Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 ✝ Margrét J. Halls-dóttir fæddist í Reykjavík 16. júlí 1935. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 23. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Hallfríður Hans- ína Guðmundsdóttir, f. 10. apríl 1917, d. 18. september 1993, og Hallur Guðmundur Jónsson, f. 16. sept- ember 1891, d. 12. maí 1968. Margrét var elst systkina sinna, næst kom Regína Valbjörg Hallsdóttir, f. 1936, d. 1980, Ragnheiður Edda Hallsdóttir, f. 1938, d. 1974, Kol- brún Hjartardóttir, f. 1942, d. 2001, Guðfinnur Georg Sig- urvinsson, f. 1945, Signý Sigurvins- dóttir, f. 1949, d. 1992, Hrafnhildur Sigurvinsdóttir, f. 1951, Valgerður Steinunn Sigurvinsdóttir, f. 1954, d. 2008, Linda Björk Sigurvins- dóttir, f. 1957, d. 1994, og tvíbura- systir Lindu, Rakel, f. 1957, d. 1957. Margrét giftist hinn 16. júlí 1955 Ásgeiri J. Sigurgeirssyni, yfirkenn- ara í Vogaskóla, f. 8. júlí 1932, lést af slysförum 2. október 1967. Sam- 1987, d. 23. apríl 1991. c) Anna Katrín, f. 16. desember 1992. d) Daði, f. 31. maí 1994. 3) Jóhanna Bára, f. 12. febrúar 1963, maki Agnar Gestsson, f. 17. febrúar 1962, börn þeirra eru: a) Þórarinn Helgi, f. 13. nóvember 1986. b) Halla Dís, f. 2. febrúar 1993. Margrét ólst upp á Bringum í Mosfellssveit til 8 ára aldurs þar til hún fór til Reykjavíkur til Jóhönnu frænku sinnar í skóla. Hún fór svo í fóstur til Báru og Gunnars Egg- ertssonar á Kvisthaga og bjó hjá þeim þar til hún gifti sig. Hún út- skrifaðist úr Verslunarskóla Ís- lands 1953. Margrét bjó á Seltjarn- arnesi og vann þar við hin ýmsu störf, má þar nefna tímakennslu, skúringar í Mýrarhúsaskóla, gæslu á róló og sjómennsku svo eitthvað sé nefnt. Árið 1973 flutti hún vest- ur á Snæfellsnes, gerðist bóndi með ferðaþjónustu, hestaleigu og hestarækt sem hún hafði yndi af. Margrét naut þess að vera í návist dýra og var hún meðal fyrstu kvenna sem störfuðu við það að sprauta kindur við garnaveiki. Hún var einstaklega greiðvikin og mik- ill mannvinur. Hún vann lengi sem matráður í Lýsuhólsskóla og þótti afskaplega vænt um börnin og það starf. Útför Margrétar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 2. des- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. an áttu þau þrjár dætur. Annar sam- býlismaður hennar var Haukur Georgsson, f. 8. feb. 1927, lést af slysför- um hinn 12. júní 1980. Núlifandi eig- inmaður Guðmundur Kristjánsson, f. 5. júní 1924, þau giftust 5. júní 1984. Dætur Margrétar og Ás- geirs eru: 1) Ásdís Edda, f. 9. janúar 1956, maki Andrés Helgason, f. 27. maí 1954 börn þeirra eru: a) Ásgeir Már, f. 11. apríl 1978, barn hans Víkingur Þór, f. 31. desember 2003, úr fyrra hjónabandi, sambýliskona hans Jóna Magnea Magnúsdóttir, f. 18. mars 1981. b) Elísabet Rán, f. 7. desember 1980, maki Benedikt Eg- ill Árnason, f. 2. desember 1980. c) Gunnar Þór, f. 29. mars 1983. 2) Hafdís Halla, f. 23. júní 1961, maki Þórkell Geir Högnason, f. 18. des- ember 1952, börn þeirra eru: a) Margrét Bára, f. 30. júlí 1983, sam- býlismaður Jón Ragnar Hafþórs- son, f. 23. mars 1981, barn þeirra Freyja María, f. 20. apríl 2010. b) Guðmundur Friðrik, f. 23. júní Elsku Magga mín, Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn eiginmaður, Guðmundur Kristjánsson. Elsku mamma, okkur langar til að minnast þín með nokkrum orð- um. Þú varst aðeins 32 ára og við bjuggum vestur á Seltjarnarnesi þegar þú misstir pabba og varst þá orðin ein með okkur þrjár dæt- urnar og ekki dugði neitt nema að halda áfram. Mamma, þú varst ofboðslega sterkur karakter, með mjög sterka réttlætiskennd og höfum við systur reynt að hafa það að leiðarljósi. Árið 1973 fluttist þú og sambýlis- maður þinn, Haukur Georgsson, vestur á Snæfellsnes að Lýsudal og síðar að Lýsuhóli. En þrauta- gangan var ekki búin, þú áttir eftir að missa hann líka þegar hann dó í júní 1980. Þá hafðir þú þegar misst systurson þinn sem lést af slysför- um í apríl og svo systur þína sem var þér afar náin, en hún lést á heimili þínu á Lýsuhóli í septem- ber þetta sama ár. Þið voruð tíu systkinin en nú