Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 18
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Nýlega birti Sjón- varpið heimildarmynd eftir undirritaðan og Karl Smára Hreins- son. Myndin heitir Saga af stríði og stolnum gersemum og segir furðulega sögu af kirkjugluggum sem stolið var í stríðinu og enduðu nokkrir í ís- lenskum kirkjum og á einkaheimilum. Þekktasti glugg- inn er í Akureyrarkirkju og hafa tveir Akureyringar skrifað í Mbl. og gagnrýnt myndina og okkur höfundana. Ekkert er við það að athuga, mönnum er frjálst að tjá sínar skoðanir. En verra er að skríbentarnir reyna af mikilli elju að gera okkur upp sakir og rang- færa og ýkja það sem kom fram í myndinni. 25. nóv. birtist grein eftir Sverri Pálsson, höfund bókar um sögu Akureyrarkirkju. Sverrir skrifar: „gefa höfundar í skyn að rúða þessi sé til Akureyrar komin á afar vafasaman hátt, þar komi bæði þjófnaður og smygl við sögu og þar að auki uppdiktaðar kraftaverkasögur“. Sannleikurinn er sá að það sem við „gefum í skyn“ er hið rétta í málinu. Þessi rúða endaði á Ak- ureyri eftir þjófnað, smygl og henni fylgdu sögur um kraftaverk þar sem hún væri hið eina heil- lega sem hefði bjargast úr rústum Coventrykirkju. Sú saga er vissu- lega uppdiktuð þar sem rúðan var ekki í kirkjunni þegar hún var lögð í rúst. Hún var komin í geymslu þaðan sem henni var stolið ásamt fleiri rúðum. Í fundargerð sóknarnefndar Akureyrarkirkju 13. júlí 1981 er skrifað: „Þrír glugganna komust af óupplýstum ástæðum til ís- lands.“ Í bók Sverris stendur á bls. 288 „Einhvern veginn vildi svo til, – enginn veit nú lengur hvers vegna eða með hverjum hætti, – að myndarúður úr þrem- ur kirkjugluggum, þá hlutaðir í sundur í nokkra parta, urðu við- skila við hinar og komust í forn- og listmunaverslun í Lund- únaborg.“ Nú er komið í ljós að rúðurnar sem hingað komu voru töluvert fleiri en þrjár. Eftir sýn- ingu myndarinnar í sjónvarpinu hafa komið fram upplýs- ingar sem benda til þess að hingað komu a.m.k. 15 rúður. Það hefur því verið tölu- vert verk að flytja þennan farm milli staða. Hver rúða var í sérsmíðuðum kassa sem var vel rúmur og rúðan vel skorðuð. Kassarnir voru þungir, mörg kíló af gleri, blýi og timbri. Það hefur því þurft bæði tæki og mannskap til þess að ræna rúðunum og flytja þær í skip sem flutti þær til Ís- lands. Rúðurnar urðu ekki „viðskila við hinar“ eins og Sverrir skrifar, þeim var stolið og þær seldar í umróti stríðsins. Þetta er fyrri hluti sögunnar. Seinni hlutinn er um það sem gerðist eftir að Cov- entrymenn uppgötvuðu að ein rúða hafði borist til Íslands. Sverrir skrifar: „Aldrei hafa komið fram tilmæli um, að rúð- unni yrði skilað, og því síður kröf- ur.“ Og Svavar A. Jónsson, sókn- arprestur Akureyrarkirkju, segir í fréttaviðtali í RÚV 18. nóv. sl. „að það hafi aldrei komið til tals að rúðunni yrði skilað“. Í bók Sverris sjálfs má lesa á bls. 295 að séra Pétur Sigurgeirsson hafi svarað breskum blaðamanni: „Hins vegar teldi hann sjálfur harla ólíklegt, að sóknarnefnd Akureyrarkirkju yrði við slíkri beiðni, þó að hún yrði fram bor- in.“ Í Árbók Akureyrar 1981 er vitnað í spurningu sem beint var til séra Péturs: „En verður glugg- unum skilað? Pétur Sigurgeirsson kvað mjög erfitt um það að segja, en biskupinn yfir Íslandi, Sig- urbjörn Einarsson, var bjartsýnni varðandi það að skila glugganum aftur til Coventry.“ (bls. 117.) Dr. H.C.N Williams, prófastur við Coventrykirkju, segir í viðtali við Coventry Guardian 16. maí 1981 að „endurteknar fyr- irspurnir hans til íslenska sendi- ráðsins og beint til kirkjunnar á íslandi hafa ekki skilað neinum svörum“. Svavar og Sverrir segja báðir að bréf hafi verið send til Cov- entry en kirkjan þar á engin slík bréf og engin afrit hafa fundist hér á landi. Og dr. Williams segir að ítrekuðum fyrirspurnum hafi ekki verið svarað. Sverrir og Svavar segja að formleg beiðni hafi aldrei komið fram um að skila listaverkunum. En sagan sýnir að fyrirspurnir í þá átt hafa mætt þögn og tregðu af hálfu forsvarsmanna Akureyr- arkirkju. Og engin bréf hafa kom- ið fram sem sýna vilja þeirra til að skoða málið og það er staðfest að frá 1981 til dagsins í dag hafa talsmenn Akureyrarkirkju ekkert gert til þess að koma þessum mál- um í viðunandi farveg. Þó var þeim ljóst af upplýsingum sem bárust frá Kenyon Wright 1981 að ekki var allt með felldu með ferðalag rúðunnar til Akureyrar. Það var ekki fyrr en að við fór- um að vinna að heimildarmynd- inni að það komst á samband á milli Akureyrar og Coventry. Það er því rangt þegar Sverrir Páls- son heldur því fram í grein sinni að sambandið hafi slitnað þegar Kenyon var fluttur til í starfi og komist á að nýju þegar hann kom „aftur til starfa í Coventry og tók upp þráðinn“. Þetta lítur vel út á pappír en er fjarri sannleikanum. Sverrir ritar um texta mynd- arinnar: „Ekki skal heldur reynt að leiðrétta allar þær missagnir, villur og firrur, sem er að finna í fyrrgreindum textum. Þar er þó mikinn skóg að grisja.