Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 31
AF LISTUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Gríðarlegar breytingar hafaorðið í tónlistarútgáfu í kjöl-far netvæðingar heimsins, bæði er auðveldara en nokkru sinni að komast í ókeypis tónlist og eins auðveldara en nokkru sinni að kom- ast í tónlist sem dreift er ólöglega. Þar sem tónlist hentar mjög vel til stafrænnar dreifingar og er að auki alþjóðleg (það þarf ekki að skilja textann til að kunna að meta lagið) kemur ekki á óvart að hún hafi náð jafn miklum vinsældum í stafrænni dreifingu og raun ber vitni – því má halda fram að aldrei hafi verið hlust- að eins mikið á tónlist og á seinni ár- um. Fyrirtækjum, útgefendum og dreifingaraðilum hefur aftur á móti gengið illa að nýta sér þessa auknu notkun og það hefur eðlilega bitnað á tónlistarmönnum að einhverju leyti. Hve mikið það hefur skert tekjur tónlistarmanna er erfitt að meta, því óvissuþættirnir eru svo margir, en ljóst að áhrifin á tónlist- arfyrirtæki eru umtalsverð eins og sést af slæmri fjárhagsstöðu þeirra flestra.    Tónlistarmenn og útgefendurnefna það iðulega að þeir einu sem grætt hafi á stafrænni dreifingu tónlistar séu símafyrirtækin, enda selja þau nettengingarnar sem gögnin streymi um. Kemur ekki á óvart að menn hafi rennt hýru auga til þeirra peninga eins og sannast meðal annars á nýjum tillögum um að lagður verði sérstakur skattur eða gjald á alla netnotendur (og þá þeir meðtaldir væntanlega sem eru með nettengda síma, velflestir og fljótlega nánast allir). Fyrir þessa peninga eiga menn að fá „aðgang að einhvers konar banka tónlistar sem leiddi þá áfram inn í kauphallir tón- listarinnar þar sem fólk borgar fyrir niðurhal og þjónustu,“ að því er kom fram í viðtali við Jakob Frímann Magnússon, varaformann Sambands tónskálda og eigenda flutnings- réttar, STEFs, á Vísi.is. Fjármunum þessum yrði síðan skipt á milli tón- listarmanna eftir kúnstarinnar reglum.    Væntanlega eru allir sammálaum það að tónlistarmenn eigi rétt á að fá greitt fyrir sköpun sína, þ.e. ef einhverjum fellur hún í geð á annað borð. Ekki er heldur ástæða til að efast um það að íslenskri tón- list sé dreift á ólögmætan hátt á net- inu, en vandinn er að meta í hve miklum mæli og hvaða áhrif það hafi hugsanlega haft á plötusölu og þar af leiðandi tekjur listamanna. Málið er nefnilega það að sala á íslenskri tónlist hefur haldist nokkuð jöfn allt frá árinu 1999 og árin 2004 til 2007, þegar ólögmæt dreifing á tónlist er orðin almenn og útbreidd, voru met- ár í sölu á íslenskri tónlist. Árið 2007 og 2008 varð samdráttur í sölu á ís- lenskri tónlist hvað varðaði eintaka- fjölda, en minni samdráttur í sölu- verðmæti, og sala á íslenskri tónlist árið 2008 var meiri en árið 2001 svo dæmi séu tekin. Af þessu má ráða að það er vafasamt að kenna eingöngu ólögmætri dreifingu á tónlist um hugsanlegan tekjusamdrátt lista- manna, eða má kannski þakka henni hina söluaukninguna 2001 til 2006?    