eru bara tvö eftir á lífi. Árið 1991 misstir þú svo barna- barn sem var skírður eftir eig- inmanni þínum Guðmundi Krist- jánssyni sem þú giftist árið 1984. Guðmundur hefur reynst þér eins og klettur og hugsuðuð þið alltaf svo vel um hvort annað. Við syst- urnar erum Munda ævinlega þakk- látar fyrir þá hjartahlýju sem hann hefur sýnt þér og fjölskyldunni í gegnum árin. Núna þegar við systurnar sitjum hérna á heimili þínu, á Tjarnarbóli, koma margar minningar upp í hug- ann. Það var einstaklega gott að ræða við þig um hin ýmsu málefni en sérstaklega var gaman að ræða við þig um hesta. Kveikjuna að áhuga þínum á hestum má rekja til Halls afa. En mikið er til af mynd- um af þér tengdum hestum og má þar nefna myndir af þér og hest- inum Vin sem þú ræddir svo oft um. Þið Mundi stóðuð að hesta- rækt á Lýsuhóli sem var einstak- lega gaman að fylgjast með. Takk, elsku mamma, fyrir að reynast okkur og barnabörnum þínum vel í gegnum árin. Einnig var gaman að sjá hve barnabarna- börnin þín tvö lýstu upp andlitið á þér þegar þau komu í heimsókn. Þú varst okkur alltaf svo góð og viljum við kveðja þig með þessu ljóði. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Þínar dætur, Ásdís Edda (Edda), Hafdís Halla (Haddý) og Jóhanna Bára (Hanna Bára). Þegar ég settist niður og hugs- aði hvaða orð ég ætti að setja niður til minningar um ömmu mína fór ég að skrifa allt. Síðan las ég þetta og komst að því að það eru ekki til nein orð um hvað amma mín var mér og hvað hún sendi mig áfram með í lífið. Hvernig á ég að skrifa um tilfinningu og upplifanir sem enginn getur lýst. Frasar eins og: „Staðreyndin er ekki hversu lengi þú lifir heldur hversu háttvíslega þú lifir.“ „Dyggð er ekkert annað en rétta ástæðan.“ Komast aðeins nálægt þessu. Allir þeir sem þekkja ömmu mína vita hvað ég er að tala um. Með þessu kveð ég þig. Þinn, Ásgeir Már. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði og óska þess að ég hefði náð að kveðja þig al- mennilega. Það kom mér nú ekki á óvart þegar ég frétti að þú vildir helst að ég fengi engar fréttir af andláti þínu á meðan ég væri í ferðalagi. Já, ákveðin varstu alltaf og er ekki hægt annað en að brosa því það er ekta þú amma mín. Eins erfitt og mér finnst að vera ekki viðstödd jarðarförina þína þá ákvað ég að verða við þinni ein- lægu ósk að halda áfram í brúð- kaupsferð minni í Afríku, bara fyr- ir þig, elsku amma mín. Veikindin náðu yfirhöndinni í þetta skiptið en ég hef alltaf dáðst að baráttu þinni í gegnum veikindin þín. Nú var komið nóg og ég vona að þér líði vel núna. Enginn var eins spenntur fyrir brúðkaupinu mínu og þú, elsku amma mín. Blendnar tilfinningar koma upp í huga minn þar sem ég skrifa mína hinstu kveðju til þín en á sama tíma fagna miklum tíma- mótum í mínu lífi sem þú varst mikill þátttakandi í. Þú varst svo spennt, búin að fylgjast vel með öllum undirbúningnum og litlir hlutir eins og gæsahrekkirnir sem ég varð fyrir styttu þér stundirnar á spítalanum. Ég veit að þú þráðir heitt að komast í athöfnina en þó að það hafi ekki náðst gleður mig mjög mikið að þú náðir að sjá myndbandið úr athöfninni, sem var sérstaklega gert fyrir þig, daginn áður en þú lést. Ég á eft- ir að sakna þess að koma í Tjarn- arbólið og fylgjast með ykkur Munda. Þið voruð besta teymi sem ég hef séð í hjónabandi. Þið hugs- uðuð svo vel um hvort annað og bættuð hvort annað upp. En engar áhyggjur, amma mín, við skulum hugsa vel um hann Munda þinn. Þú fylgdist manna best með því sem var að gerast í þjóðfélaginu, stundum of vel. Heitar umræður um pólitík eða málefni dagsins verða nú færri í Tjarnarbólinu en áður. Ég er virkilega þakklát fyrir að hafa náð að kynnast þér eins vel og ég gerði á síðustu árum en það var ekki fyrr en þú fluttir suður og leyfðir mér að búa hjá þér í Tjarn- arbólinu. Þú ert mögnuð kona sem barðist í gegnum veikindi þín í gegnum ár- in eins og hetja. Réttsýnni mann- eskju er erfitt að finna og mun ég í framtíðinni tileinka mér þá rétt- sýni sem þú hafðir ávallt að leið- arljósi. Ég brosi þegar ég hugsa til þess hversu oft þú hafðir