Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 30

Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VIÐ VERÐUM AÐ HRESSA ÞIG VIÐ KALLINN ÉG VEIT HVERNIG ÉG GET GLATT ÞIG! ÞETTA ER BETRA ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA AÐ GRÍNAST! JÁ, BYRJAÐU SVONA SÍÐAN SKALTU SVEIFLA BANDINU YFIR HÖFUÐIÐ OG RÉTT ÁÐUR EN ÞAÐ SNERTIR TÆRNAR ÞÁ HOPPARU. ENDUR- TAKTU ÞETTA SVO HRATT! ÞÚ ERT ENN ÞÁ REIÐ ÚT Í MIG, ER ÞAÐ EKKI? HVERNIG DETTUR ÞÉR ÞAÐ Í HUG?! ÉG VEIT ÞAÐ EKKI, ÉG FÉKK ÞAÐ BARA Á TILFINNINGUNA ÉG HELD AÐ GUÐRÚN GPS SÉ VIRKILEGA AFBRÝÐISSÖM „MANNESKJA”. AF HVERJU? VEGNA ÞESS AÐ HÚN FYLGIST MEÐ ÞÉR Í GEGNUM GERVI- TUNGL HVERT SEM ÞÚ FERÐ? Gæsamamma og Grímur NEI, VEGNA ÞESS AÐ HÚN LÆTUR VÍGBÚIÐ VÉLMENNI ELTA MIG HVERT SEM ÉG FER Í HVERT SKIPTI SEM ÉG SEGI ÞÉR AÐ ÉG HAFI ÁHYGGJUR ÞÁ SEGIRÐU MÉR AÐ ÞÆR SÉU ÓMERKILEGAR HVERNIG LIÐI ÞÉR EF ÉG HAGAÐI MÉR SVONA GAGNVART ÞÉR? ÞAÐ FÆRI EFTIR EINU? HVERJU?! HVORT ÞÚ HEFÐIR RÉTT FYRIR ÞÉR EÐA EKKI ÉG ÆTLA AÐ FARA OG TAKA NOKKRAR MYNDIR SJÁUMST! ÉG SKIL ÞETTA EKKI Í GÆR ÆTLAÐI ÉG AÐ SEGJA MARY JANE AÐ ÉG VÆRI KÓNGULÓARMAÐURINN EN Í DAG HEF ÉG ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ HÚN SÉ ÞEGAR BÚIN AÐ ÁTTA SIG Á ÞVÍ Úrskurður Hæstaréttar Ég geri ráð fyrir að margir hafi beðið eftir úrskurði Hæstaréttar um nið- urstöðu kæru vegna peningabréfa, sem allmargir voru svikn- ir um þ.e.a.s. fengu borgaða 2⁄3 af inn- eignum sínum. Ég held að marg- ir, sem töpuðu mikl- um peningum við fall bankanna og spari- sjóða, hafi getað ætl- ast til að fá inneignir sínar aðrar í sjóðum óhreyfðar, nei aldeilis ekki. Kaupþing og Glitnir borguðu um 85% en Landsbanki 68,8%. Þetta skýrir að hluta hvers konar misindismenn sátu við völd til þess eins að moka rækilega undir afturendann á sjálfum sér, sem greinilega hefur vitnast um. Ég heyri daglega á rásum sjón- varpsstöðva viðkvæðið „Fyrir þig og þína“, sem kemur frá örvænt- ingarfullum sparisjóðum, ekki veit ég hvað mörgum, sem gera nú að- för að fólki til að lokka það til við- skipta á ný. Hvaða traust getur fólk almennt borið til fjár- málastofnana lengur? Eru ein- hverjir sparisjóðir til lengur sem starfa undir nafni? Hvað varð um SPRON, Sparisjóð vélstjóra (BYR), Sparisjóð Mýrasýslu o.fl., o.fl? Eru þeir allir gjaldþrota? Voru kannski ryksugaðir innan frá eins og bankarnir sumir hverjir? Hvenær mun sá tími koma að fólk geti áhyggjulaust gengið inn í banka eða sparisjóð og lagt fyrir fé sem það hefur aflað á heið- arlegan hátt án þess að eiga það á hættu að það glatist allt innan viss tíma í höndum misindismanna sem sitja þar við stjórn? Hver er skýring á að fólk tekur innistæður sínar út í stórum stíl og geymir í útleigðum hólfum eða í öryggishólfum heima við, jafnvel undir koddanum eins og sagt er? Hvers vegna ættu eldri borgarar að hafa sína peninga á neikvæðum vöxtum til að greiða 18% fjár- magnstekjuskatt af þeim og fá svo restina senda til Tryggingastofn- unar til frádráttar á bótum, sem eru nú varla of háar fyrir þá sem þeirra njóta? Svanur Jóhannsson. Ást er… … að komast að því sem skiptir raunverulega máli í lífinu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 10.45, myndlist og prjónakaffi kl. 13, bókmenntaklúbbur kl. 13.30. