Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 34
steinn á sér nokkuð skrítnar rekstrarlegar for- sendur,“ útskýrir Júlíus. „Við þiggjum t.a.m. ekki laun fyrir reksturinn, þau sækjum við ann- að. Allt sem kemur inn í útgáfuna fer svo beint í frekari útgáfu. Við einbeitum okkur bara að því að vera réttum megin við núllið og ef einhverjir peningar eru til fara þeir í að byggja undir út- gáfu á einhverju spennandi.“ Þeir listamenn sem fram koma á Ránni í kvöld eru Breiðbandið, Deep Jimi and the Zep Creams, Lifun, Klassart og Valdimar. Á Nasa trylla lýð- inn hins vegar Bjartmar og Bergrisarnir, Blaz- Roca, Selma Björnsdóttir og Miðnæturkúrek- arnir, Klassart, Deep Jimi and the Zep Creams, Lifun og Valdimar. Miðasala er hafin á midi.is. arnart@mbl.is Suðurnesjaútgáfan Geimsteinn, elsta hljóm- plötuútgáfa ársins, mun fagna farsælu útgáfuári með tveimur útgáfuhófum. Hið fyrra fer fram á Ránni, Keflavík, í kvöld en hið síðara á NASA nú á laugardaginn. Árið í ár hefur verið heilladrjúgt mjög og á útgáfan til að mynda sex lög í efstu fimmtán sætum vinsældalista Rásar 2. „Þetta er hálfgert rugl,“ segir Júlíus Freyr Guðmundsson, sem rekur Geimstein með Björg- vini Ívari Baldurssyni. „Geimsteinn hefur aldrei átt jafn mikið af lögum á vinsældalistum eða jafn mikið af farsælum plötum. Ekki einu sinni þegar Hjálmar og Baggalútur voru á okkar snærum (kímir).“ Geimsteinn er sem kunnugt er fjöl- skyldufyrirtæki en faðir Júlíusar, Rúnar heitinn Júlíusson, stofnaði til þess á sínum tíma. „Geim- Tvöfalt útgáfuhóf hjá Geimsteini Morgunblaðið/Ernir 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010  Hljómsveitin heldur sannkallaða stórtónleika þar sem fram koma m.a. Kristófer Jensson, Scott Mclemore, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birg- isson, Andrés Þór Gunnlaugsson, Ari Bragi, Matti Kallio, Markús Leifsson … og leynigestur. Thin Jim and the Cas- taways á Rósenberg Fólk  Jólamyndin Niko og leiðin til stjarnanna er sýnd um þessar mundir í kvikmyndahúsum. Myndin kom út í Finnlandi árið 2008 og hefur síðan þá hlotið ófá verðlaun. Annar handritshöfunda myndarinnar er Marteinn Þór- isson en hann hlaut ásamt fram- leiðandanum finnsku kvikmynda- verðlaunin fyrir besta kvikmyndahandritið í fyrra. Auk þess var myndin valin besta finnska myndin það árið, en þetta var í fyrsta sinn sem teiknimynd keppti við leiknar myndir um þennan eftirsótta titil. Þá vann myndin til verðlauna á CineKid, kvikmyndahátíð fyrir barna- myndir, í Amsterdam. Marteinn vinnur nú að handriti að fram- haldsmynd um Niko og félaga. Verðlaunuð teiknimynd frá Finnlandi  Mörg einkennileg uppátæki má finna á samskiptavefnum Facebo- ok. Í gær var blásið til Hug a swimmer day, eða Faðmaðu sund- mann-dagsins. Gera má ráð fyrir því að margir sundmenn hafi ver- ið faðmaðir í gær og það jafnvel ofan í laugum víða um heim. Sundmenn þurfa jú faðmlög eins og aðrir. Sundmenn faðmaðir á fullveldisdeginum Í dag byrjaði hin þekkta útvarps- kona Margrét Maack jóladagatalið sitt á netinu sem hún kallar Jóla- mokk. Á hverjum degi mun hún vera með „mokk“ á vídeóinu sínu þar sem hún jólagrínast. Fyrsta „mokkið“ birtist í gær. Þar stílfærði hún atriði úr bíómyndinni Love actually sem hún segir að sé uppáhaldsjólamynd allra. Hún fékk vin sinn, Berndsen, til að leika í flugvallaratriðinu úr bíó- myndinni. Hann kemur hlaupandi til stelpunnar sem hann er skotinn í og faðmar hana innilega. Margrét byrj- ar jólamokkið með faðmlagi. „Já, það er mjög jólalegt að faðma,“ segir Margrét. „Markmiðið er að gera alltaf eitthvað jólalegt á hverjum degi. Þetta er í þriðja sinn sem ég geri svona jóladagatal. Vinur minn Arnór Bogason byrjaði með þetta og svo fórum við Atli Viðar Þor- steinsson vinur minn að gera svona líka og það er orðin svolítil sam- keppni á milli okkar í þessu. En þetta er ekki eina jóladagatalið sem ég er að gera. Ég er líka að gera gjafadagatal fyrir systur mína, ég er jólaóð og jólagóð. En í hvorugu jóla- dagatalinu er nokkur söguþráður, þetta lýsir bara daglegu lífi í desem- ber. Maður er að athuga hvort maður sé í miklu jólaskapi eða ekki. Ég fann fyrir því þegar ég byrjaði að gera dagatalið að ég ákvað með sjálfri mér að gera hitt og þetta jóla- legt sem ég hefði ekki gert nema af því að ég var að gera dagatalið og það var mjög skemmtilegt. Til dæm- is fór ég í fyrra í konfektgerð og var extra sæt og vel til höfð af því að ég var að gera dagatalið. Svo datt ég einu sinni í netta unglingaveiki gagnvart foreldrum mínum í fyrra og það er ekki mjög jólalegt. Af því að ég var að gera dagatalið gat ég náð jólaskapinu upp aftur og verið góð við mömmu og pabba,“ segir jóladagatals stelpan María Maack. borkur@mbl.is Jóladagatalið Jólamokk hjá Margréti Maack Morgunblaðið/Ernir Flipp Jóladagatal Margrétar Maack segir frá daglegu lífi í desember. