Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verklegar framkvæmdir eru aðeins hafnar við eitt hjúkrunarheimili af þeim níu sem áformað er að reisa á næstu þremur árum. Það er viðbygging við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Unnið er að hönnun og undirbúningi útboða í nokkrum sveit- arfélögum og gætu verklegar framkvæmdir hafist í einhverjum þeirra á fyrrihluta næsta árs. Félagsmálaráðherra samdi í vor við nokkur sveitarfélög um byggingu hjúkrunarheimila. Gert var ráð fyrir að byggður yrði fjöldi nýrra heimila á næstu þremur árum. Framkvæmdirnar eru ætl- aðar til að bæta úr brýnni þörf fyrir ný hjúkr- unarheimili en ekki síður að létta á þeim sem fyrir eru þannig að fleiri geti haft eigin íbúð. Gert er ráð fyrir að byggð verði átta hjúkr- unarheimili með samtals um 360 hjúkrunarrými. Rýmum fjölgar ekki samsvarandi því aðstaðan verður bætt á þeim heimilum sem fyrir eru. Áætl- aður kostnaður er 9,5 milljarðar og átti að dreifast nokkurn veginn jafnt á árin 2010 til 2013. Áætlað var að 300 störf myndu skapast við uppbygginguna, samfellt í þrjú ár. Ljóst er að eitthvað teygist úr því vegna þess að verklegar framkvæmdir eru aðeins hafnar í Borgarnesi. Sveitarfélögin fjármagna byggingu hjúkr- unarheimilanna hjá Íbúðalánasjóði og fá ríkishluta stofnkostnaðarins, um 85%, endurgreiddan í formi leigugreiðslna á 40 árum. Sökklar að verða til í Borgarnesi Verktaki er langt kominn með að steypa sökkla viðbyggingar Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Húsið verður byggt úr forsteyptum einingum og var áætlað að fyrsta hæðin myndi rísa fyrir áramót. Vinnu hefur seinkað eitthvað vegna veðurs. Í nýbyggingunni eru 32 hjúkrunarrými og er kostnaður áætlaður 800 milljónir kr. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilis aldraðra, segir stefnt að því að fram- kvæmdum ljúki um mitt ár 2012. Þegar nýbygging- unni lýkur verður tekið til við að breyta dvalarheim- ilinu og bæta aðstöðu fyrir starfsfólk og heimilisfólk. Þegar upp verður staðið verða hjúkr- unarrými ekki fleiri en nú er. Unnið er að undirbúningi fram- kvæmda í nokkrum bæjarfélögum, hönnun og undirbúningi útboða. Bygginganefndarteikningar vegna 60 íbúða hjúkrunarheimilis á Sjálandi í Garðabæ eiga að liggja fyr- ir um miðjan næsta mánuð og stefnt er að útboði á jarðvinnu í kjölfarið. Miðað er við að vinna við burðarvirki og frágang utanhúss verði boðin út um miðjan apríl, samkvæmt upplýsingum Gunnars Einarssonar bæjarstjóra. Í Mosfellsbæ verður byggt 30 rýma hjúkr- unarheimili við Hlaðhamra. Verið er að ljúka hönn- un þess. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir að verkið verði boðið út í áföngum og reiknar með að jarðvinna verði boðin út fljótlega eftir áramót. Auk hjúkrunarheimilisins verður byggt 600 fermetra hús fyrir félagsaðstöðu aldraðra á vegum Mosfells- bæjar. Heildarkostnaður við hjúkrunarheimilið og fé- lagsaðstöðuna er áætlaður liðlega 900 milljónir. Alútboð byggingar og reksturs Forval vegna alútboðs á 60 rýma hjúkrunar- heimili á Völlunum í Hafnarfirði hefur farið fram. Valdar hafa verið tvær sjálfseignarstofnanir sem gefinn verður kostur á að bjóða í byggingu heimilis- ins og rekstur. Það eru Sólvellir ses. og Umönnun ses. