Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 21
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Það er skemmtilegt að ferðast um landið okkar og ímynda sér hvernig allt var á tím- um landnámsfólks. Ég varð fyrir uppljómun í sumar, þegar ég keypti mér Víkingakort Guð- rúnar G. Bergmann, sem gefin voru út árið 1993 og naut þess að lesa fróðleikinn um horfna heima víkinga, landnema Ís- lands. Frábær og fræðandi útgáfa þar. Íslendingar hafa kosið að kalla alla landnámsmenn Íslands víkinga, þótt þeir hefðu ekki allir verið mikið fyrir hernað. Það er samt kannski réttnefni, því það þurfti mikinn dugnað og þor til að sigla í opnum skipum yfir ólgandi haf á leið til Ís- lands. Ég heillaðist af hug- myndaheimi víkinga og hugsaði, hvers vegna Íslendingar hömpuðu ekki meira þessari menningar- arfleifð? Þarna eru ræturnar og mikilfengleg saga um horfna menn- ingarheima. Ótrúlega mörg tækifæri eru þarna ennþá óplægð á akri ferðamennskunnar. Spennandi tækifæri í ferðamennsku Það er þó að verða til vísir að spennandi tækifæri í ferðamennsku á Suðurnesjum en það hófst allt með umdeildum kaupum Reykjanes- bæjar á víkingaskipi Gunnars og fé- laga, sem Víkingaheimar á Fitjum hýsa nú. Fræðslugarður er nú risinn í Reykjanesbæ gegnt Víkinga- heimum, sem nefnist Heimur goð- anna og er í eigu Guðbrands Gísla- sonar. Þetta er enn eitt fræðsluspjótið um horfna heima, sem verið er að stinga niður á Suð- urnesjum. Heimur goðanna er fag- mannlega unnin sýning um norræna goðafræði en í þessari sýningu er verið að nýta fornar menningar- hefðir til kynningar. Svona sýning hefur mikið aðdráttarafl. Tenging hennar við Víkingaheima og Land- námssetrið er einnig sterk. Þarna eru miklir markaðsmöguleikar og einnig samlegðaráhrif. Að sýning- unni kemur margt hæfileikafólk og má þar nefna Hilmar Örn Hilmarsson,sem samdi tónlist og sá um hljóðhönnun. Ingunn Ásdísardóttir, þjóð- fræðingur og leikstjóri sá um listræna stjórn- un, hugmyndir og texta. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, kennari við Listaháskóla Ís- lands, sá um alla mynd- ræna útsetningu sýn- ingarinnar. Ævintýraheimur Íslendinga heillar Erlendir gestir, sem séð hafa sýn- inguna, hafa lýst yfir ánægju sinni. Fræðimenn frá Norðurlöndum og Evrópu, sem finna þennan sameig- inlega þráð með okkur Íslendingum í víkingafræðum, höfðu einnig unun af sýningunni. Nemendur sem komu frá Harvard, sögðu aðdáunarvert hvað Íslendingar ættu mikil auðæfi í menningarlegu tilliti. Þeim fannst stórkostlegt að finna hvað hin nor- ræna goðafræði lifir sterkt með þjóðinni. Þessi arfleifð Íslendinga er frábært markaðstækifæri. Í erfiðleikum eigum við að kíkja í okkar eigin rann, hvað varðar t.d. ferðamennsku. Skoða allt sem við eigum nú þegar í þjóðarsálinni, sem er fallegt, satt og sammannlegt öðr- um þjóðum. Landvættir Íslands Þegar ég las Víkingakortin, þá fræddist ég um landvættirnar. Ég lærði að vísu um þær áður fyrr í skóla og man að ég heillaðist. Krakkar hafa mjög gaman af nor- rænni goðafræði. Þetta eru ævintýri sem heilla svo marga, unga og aldna. Landvættatrú víkinganna var mjög sterk. Þeir trúðu því að fjöll og hólar landsins væru full af landvættum og að þessar landvættir treystu varnir landsins gagnvart óvinum. Mér datt t.d. í hug hvers vegna Íslendingar væru ekki löngu búnir að planta nið- ur risastórum landvættum. Það myndi aldeilis draga að ferðamenn, innlenda sem erlenda. Ég sá fyrir mér að við gætum reist risastór minnismerki um landvættirnar, búið þær til úr einhverjum sterkum efni- við, haft þær til dæmis 5 metra háar og komið þeim fyrir á landsvæð- unum, þar sem þær komu fram sem verndarar. Landvættir og sagan á bakvið þær myndu draga að mikinn fjölda ferðamanna, það er ég viss um. Endurreisum Alþingi á Þingvöllum Ég fór á mikið hugmyndaflug eftir lestur Víkingakortanna í sumar og sá fyrir mér að við myndum reisa nýtt Alþingishús á hinum forna þingstað Íslendinga, á Þingvöllum. Nú er þar nóg pláss, þar sem áður stóð hótel Valhöll. Mikil gæfa gæti fylgt þessari staðsetningu fyrir Ís- land. Mun betri staðsetning en að hafa þinghúsið okkar í malbiki borg- arinnar. Löggjafarþing Íslendinga var stofnað á Þingvöllum árið 930 og er talið elsta lýðræðislega þing á Vesturlöndum.Við værum að styrkja rætur okkar og menningu enn frek- ar. Ferðamennska myndi blómstra í kring og sérkenni þingstaðar okkar myndi vekja mikla athygli á al- þjóðavísu. Óteljandi möguleikar. Ég sá fyrir mér t.d. að alþingismenn færu á Þingvelli tvær vikur í senn, einbeittu