Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Desembermánuður þarf að vera afar hlýr til þess að hitamet fyrir árið verði slegið. Mjög hlýtt hefur verið á árinu fram til þessa, en nóvember var hins vegar fremur kaldur á köflum og fyrir miðjan mánuðinn var óvenju snjóþungt víða um landið norðaustanvert. Á Suðvestur- og Vesturlandi var mánuðurinn hins vegar með þurr- ara móti og þar var snjólétt. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstof- unnar yfir nóvember. Í Reykjavík var meðalhitinn í nóvember 0,6 stig og er það 0,6 stigum undir meðaltali áranna 1961-1990. Þetta er kaldasti mán- uður í Reykjavík síðan í október 2008. Á Akureyri var meðalhitinn -1,5 stig sem er 1,1 stigi undir meðallagi. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 1,6 stig og er það 0,4 stigum undir meðallagi. Sólskinsstundir óvenju margar Hæstur hiti í mánuðinum mæld- ist í Skaftafelli á fyrsta degi mán- aðarins, og var hann 12,4 stig. Lægstur varð hitinn í Möðrudal, -23,2 stig, hinn 28. Nóvember var fremur bjartur í Reykjavík og mældust sólskins- stundir 73,6 talsins, sem er 35 stundum umfram meðallag. Hafa þær ekki verið fleiri í nóvember síðan 2000. Á Akureyri voru sólarstundirnar 27 talsins og hafa þær ekki verið jafnmargar í nóvember síðan 1937 og óskandi að Akureyringar hafi nýtt þær vel því nú hverfur sólin á Akureyri, því mestallur desember er þar alveg sólarlaus. Ef heppnin er með Akureyringum heldur snjórinn þó áfram að lýsa upp um- hverfið. Mikill snjór var á Akur- eyri í nóvember og var jörð alvhít í 28 daga eða 10 daga yfir með- allagi. Í Reykjavík voru alhvítu dag- arnir aðeins þrír í nóvember, sem er þremur dögum minna en í með- alári. Loftþrýstingur er óvenju hár og hefur fyrstu 11 mánuðina ekki ver- ið jafnhár síðan á sama tímabili 1888. Nóvember var kaldur mánuður  Ólíklegt að árshitamet falli úr þessu  Óvenju snjóþungt víða um land Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjóþungt Bæjarstarfsmenn á Ak- ureyri greiða vegfarendum leið. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Fólkið býr þarna ennþá við ömur- legar aðstæður, þeir heppnu eru í tjöldum,“ segir Þórir Guðmundsson hjá alþjóðasviði Rauða kross Íslands. Um helgina heldur Hrafnhildur Sverrisdóttir til Pakistans sem sam- skiptafulltrúi alþjóða Rauða krossins og er hún þriðji Íslendingurinn sem hefur störf í landinu eftir hamfara- flóðin sem ollu búsifjum á um 70% alls landsvæðis í ágúst og september. Þó má segja að minna hafi farið fyrir neyðinni í Pakistan en á Haíti í kjölfar jarðskjálftans þar. „Þetta gerist oft þegar það koma svona mikl- ar hamfarir, einar á eftir öðrum. Þá leggja menn oft mikið í þær fyrstu en svo dregur úr kraftinum. Fólk hefur þó lagt töluvert fé til starfsins, meðal annars hefur utanríkisráðuneytið stutt okkur, en vandinn er svo mikill að það verður aldrei nóg. Það er ver- ið að veita mjög mikilvæga aðstoð fyrir þá sem hafa misst heimili sín og sjá ekki fram á að fá uppskeru næsta árið, en það eru líka mjög margir sem fá alls ekki nóga hjálp.“ Þórir segir að störf Íslendinganna í Pakistan hafi gengið mjög vel þótt aðstæður séu erfiðar. Rauði kross Ís- lands hefur sent um 14 milljónir til neyðarverkefna í landinu. Mikilvæg aðstoð í Pakistan  Rauði kross Íslands sendir um helgina þriðja fulltrúa sinn til starfa á flóðasvæð- um landsins  Neyð fólksins enn gríðarleg  Margir fá alls ekki næga hjálp Neyðarstarfið í Pakistan » Lilja Óskarsdóttir starfar nú sem hjúkrunarfræðingur í Pak- istan og Jóhannes Sigfússon sem öryggisfulltrúi. » Hamfarirnar eru þær mestu í sögu Pakistans og er talið að endurreisn samfélagsins