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Út er komin ljósmyndabókin Andlit – Íslenskir listamenn eftir ljósmynd- arann Jónatan Grétarsson. Bókin hefur að geyma portrettmyndir af 170 íslenskum listamönnum, ungum sem öldnum og þar af nokkrum sem fallnir eru frá. En af hverju portrett- myndir af listamönnum frekar en öðru fólki? „Mig langaði að skrásetja samtímalistamenn. Ég flutti til Bandaríkjanna 2006 með konunni minni, hún var að fara í mastersnám í klassískum söng og kennslufræðum. Ég ákvað að stökkva út með henni af því mig langaði aðeins að finna sjálf- an mig, var búinn að gera svo mikið fyrir aðra, var ekki að gera akkúrat það sem mig langaði alltaf að gera,“ svarar Jónatan. – Þetta er umfangsmikið verkefni, að ljósmynda allt þetta fólk? „Þetta er langtíma verkefni hjá mér, 40 ára verkefni. Í rauninni byrj- aði ég að vinna á fullu að bókinni 2007 en elstu myndirnar eru frá 2005, þannig að þetta eru fyrstu fimm árin af 40 í þessari bók. Mig langar svo að sjá þróunina á lista- mönnunum, hvernig yngstu lista- mennirnir í dag, sem eiga eftir að koma aftur og aftur í stúdíó, verða eftir 40 ár. Kristján Davíðsson og Thor Vilhjálmsson voru einu sinni ungir og þú sérð hvernig þeir eru í dag, þeir eru bara hreinn skúlptúr og listaverk. Og mig langar svo að sjá hvernig listamennirnir í dag koma til með að þróast, ásamt því að mynda þessu elstu núna, mynda samtíma- listamenn í 40 ár. Svo bætast nýir listamenn alltaf við, það verða nátt- úrlega komnir yngri listamenn eftir 40 ár,“ segir Jónatan. Spurður að því hvaða listamaður sé yngstur í bók- inni svarar Jónatan því til að það sé söngkonan Þórunn Antonía Magn- úsdóttir og sá elsti listmálarinn Kristján Davíðsson, en myndina af honum tók Jónatan þegar hann var níræður. Manneskjan eins og hún er – Þú beitir mjög harðri lýsingu í þessum myndum, það er ekkert ver- ið að fegra fólkið. „Þær eru svolítið realístískar þess- ar myndir að því leyti að ég sýni allt, manneskjuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jónatan. En hvernig skyldu fyrirsæturnar hafa brugðist við útkomunni? „Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð, flestir eru mjög hrifnir. Þegar upp er staðið er það landslagið í andlitinu sem heillar fólk í portrettmyndum, hugsa ég, frek- ar en eitthvert Hollywood-skot sem er búið að fótósjoppa. Ég lýsi þær líka og tek þær þann- ig að ég þurfi ekki að vera í mikilli eftirávinnslu, ég vil helst að þetta sé nánast í lagi því það er náttúrlega miklu skemmtilegra að taka myndir en að eyða tímanum í tölvunni.“ Jónatan segist ekki hafa hitt marga af listamönnunum fyrr en þeir komu í stúdíóið til hans. Þá hafi hann spjallað við þá yfir kaffibolla, reynt að komast betur að því hverjir þeir væru, lesið í andlit þeirra um leið og spáð í hvernig hann vildi lýsa þau. Ekki bara ljósmyndarinn „Það myndast gagnkvæmt traust þegar menn eru búnir að spjalla svona lengi áður en þeir fara í myndatökuna. Þú vilt ekki bara stökkva inn í stúdíó og fara eftir kortér. Þú þarft að gefa þér tíma í þetta til að árangurinn verði góður. Þetta er ekki bara ég að taka mynd- ina, listamaðurinn er auðvitað með- vitaður um eigið útlit þannig að þetta þarf að vera ákveðinn performans hjá honum þó svo að ég reyni að fá út úr myndatökunni það sem ég vil,“ segir Jónatan. Landslagið í andlitum listamanna  Jónatan Grétarsson skrásetur ís- lenska listamenn með portrettum Ljósmynd/Jónatan Grétarsson Elstur Kristján Davíðsson listmálari er elstur í bókinni. „Hreinn skúlptúr og listaverk,“ segir Jónatan um andlit Kristjáns og Thors Vilhjálmssonar. Jónatan Grétarsson hefur stundað ljósmyndun í rúman áratug. Hann lauk sveinsprófi hér á landi árið 2001 og hélt að því loknu í master class-nám við ICP, International Cent- er of Photography í New York. Jónatan starfaði við ljós- myndun samhliða námi, var tímaritaljósmyndari hjá út- gáfunni Fróða frá árinu 2000 til 2006, ásamt því að reka eigið ljósmynda- stúdíó. Nam við ICP ÚR FERILSKRÁNNI Jónatan Grétarsson Reffilegur Blaz- roca gefur út hjá Geimsteini. jonatangretarsson.com/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.