Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2010 Efnt var til tónleika í Saln-um á 140 ára afmælis-degi Árna Thorsteinsson(1870-1962). Eins og frá var greint í Mbl. daginn áður bár- ust Tónlistarsafni Íslands nýverið hátt í níutíu óþekkt eða áður óút- gefin verk eftir Árna. Úr þeim valdi Jónas Ingimundarson tólf einsöngs- lög, er flutt voru um afmæliskvöldið ásamt 22 þekktari laga þessa ást- sæla tónskálds og frumherja. „Nýju“ eða minnst kunnu lögin voru ekki sérstaklega auðkennd í tónleikaskrá, en með beitingu úti- lokunaraðferðar úr söfnunum frá 1907[*] og 1921-22[**] mátti nokk- urn veginn átta sig án þess endi- lega að vera sérfræðingur í gullöld íslenzkra sönglaga. Öllu var skipt hnífjafnt milli söngvaranna. Gunnar Guðbjörnsson söng fyrst Vorgyðjuna*, Miðsumar, Kirkjuhvol*, Kvöldklukkuna**, Svanasöng á heiði og Gleði, og Ólaf- ur Kjartan Fögur sem forðum*, Söng víkinganna**, Yfir haf og eyðimerkur, Nótt* og Fallin er frá fegursta rósin í dalnum**. Eftir hlé söng Ólafur Rósina*, Teldu ekki ár- in, Dáin er Svava, Seinasta nóttin og Nafnið*, en Gunnar síðan Frið á jörðu*, Sólarlag, Draum hjarð- sveinsins, Sólkveðju, Ingjald á skinnfeldi** og Sigursöng. Auka- lögin voru Fífilbrekka, Þar sem há- ir hólar og Í birkilaut. Skemmst er frá að segja að þeir félagar fluttu söngperlurnar af sannkölluðum glæsibrag. Þótt örlað hafi á stakri örðu í „nýju“ lögunum var fagmannlega spilað og sungið af ýmist örvandi þrótti eða tignum trega, og var öllu tekið með miklum kostum og kynjum af fjölmennum áheyrendaskaranum. Að vísu gat eirðarlaus nútíma- hlustandi stundum saknað ögn „léttari strengja“ – þó ekki væri nema til tilbreytingar frá ríkjandi harmi eða hetjudáðum. Þó kann að vera að fyrstu tónmenntakynslóð landsmanna hafi þótt slíkt draga dýrustu listina í svaðið og sízt í anda upprisu úr aldafjötrum sultar og seyru. Hitt er undarlegra eftir á að hyggja, nú þegar beztu sönglögin hafa sannað endingargildi sitt, að textarnir skuli enn óþýddir á ná- grannatungur. Eða þykir engum kominn tími til að 20-30 íslenzk úr- valslög blandi geði við sambærileg sönglög suður í Skandinavíu? Af þrótti og tignum trega Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytjendurnir „Skemmst er frá að segja að þeir félagar fluttu söngperlurnar af sannkölluðum glæsibrag.“ Salurinn Einsöngstónleikarbbbmn Sönglög eftir Árna Thorsteinsson. Gunnar Guðbjörnsson tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton og Jónas Ingimundarson píanó. Föstudaginn 15. október kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Trúleysisdoðrantur breskaþróunarlíffræðingsinsRichards Dawkins, TheGod Delusion frá árinu 2006, er nú kominn út á íslensku. Í bókinni færir Dawkins margs konar rök fyrir því að Guð sé nær áreið- anlega hugarburður en útilokar þó ekki tilvist hans, þar sem end- anlegar sannanir fyrir því liggja ekki fyrir. Dawkins er nú einu sinni vísindamaður. Í bókinni vitnar hann í mikinn fjölda manna, m.a. lista- menn, fræðimenn og heimspekinga og sumir eru í meira uppáhaldi en aðrir, m.a. rithöfundurinn Douglas Adams. Fremst í bókinni er einmitt tilvitnun í Adams sem dregur ágæt- lega saman efni bókarinnar og til- gang: „Nægir ekki að sjá fegurð garðsins án þess að þurfa að trúa að hann sé fullur af álfum?“ Dawkins bendir á þær miklu framfarir sem orðið hafa í vísindum í aldanna rás, hvernig þau hafa aukið skilning okkar á umheiminum og þeim fyrir- bærum sem við áður töldum yfir- náttúruleg og óútskýranleg. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað, t.d. hvað sé handan hins sjáanlega heims, hvort eitthvað geti virkilega verið endalaust, hvort eitthvað geti orðið til úr engu o.s.frv. Þegar mað- urinn stendur andspænis slíkum spurningum er auðveldast að ímynda sér yfirnáttúrulega veru, að hún hafi skapað þetta allt saman og að við förum á vit hennar að lokinni jarðvist. Hentug lausn. Dawkins segir bókinni ætlað að snúa mönnum til trúleysis en segir þó jafnframt að trúmenn séu ónæm- ir fyrir rökum. Því mætti ætla að þetta sé vonlaust verkefni, eða hvað? Það er ógerningur í stuttri gagn- rýni sem þessari að fara ítarlega í rök Dawkins sem skipt er í níu kafla (bókin er 453 bls. með formálum og eftirmála). Miklu púðri er eytt í kenninguna um náttúruval, enda höfundurinn þróunarlíffræðingur. Á köflum er þetta skemmtileg lesning og fræðandi, þó rökin ættu að vera kunnugleg þeim sem velt hafa þess- um málum fyrir sér. Hugmyndin/ ranghugmyndin um guð fyllir jú upp í ákveðið