Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú er veriðað birtatölvu- pósta sem borist hafa úr sendiráð- um Bandaríkj- anna um víða veröld til höfuðstöðvanna í Washington. Þar kennir margra grasa og skemmti- legast þykir mönnum ef sendimennirnir tala af yf- irlæti og belgingi um heima- menn á hverjum stað og slúðra jafnvel um gáfnafar og persónuleika gestgjafa sinna. Þótt sjálfsagt hlakki í pólitískum andstæðingum þarlendra fyrirmenna er ekki endilega víst að skeyti af þessu tagi hækki risið á utanríkisþjónustu Banda- ríkjanna. Og þótt reynt sé að breiða slikju umburð- arlyndis yfir atburðina þá verða þeir sendimenn Bandaríkjanna sem staðnir eru að ógætilegum ummæl- um vafalítið frystir úti og geta því illa gegnt sínu hlut- verki. Líklegt er því að víða verði mannaskipti í sendi- ráðum á næstunni. En það er ekki aðeins skens og skot í skeytum sem vekja athygli. Skemmst er að minnast þegar lekið var skjölum sem sýndu að hátt- settir embættismenn ís- lenska utanríkisráðuneyt- isins virtust hafa farið hálf- kjökrandi á fund bandarísks sendimanns á Laufásvegi. Voru þeir skelfingu lostnir vegna ákvörðunar forsetans um að Icesave-samning- urinn skyldi fara í þjóð- aratkvæði. Virtust íslensku embættismennirnir tala ótrúlega ógætilega við full- trúa hinnar erlendu þjóðar í trausti þess að frásagnir um samtölin yrðu læstar í leyndarhvelfingum næstu 25 árin hið minnsta. Og á dag- inn kom að embættismenn- irnir höfðu gleypt hráan all- an samfylkingarspunann og heimsendaspár, sem ekkert var að marka, og endurflutt í sendiráðinu. Embættismenn stjórn- arráðsins, ekki síst þeir sem starfa í utanríkisráðuneyt- inu, verða að gæta þess að tapa ekki öllum sínum trú- verðugleika vegna fylgi- spektar og undirlægjuhátt- ar gagnvart sitjandi ráðherra. Lýsingin í hinu lekna leyniskjali var emb- ættismönnunum til lítils sóma, svo ekki sé fastar kveðið að. Og dæmin eru því miður fleiri og þarf ekki að kom- ast yfir leyniskjöl til að sjá þau. Al- þingi samþykkti því miður að fara í „aðild- arviðræður“ við ESB með alræmdri atkvæðagreiðslu, þar sem afstaða margra var byggð annars vegar á sögu- legum svikum og hins vegar á heitingum og hótunum. Á daginn kom að Evrópu- sambandið gefur ekki leng- ur kost á aðildarviðræðum. Vilji þjóð í sambandið hefst þegar aðlögunarferli inn í það. Með öðrum orðum þá hefst inngangan og fer fram í áföngum meðan á sam- skiptum stendur og er í raun um garð gengin að öllu leyti nema að formi til þegar við- komandi þjóð er loksins spurð. ESB er algjörlega hreinskilið og heiðarlegt hvað þennan þátt varðar. Hið sama verður ekki sagt um þann sem á að gæta trúnaðar við íslenska þjóð í málinu. Hann segir ítrekað vísvitandi ósatt um það ferli sem hafið er. Það er að sönnu mjög alvarlegt, en kemur því miður ekki á óvart. En embættismenn geta ekki skotið sér á bak við ósannindi ráðherrans í þessum efnum. Þeir geta ekki haldið því fram gegn betri vitund að aðlög- unarferli sé ekki hafið á grundvelli þess að yfirmað- ur þeirra, ráðherrann, hafi sagt ósatt um málið. Þeir geta neitað að tjá sig um þetta atriði og vísað túlk- unum um ferlið beint á ráð- herrann, en þeir geta ekki gert ósannindi hans að sín- um án þess að sæta persónu- legri ábyrgð. Annað atriði og ekki síður ámælisvert er þegar íslenski stækkunarstjórinn, sem sennilega til gamans er kall- aður aðalsamningamaður hér á landi, lætur eftir sér að ráðast á íslenska bændur með óskiljanlegum og ómak- legum hætti. Það má rétt vera að sá sem nú um skamma hríð gegnir emb- ætti utanríkisráðherra sé fjandmaður bænda eins og flokkur hans