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að einhverjar vikur séu í að út- boðsgögn verði tilbúin. „Ég vonast til að þetta gangi fram þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir með vorinu,“ segir hann. Í Reykjanesbæ stendur til að koma upp 30 hjúkrunarrýmum á Nesvöllum, í tengslum við þjón- ustumiðstöð eldri borgara. Böðvar Jónsson, for- maður bæjarráðs, segir að til greina komi að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt á Nesvöllum eða byggja nýtt hús þar. Bæjarráð ákvað á dög- unum að láta reikna út að nýju kostnað við báðar leiðir og leggja mat á rekstrarkostnað. Hafin bygging á einu hjúkrunarheimili af níu  Framkvæmdir hafa ekki farið eins hratt af stað og reiknað var með í upphafi Viðbygging Hjúkrunarheimilið verður í viðbyggingu sem rísa mun aftan við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Sökklar eru langt komnir. Parhús fyrir aldraða eru við Ánahlíð, á lóð Dvalarheimilisins. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þrír nýir ráðuneytisstjórar voru skipaðir í gær, allt konur. Anna Lilja Gunnarsdóttir verð- ur ráðuneytisstjóri nýs velferð- arráðuneytis sem verður til við sam- einingu félags- og tryggingamálaráðuneytis og heil- brigðisráðuneytis 1. janúar 2011. Umsækjendur voru 89 talsins, þar af fjölmargir starfsmenn Heilbrigð- isstofnunar Þingeyinga á Húsavík. Ráðherra ákvað að fela þriggja manna hæfnisnefnd að fara yfir um- sóknir um embættið. Hæfnisnefndin mat fjóra úr hópi umsækjenda mjög vel hæfa, þau Önnu Lilju Gunn- arsdóttur, Bolla Þór Bollason, Rögnu Árnadóttur og Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur. Ragna dró um- sókn sína til baka en ráðherra kall- aði hina umsækjendurna þrjá til við- tals og tók að því loknu ákvörðun um að skipa Önnu Lilju í embættið. Anna Lilja Gunnarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Landspítala frá árinu 2000. Áður hafði hún meðal annars verið forstöðumaður áætlana- og hagdeildar Ríkisspítala, gegnt störf- um hjúkr- unarfram- kvæmdastjóra þar og einnig starfað í faghópi heilbrigðisráðu- neytis um fram- tíðarskipan sjúkrahúsmála. Hún tekur strax til starfa við undirbúning að stofnun velferðarráðuneytisins. Helga Jónsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu frá 1. desember 2010 að telja. Umsækjendur um embættið voru 22. Hæfnismatsnefnd tók sjö umsækjendur í viðtal og mat tvo þeirra hæfari en hina, Helgu Jóns- dóttur og Kjartan Gunnarsson. Árni Páll Árnason ráðherra fékk þau tvö í framhaldsviðtal. Helga hefur haft með höndum stjórnunarstörf á vegum opinberra og alþjóðlegra aðila í 21 ár. Hún var m.a. bæjarstjóri Fjarðabyggðar 2006-2010 og borgarritari í Reykja- vík 1995-2006 þar sem hún stýrði stjórnsýslu og fjármálum og var staðgengill borgarstjóra. Helga hef- ur setið í fjölmörgum stjórnum, þar á meðal þriggja lífeyrissjóða auk stjórnar Nýja Kaupþings, síðar Ar- ion banka. Helga tekur við starfi 1. desember nk. Ragnhildur Hjaltadóttir verður ráðuneytisstjóri nýs innanríkisráðu- neytis sem tekur formlega til starfa um næstu áramót við sameiningu dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytis og samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytis. Alls bárust 13 umsóknir um embættið en einn um- sækjandi, Ragna Árnadóttir, dró umsókn sína til baka. Hæfnisnefnd boðaði sex umsækjendur í viðtal. Skipað verður í embættið til fimm ára og mun ráðuneytisstjóri taka við embætti 1. janúar 2011 og stýra innanríkisráðuneyti undir stjórn Ögmundar Jónassonar sem verður frá sama tíma innanrík- isráðherra. Fram