óþarfa áhyggjur af öllum. En núna þykir manni óendanlega vænt um áhyggjurnar þínar því að með þeim sýndir þú að þér stóð ekki á sama. Þú varst mjög umhyggjusöm eins og frábærar ömmur eiga að vera. Þú ert mesta hörkutól sem ég hef kynnst. Þú vildir vera sjálf- stæð og þáðir litla sem enga hjálp þrátt fyrir að vera í hjólastól. Eftir að þú misstir fótinn var eins og harkan yrði meiri í kjölfarið. Þú keyptir þér bara sjálfskiptan bíl og rafskutlu. Þú vildir geta gert allt sjálf. Þú varst frábær amma og ég eft- ir að sakna þín mikið. Þín, Elísabet Rán. Elsku amma. Ég þakka þér fyrir alla þá góð- vild sem þú hefur sýnt mér í gegn- um árin. Þú varst alveg ótrúlega skemmtileg persóna, oft á tíðum hávær þegar þér fannst vegið að þér eða þínum og svo varstu líka svo róleg og blíð þegar við vorum að ræða hluti sem kölluðu á meiri nærgætni. Húmorinn var aldrei langt und- an, amma mín, og minnist ég þess að ein jólin gafstu mér bók sem ég er enn að hlæja að. Hún heitir: Enn er von: handbók piparsveins- ins – Hvernig á að fara á fjörur við kvenfólk, en hún var gefin út á fæðingarári mínu 1983. Hvort sem það á við þetta málefni eða önnur sem maður á eftir að lenda í á lífs- leiðinni hefur þú heldur betur sýnt manni hversu mikilvægt er að halda í vonina og hugsa jákvætt. Já, amma mín, við hlæjum áfram að þessu saman og vonandi líður þér vel og ég er viss um að þú munt fylgjast með mér. Þinn dóttursonur, Gunnar Þór. Elsku amma mín, nú er þján- ingum þínum og langvarandi veik- indum lokið. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þín verður sárt saknað. Þú skilur eftir margar góðar minningar sem ylja manni um hjartarætur. Þú varst ein af sterkustu manneskjum sem ég hef þekkt og gekkst í gegn- um hluti sem margur hefðu bugast við. Þú vildir allt fyrir alla gera og tókst á móti öllum með opnum örmum enda safnaðir þú að þér mörgu góðu fólki sem mun sakna þín sárt. Heimili ykkar afa var allt- af eins og mitt annað heimili, bæði sem barn og eftir að ég varð full- orðin. Ég gleymi því ekki hvað það var gaman að koma til ykkar á Lýsuhól og sérstaklega þá að kom- ast á hestbak. Ég á ykkur afa það að þakka að ég hafði áhuga á hestamennsku því þið voruð svo dugleg að leyfa mér að komast á hestbak. Elsku amma mín, nú á margt eftir að breytast og finnst mér leið- inlegt að hún dóttir mín fái ekki að kynnast þér betur, en við eigum minningar sem við getum yljað okkur við og varðveitt. Þótt erfitt sé að kveðja veit ég samt að þú hefur það betra núna. Ég er viss um að þú hleypur um á báðum fót- um með Guðmund bróður minn þér við hlið. Nú kemst þú loksins aftur á hestbak á Yrju þinni. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Nú kveð ég þig, elsku amma mín. Ég mun ávallt sakna þín. Guð geymi þig og varðveiti. Þín nafna og barnabarn, Margrét Bára Þórkelsdóttir. Margrét J. Hallsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, MARTIN J. BEVANS, Marty, Tallahassee, Flórída, Bandaríkjunum, lést sunnudaginn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Good Shepherd Catholic Church í Tallahassee, Flórída, föstudaginn 3. desember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna er bent á Maríusystur, Jófríðarstaðavegi, Hafnarfirði. Reikn.nr. 0545-26-386, kt. 250579-2339. Guðfinna (Dunda) Mathiesen Bevans. ✝ Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR, Lóa, Grýtubakka 12, lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni föstudagsins 26. nóvember. Jarðsett verður í kyrrþey. Fyrir hönd barnabarna og langömmubarna, Sveinbjörg I. Jónsdóttir, Þorvaldur Stefánsson, Birna Dís Benediktsdóttir, Birgir A. Ingimarsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, INGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 30. nóvember á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi. Amalía Berndsen, Sveinbjörn Þór Haraldsson, Sigríður Berndsen, Björn Jónsson, Berglind Berndsen, Guðmundur Gíslason, Birna Berndsen, Birkir Marteinsson, barnabörn og barnabarnabarn, Elín Guðmundsdóttir, Gunnar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.