muni taka mörg ár, jafnvel áratugi. Pakistan Lilja Óskarsdóttir við störf í færanlegum sjúkrabúðum RK. Þórir Guðmundsson Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Útför fór fram í Reykjanesbæ í gær. Það þykir ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að maðurinn lést fyrir 1100 árum og útförin fór fram í safninu Víkinga- heimum í Reykjanesbæ. Téður maður er í láni frá Þjóð- minjasafninu, en um er að ræða beinagrind af heiðnum manni, sem talinn er hafa dáið fyrir um 1100 árum. Hann fannst á Hafurbjarn- arstöðum árið 1868, ásamt beinum af hundi og hesti auk sverðs og ýmissa annarra muna. Útförin er hluti af sýningu Víkingaheima, sem mun standa næstu tvö árin. Að sögn Elisabethar Ward, safn- stjóra Víkingaheima, hafa rann- sóknir sýnt að allflestir landsnáms- menn Íslands hafi verið heiðnir og að heiðinn siður hafi verið haldinn af fyrstu ættliðum Íslendinga. Höfðingjar grafnir í bátum „Við erum nú að end- urgera kumlið frá Haf- urbjarnarstöðum,“ seg- ir Elisabeth. „Beina- grindurnar eru lagð- ar í trébát, sem er eftirlíking af vík- ingabát og sandur frá Hafurbjarn- arstöðum er settur í bátinn. Sumir telja að maðurinn hafi verið grafinn í bát, en það er ekki alveg ljóst.“ Elisabeth segir að höfðingjar hafi gjarnan verið heygðir í bátum sínum og fór stærð bátsins eftir veraldlegu gengi hins látna. „Stundum var steinum raðað í kringum þann látna í bátsformi. Sá siður að grafa menn í bátum þekktist líka í Egyptalandi hinu forna og meðal Engilsaxa. En við vitum ekki hvers vegna sumir voru grafnir með bátum sínum og aðrir ekki. En þetta tengist kannski því að hafa farartæki yfir í annan heim.“ Meðal gripa í Víkingaheimum er skipið Íslendingur, sem er gert eft- ir Gauksstaðaskipinu, víkingaskipi sem fannst við Gauksstaði í Nor- egi. Gauksstaðaskipið var grafið í haug og í því voru bein af manni, ásamt hunda- og hestabeinum. Að sögn Elisabethar er líklegt að Gauksstaðaskipið hafi verið síðasta fley látins manns. Landvættablót 1. desember Dagsetning athafnarinnar er einkar heppileg, en árleg Land- vættablót Ásatrúarfélagsins eru jafnan haldin þann 1. desember og þá eru jafnan drukkin heill land- vættanna. Borinn til grafar 1100 árum eftir andlátið  Heiðinn fornmaður fær hinstu hvíld í Víkingaheimum Fornleifafundurinn á Hafurbjarnarstöðum er einn af fyrstu fornleifa- fundum landsins. Bóndinn á bænum fann bein í sandi árið 1868. Hann kallaði til prest sem hafði samband við Þjóðminjasafnið, sem þá var ný- stofnað. Þeim var ráðlagt að hefja uppgröft, áður en svæðið skemmdist. Þeir fundu bein af manni, hundi og hesti auk heil- legasta og mest skreytta sverðs frá víkingaöld sem fundist hefur hérlendis. Einnig fundust spjótsoddur, öxi, brýni og ým- islegt fleira. Þegar þeir höfðu fjarlægt munina komu í ljós járnnaglar og virtist gröfin vera í laginu eins og skip. Fáir af þessum nöglum komust í vörslu Þjóðminjasafns- ins og því hefur verið dregið í efa að um bátakuml hafi ver- ið að ræða. Nokkur slík kuml hafa fundist hér á landi. Einn fyrsti fornleifafundurinn BÓNDI OG PRESTUR Í FORNLEIFAUPPGREFTRI Ljósmyndir/Víkurfréttir. Hilmar Bragi Bárðarson Víkingaheimar Verið er að endurgera kumlið frá Hafurbjarnarstöðum og eru beinagrindurnar lagðar í trébát. AF HEIMASLÓÐUM Sögusvið þessarar þjóðlegu og bráðskemmtilegu bókar er Mel- rakkaslétta og byggðakjarninn við Leirhöfn. Höfundurinn, Níels Árni Lund, rekur þar búskapar- sögu foreldra sinna en fer þess utan með lesendur heim á hvern einasta bæ og segir frá því fólki sem þarna stundaði búskap. holabok.is/holar@holabok.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.