“ Eini til- gangur Sverris virðist vera sá að gera okkur, höfunda mynd- arinnar, tortryggilega og breiða yfir þá staðreynd að forsvars- menn kirkjunnar gerðu ekki það sem þeim bar að gera skv. lögum – bæði Guðs og manna. Um „veiðibráða fréttafálka“ Eftir Hjálmtý V. Heiðdal » Það var ekki fyrr en að við fórum að vinna að heimildar- myndinni að það komst á samband á milli Ak- ureyrar og Coventry. Hjálmtýr Heiðdal Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður. Grundvallaratriði í öllum við- skiptum fólks á milli, er að þeir peningar sem eru í notkun haldi verðgildi sínu. Verðbólga er tæki valdastéttarinnar til að ræna al- menning og á slíkri rányrkju hafa Íslendingar fengið að kenna ára- tugum saman. Með setningu nýrrar stjórnarskrár opnast tækifæri til að stöðva þennan þjófnað og siðvæða samfélag okkar. Er ekki ástæða til að taka mark á mönnum eins og Fritz Leutwyler, fyrrverandi seðla- bankastjóra í Svisslandi? Hann sagði: Um stórþjófnaðinn sem fram- inn er í skjóli verðbólgu: „Verðbólga hefur þá sérstöðu, að vera mikilvirkasta tæki hinna fáu ríku til að verða ríkari og hinna mörgu fátæku til að verða fátækari. Ef við ætlum að viðhalda lýðræðinu er okkar fyrsta verkefni að koma á stöðugum gjaldmiðli“. Hefur nokkur orðið var við, að ís- lenskir ráðherrar sæju nokkuð rangt við að ræna ævisparnaði al- mennings, með kerfisbundinni verð- bólgu? Nú er tækifæri til að hindra þennan ósóma, með ákvæðum í nýrri stjórnarskrá um að gjaldmið- ill landsins verði »al- vöru peningur«. Sá gjaldmiðill sem við not- umst við núna er »sýndarpeningur« sem heldur hvorki vatni né vindi. Valdaaðallinn hrópar auðvitað hátt, að krón- una verði að vera hægt að fella – eða láta síga, til að aðlaga gengi hennar efnahagslegum raunveruleika. Um hagsmuni hverra er verið að standa vörð, með svona blekkingum? Gengisfall og efnahagshrun er ekkert nátt- úrulögmál, heldur yfirvegaður þjófn- aður. Fritz Leutwyler var ekki að ýkja, þegar hann fordæmdi þessa glæpastarfsemi. Raunveruleikinn er sá að peningar hafa skilgreindan til- gang, sem jafnvel krónan ætti að vera skyldug að uppfylla. Hægt er að skipta tilgangi pen- inga í eftirfarandi þrjá hluta: 1. Miðlun verðmæta (exchange of value). Efnahagsleg samskipti væru nær útilokuð, ef menn þyrftu að bera verðmæti með sér til að geta notað þau. Peningar eru því hand- hægur milliliður, sem ekki er hægt að vera án í samfélögum nútímans. 2. Varðveisla verð- mæta (store of value). Mikilvægt er að verð- mæti gjaldmiðils hald- ist og það sem samið er um standi. Pen- ingar eru ávísun á verðmæti og ekki er það peningakerfi gæfulegt, sem stöðugt rýrir verðmæti ávís- ananna. Nauðsynleg trygging er fólgin í fullkomnu aðgengi að alþjóðlegum gjald- miðli. Því útbreiddari sem stoðmyntin er, þeim mun betur er tryggt að innlendi gjaldmiðillinn standi undir væntingum. 3. Samanburður verðmæta (comparison of value). Okkur finnst sjálfsagt að geta borið saman verð ólíkra vörutegunda og það er gert á einfaldan hátt með notkun peninga. Án peninga væru matarinnkaup óhugsandi og útilokað væri að gera áætlanir um efnahag. Bókhald væri til dæmis ómögulegt án þess sam- anburðar-mats á verðmætum, sem peningar gera mögulegt. »Alvöru peningar« hafa verið í notkun í meira en 70 löndum og því er fullkomlega vitað hvernig fyr- irkomulag útgáfunnar þarf að vera. Setja þarf ákvæði í stjórnarskrána Stjórnarskráin og peningastefna á Íslandi Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 21. desember 2010. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2011. Meðal efnis verður: • Hreyfing og líkamsrækt •Vinsælar æfingar • Bætt mataræði • Heilsusamlegar uppskriftir •Andleg vellíðan • Bætt heilsa • Ráð næringarráðgjafa • Hugmyndir að hreyfingu • Jurtir og heilsa • Hollir safar • Ný og spennandi námskeið • Bækur um heilsurækt • Skaðsemi reykinga • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um heilsu og hreyfingu mánudaginn 4. janúar 2011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.