almennt. En háttsettur embættismaður getur ekki án þess að bera á því fulla og persónulega ábyrgð gert þann fjandskap að sínum. Framganga embætt- ismanna í utanrík- isráðuneytinu er ekki traustvekjandi} Trúverðugleiki embættismanna R íkisstjórn Íslands hefur á stuttum valdatíma sínum – sem virðist þó svo ógnarlangur – skipað 252 nefndir. Þannig fær hópur fólks atvinnu við að dunda sér í nefnd- um og ráðum við að skoða og spekúlera. Al- kunna er að fólk sem situr stöðugt á fundum kemur sorglega litlu í verk, en þar sameinast ríkisstjórnin og allar hennar fjölmennu nefndir í ofurhægum takti. Ríkisstjórnin kom svo á kosningum til stjórn- lagaþings og sagði að í því fælust miklar lýðræð- isumbætur. Tuttugu og fimm frægir Íslend- ingar á höfuðborgarsvæðinu með umtalsvert kjaftavit fengu atvinnu eftir þær kosningar. Í draumastarfinu felst að þeir sitja nokkurra vikna málþing þar sem þeir geta tjáð sig að vild, náttúrlega á kostnað skattgreiðenda. Kannski verður bein útsending í sjónvarpi frá þinginu og þá getur þjóðin horft vikum saman á endalaust Silfur Egils. Er ekki sitthvað einkennilegt við það að nefndaskipan og kosningar til stjórnlagaþings séu eina framlag ríkis- stjórnarinnar til atvinnusköpunar í landinu? Ríkisstjórnin virðist verulega stolt af kosningum til stjórnlagaþings og lætur eins og hún viti ekki af því að mikill meirihluti þjóðarinnar hafði ekki fyrir því að mæta til þeirra. Og ríkisstjórnin ætlast svo sannarlega til þess að öll þjóðin taki mark á fulltrúum sem hún kaus ekki í kosn- ingum sem hún hafði engan áhuga á og leit á sem enn einn leikþátt ríkisstjórnarinnar. Til að gæta sanngirni verður að hrósa ríkis- stjórninni fyrir eitt – en bara fyrir eitt – og það er hversu dugleg hún er að stinga snuði upp í þjóðina. Þetta gerir ríkisstjórnin til að róa fólkið og merkilegt er hvað þessi snuð- aðgerð virkar vel. Með reglulegu millibili lofar ríkisstjórnin aðgerðum og skipar eina af sín- um margfrægu nefndum. Svo sofnar nefndin á endalausum fundum sínum og ekkert heyr- ist frá henni fyrr en almenningur er orðinn æstur og heimtar niðurstöðu. Þá rekur rík- isstjórnin á eftir nefndinni og skömmu síðar er boðaður blaðamannafundur og tilkynntar aðgerðir við skuldavanda heimilanna. Á þeim fundi er almenningi talin trú um að vel mein- andi og umhyggjusöm stjórnvöld séu að vinna þeim mikið gagn með aðgerðum sínum. Því miður felast þessar aðgerðir nær eingöngu í því að framlengja hengingarólina sem stór hluti almenn- ings dinglar í. Svona heldur þessi leikur áfram. Þjóðin kvartar og rík- isstjórnin dregur upp snuðið og stingur upp í kvartara um leið og hún segir blíðum rómi að allt sé á leið með að verða gott. Og þjóðin er sæl með sitt snuð um stund en spýtir því svo út úr sér og byrjar aftur að kvarta og kveina. Þá fer ríkisstjórnin með sömu róandi þuluna um leið og hún þaggar enn einu sinni niður í þjóðinni með því að stinga upp í hana snuðinu. Er ekki kominn tími til að þjóðin neiti að taka við snuð- inu? kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ríkisstjórnin dregur upp snuðið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á rið 2009 var heildarvelta skapandi greina 191 milljarður, sem voru rúm 6% af heildarveltu þjóðarbúsins það árið. Það er mun meiri velta en í landbún- aði og fiskveiðum samanlagt. Þetta er meðal þess sem kom fram í rannsókn á hagrænum áhrif- um skapandi greina á Íslandi er kynnt var á fjölmennum fundi í Bíó Paradís í gærmorgun. Rannsóknin var unnin af Colin Mercer, Tómasi Young og Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og fjár- mögnuð af fimm ráðuneytum, auk Ís- landsstofu. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði á fundinum að menningin væri það sem gerði okkur að þjóð. Ákaflega mikilvægt væri á þessum tímum að styrkja menningu sem atvinnuveg. Rannsóknin nær til árabilsins 2005-2009 og voru gögnin fengin frá Fjársýslu ríkisins, Hagstofu Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt rannsókninni teljast til skapandi greina sjón- og sviðslistir, bækur, útgáfa, hljóð og mynd, menn- ingararfur og hluti ferðaþjónustu. Yfir 10.000 ársverk Niðurstöðurnar fengust með því að leggja saman veltutölur og fjölda ársverka. Árið 2008 voru ársverk við skapandi greinar yfir 10.000. Ári síð- ar, 2009, hafði þeim fækkað nokkuð og voru þá 9.400, sem voru 5,2% allra ársverka. Fækkunin var mun minni en í öðrum atvinnugreinum á þessu tímabili. Til samanburðar má nefna að ársverk í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð árið 2009 voru þá 7% allra ársverka. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að árið 2009 var virðisaukaskyld velta skapandi greina hærri en í byggingastarfsemi og sambærileg við framleiðslu málma. Menntamálaráðherra sagði á fundinum að settur yrði á stofn starfshópur sem á að meta hvernig bæta megi starfsumhverfi skapandi greina og efla rannsóknir, menntun og stefnumótum á þessu sviði. Hóp- urinn á að skila stjórnvöldum til- lögum um úrbætur og aðgerðir og á vinnu hópsins að vera lokið á sama tíma og lokaskýrslan lítur dagsins ljós, sem er í mars 2011. Mikilvægar þjóðarbúinu Katrín Júlíusdóttir, iðn- aðarráðherra, sagði á fundinum að rannsóknin væri afar mikilvæg í því skyni að marka atvinnustefnu í menningarstarfsemi. Hún sagðist vonast til að niðurstöður rannsókn- arinnar yrðu til þess að opna augu fólks fyrir því hversu mikilvægar skapandi greinar væru þjóðarbúinu. Þær gegndu þó ekki síður veigamiklu félagslegu hlutverki. Að sögn Katrínar eru skapandi verkefni á bak við um helming allra úthlutana til atvinnusköpunar. Hún sagði ráðuneyti sitt leggja til fjórar milljónir króna sem verja á til rannsóknar á því hvernig stoðkerfi atvinnulífsins getur sem best komið til móts við þarfir hinna skapandi greina. Katrín sagði að á næsta ári yrði sérstök áhersla lögð á þessar grein- ar við veitingu styrkja úr Átaki til atvinnusköpunar og gera megi ráð fyrir að stuðn- ingur við slík atvinnuskapandi verkefni verði a.m.k. 50 milljónir króna hið minnsta á árinu. „Þannig fetum við okkur í átt að fjölbreyttara atvinnulífi.“ Menning er undir- stöðuatvinnuvegur Talið er að ekki sé til nægilegt fjármagn innan skapandi greina á Norðurlöndunum til að þróa viðskiptahugmyndir. Oft sé erf- itt fyrir hefðbundna fjárfesta að skilja sérstöðu þessara greina, einnig skorti skapandi fyrirtæki oft þekkingu á við- skiptum og stefnumótun. Þar kemur KreaNord til sög- unnar, sem er þverfaglegur nor- rænn stýrihópur sem hefur það að markmiði að þróa og kynna Norðurlöndin sem miðstöð skapandi greina. Lögð er áhersla á eflingu tengslanets og vinna með ráðherrum iðn- aðar og menningar- mála. Eitt af aðalmark- miðum KreaNord er að efla samstarf skapandi greina og annarra at- vinnugreina. Í fararbroddi sköpunar SAMSTARF NORÐURLANDA Hlutfall virðisaukaskattskyldrar veltu af heildarveltu allra atvinnugreina á Íslandi Matvæla- og drykkjavöruiðnaður Framleiðsla málma Skapandi greinar Byggingarstarfsemi ogmannvirkjagerð Fiskveiðar Landbúnaður og dýraveiðar 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% 2005 2006 2007 2008 2009 11,45% 6,98% 6,36% 5,62% 4,39% 0,99%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.