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús í Boðaþingi 9, Kópavogi, sama hús og Hrafnista, 4. desember kl. 14. Upplestur úr nýjum bókum. Hinar vinsælu Bergssystur syngja. Veitingar í boði félagsins. Enginn að- gangseyrir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í Kennarahúsinu kl. 14. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9, handavinna kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bók- band kl. 13 og myndlistarhópur kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, brids og handavinna kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Trésmíði/tréskurður kl. 9 og 13. Gönguhópur kl. 11, handavinnuhorn og karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, Garðakórinn æfing kl. 16. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Vinnustofur op. frá há- degi, m.a myndlist, búta- og perlu- saumur. Á morgun kl. 10. 15 er Ey- steinn Björnsson gestur í prjónakaffi og les úr bókum sínum. Hraunbær 105 | Jólabasar kl. 13-16, handunnir munir og fleira skemmti- legt. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi- gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, gler- skurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30, pílukast kl. 13.30, jólafundur fim. 9. des. kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hannyrðir frá kl. 13, félagsvist kl. 13.30, kaffisala. Hæðargarður 31 | Bútasaumssýning listasmiðju og myndlistarsýning Erlu Þorleifsdóttur. Opnað fyrir hádeg- isverð kl. 12 föstudag 3. des. og 6. des. Íþróttafélagið Glóð | Sundlaug Kóp.: Ganga kl. 16.30. Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sundleikfimi kl. 9.30, listasmiðjan kl. 13. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10-11, handavinna og útskurður kl. 9/13. Leirlist kl. 9/13. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9 15, glerskurður (Tiffanys), ganga kl. 11.30. Kertaskreytingar kl. 13 og kór- æfing, leikfimi kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Jóla- og aðventufagnaður 10. des. kl. 18. Jóla- hlaðborð og mikið til skemmtunar. Upplýsingar og skráning í síma 411- 9450. Pétur Stefánsson hafði hægt umsig á Leirnum, póstlista hag- yrðinga, um nokkurt skeið. En gaf út kröftuga yfirlýsingu er hann mætti aftur til leiks: Lífið mitt svo indælt er, eintóm gleðivíma. Fyrir viku fékk ég mér; flatskjá, græjur, síma. Friðrik Steingrímsson var ekki seinn að bregðast við, enda þykir honum fátt skemmtilegra en að kveðast á við Pétur. Og má ráða af vísunum að hann gladdist er fréttir af dauða Péturs voru stórlega ýkt- ar: Sannast orðtak sýnist mér, sumpart allavega, að það sem lýðum leiðast er lifir ótrúlega. Ljúfsár virðist lífssýn þín, laus við allan trega. Daðraðu og drekktu vín og deyðu reglulega. Guðmundur Stefánsson orti að gefnu tilefni: Í sólarljóma lítur landið yfir, vökull. Orðinn aftur hvítur Eyjafjallajökull. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af flatskjá, græjum og síma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.