Þegar skoðuð er sala á erlendritónlist hér á landi fer aftur á móti ekki á milli mála að þar hefur samdráttur verið talsverður, eig- inlega hrun, og svo er komið að sala á síðasta ári var ekki nema fjórð- ungur af því sem hún var metárið 1999. Í því ljósi er augljóst að STEF- skatturinn nýi ætti að renna til er- lendra listamanna, enda hafa þeir tapað mestu ef módelið er rétt (þ.e. að ólögmætri dreifingu sé um að kenna).    Eitt vil ég nefna til sem mérflýgur í hug þá er ég velti fyrir mér hugsanlegum STEF-skatti; hvað verður um þau fyrirtæki ís- lensk sem hafa gert út á að selja tón- list á netinu, til að mynda Tonlist.is, Gogoyoko og Grapewire? Ef allir netnotendur greiða skattinn og fá þá leyfi til að streyma tónlist hljóta þessi fyrirtæki að leggja upp laup- ana. Útgefendur hljóta líka að velta því fyrir sér hvort aðgangur að slíku streymi myndi draga enn úr sölu á geisladiskum með íslenskri tónlist og jafnvel flýta fyrir því að tónlistin yfirgefi formið og verði bara til raf- ræn. Kannski finnst þeim það hið besta mál. Nokkur orð um STEF-skatt » Tónlistarmenn ogútgefendur nefna það iðulega að þeir einu sem grætt hafi á staf- rænni dreifingu tónlist- ar séu símafyrirtækin. Seljast diskar enn? „Málið er nefnilega það að sala á íslenskri tónlist hefur haldist nokkuð jöfn allt frá árinu 1999.“ Norska hljómsveitin Datarock, sem sló eftirminnilega í gegn á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir nokkrum árum, snýr nú loksins aftur til Reykjavíkur. Föstudagskvöldið 5. nóvember mun sveitin leika á stærstu tónleikum Norrænu listahátíðarinnar Ting, sem haldin er í Reykjavík í tilefni þess að Nor- rænu menningarverðlaunin í tónlist verða afhent í Reykjavík. Tónleik- arnir fara fram á NASA, þar sem einnig koma fram Berndsen og Retro Stefson. Fleiri tónleikar fara fram í tónleikaröðinni Direkt, sem er hluti af Ting – Norrænni listahá- tíð í Reykjavík, dagana 4.-6. nóv- ember í Tjarnarbíó, Fríkirkjunni og Venue. Miðasala á tónleikana er hafin á Midi.is, Mál & menningu Laugavegi 18 og Skífunni, Kringl- unni. Sérstakt forsöluverð út októ- ber er aðeins 1.500 krónur. Ljósmynd/Tom Oxley Hress Datarock Hin sprellfjöruga Datarock snýr aftur MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 SÍMI 564 0000 7 7 14 12 L 16 L L SÍMI 462 3500 7 L 14 L SOCIALNETWORK kl.8-10.30 BRIM kl. 5.30 THEAMERICAN kl.10.30 EATPRAYLOVE kl.5.30-8 SÍMI 530 1919 7 12 L L L SOCIALNETWORK kl.6-9 BRIM kl.6-8-10 EATPRAYLOVE kl.6-9 SUMARLANDIÐ kl. 6-8 WALLSTREET2 kl.10 SOCIALNETWORK kl.5.20-8-10.35 SOCIALNETWORKLÚXUS kl.5.20-8-10.35 THEAMERICAN kl.8-10.20 BRIM kl.4-6-8 EATPRAYLOVE kl.5-8 PIRANHA3D kl. 10.45 WALLSTREET2 kl. 10 AULINN ÉG 3D kl. 3.40-5.50 .com/smarabio J.V.J. - DV Stórkostlegt listaverk! K.I. -Pressan -H.G., MBL NÝTT Í BÍÓ! -H.V.A., FBL HHHHH -S.V., MBL HHHHH -T.V. - kvikmyndir.is HHHHH -Þ.Þ - Fréttatíminn ÍSLENSKT TAL STEVE CARELL Sýnd kl. 8 og 10:20 FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS Sýnd kl. 8 og 10:20 Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 Sýnd kl. 6 - 3D ísl. tal -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.