Jón með fullvissu um endurfundi í næsta lífi. Grímur Marinó. Vinur minn Jón Baldvinsson, myndlistarmaður, hefur kvatt efnis- víddina okkar og okkur öll hér. Þann efnisveruleika okkar tilveru, sem Jón skildi til hlítar og kunni að notfæra sér lögmál hans tímabundið sér og sínum í hag, á meðan hann skapaði nýjan heim á léreftinu. Já, meistari Jón Bald hefur sagt skilið við þennan veruleika efnisins, þetta „hérognú“, sem við reyndar rædd- um svo oft um báðir tveir, hvor við annan. Sem og um takmarkanir þess sama. Og það er einmitt þetta, sem ég vil leyfa mér að þakka mikið fyrir núna og vonandi í nafni margra fleiri, það er að segja að fá þannig tækifæri til að hitta manneskju, sem hafði þá víðsýni til að bera að geta svissað huganum milli vídda, en samt tekið með harðan veruleika efnisins og um leið séð raunhæfa fleti á heildartilveru manneskjunn- ar. Sjá allt tengjast saman með or- sök og afleiðingu. Þetta er hæfileiki sem ekki öllum er gefinn. Og þess vegna mun ég sérstaklega sakna stopulla funda okkar, en það er önn- ur saga. Skiljanlega er mér það ljúft að kveðja hér þennan merka mann og þessa leitandi sál og um leið að færa innilegar samúðarkveðjur til Hólm- fríðar og dætranna, með þeirri ábendingu, að þessi skörpu skil í efn- isheimi manneskjunnar, okkar allra, segja ekkert til um víðfeðmi sköp- unarverksins annað en að sífelld hringrás á sér stað. Og að við erum öll hluti af henni. Áður en ég kvaddi Jón síðast í ný- liðnum ágústmánuði í Kópavoginum, ræddum við um framhaldið. Með til- vísun í ártöl og fæðingardaga vorum við sammála um það, að nú væri kominn tími á að hugsa næst um það allt saman og gera áætlanir. Og Jón sagði mér að hann stæði klár. Og ég sá það á augnatilliti hans að um það þyrfti ekki að ræða meir. Mér hlýn- aði um hjartaræturnar og enda þótt ég muni fara á mis við vitsmuni Jóns oftar en áður næstu misserin, þá er samt vottur af sama yl þar enn í dag. Einar Þorsteinn, Berlín. Jón M. Baldvinsson                          ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA SIGURÐARDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi í Kópa- vogi sunnudaginn 17. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 22. október kl. 11.00. Hjálmar Hermannsson, Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir, Einar Vilhelm Þórðarson, Halldóra Gunnarsdóttir, Guðleif Margrét Þórðardóttir, Kolbeinn Sigurjónsson, Helgi Þórðarson, Auður Atladóttir, Sigurður Þórðarson, Helena Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR BÁRÐARSON frá Heiði í Mývatnssveit, Krummahólum 8, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. október kl. 13.00. Marta Kristín Stefánsdóttir, Björg Wessing, Lars Wessing, Sigrún Sigurðardóttir, Vignir Ólafsson, Rebekka Sigurðardóttir, Jósef Smári Ásmundsson, barnabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARTA SONJA MAGNÚSDÓTTIR, síðast til heimilis að, Austurbrún 6, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 13. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. október kl. 13.00. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.