Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 36
AF BÓKUM Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í gær var tilkynnt hverjir væru til-nefndir til íslensku bókmennta-verðlaunanna og ástæða til að óska þeim til hamingju. Verðlaunin voru fyrst veitt Stefáni Herði Gríms- syni árið 1989 fyrir ljóðabókina Yfir heiðan morgun. Hann hlaut eina millj- ón króna í verðlaun og mörkuðu verð- launin sér strax sess sem mikilvægustu bókmenntaverðlaun landsins.    Milljón krónur voru mikill pen-ingur á þessum árum, fram- reiknuð verðmæti þess miðað við láns- kjaravísitölu eru 2.630.000 krónur. Í dag er verðlaunaféð 750.000 krónur. Strax árið 1990 var verðlaununum skipt í tvennt, þar sem annarsvegar æðstu bókmenntaverðlauna landsins? Verður það ekki fyrr en 750 þúsund kallinn dugar ekki fyrir öðru en pulsu og kók? Svo má velta fyrir sér hversvegna tilnefning til æðstu bókmenntaverð- launa Íslands verður að vera í nóv- ember þegar flestar bækurnar koma út? Það er pirrandi að hugsa til þess að nú í ár var þriggja manna nefnd að lesa 60 bækur á fjórum vikum og velja þær bestu í einhverjum kapplestri. En það er kannski bjartsýnt að ætlast til þess að bókmenntamenn hafi sitt fram þegar þeir eiga við markaðsmenn. voru verðlaunuð fræðirit og hinsvegar fagurbókmenntir og fékk þá hvor 750.000 krónur og hefur sú upphæð haldið sér að krónutölu síðan. En framreiknaðar eru 750.000 krónur árið 1990 litlar 1,9 milljónir í dag.    Það er óneitanlega búbót fyrirhöfund að fá tæpar tvær milljónir króna í verðlaun en 750.000 krónur eru ekki nema tæplega þriggja mánaða starfslaun rithöfunda úr Lista- mannasjóðnum. Ég man að vinur minn keypti sér litla 25 fermetra íbúð á milljón krónur árið 1991 þannig að menn geta ímyndað sér hve verðlaunin hafa verið vegleg. Í dag dugar verð- launaféð ekki fyrir íbúðarkaupum, það er varla að þau dugi uppí afborgun af húsnæðisláni. Það er ástæða fyrir þá sem standa að þessum verðlaunum að velta því fyrir sér hvenær þeir telji við hæfi að hækka krónutölu þessara Íslensku bókmenntaverðlaunin » Í dag dugar verðlauna-féð ekki fyrir íbúðar- kaupum, það er varla að það dugi uppí afborgun af hús- næðisláni. Bóndinn Bergsveinn fékk tilnefningu fyrir bók sína sem inniheldur kjarnyrt bréf frá bóndanum Bjarna sem ýmist klórar konum eða kindum. Morgunblaðið/Kristinn 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Það hlýtur að vera dálítið snúið að vera Josh Groban. Holtaþokuvælandi blöðruselur en um leið listamaður sem þráir að láta taka sig alvarlega. Eins og berlega kem- ur í ljós á þessari nýjustu plötu hans, sem er unnin með sjálfum töfra- lækninum, Rick Rubin. Sjálfur er ég mjög svag fyrir Groban, hef t.d. mikla unun af jólaplötunni hans og var því nokk spenntur er ég brá þessari undir geislann. Ég efast ekki um það eitt andartak að Groban er heill og sannur í þeirri viðleitni sinni að kafa á ögn dýpri mið. Hann er meira að segja með þriggja daga skegg og trefil á umslaginu til að sanna sitt mál. Lítið fer þó fyrir áhrifum Rubin, platan hljómar býsna áþekk fyrri plötum og rækileg mínusstig eru gefin fyrir slátrun á „Straight to You“ Nick Cave. Grob- an verður kannski ekki hrárri en þetta en að ósekju hefði hann mátt nýta sér krafta Rubin betur. Ég veit að hann bæði vill það og getur. Josh Groban – Illuminations bbbnn Glatað tækifæri? Arnar Eggert Thoroddsen Rosalega var Bret- inn að bíða mikið eftir þessari plötu, sem seldist von úr viti er hún kom út. Take That á meðal- Bretann með húð og hári, líkt og Oasis, og úr því að Robbie Williams er kominn aftur í hópinn liggur gervöll þjóðin kylliflöt. Sem feyreyki hefur Take That