sér í fallegri náttúrunni að landsins gagni og nauðsynjum en fengju svo frí í eina viku til að hitta fjölskyldur sínar. Þeir myndu vinna miklu betur og um leið tengjast bet- ur landinu okkar, á þessum forna og helga þingstað Íslendinga. Þeir fengju náttúruna beint í æð. Ég er viss um að það yrði íslenskri þjóð mikil blessun að flytja starfsemi Al- þingis á Þingvelli. Þingheimur gæti starfað í friði og náttúran sæi um að hjálpa þingmönnum að sjá skýrt. Þeir væru einnig að tengjast fornum hetjum, réttlætis og velmegunar, því á þingstaðnum á Þingvöllum, var hefð fyrir því að leysa ágreinings- mál. Setjum Alþingi Íslendinga aft- ur í helgan friðargarð okkar, end- urreisum það á Þingvöllum. Endurreisn Alþingis á Þingvöllum Eftir Mörtu Eiríksdóttur » Landvættir og sagan á bakvið þær myndu draga að mikinn fjölda ferðamanna ... Marta Eiríksdóttir Höfundur er ma. grunnskólakennari að mennt. Gullsmárinn Önnur umferðin í Minningar- mótinu um Guðmund Pálsson var spiluð í Gullsmára mánudaginn 29. nóvember. Spilað var á 15 borðum. Úrslit í N/S: Dóra Friðleifsd. - Jón Stefánsson 332 Ernst Backman - Hermann Guðmss. 312 Kristin Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 301 Guðrún Gestsd. - Lilja Kristjánsd. 298 A/V Ármann J. Láruss. - Sævar Magnúss. 329 Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 315 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 313 Elís Helgason - Gunnar Alexanderss. 290 Og eftir tvær umferðir er staða efstu para þessi: Ármann J. Láruss. - Sævar Magnúss. 690 Dóra Friðleifsd. - Jón Stefánsson 639 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 628 Ásgrímur Aðalstss - Birgir Ísleifss. 624 Eldri borgarar á Akureyri Spilaður var á 7 borðum tvímenn- ingur hjá bridsklúbbi Félags eldri borgara á Akureyri 25. nóvember. Efstu pör í N/S: Karl Jörundss. – Rúnar Sigmundss. 117 Páll Jónsson – Gunnar Berg 116 Andri P. Sveinss. – Ólína Sigurjónsd. 113 Austur/vestur Bragi Jóhannss. – Stefán Jónss. 133 Áslaug Kristjánsd. – Ófeigur Jóhanness. 113 Sigríður Þórðard. – Anna Þorsteinsd. 109 Meðalskor 105 stig. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 29. nóvember. Spilað var á 14 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S: Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 402 Júlíus Guðmundss.– Rafn Kristjánss. 360 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 357 Ólafur B. Theodórs – Björn E. Péturss. 353 Örn Ingólfsson – Örn Ísebarn 353 Árangur A-V: Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 364 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 349 Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 348 Herdís Sigurðard. – Elín Guðmannsd. 329 Bridsfélag Hafnarfjarðar Þá er þriggja kvölda Michel lokið þar sem tvö bestu kvöldin töldu. Sig- urvegarar urðu Andrés Þórarinsson og Halldór Þórólfsson með 60,35 % skor. Næstu pör (% skor): Skúli Skúlason – Rúnar Einarss. 59,64 Halld. Halldórss. – Hermann Friðrikss. 57,97 Gabríel Gíslas. – Gísli Steingrímss. 57,33 Ólafur Jóhannss. – Sigurþór Sigurðars. 55,89 Næsta mánudag hefst síðan að- alsveitakeppni BH spilaðir verða 2 leikir á kvöldi. Ef par vantar aðstoð til að mynda sveit þá endilega hafið samband við Sigurjón/898 0970. Bridsfélag Siglufjarðar Bridsfélag Siglufjarðar hefur undanfarið spilað 4. kvölda tvímenn- ing, Sigurðarmót. Lokastaða fjög- urra efstu para varð þessi. Bogi Sigurbjss. – Anton Sigurbjss. 746,4 Hreinn Magnúss. – Friðfinnur Haukss.717,4 Reynir Karlss. – Þorsteinn Jóhannsson711,1 Ingvar Jóhannss. – Hákon Sigmundss. 675,6 Næstu mánudagskvöld verður spiluð 2ja kvölda hraðsveitakeppni þar sem efstu og neðstu lið í Sigurð- armótinu mynda sveit. Spilað er í Shell-húsinu og hefst spilamennskan kl. 19.30. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 30. nóvember var spilað á 17 borðum. Sigurður og Anton unnu A/V með risaskor 69,39% Önnur úrslit urðu þessi/N/S: Bjarni Þórarinsson – Jón Lárusson 393 Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimars 388 Ólafur Ingvarss. – Sigurberg Elentínuss.383 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 358 A/V Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónss. 433 Jón Svan Sigurðss. – Birgir Sigurðss. 392 Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 384 Bragi V. Björnss. – Guðrún Gestsd. 345 Staðan í stigakeppninni er þessi: Katarínus Jónsson 254 stig Pétur R. Antonsson 236 Ragnar Björnsson 236 Bragi Björnsson 227 Oddur Jónsson 224 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.