til þess dags eða þar til nýtt ráðuneyti hefur starf- semi mun Ragnhildur vinna að sam- einingu ráðuneytanna ásamt sér- stakri verkefnisstjórn. Ragnhildur starfaði í dóms- og kirkjumálaráðuneyti árið 1982 en hóf störf í samgönguráðuneyti árið 1983. Síðustu sjö ár hefur hún verið ráðuneytisstjóri samgöngu- ráðuneytisins, sem síðar varð sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Þrjár konur í stól ráðuneytisstjóra  Innanríkis- og velferðarráðuneyti taka til starfa um áramótin  Anna Lilja Gunnarsdóttir og Helga Jónsdóttir eru nýjar í embættum  Ragnhildur Hjaltadóttir gegnir áfram embætti ráðuneytisstjóra Anna Lilja Gunnarsdóttir Helga Jónsdóttir Ragnhildur Hjaltadóttir Haustpestir herja nú á lands- menn, bæði maga- og loft- færasýkingar, og dæmi eru um að fólk liggi í flensu í allt að hálfan mánuð. Haraldur Briem sóttvarn- arlæknir segir að haustpestirnar nú séu ekki skæðari en oft áður og engin inflúensa kom- in að heitið geti. „Þetta eru þessar venjulegu haustpestir myndi ég halda. Við höfum ekki fengið nein merki þess að það sé neitt óvenju- legt í gangi. Kvefpestir eru af ýms- um ástæðum. Það eru margar veirur að ganga. Þetta er mjög hefðbundið ástand,“ segir Har- aldur. Ennfremur segir hann eina af þeim veirum sem nú gangi valda magakveisu með uppköstum, nið- urgangi og kviðverkjum. Í ein- hverjum tilfellum hafi svokölluð nóróveira greinst í þeim sjúkling- um. kjartan@mbl.is Engin inflúensa komin ennþá en fjöldi veira í gangi Haraldur Briem sóttvarnalæknir Ögmundur Jónasson, dómsmála- ráðherra, hefur lagt fram frum- varp um að hæstaréttardómurum verði fjölgað um þrjá frá og með næstu áramótum og héraðsdóm- urum um fimm frá 1. mars nk. Með þessu vilja stjórnvöld bregð- ast við því aukna álagi sem orðið hefur á síðustu tveimur árum á dómstóla landsins. Búast má við að nýju héraðsdómararnir muni koma til starfa hjá Héraðsdómi Reykja- víkur og Héraðsdómi Reykjaness þar sem mests álags er að vænta á næstu árum. Frumvarp lagt fram um fjölgun dómara Fregnir hafa borist af því að Breti sem svikið hefur nígeríska skreið- arkaupendur árum saman í sýnd- arviðskiptum með skreið frá Íslandi sé staddur hér á landi í „við- skiptaerindum“. Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að sendiherra Nígeríu á Íslandi, Kemafor Nonye- rem Chikwe, hafi á dögunum boðað til fundar með skreiðarseljendum og fulltrúum Íslandsstofu, í því skyni að vara við ólögmætum við- skiptaháttum með íslenska skreið. Hvetur Íslandsstofa því útflytj- endur til að vera á varðbergi. Vara við sýndarvið- skiptum með skreið Átta til níu menn hafa vinnu þessar vikurnar við að slá upp og steypa sökkla fyrir viðbygg- ingu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi, auk 20 til 30 manna við að framleiða húseining- arnar í verksmiðju Loftorku. Aðalsteinn Krist- jánsson, forstöðumaður framkvæmdasviðs Loftorku, áætlar að 25-30 menn verði við vinnu á byggingarstað þegar flest verður, seinnihluta næsta árs. Átta verktakar úr Borgarfirði tóku að sér framkvæmdir við stækkun Dvalarheimilisins undir nafni Bygg- ingafélags Borg- arfjarðar ehf. Lítið er að gera hjá iðn- aðarmönnum og því kemur bygging hjúkr- unarheimilisins sér vel fyrir þessi fyrirtæki. „Það munar um þetta í byggð- arlaginu,“ segir Aðalsteinn. Munar um þetta í byggðarlaginu UPPBYGGING SKAPAR VINNU STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.