tómarúm, í eyður tak- markaðrar skynjunar okkar á um- heiminum og á það bendir Dawkins. Guð er hentugt svar við spurningum sem ekki er hægt að svara. En ef trúin veitir mönnum vellíðan, er þá ekki í lagi að halda í hana, hvort sem hún er ranghugmynd eða ekki? Á móti má spyrja hvort ekki sé betra að leita vellíðunar og hugg- unar í einhverju sem við vitum fyrir víst að er til, og á það bendir Dawk- ins. Bók þessi er mikið verk og vel þýtt. Gallinn er sá að hún er alltof löng, lopinn teygður óheyrilega og mikið um endurtekningar. Garðurinn er fallegur án álfa Ranghugmyndin um guð bbbnn Eftir Richard Dawkins. Þýðandi Reynir Harðarson. Ormstunga, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON BÆKUR Richard Dawkins Höfundur Rang- hugmyndarinnar um guð. Sýning á verkum norska myndlistar- mannsins Gardars Eide Einarsson (f. 1976) verður opnuð í Hafnarhúsinu á morgun, fimmtudag, klukkan 17. Hann er einn nafntogaðasti lista- maður sem hefur komið fram á Norð- urlöndum á síðustu árum og er skipað á bekk með efnilegustu listamönnum samtímans. Einarsson, sem er af íslensku bergi brotinn, býr og starfar í Osló, New York og Tókýó. Í verkum hans gætir sterkra áhrifa frá pönktónlist og götulist, þar sem jaðarmenning kall- ast á við kaldhamrað gangverk nú- tímasamfélags. Hann vinnur í ýmsa miðla sem viðfangsefnin kalla á: t.d. málverk, ljósmyndir, skúlptúra, fána og dreifimiða. Sýningin fyllir þrjá sali Hafnar- hússins. Hún kemur frá Astrup Fe- arnley-safninu í Osló. Sýningarstjór- ar eru þau Gunnar B. Kvaran, safn- stjóri þar, Sara Arrhenius frá Bonn- ier Konsthall og Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Verk Gardars Eide sýnd í Hafnarhúsinu Málverk eftir listamanninn Our Rival the Rascal (Silver 1), verk eftir Gar- dar Eide Einarsson frá 2008-2009, er meðal verkanna á sýningunni. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Þri 16/11 kl. 20:00 Ný auka Fös 22/10 kl. 19:00 Aukas Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Lau 20/11 kl. 19:00 17.k Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Lau 20/11 kl. 22:00 18.k Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Lau 6/11 kl. 22:00 aukas Sun 21/11 kl. 20:00 19.k Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Sun 7/11 kl. 20:00 13.k Þri 23/11 kl. 20:00 20.k Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Þri 9/11 kl. 20:00 aukas Fim 25/11 kl. 20:00 21.k Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Fös 12/11 kl. 19:00 14.k Lau 27/11 kl. 19:00 22.k Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Fös 12/11 kl. 22:00 15.k Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Sun 14/11 kl. 20:00 16.k Ath: Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin! Gauragangur (Stóra svið) Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Lau 13/11 kl. 20:00 13.k Sun 28/11 kl. 20:00 15.k Fös 29/10 kl. 20:00 aukas Mið 17/11 kl. 20:00 aukas Fim 4/11 kl. 20:00 12.k Fim 18/11 kl. 20:00 14.k Sýningum lýkur í nóvember Enron (Stóra svið) Fös 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 30/10 kl. 20:00 12.k Lau 20/11 kl. 20:00 15.k Lau 23/10 kl. 20:00 10.k Lau 6/11 kl. 20:00 13.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k Fim 28/10 kl. 20:00 11.k Fös 12/11 kl. 20:00 14.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k Heitast leikritið í heiminum í dag Fjölskyldan (Stóra svið) Fös 5/11 kl. 19:00 1.k Fös 19/11 kl. 19:00 4.k Fös 3/12 kl. 19:00 7.k Mið 10/11 kl. 19:00 2.k Mið 24/11 kl. 19:00 5.k Lau 4/12 kl. 19:00 8.k Fim 11/11 kl. 19:00 3.k Fös 26/11 kl. 19:00 6.k Lau 18/12 kl. 19:00 9.k "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 22/10 kl. 19:00 11.k Fim 28/10 kl. 20:00 14.k Sun 31/10 kl. 20:00 16.k Lau 23/10 kl. 19:00 12.k Lau 30/10 kl. 19:00 15.k Sun 24/10 kl. 20:00 13.k Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Allra síðustu sýningar í Rvk. Sýnt á Akureyri í nóv. Horn á höfði (Litla svið) Lau 23/10 kl. 13:00 8.k Sun 31/10 kl. 14:00 11.k Lau 13/11 kl. 14:00 14.k Sun 24/10 kl. 14:00 9.k Lau 6/11 kl. 14:00 12.k Sun 14/11 kl. 14:00 15.k Lau 30/10 kl. 13:00 10.k Sun 7/11 kl. 14:00 13.k Gríman: Barnasýning ársins 2010! Orð skulu standa (Litla svið) Þri 26/10 kl. 20:00 Gestir 19/10: Brynhildur Guðjónsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson Fjölskyldan - Forsala hefst í dag Fíasól ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Sýningar alla laugardaga og sunnudaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.