gefið út tvær endu- komuplötur, Beautiful World (2006) og The Circus (2008), báðar þægi- legar „inniplötur“. Á Progress fara Take That-liðar hins vegar ham- ingjusamir fram að hengifluginu og bjóða upp á frískandi, grúvmiðað rafpopp með ævintýralegum sveigj- um og beygjum. Platan stendur þannig vel, hún heldur athyglinni og þetta er fínasta popp, jafnvel örlítið meira en það. Knýjandi spurningin er hins vegar hvað næst? Mun Take That, fyrst strákasveita, ná að búa sér til framhaldsslíf, standsetja sig sem ofurvinsælar poppstjörnur á nýjan leik? Það væri saga til næsta bæjar, en hráefnið virðist til staðar. Og viljann vantar væntanlega ekki. Taktu þessa plötu … Take That – Progress bbbmn Arnar Eggert Thoroddsen Táningspopp- stjarnan og tán- ingsstúlknatryll- irinn Justin Bieber skaust upp á stjörnuhimininn með ógnarhraða í fyrra. Fyrsta smá- skífa Biebers, „One Time“, komst í efstu 30 sæti lagalista í yfir tíu lönd- um og fyrsta breiðskífan hans, My World, náði platínusölu í Bandaríkj- unum. Bieber náði og í fyrra þeim merka árangri að verða fyrstur tón- listarmanna til að ná sjö lögum af fyrstu plötu á bandaríska lagalistann, yfir 100 vinsælustu lögin. Geri aðrir sextán ára strákar betur! Þessar ógnarvinsældir verða ekki aðeins skýrðar með því að klókir tón- listarútgefendur og -framleiðendur standi á bak við hann því strákurinn er hæfileikaríkur. Hann syngur vel, spilar ágætlega á gítar og er fínn á tónleikum, ef marka má tónleika- upptökur á plötunni sem hér skal rýnt í. Bieber hefur notið aðstoðar tónlistarmannsins og -framleiðand- ans Ushers við að koma sér á fram- færi og fingraför Ushers má vissu- lega greina á My Worlds The Collection. Platan hefur að geyma lög af fyrstu breiðskífu Biebers auk endurhljóðblandaðra laga og laga sem hann vann í samstarfi við hina og þessa, m.a. Ludacris og Jaden Smith. Allt hefur verið lagað til og fínpússað af Usher og kollega hans L.A. Reid. Tónlist Biebers er gítarpopp með vænum skammti af R&B, töluvert væmin á köflum sem höfðar ábyggi- lega ágætlega til dreyminna tánings- stúlkna og jafnvel -drengja. Hér er sungið um stelpur, táningsástir, ást- arsorg, Rómeó og Júlíu og þar fram- eftir götunum. Þetta er sæmilegasta popp, ristir vissulega ekki djúpt, syk- urhúðað með endemum en fram- reiðslan er flott, útsetningar og öll umgjörð til fyrirmyndar. Bieber svínliggur í táningsstúlknajólapakk- ann, svo mikið er víst. Svínliggur í táningsstúlknajólapakkann Justin Bieber – My Worlds The Collection bbbnn Helgi Snær Sigurðsson Reuters Stjarna Bieber þenur raddböndin á tónleikum og táningsstúlkur skríkja sig hásar. Aðdáendur hljóta að taka My Worlds The Collection fagnandi. Erlendar plötur Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley og Voldemort eru komin aftur í magnaðasta ævintýri allra tíma BESTA SKEMMTUNIN LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 10 RED kl. 8 - 10:20 12 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 - 10:30 10 ÓRÓI kl. 8 - 10:20 10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 VIP FURRY VENGEANCE kl. 5:50 L DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 / ÁLFABAKKA HARRY POTTER kl. 5 - 6 - 8 - 9- 10:10 10 GNARR kl. 5:40 L DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 RED kl. 8 12 / EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - Time Out New York „IT’S THE BEST FILM IN THE SERIES.“ - ORLANDO SENTINEL HHHH „ÞETTA ER KLASSÍK VORRA TÍMA.“ - Ó.H.T. – RÁS 2 HHHH Aðsóknarmesta myndin á Íslandi í dag SÝND Í KRINGLUNNI „EXCELLENT. A ZEITGEIST FILM.“ - RICHARD CORLISS, TIMES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.